Vísir - 30.04.1979, Side 15
15
VÍSIR
Mánudagur
30. april 1979
PERLUVEWAR 0G
PARADÍSMHEIMT
- samvínnulerðlr-Landsýn eru með ferðir út um allt
Það má eiginlega
segja að menn hafi
lagst i viking þegar
Samvinnuferðir og
Landsýn voru sam-
einaðar og það voru
mörg lönd unnin á
skömmum tima.
Samvinnuferöir-Landsýn
bjóöa þvi upp á m jög fjölbreytta
sumaráætlun og aö auki ýmsar
nýjungar sem feröalöngum
koma vel.
Eigendur Samvinnu-
feröa-Landsýnar eru Alþýöu-
samband Islands, BSRB,
Stéttarsamband bænda og Sam-
vinnuhreyfingin. Þetta eru allt
geysilega sterk félög og þau eru
i góöu sambandi viö tilsvarandi
félög á hinum Noröurlöndunum.
Þetta góöa sambandopnarts-
lendingum ýmsa nýja feröa-
möguleika. Aö auki hefur skrif-
stofan haslaö sér völl á trlandi
og náö þar samningum um
gagnkvæmar hópferöir sem
gerir aö verkum aö hægt er aö
bjóöa mjög hagstætt verö.
Þeim fjölgar stööugt Is-
lendingunum sem leggja leiö
sina til trlands enda eyjan
græna fagur staöur og góöur
heim aö sækja. A trlandi bland-
ast gamli timinn og nútiminn
saman á einkar skemmtilegan
hátt.
Sveitahéruö írlands eru róm-
uö fyrir fegurö ogkyrrö og irsk-
ar borgir eru ekki siöur augna-
yndi. Þar ægir saman fornum
kirkjum, krám ogminnismerkj-
um og nýtiskulegum verslunar-
stórhýsum og hótelum.
Þar eru lika góöar
baöstrendur og veöriö á sumrin
er yfirleitt meö þeim hætti aö
menn gætu vel þóst vera aö
koma frá Mallorca, þegar þeir
smia heimleiöis.
Eins og siöastliöiö sumar er
nú boöiö upp á sex vikna ensku-
námskeiö á trlandi og eru þau
einkum ætluö unglingum á
aldrinum 14-18 ára. Þeir dvelj-
ast á Irskum heimilum meöan á
námskeiöunum stendur.
Paradísarheimt
Costa del Sol hefur Iengi veriö
Paradis þúsunda tslendinga og
Samvinnuferöir-Landsýn halda
uppi feröum til Paradisar, eins
og undanfarin ár. Á sólar-
ströndinni er margt aö upplifa
eins og allir vita og skrifstofan
hefur tryggt sér þar góöa gisti-
staöi:menngeta valiö um hvort
þeir vilja búa i hótelherbergi
eöa Ibúö.
Kynnisferöir eru auövitaö
farnar vítt og breitt um landiö
þvi þarna eru margir merki-
legir sögustaöir sem feröalang-
ar ættu ekki aö láta framhjá sér
fara.
Heilsurækt i sólinni
Júgóslavia hefur hreinlega
slegiö I gegn sföustu árin aö
sögn þeirra hjá Samvinnu-
feröum-Landsýn. Þar er mikil
veöurbliöa og stórbrotin
náttúrufegurö og baöstrendur
gerast ekki betri.
Skrifstofan hefur þróaö traust
viöskiptasambönd á sumar-
leyfisstaönum Portoroz viö
Adrfahaf. Gestir hennar dvelj-
ast á þrem hótelum sem eru I
eigu sömu samsteypunnar.
A ströndinni.
Þetta eru nokkurskonar
systurhótel sem tengjast hvert
ööru aö meira eöa minna leyti I
sameiginlegri þjónustu, enda
stutt á milli þeirra. Þau bjóöa
meöal annars upp á veitinga-
sali, vinstúkur, kaffistofur,
snyrtistofur, verslanir, pósthús,
ráöstefnusali, einkabaöströnd
og sundlaugar.
Þá er i Portoroz heilsuræktar-
stöö sem f jölmargir tslendingar
hafa gist og láta mikiö af. Þar
sér fjölmennt lækna- og
hjúkrunarliö um aö mönnum
liöi vel og veita meöferö þeim
sem þjást af hjarta- og tauga-
sjúkdómum og skyldum kvill-
um.
Psoriasis og asthmasjúkling-
ar hafa einnig komiö þaöan
hressari en þeir fóru.
Miðj ar ðarh a f sper la
Eyjan Malta er ein af perlum
Miöjaröarhafsins og þar sem
Samvinnuferöir-Landsýn hafa
nú gerst perluveiöarar meö
meiru gefet Islendingum kostur
á aö sleikja sólina þar. Þessar
feröir eru farnar I samvinnu viö
dönsku verkalýössamtökin og
dvaliö i smáhýsum sem þau
hafa byggt fyrir sina félags-
menn.
