Vísir - 17.02.1979, Side 5

Vísir - 17.02.1979, Side 5
I VtSIR Laugardagur 17. febrúar 1979 hrætt, ef eitthvað ógnar grund- vallaröryggi þess: Ef það miss- ir jafnvægið, ef það sætir hrana- legri og harðhentri meðferð, heyrir skyndilega hvellt hljóð eða sér óvænt skært ljós, eða ef það þarf að biða lengi eftir fæðu og umhirðu. Mikilvægur þáttur öryggiskenndarinnar er að finna nálægð hins fulloröna, og óttinn við að verða skilinn eitt eftir fylgir barninu lengi fram eftir aldri, þ.e.a.s. þangaö til barnið hefur öðlast rétt tlma- skyn og er farið að gera sér grein fyrir, að hinn fullorðni er ekki horfinn fyrir fullt og allt, heldur kemur aftur, þótt hann sjáiekkieða heyri til hans um stund. Litla barnið verður hrætt,þegar hinn fullorðni verð- ur leiður og ergilegur og — enn frekar— þegar hann vill ekkert með barnið hafa. Það er ekki fyrren seinna, að barnið fer að geta skilið reiði hins fullorðna og gert sér grein fyrir, að hún geti verið réttmæt. Lítil börn eru ofthrædd við hið óþekkta — hluti, fólk, dýr — og geta t.d. orðið ofeahrædd við skorkvikindi, hund eða ókunna manneskju. Þetta fer venjulega af, þegar barnið stálpast. Barn- iðþarf að venjasthinu óþekkta i öruggu skjóli fullorðinnar manneskju.Sársauki og meiðsl valda barninu ótta — en siður ef fullorðin manneskja er nær- stödd þ.e.a.s. fulloröin mann- eskja sem ekki verður sjálf of hrædd eða æst. óþægileg reynsla, t.d. sársaukafull skurð- aðgerð, getur stundum orðið undirrót varanlegs ótta við lækna og sjúkrahús, en einnig „breiðst út”, þannig að hann taki til allra hvitra sloppa, baðmullar, skæra og annars, sem barnið setur óafvitandi i samband við aðgerðina. Það sem einkum veldur ótta hjá litlu barni er þannig 1) ein- vera, 2) að hinn fullorðni vilji ekkert með það hafa, 3) hið óþekkta og 4) likamlegur áverki. Stálpað barnfinnur hins vegar til innra geigs. Þegar barnið ernið er komið á þannaldur aðþað tekur að gera sér grein fyrir hlutunum i við- tækara samhengi og fer auk þess að getað unað sér i heimi imyndunar og hugarflugs, geta lika hugsanir og hugmyndir orðið uggvekjandi. Barnið fer að dreyma óhugnanlega drauma um óargadýr, vofur o.s.frv. og geigvænlegir atburð- ir að setjast að i huga þess, þar sem imyndunin tekur við. Það kemst að þvi, að enginn er ódauðlegur, og að mamma og pabbar geti horfið. Hugsanir um dauðann og gröfina geta valdið skelfingu. Mikilvægast er að barnið geti komið til okkar fulloröna fólks- ins með heilabrot sin og að viö gefum þvi hlutlægar upplýsing* ar, eftir þvi sem kostur er á. Jafn áriðandi er að við hinir fullorðnu verðum ekki til að valda óþörfum ótta hjá barninu meö þvi að hræða það og for- dæma það. Börn, sem eru látin sæta refsingu eða spotti fýrir að tilfinningar og taka ábyrgð á afleiðingunum sjálfur. II. Ég hef rétt til að láta skoðun mina i ljós (ekki afsaka eða útskýra hana). III. Ég hef rétt á tilfinningum minum og þarf ekki að af- saka þær með einhverri ástæðu. IV. Ég hef rétt til að taka ákvarðanir, framfylgja þeim og taka af- leiðingunum. V. Ég hef rétt á að