Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 8
Mánudagur 9. april 1979. ÍT^lV O 'Pi-I^SL^gr útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, öli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8. Simar 88611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 sfmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 1000 á mánuði innanlands. Verð I lausasölu kr. 160 eintakið. “rentun Blaðaprent h/f Stefnuskra veröDOlgu Sú stefnuskrá í efnahags- og atvinnumálum, sem Verslunar- ráð islands hef ur nú sent f rá sér, felur í sér einhverjar athyglis- verðustu tillögur, sem f ram hafa verið settar um íslenskt efna- hags- og atvinnulíf um langa hríð. Það gerir tillögur Verslun- arráðsins sérstaklega athyglis- verðar, að þar er sýnilega horft á efnahagslífið frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar, en ekki frá þröngu sjónarhorni einstakra atvinnugreina. Af einstökum þáttum stefnu- skrárinnar og greinargerðarinn- ar með henni er ástæða til að gefa góðan gaum að kaflanum um verðbólguna vegna þess, hve heitt verðbólguvandinn brennur nú á meginhluta þjóðarinnar, bæði atvinnurekstri og einstakl- ingunum. Verslunarráðið bendir á, að stöðugt verðlag sé grundvallar- nauðsyn fyrir heilbrigt atvinnu- líf, sem eigi að skila fullum aíköstumog batnandi lifskjörum. Um það böl, sem af verðbólgunni leiðir, segir síðan m.a.: „ Efnahagslífið í heild hefur illilega orðið fyrir barðinu á verðbólgunni. Uppsprettur láns- og áhættuf jár til atvinnuvega og einstaklinga hafa nær þornað Llnuritib hér aö ofan sýnir, hve verölag á neysluvörum hefur hækkaö miklu meira á islandi en hjá öörum OECD-þjóöum siöan áriö 1960. upp. Arðbærum fjárfestingum hefur fækkað að sama skapi og óarðbærum f járfestingum hefur fjölgað með þeim afleiðingum, að f járfesting landsmanna hefur ekki skilað þeim hagvexti, er til stóð. Vegna þess má telja, að lífskjör hér séu um þriðjungi lak- ari en annars hefði verið. Verð- bóigan er atvinnulíf inu sérstakur bölvaldur. Hún hefur rænt atvinnuvegina rekstrarfé sínu og leitt til stórfelldrar ofsköttunar hjá atvinnuvegunum vegna van- metinna f yrninga og vörunotkun- ar, sem leiðir til ofmats á hagn- aði og þar með hærri tekjuskatts- og arðgreiðslna en væri i stöðugu verðlagi. Verðbólgan hefur veikt svo atvinnulífið í landinu, að atvinnumöguleikum á næstu ár- um er stórfelld hætta búin". Verslunarráðið bendir á, að til þess að vinna bug á verðbólgunni þurf i sterka rikisstjórn, sem beiti samræmdri ef nahagsstef nu markvisst í þeim tilgangi. Ráðið leggur síðan m.a. til eftirfarandi aðgerðir sem þætti í slíkri efna- hagsstefnu: ,, Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins þarf að endurreisa og starfrækja í samræmi við upp- haflegan tilgang sinn. Bankakerfið og gjaldeyris- varasjóð þarf að byggja upp með frjálsum vöxtum og gengis- skráningu. Fjárfestingarstyrki og aðra styrki til atvinnuveganna ætti síðan að afnema. Hlutverki og starfsemi Seðla- bankans þarf að breyta. Koma þarf í veg fyrir, að ríkissjóður safni skuldum við Seðlabankann og bankanum þarf að gera kleift að stýra aukningu peningamagns í umferð og uppbyggingu nauð- synlegs gjaldeyrisforða með raunverulegri bindiskyldu, verð- bréfaviðskiptum og vaxta- ákvörðunum af eigin lánum. Opinber útgjöld og skattheimtu þarf að draga saman og mynda verulegan greiðsluafgang hjá ríki og sveitarfélögum. Vísitölubindingu launa þarf að afnema og samræma kaupmátt launa greiðslugetu atvinnuveg- anna. Verðmyndun á vöru og þjón- ustu þarf að gefa frjálsa sam- hliða örvun samkeppni og ströngu aðhaldi með sam- keppnishamlandi viðskiptahátt- um". Svo sem sjá má, er hér í flest- um efnum lagt til, að farnar verði aðrar leiðir í viðureigninni við verðbólguna en núverandi stjórnvöld hafa hugsað sér. Hin nýsamþykkta efnahagsmálalög- gjöf lögbindur beinlínis áfram- haldandi óðaverðbólgu. Baráttan gegn verðbólgunni verður því að bíða enn um sinn. Tvð daghelmill fyrir 106 bðrn