Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 11
vism Mánudagur 9. april 1979. cinrrvirt* 11 Júgúslavneskur nálastungulæknir (heimsðkn: MEGRUN MED NÁLASTUNGUM - Nýlum strauma líkamans, seglr dr. Medved irá Portoroz „Þessu er beitt aöallega við ýmsum þeim kvillum sem evrópskir læknar geta litið átt við með hefðbundnum aðferðum, svo sem ofnæmi, exem og psoriasis, migreni, þrálátum verk.ium oþh. Þá höfum við hjálpað fólki að megra sig,þvl með náíunum er einnig hægt að minnka matar- lyst”, sagði dr. Medved, júgóslavneskur nálarstungulækn- ir sem dvelst hér á landi um þess- ar mundir. Dr. Medved sagði að nálarstunguaðferðin nýtti ýmsa strauma sem likaminn hefði sjálfur yfir að ráða. Væri unnt með nálunum að lina mjög þján- ingar, bak- og höfuðverki sem læknar á Vesturlöndum hefðu hingað til aðeins getað gefið verkjatöflur við.oft með mistjöfn un árangri. Notaðar eru þrenns konar nálar, úr gulli, silfri og stáli. Stálnálarnar eru notað við þær lækningar sem lúta beint að likamanum en hinar fremur við það sem að höfðinu snýr, höfuð- verkjum, migreni og svo við megrunaraðgerðir. Það er ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir-Landsýn sem fengið hefur dr. Medved hingað til lands, en ferðaskrifstofan hefur skipu- lagtferðir Islendinga á heilsuhæli i Portoroz sem hann veitir for- stöðu. Þar stundar hann bæði hefðbundnar lækningar og nálar- stungur og tók læknirinn sem dæmi um aðferðir sinar að við psoriasis væru framkvæmdar 10 nálarstungurþrisvarsinnum með nokkrum hléum á milli. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdarstjóri Samvinnuferða- Landsýn, sagði að margir Islend- ingar hefðu hlotið góðan bata hjá dr. Medved i Júgóslaviu og þvi hefði hann verið fenginn til lands- ins til kynningar. Hann verður til viðtals á skrifstofu Samvinnu- ferða-Landsýnar næstu daga. Dr. Medved heldur hér sýnikennslu í nálarstungum fyrir blaöamenn Visis. „Fórnarlambiö” heitir Eyja Þ. Einarsdóttir. Fullkominn kiöabunaöur fyrir alla fjölskylduna Þegar hönnun og framleiðsla skíða er annars vegar standa fáir - ef nokkrir - Austurríkismönnum á sporði. Nú býður Sportval ótrúlegt úrval hinna heimsfrægu skíða þeirra - og allir finna skíði við sitt hæfi. Fjölskyldur, byrjendur, áhugamenn, keppendur, - lelðin liggur í Sportval. Sportval I Vió Hlemmlorq-simar V Hlemmtorg-simar 14390 & 26690 SALOMON 727 Frönsk tækni, byggð á áratuga reynslu, nýtur sín til fulls í Salomon öryggisbindingunum, - „öruggustu öryggisbindingunum" Caber. Allir eru sammála um fegurð og gæði (tölsku Caber skónna. Þægilegir en traustir - sannkölluð meistarahönnun og framl.eiðslfl. Einn keppendanna á fullri ferö. Vfsismynd ÞG Bræðurnir Jón og ómar unnu I Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavikur stóð fyrir 370 km löngu ralli á laugardaginn. t keppnina voru skráðir 27 bflar og voru strangar öryggiskröfur gerðar til útbúnaðar þeirra, þess m.a. krafist að inni i þeim væri komið fyrir sérstöku velti- búri. Ekið var um Reykjanes, Krisuvik, Grimsnes, Selfoss, i gegnum Stokkseyri og tii baka til Reykjavikur. Fimm eða sex bflar heltust úr lestinni, ýmist vegna bilunar, skemmda eða útafkeyrslu. 1 fyrsta sæti urðu ómar og Jón Ragnarsáynir. —ss— Þessi komst ekki alla leiö. VIsismynd:GVA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.