Vísir - 30.04.1979, Síða 4
VISIR Mánudagur 30. aprll 1979
FLUGLEIÐIR:
DISHEYLAHD OG
ABRIR DRAUMAR
Það er langt til
Ameriku, ekki sist ef
menn ætla alla leið til
Miami. En þótt ótrú-
legt kunni að virðast er
ekkert dýrara að fara
þangað til þriggja
vikna sumarleyfis-
dvalar en að fara til
okkar hefðbundnu
sólarlanda i Evrópu.
Þegar tekiö er með í reikning-
inn að öll herbergi eru ioftkaeld,
með baði, kæliskáp, sima og
litasjónvarpi, verður lanö
hnetubóndans brosmilda ennþó
girnilegra. Aö sjálfsögðu er
hægt að fá ibúðir lika og þær eru
ekki siður búnar.
Amerikuferðirnar eru , eins
og allir vita, framlag Flugleiða
til þeirra sem leita sér sumar-
sólar. Félagið var um árabil að-
eins með Kanarieyjar og vann
íslendingum raunar fótfestu
þar, en svo var fariö úti tilraun
til að laða Islendinga til Miami,
á Florida.
Sú tilraun hefur heppnast með
ágætum vel og amerikuförum
fjölgar stöðugt.
Leikvöllur
Það má með nokkrum sanni
segja að Amerikanar hafi fund-
ið upp skemmtanabransann.
Enda er áreiðanlega leit að stað
sem hefur upp á jafn=>mikið að
bjóða og Miami.
Floridaskaginn er raunar eins
og hann leggur sig paradis fyrir
ferðamenn, kannske væji rétt-
ara að segja að hann sé risastór
leikvöllur fyrir börn og full-
orðna.
Þar er bókstaflega allt sem
menn geta imyndað sér að hægt
sé að gera sér til skemmtunar.
Og þegar imyndunaraflið er
þrotið er enn heilmikið eftir sem
menn hefðu EKKI getað imynd-
að sér.
Hinir augljósu staðir til að
heimsækja, Kennedyhöfðk og
Disneyland, gætu dugað tveim
til þrem löndum sem feröa-
mannaseiðar. Þeir eru aðeins
iitill hluti af Florida.
Það er heldur ekkert erfitt að
ferðast um þessa paradis. Fiest
allir íslendingar tala ágæta
ensku, og töluvert margir
amerikanar, þannig að tungu-
Mikki Mús býr i Disneylandi, eins og allir vita.
málaerfiðleikarnir ættu ekki að
I vera ófyrirstiganlegir.
iThorshavn og Paris
Flugleiðir eru ekki með aðrar
sólarlandaferðir, en hinsvegar
ferja þær fólk á allskonar
skemmtilega staði i heiminum.
Þar má nefna Færeyjar,
Grænland og Paris, sem ekki
liggja enná i alfaraleið
islenskra ferðamanna.
Þá er einnig orðið nokkuð
um að fólk bregði sér til New
York i skemmtiferð. Sú heims-
borg hefur upp á flest það að
bjóða sem snertir tónlist, mynd-
list og aðrar listir, að meðtalinni
matarlyst þvi þar eru margir
frábærir veitingastaðir. Mörg-
um íslendingum hrýs llklega
hugur viö að heimsækja svona
risaborg, telja vist að þeir verði
þar eins og krækiber i helvlti og
eigi sér eins mikla möguleika til j
a6 lifa þetta af.
Kunnugir segja hinsvegár að I
New York sé besta borg I heimi,
að London meðtalinni (en ekki
Reykjavik) og það þurfi ekki
lengi að dvelja þar til að j
sannfærast.
Og liklega verður ekki hægt |
að afsanna það — nema með|
vettvangskönnun.
—ÓT.
Þú byrjar
ferðina í
GEVAFOTO!
Myndavélarnar i Gevafoto eru af
öllum stærðum, gerðum og verð-
flokkum. En eitt er þeim sameigin-
legt — þærkunna sitt fag. Góðar og
fallegar ferðamyndir eru tryggðar
með myndavélum frá Gevafoto
og framköllun á sama stað! Fyrsta
flokks þjónusta og ráðleggingar
sérfræðings á staðnum.
Það er nauðsynlegt að taka
myndavélina með i ferðalagið — en
ekki er lakara ef sjónauki er lika
meðferðis. Þeir eru til i miklu úr-
vali hjá Gevafoto og með nútima
tækni og japanskri fjöldafram-
leiðslu hefur verðið náðst ótrúlega
langt niður. Sjónaukar frá Denkar
og Konica gera ferðalagið enn
skemmtilegra.
JÆu s t u rs t rœt i 6 S\ 'nu 22955
Pálmatré, sól og sandur.