Vísir - 17.02.1979, Síða 10

Vísir - 17.02.1979, Síða 10
10 Laugardagur 17. febrúar 1979 VÍSIR útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstiórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttlr, Kjartan Stef ánsson, öli Tynes, Sigurður Slgurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö í lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f Sú fiskstofnaskýrsla, sem sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunarinnar sendu frá sér í byrjun þessa mánaðar hefur tiltölulega lítið verið rædd opin- berlega. Frumvarpsdrög Olafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, hafa dregið að sér meiri athygli undanfarna daga en skýrsla fiskifræðinganna, jafn- vel þótt ráðherrann hafi haft á orði, að sá vandi sem sjávarút- vegsskýrslan lýsti væri ásamt yfirvofandi olíuhækkun meiri en vandinn, sem verið væri að glíma við í efnahagsmálafrum- varpinu. Augljóst er af sérfræðinga- skýrslunni um ástand fiski- stofna okkar, að hrygningar- stofni þorsksins hefur hrakað mun meira en gert hafði verið ráð fyrir, og er þorskurinn nú í meiri hættu en nokkru sinni fyrr. Hafrannsóknastofnunin leggur til að þorskveiðar verði skornar niður um hvorki meira né minna en 80 þúsund lestir á þessu ári miðað við síðasta ár. Það þýðir með öðrum orðum, að óhætt er að veiða 250 þúsund tonn í stað þeirra 330 þúsund tonna af þorski, sem f iskiskipa- flotinn færði til hafnar á nýliðnu ári. Þótt ýmislegt haf i verið gert í friðunarskyni að því er þorsk- inn varðar varð þorskaflinn á síðasta ári um 60 þúsund lestum meiri en sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunarinnar höfðu talið skynsamlegt. Það er því ekki furða þótt útlitið sé dökkt núna. Það sést best á ýsustof ninum, hve friðunaraðgerðir eru árangursríkar en að mati sér- fræðinganna má nú fara að auka ýsuveiðina úr 40 í 45 þúsund lestir vegna þess að stofninn er að rétta við eftir of- veiðitímabilið, sem ýsan varð að þola. Aftur á móti erum við greini- lega komnir að hættumörkunum varðandi loðnustofninn. En þorskurinn er sá fiskur, sem við eigum mest undir og f jölskylduvandamálin, sem hann á við að strfða eru mesti höfuðverkur fiskifræðinganna og ættu jafnframt að valda ráðamönnum áhyggjum. Þótt þorskaflinn á árinu 1978, 330 þúsund tonn, sé minni en þorskafli Islendinga hefur áður orðið undanfarna þrjá áratugi, er hann samt allt of mikill. Þorskaflinn varð mestur árið 1954 eða um 550 þúsund tonn, en aukin sókn og gáleysislegar veiðar ókynþroska fisks hafa sett strik i reikninginn. Aukin sókn hef ur ekki orðið til þess að skila auknum þorskaf la á land, einfaldlega vegna þess, að þorskstofninn hef ur minnkað ár frá ári. Tvær tölur úr skýrslu fiski- fræðinganna tala skýrustu máli í þessu sambandi. önnur er ein milljón en hin er 165 þúsund. Það er mikill munur á þessum tölum. Þetta eru tölur um magn hrygningarstofns þorsksins árin 1957 og 1978. Hrygningarstofninn hefur hrapað úr einni milljón lesta í 165 þúsund lestir á tveimur ára- tugum. Það er ekki hægt að segja annað en við höfum rasað um ráð fram. Við höfum ekki látið okkur nægja að hirða vextina af þessari innistæðu okkar í haf- djúpunum heldur göngum við miskunnarlaust á höfuðstólinn. Ár eftir ár hafa sérfræðingar okkar bent á að svona geti þetta ekki gengið lengur, en þeir hafa talað fyrir daufum eyrum. Þær f riðunaraðgerðir og takmarkanir, sem stjórnvöld hafa beitt til stjórnunar þorsk- veiðanna hafa ekki dugað. Róttækari aðgerða er þörf og við verðum þegar að búa okkur undir að taka afleiðingum þeirra í sjávarútveginum. Það er einfalt reikningsdæmi að fátt er betri f járfesting fyrir þjóðarbúið en friðun hrygn- ingarstofns þorsksins. Á hverju ári bætir hann verulega við þyngd sína og hvert ár, sem þorskurinn fær að vera í friði gefur góðan arð. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að taka mið bæði af efnahags- legum og félagslegum þáttum þjóðarbúsins við ákvörðun varðandi takmarkanir á þorsk- aflanum, en óhjákvæmilegt er fyrir stjórnvöld að taka veru- legt tillit til skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar, sem varpar dökkum skugga á þorskstofninn, þótt bjartara sé yfir flestum þeirra fisktegunda sem minni þátt eiga f afkomu okkar. Skugginn ó þorskstofninum dökknar VANGAVELTUR efftir Sigvalda Hjálmarsson H/N STílNRUNNA ÍMYNDUN NÝVERIÐ hafa menn látiö skattaskýrsluna til yfirvalda öldungis hlessa hve tekjur liöins árs reyndust miklar og hve litiö er eftir — og svo leggst ofaná kviöinn fyrir háum sköttum þegar glaöningurinn kemur á miöju sumri enda alþekkt sú svikamylla aö keppast viö aö afla mikils fjár á þessu ári til aö greiöa skatta ársins I fyrra og þannig koll af kolli uns magasár