Sérstaklega er mælt meö
Möltuferöum fyrir fjölskyldur
og minni hópa sem vilja njóta
sumarleyfisins á kyrrlátum og
fógrum staö. Þetta eru tveggja
vikna feröir en aöauki er dvalið
eina viku í sumarhúsum sem
verkalýössamtökin eiga I út-
jaöri Kaupmannahafnar.
Milljóneralif
Jamaica er glænýtt feröa-
mannaland fyrir Islendinga.
Hún er ein af perlum Karabiska
hafeins og perluveiðarar Sam-
vinnuferöa-Landsýnar bættu
henni i safniö svotil um leiö og
þeir stigu þar á land.
Gisting þar er ekki af verri
endanum. Þar er boöið upp á
stórar villur, meö einkasund-
laug og og þjónustufólki. A
morgnana geta gestirnir röltút i
sundlaug og svamlaö þar um
meöan einkaþjónustustúlkan
býr um og þurrkar af, einka-
matreiöslumaöurinn framreiöir
morgunverð til aö snæöa á
sundlaugarbarminum og einka-
garðyrkjumaðurinn snyrtir
blómabeöin.
Þarna geta menn semsagt
lifa ö eins og milljónerar án þess
að vera það þvi verðiö er lægra
en maöur mundi halda.
Rinarlönd
Rútuferðir um Rinarlönd eru
á dagskrá Samvinnu-
feröa-Landsýnar og menn geta
valiöum tvær leiöir. Báöar hafa
það sameiginlegt aö boöiö er
upp á einstaka náttúrufegurö og
mikinn sögulegan fróöleik.
Aö sjálfsögðu er feröast meö
nýtiskulegum og fyrsta flokks
langferöabifreiöum og þótt viða
sé fariö er yfirferöin ekki svo
óskapleg aö menn þreytist um
of.
í vesturveg
Þaö er viöast hvar tekiö vel á
móti islenskum feröamönnum,
en kannske hvergi betur en I
Kanada, enda til góöra frænda
aö sækja.
1 samráöi við Þjóöræknis-
félagiö bjóöa Samvinnu-
veröir-Landsýn upp á tvær
ferðir á tslendingaslóöir i
Kanada I júli og ágúst.
Þeir sem slika eiga geta dval-
ist hjá ættingjum, en feröalöng-
unum erulika útvegi* hótel eöa
önnur gisting.
Sjö stórborgir
t fimm landa sýn er komiö viö
I sjö stórborgum fimm landa.
Löndin eru Júgóslavia, Austur-
riki, Þýskaland, Sviss og Italia.
Ferðin tekur 21 dag og auk
borga berja menn aö sjálfsögöu
augum mikla náttúrufegurö
þessara landa. Og feröatilhögun
er þannig að þótt mikiö sé aö s já
er lika góöur timi til aö skoöa
þaö.
Róm og Rivieran
4 Róm og Rivieran heitir einn
feröapakki Samvinnu-
feröa-Landsýnar. 1 henni eru
heimsóttar frægustu borgir tta-
liu og einnig Rivieran og fleiri
nafntogaöir staöir f Frakklandi.
Feröin er þriggja vikna löng
og farið milli staða i loftkæld-
um langferöabil.
Norðurlönd
Samv innuferða-Landsýnar-
menn eru frændræknir I besta
lagi og hafa skipulagt ferö til
Kaupmannahafnar og Oslóar og
nokkurra bæja i Sviþjóö, auk
þess sem kikt er viö I Þýska-
landi.
Þarnaniðurfrá er feröast meö
fúllkomnum langferðabilum og
skipumogmargt að sjáogupp-
lifa. Meöal merkra staöa sem
ferðalangarnir heimsækja er
Himmelbjerget^iæsta fjall Dan-
merkur. Þaö er 147 metrar yfir
sjávarmáli oglitil hætta á aö is-
lenskir feröamenn finni þar til
lofthræöslu.
UFÓ
Samvinnuferöirhyggja einnig
á feröir i austurátt og búið er að
skipuleggja eina um Sviþjóð,
Finnland og Sovétrikin. Fyrir-
hugaðar erufleiri feröir i J»ssa
átt og þá til landa I
Austur-Evrópu.
Loks má svo geta þess aö
Samvinnuferðir-Landsýn eru
meösérstakan flokk sem kallast
UFO, eða Ungir Ferðast Ódýrt.
Þessi flokkur var búinn til i
samvinnu viö Félagsstofnun
stúdenta, Alþýöuorlof og al-
þjóölega mótparta þeirra og er
til þess ætlaöur aö gefa ungu
fólki (upp aö 26 ára) tækifæri til
aö feröast viöa og ódýrt.
—ÓT