Vísir - 30.04.1979, Síða 22

Vísir - 30.04.1979, Síða 22
VÍSIR Mánudagur 30. april 1979 4’Y'* v * v ♦ 4 * * 4 4 4 *4 « * 4 22 NEYTENDAPUNKTAR Útgjaldaáætlun þín fyrir sumarleyfisferðina ætti að fela í sér eftirfar- andi: Grunnverð á ferð- inni. Ferðir til og frá brottfararstað. Máltíðir (sértu ekki í fullu fæði). Sérstök aukagreiðsla fyrir eins manns herbergi og/eða svalir og snyrt- ingu (Ef við á). Kynnis- ferðir. Þjórf|é, Vegabréf Vegabréf er nauðsyn- legt í ferðir utan Norður- landanna og í raun er hyggilegt að hafa það ávallt meðferðis (vegna ferðatékka o.fI.). Eigir þú gamalt vegabréf skaltu athuga hvort það er enn í gildi og hvort það gildir ekki a.m.k. út ferð- ina sem þú fyrirhugar. Farangur Hver flugfarþegi má hafa með sér allt að tutt- ugu kíló af farangri og er handfarangur þar inni- falinn. Fyrir börn yngri en tveggja ára má ekki hafa sérstakan farangur án aukagjalds. Gjaldið fyrir yf irvigt er tiltölulega hátt. Best er, hafi fólk aðstöðu til þess, að vigta allan farangur bæði fyrir brottför og heimferð. Þess eru dæmi að mistök eigi sér stað í f lughöfnum. Þjórfé Þú kemst varla hjá því að greiða þjórfé í útlönd- um. Það er yf irleitt 5—10 prósent af reiknings- upphæðinni hjá þjónum og leigubílstjórum og á að fara nokkuð eftir því hvað þú er ánægður með þá þjónustu sem þú hef ur fengið. ( kynnisferðum biður fararstjóri oft um að fólk láti eitthvað af hendi rakna handa bílstjóran- um. Þjórfé á hótelum er venjulega um það bil þús- und krónur á mann á viku, sem skiptist milli starfsfólksins. (Úr Neytendablaðinu) GLERAUGUN iSkárri regl ur um ferða gialdeyrl Gjaldeyrismál hafa löngum verið ferða- mönnum nokkurt áhyggjuefni. Fáránleg- ar reglur hafa gilt um ferðamannagjaldeyri og gera enn þótt ástandið sé nú mun skárra en fyrir nokkr- um árum. Ef menn feröast eitthvað á Menn fá nú nokkru meira af þessu en áöur. eigin vegum núna fá þeir gjald- eyri fyrir 215.000 islenskar krónur. Ef farið er í sólarferð er skammturinn 167.000mestur, og þá er miðað við að verið sé i þrjár vikur og búið i Ibúð. Fyrir þessa upphæð fást rúm- ir 33 þúsund pesetar og má segja að ferðamenn séu allvel settir með þá upphæð til dag- legra þarfa. Ofan á þessar upphæðir leggst svo aftur á móti tfu prósent ferðamannaskattur sem auðvit- að er fáránlegur. Gjaldeyris- yfirvöld eru þarna eiginlega að flytja svarta markaöinn yfir til sin og gera hann löglegan. Matarmiðarnir góðu eru nú alveg úr sögunni og er vel að gjaldeyrisreglurnar skuli þó það rúmar að ekki þarf að sakna þeirra. Þá hefurennfremur ver- ið rýmkað svo til að menn mega nú fara i tvær ferðir og er þá ekki helmingaður gjaldeyris- skammturinn i siðari ferðinni, eins og áður var. Skoöunarferöir erlendis verða menn enn að greiða i gjaldeyri, sem er mikill galli. Þeim hefur enda fækkað mjög sem i þær fara. Ferðaskrifstofumenn eru að reyna að fá úr þessu bætt og segja að gjaldeyrisyfirvöld hafi sýnt á þessu nokkurn skilning. Vonandi verðurþessukippt i lag áður en sumarvertlðin hefst fyr- ir alvöru. —ÓT.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.