tekin í notkun Eftir siöustu áramót var tekiö I notkun nýtt dagheimili viö Suöur- hóla I Breiðholti, heitir þaö Suöurborg og er rými fyrir 72 börn. Vesturborg viö Hagamel veröur síöan tekin I notkunnæstu daga en þar veröa 34 börn. Þá veröa boöin út I þessum mánuöi tvö heimili, annaö viö Iöufell I Breiöholti III en hitt viö Fálka- bakka I Breiöholti I og veröa þau fullgerö á næsta ári. Loks veröa siöar á árinu boöin út dagvistar- heimili I Breiöholti II og skóla- dagheimili I Breiöholti I. Þetta Rlkharöur á „hvolpadeild” Suöurborgar haföi mikinn áhuga á Ijósmyndaútbúnaöinum. F’jær er Tóti, sumarklæddur. kom m.a. fram á blaöamanna- fundi sem félagsmálaráð Reykja- vlkur hélt 4. aprll s.l. og voru blaöamönnum þá sýnd hin nýju dagheim ili Suöurborg og Vestur- borg. Vesturborg er lítiö dagheimili og hýsir 34 börneinsog áöur sagöi og veröa þau á tveimur deildum. Þar veröur tekin upp sú nýlunda aö engin aldursskipting veröur milli deilda og veröa á þeim báöum börn allt frá 6 mánaöa aldri og uppí 6 ára. Er hér um til- raun aö ræöa sem gerö er vegna „Hátalarinn”, Svanur 6 ára, sagöi okkur aö þaö væri ofsalega skemmtilegt á „órólegu deild- inni”. þess aö slæmt þykir fyrir börnin aö flytjast slfellt milli deilda eftir þvi sem þau eldast. A milli deildanna tveggja, sem eru sin i hvorum enda hússins er sameiginlegur „hreyf isalur” fyrir börnin svo og eldhús og aö- staöa starfsfólks. Aö sögn Ingi- bjargar Kristjánsdóttur, for- stööumanns Vesturborgar er starfsaöstaöa mjög góöenstarfs- menn veröa alls 9. „órólega deildin”. ASuöurborgvar lif og fjör enda 72 börn þar innan veggja I fjórum deildum, tvær fyrir börn 6 mánaöa til 6 ára, ein fyrir 3-6 ára en sú 4ra veröur rekin sem skóla- dagheimili fyrst um sinn. Yngstu börnin kipptu sér litið upp viö þaö þegar þau voru heimsótt, enda sátu þau aösnæöingi og sum hver heldur léttklædd. A eldri deildunum varö hins vegar uppi fótur og fit er félags- málatröll og blaöamenn litu inn. A „órólegudeildinni” voru snjall- ir strákar sem gengu um með hrópum og köllum. Einn þeirra, sem viöurkenndi aö vísu aö heita Svanur svona spari, sagöist vera hátalari aö aöalstarfi og fór ekki Vesturborg viö Hagamel. Þar er rými fyrir 34 börn I algerlega aldurs- blönduöum deildum. ofanaf því. „Maöurinn sagöi það, þáhlýtégaö vera hátalari”. Ann- ar, sem hét Tolli og var 6 ára, sagöist hafa bara gaman af öllum þessum köllum. StUlkurnar voru mun prúöari og sungu: Allur matur á að fara, upp I munn og niður i maga... Dagvistarheimili opnuð öllum A blaöamannsifundi sem hald- inn var aö lokinni skoöunarferö komu fram ofangreindar upp- lýsingar um byggingamál dag- vistunarstofnana, en fundinn sátu félagsmálaráö, stjórnar- nefnd dagvistarstofnanna félags- málastjóri, borgarstjóri o.fl. 1 ávarpi formanns félagsmála- ráös, Geröar Steinþórsdóttur, upplýstist aö á þessu ári veröa geröar sérstakar ráöstafanir vegna dagvistunar þroskaheftra barna og hefur fengist heimild til aö ráöa sálfræöing tU starfa, svo og fjóra nýja þroskaþjálfa. Vakin var athygli á þvi aö viö upptoKU- heimilið á Dalbraut er rými fyrir a.m.k. 7 þroskaheft börn til skammtlmadvalar. Þá er f ráöi aö fella niöur aö einhverju leyti þann forgang sem einstæöir foreldrar, námsmenn o.fl. hafahaftá dagvistarrými og mun þaö gert vegna þeirrar si- vaxandi þróunar að konur vinni utan heimilis. Loks kom þaö fram aö þaö er stefna borgaryfirvalda að styrkja ekki dagvistarheimili sem íyrir- tæki og stofnanir hafa á sínum snærum og heldur ekki aö veita frekari stuöning foreldrahópum sem koma uppaðstööu fyrir börn sln. Sagöi Geröur aö þetta væri gert vegna þeirrar stefnu borgar- innar aö beina börnunum inn á dagvistarstofnanir sem Reykja- vik rekur, þar sem væru fulltrúar allra stétta og þjóöfélagshópa. Hins vegar mun stefnt aö þvi aö reyna aö samræma dagvistun á einkaheimilum — dagmömmurn- ar svokölluöu — hinu almenna dagvistarkerfi borgarinnar. —IJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.