eöur hjartabilun veitist i ábæti. Ekki þarf um aö deila aö skattar og allt sem þeir draga með sér formerkist einhver óvinsælasta uppákoma mann- lifsins, orðiö eitt dugar til aö menn fái skringileg ónot hér og hvar um likamann. Samt vita allir aö þeir fjármunir sem þannig safnast skila sér aftur i ýmsum þjóöþrifa framkvæmd- um þótt sitthvaö fari f súginn einsog gengur. Skattar veröa naumast um- flúnir — nema viö tökum upp sömu háttu og i Kina (sem ég vildi gjarna,fengi ég samt aö hugsa og tala) og hversvegna er þá ekki gangskör aö þvi gerö aö afla þeim vinsælda? Ég held okkar ágætu valdamenn ættu aö leggja sin gáfuöu höfuö I bleyti til aö finna ráö til þess. Eöa telst lögmál aö skattar séu óvinsælir? Telst lögmál aö menn þiggi hjálp af almanna sjóöi fegnir en vilji ekki greiöa sina skyldu til hans? Undirritaöur hafnar þessu sjónarmiöi. Þótt menn séu kannski eigingjarnir þá þarf ekki aö vera lögmál aö menn séu heimskulega eigingjarnir. Staðgreiðsla skatta er betri en seilast oni vasa manna eftir ár og sýna enga hlifð þótt kannski sé af engum tekjum aö taka þaö ár. En mergurinn málsins er ann- ar: Unnt er aö nefna tvær ástæður, hversvegna mönnum er sérstaklega I nöp viö skatta: A fyrri tima heimtaöi fram- andi kúgari hvern álagöan eyri án alls tillits til afkomu.skatt varð aö greiöa til hinna háu sem aftur sinntu engu þótt þeir smáu settu upp tær úr ófeiti þegar illa áraði. 1 annan staö er of langt á milli orsakar og afleiöingar i fjár- málum samfélagsins. Maöur sem skatt greiðir fær aldrei á tilfinninguna til hvers hans fé er varið. Eitthvert ógurlegt tóma- rúm hefur komiö sér fyrir meö þjóöinni, eitthvaö sem menn hvorki fá skiliö né skilgreint og kallast „rikiö”. Þaö er fjand- samlegt fólki meö likum hætti og grimmur kúgari á fyrri tiö. Þó fyrirfinnst þarna enginn nema fólkiö sjálft. Miölungs embættismaöur hjá rikinu er .rikiö” á skrifstofunni en hbimahjá sér er hann einn af þeim sem „rikiö” skattpinir. Hér stöndum viö augliti til auglitis viö þaö skynlausa skrimsli sem stundum er kaliaö „kerfiö”, nýtt orö yfir „rikiö” sem bendir til aö menn séu aö reyna aö skilgreina þennan vanda fyrir sér. I vinnubrögöum embættis- manna rikja enn ýmsar fifla- lega venjur sem erfðust frá kúgurum fyrri alda — einsog tilaömynda aö hóta: Ef þú ekki... þá... Aldrei held ég tekist hafi með illu aö fá mann til aö vera góöur þótt hótaö sé viti og eilifri kvöl — álika vitfirring og heyja striö til aö koma á friöi ellegar þurrka blauta flik meö þvi aö skvetta á hana vatni. Ef ég ekki borga skattinn selja þeir ofanaf mér kofann — þannig vinnur rikiö einsog finn- gálkn sem bryður allt sem aö kjafti kemur._ En hvur er sá sem hótar? Sá sem þabgerir fyrirfinnst raunar enginn. Ekki hótar fólkiö á gjaldheimtunni ekki hóta stjórarnir og sist af öllu hann Tómas fjármálaráðherra sá sem á hæstum situr tróninum I þeim efnum á meöal landsins manna. Fólk kemur aöeins hótunum til skila, leiðist að hóta. Þessi sem hótar hvur er hann eigin- lega? Einsog stundum oftar finnst hér ekkert mannlegt vald sem viöer barist: heldur steinrunnin imyndun — einsog i sumri guö- fræði: fyrst er kaldhömruð saman galvaniseruö hugmynd um guödóm, slðan heimtar slik- ur guðdómur aöskiljanlegar fórir aö viðlagri eilifri kvöl I Neðra. — Maðurinn óttast yfir- leitt aldrei neitt annaö en þaö sem hann hefur búiö til sjálfur og ræöur viö allt annaö en sinar eigin hugmyndir. Þessi steinrunna imyndun drottnar meira og minna i hverjum einasta manni — og kemur ma. fram I yfirskilvit- legu ógeöi á aö greiða skatta endaþótt augljóst sé aö mestallt kemur þetta beint eöa óbeint til hans aftur, ellegar einhvers sem meira þarf á aö halda en hann. Annaö mál aö aldrei er nóg vandað til framkvæmda um skattaálögur og meöferð al- manna fjár. 1 þvi efni er pottur brotinn. Fyrirþvi legg ég til aö við leysum upp duggunarlitiö af hinni steinrunnu imyndun meö þvi áö brúa hyldýpið milli skatta og þess sem fénu er varið til. Tilamynda: skattseöillinn sé ekki á þrælsnúinni róbótamál- lýsku heldur á hversdagslegri Islensku og uppteikni skilmerki- lega 1 hvaö almanna fé renni, enda reynsla fyrir þvi aö menn trúa skattseðlinum miklu betur en þjóöarleiötogum f frelsara- gervi I sjónvarpinu. Svo ætti aö setja spurningar á giróseöil gjaldheimtunnar þarsem menn létu I ljós hvað þeir vildu helst styrkja. Ljóst ætti aö vera aö vandi fjármálanna er alls ekki fjár- málalegur og stórkostlegt reikningsvit hagfræöinga dugar skammt til úrlausnar. Oll vandamál eru ekkert annaö en mannleg vandamál og sá einn er liklegur úr aö bæta sem hefur lag á að meöhöndla fólk — eins- og fólk, Nb einsog fólk! 9.2.1979

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.