Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Mánudagur 9. aprll 1979. Umsjón: Guðmundur Pétursson t m *»jp r ~ ' t 1*0 * V< • I - v l*. _ Svíar upDvægir út at Harris- burg-óhapplnu Kjarnorkumálin voru mjög ofarlega á baugi i slöustu þing- kosningum i Sviþjóö, þegar Þor- björn Falldin sem I kjölfar þeirra kosninga myndaöi stjórn, setti þau á oddinn. Eftir óhappiö I kjarnorkuverinu viö Harrisburg eru þessi mál aftur komin i brennidepil, enda liggurfyrir núverandi stjórn Svia að taka ákvöröun um, hvort kjarnaofnar númer 7 og 8 skuli settir í gang. Svíar hafa fylgt fordæmi Bandarikjamanna meö sérstöku ráöi, sem hefur eftirlit meö kjarnorkuverum, smiöi þeirra og rekstri þeirra. Þetta eftirlitsráö hefur nýlega lagt blessun sina á, aö nægilega tryggilega hafi veriö búiö um, hvernig gengiö veröi frá geislavirku úrgangsefni nýju orkuveranna. Falldin hefur þó aftur stigið fram og tortryggir eftirlitiö aö þessu sinni. Vill Falldin draga i efa, aö öryggis sé nægilegt við aö koma úrganginum fyrir neðan- jarðar. — Hann hefur sett fram kröfu um þjóðaratkvæði um kjarnorkuna. Þaöer ekki nema að vonum, aö Svíar liti áhyggjuaugum til óhappsins viö Harrisburg. Þeir standa sjálfir viö þröskuldinn á kjarnorkuvæöingunni, og reyndar eru einmitt kjarnorkuofnarnir l Ringhals II og hinum nýja Ring- hals III, sem báöir eru i rekstri, af sömu gerö kjarnaofninn i Ha rris bu rg. Ola Ullstennúverandi forsætis- ráöherra hefur i sænsku fjöl- miðlunum látiö sjálfur i ljós áhyggjuraf málinu. „Fyrir okkur hér i Sviþjóö táknar þetta, aö viö veröum að efla öryggisbúnaö og gæta aö fleiru en úrgangsvanda- málinu einu sem viö höfum ein- Þessi loftmynd er af kjarnorku- verinu á Three Mile Island viö Harrisburg i Pensylvaniu, þar sem eldsneytisbirgöirnar of- hitnuöu á dögunum. örin bendir á þá stöðvarbyggingu, þar sem hinn bilaöik ja rnaofn er til húsa. beitt okkur við að undanförnu. Viö verðum lika að gæta betur aö daglegum rekstrarörðugleikum, sem upp kunna að koma”, sagöi hann. Ullsten forsætisráðherra lagöi þó áherslu á þaö um leiö aö aðrar orkulindir væru þó enn áhættu- meiri en kjarnorkan. I andstööu Falldins viö kjarn- orkuna heldur hann þvi fram aö I Harrisburg hafi einmitt skeð þaö, sem sér- fræöingarnir höföu fullyrt aö gæti hreint aldrei skeð, þegar þeir töl- uöu máli kjarnorkuvæöingar. Falldin kraföist þess, meðan ekki var útséö nema að flytja þyrfti ibúa Harrisburg burt af geisla- hættusvæöinu, að kjarnaofnarnir sex, sem eru starfandi i Sviþjóö, yröu stöövaöir. Sagði hann enn- fremur, að þaö. yröi pólitiskt hneyksli ef Ringhals III yrði sett- ur i gang, meöan ekki lægi ljósar fyrir, hverjar væru orsakir óhappsins i Harrisburg. Leiðarahöfundar dagblaöanna i Sviþjóö tóku margir i svipaöa strengi og vildu sumir fresta gangsetningu sjöunda kjarna- ofnsins, Ringhals III. — Leiðara- höfundur „Svenska Dagbladet” bætti þvi þó við, aö án kjarn- orkunnar gætu menn þó ekki veriö og aö hún væri þar að auki hættuminni en margir aðrar orkulindir. Hinsvegar yröi aö taka öryggismálin fastari tökum. buxum úlpumi alltaf eitthvað nýtt út í veður og vind.... GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333 Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka. Minni kuldaleiðni, þar sem rúður og loft- rúmslisti liggja ekki saman Meira þol gagnvart vindálagi. GLER LOFTRUM ÁLLISTI MILLIBIL ÞETTILISTI RAKAEYÐINGAREFNI SAMSETNINGARLÍM .... og glerió frá GLERBORG mun sanna þrautreynda hæfni sína Það verður ekki annað sagt en að glerið frá Glerborg mæti til leiks þraut- prófað og rækilega undirbúið fyrir átökin við hina margbreytilegu og sviptingasömu íslensku veðráttu. Hvort sem verið er að byggja, breyta, lagfæra eða endurnýja, er óhætt að leita til sérfræðinga Glerborgar og þeir munu leysa úr vandanum á traustan og öruggan hátt. Með tilkomu nýrrar sjálfvirkrar vélasamstæðu eru öll glerin nú útbúin með tvöfaldri límingu í stað einfaldrar áður. Sérfræðingar um allan heim viður- kenna tvöföldu líminguna sem bestu framleiðsluaðferð í heiminum, enda sameinar hún þéttleika, viðloðun og teygjanleika. Einfalt, tvöfalt, þrefalt, eða fjórfalt gler, - allt kemur til greina. Verslunarhús íbúarhús, sumarbústaðir eða eitthvað annað, - Glerborg leysir málið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.