vera óháður velvilja annarra, þ.e. taka áhættuna að fólki geðjist ekki að mér. VI. Ég hef rétt á að breyta um skoðun. VII. Ég hef rétt á að segja ,,ég skil ekki”. VIII. Ég hef rétt á að segja ,,ég veit ekki”. IX. Ég hef rétt á að borin sé virðing fyrir mér. X. Ég hef rétt til að verjast árásum annarra sem hindra eða berjast gegn réttindum minum. láta tilfinningarnar hlaupa með sig I gönur, fyrir þörf á að láta að sér kveða, fyrir mistök sin o.s.frv. fyllast sektarkennd og vantrausti á sjálfum sér, sem getur gert þau óeðlilega kviða- full (þótt þau dylji það stundum undir kaldranalegu og þrjósku- fullu ytra borði). Það er sjálfsagður hlutur, að aldrei skyldi hræöa börn með lögreglunni, lækninum, kennar- anum, nágrönnunum eða öðru þvi um liku.sem manni kann að detta i hug að grfpa til. Að hóta með þvi að láta barnið farafrá sér er alveg sérstaklega varhugavert,af þvi að það rask- ar grundvallar öryggi þess og slik hótun kann að verða tekin i iyllstu alvöru, enda þótt barnið láti ekki á þvi bera. Hræðsla hins fullorðna sjálfs, t.d. við hunda eða önnur dýr, getur „smitað” barnið. Viðþessuget- ur maður auðvitað ekki gert, en það má útskýra fyrir barninuað þetta sé vandamál. sem maður eigi við að etja og raunverulega sé ekki svo mikið að óttast. Svo er auðvitað annað, sem er raunverulega hættulegt og þess eðlis, að vara verður barnið við þvi.Betraenað hræða barniðer þá að útskýra svo glöggt sem unnt er, hvað um er að ræöa. Við verðum lika að reyna að vaka yfir börnunum svo aö þau komist ekki að óþörfu I kynni við hluti, sem eru þeim ofraun. ANTIK RUGGUSTÓLL Nýsmíðaðir Antik stólar eru fljótir að auka verðgildi sitt, þeir eru eftirsóttir og því góð verötrvgging. Ný framleiðsla á gersemunr gamla tímans. Klassískur 18. aldar stóll. Góður gripur og prýði á hverju heimili. Leitið eftir nánari upplýsingum. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Verslunin VIRKA Hraunbæ 102 B - Sími 75707 Alltaf á laugardögum. Laugardagsskrínukostur. Kremsúpa með sveppum. Roastbeef með bernaisesósu og bökuðum [<7^ jarðeplum. ^ SUNNUDAGUR Konudags-Skrínukostur djúpsteiktur skelfiskur medRhodeIsland sósu. EÐA Eldabuskusúpa Kryddlegið lambslæri með bökuðum jarðeplum og gljáðum tómötum. EÐA Skrínufrúarréttur með hrísgrjónum og salati. Vinnukonubúðingur — með ananassósu ^ VINKONUR — UNNUSTUR — EIGINKONUR fá blóm í tilefni dagsins \ * HaÍÍ ' SKRINANII Skólavörðustfg 12 Sími 10848 KJUKLINGA TILBOÐ FYRIR ÞESSA HELGI BJÓÐUM VIÐ SERSTAKLEGA GOTT VERÐ Á HOLDA- OG GRILLKJÚKLINGUM 10 stk. í kasso 1.495. pr. kg. Unghænur 10 stk. i kassa aöeins........990.- kr. kg. Nautahakk 10 kg. i kassa.........1.500.- kr. kg. Foialdahakk 10 kg. i kassa..........900.- kr. kg. 5kg. nautahakk.......................1.670.- kr. kg. Hálfir, reyktir folaldaframpartar......950.- kr. kg. Hálf og heil hamborgarareykt svinalæri.2.390.- kr. kg. Ungkálfahryggir......................650.- kr. kg. Sleppið ekki þessu sérstaka tœkifœri Laugalæk 2, REYKJAVIK, simi 3 5o2o

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.