Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 09.04.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Mánudagur 9. april 1979. Húnvetningar bregða á leik „Það er nú búið að halda Húna- vökur i um 30 ár og allir eru sam- mála um að halda þeim áfram og hafa þærsem veglegastar,” sagði Magnús Ólafsson á Blönduósi i samtaii við Visi, en um næstu helgi hefst vaka þeirra Húnvetn- inga og stendur hún að venju I vikutlma. Magnús sagði að stör hópur hértósbúa kæmi alltaf til að fylgjast með þvi sem boðið er upp á. Þó sagði hann að Húnavakan væri ekki sá viðburður i lifi fólks- ins sem hún var áður fyrr, enda værinúmunmeiraum að vera að öllu jöfnu. Fjölbreytt dagskrá Húnavakan hefst laugardaginn 14. april með þvi að opnaðar verða þrjár sýningar, sem siðan verða opnar daglega alla vikuna. Fyrst verður opnuð syning á batik og fleiri verkum Sigrúnar Jónsdóttur listakonu. Siöar um daginn verður opnuð sýning á olíumálverkum eftir Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka.. Magnús er Húnvetningur en hefur lengi starfað við fasteignasölu I Reykjavik. Hann sýnir meðal annars myndir sem hann hefur málaðaf þekktum Húnvetningum ltfs og liðnum. Þriðja sýningin er i Heimilis- iðnaðarsafninu, sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Þar er meöal annars ein stofa helguð Halldóru Bjarnadóttur og eru þar ýmsir munir frá henni. 1 félagsheimilinu verður svo dagskrá flesta dagana með fjöl- breyttu efni, enda sagði Magnús að reynt væri að byggja hana þannig upp að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og jafnframt fengið sæmilega mynd af þvl sem væri að gerast innan héraðsins. Leikrit og leikþættir Tvö leikrit verða sýnd á Húna- vökunni: Hart i bak eftir Jökul Jakobsson, sem Leikklúbbur Skagastrandar hefur sýnt að und- anförnu, og Ég vil fá minn mann,I uppsetningu Leikfélags Blöndu- óss. Þá mun karlakórinn Vökumenn standa fyrir söng- skemmtun fyrsta kvöld Húnavök- unnar. Kórinn er nú 20 ára og hafa kórfélagar nú tekið upp þá nýbreytni að fá konur i lið með sér. Hluti efnisskrár þeirra verð- ur þvf sunginn af blönduðum kór. A sumardaginn fyrsta veröur barnaskemmtun, sem börnin I Barnaskólanum hafa sjálf undir- búið. Þau verða með heimagerða leikþætti, sýna leikfimi og syngja, svo nokkuð sé nefnt. Fyrir börn og húsbænd- ur, Siðasta dag vökunnar verður svo barnaskemmtun, þar sem Ómar Ragnarsson verður meðal skemmtikrafta. Þar verða einnig i mmiB am wm mmm. ' g ! « 1ER v V Plíili 1 Batikmyndir Sigrúnar Jónsdóttur veröa til sýnis á Húnavökunni, en listsýningar eru nýmæli á dagskrá vökunnar. Einföld ákvörðun Gullfatlegar og gagnlegar lopa- og ullarvörur, s.s. teppi, værðarvoðir, peysur, húfur, vettlingar, sokkar, treflar, breeze-fatnaður o.m.fl. VESTURGÖTU 2 - SÍMI 13404 Gjafavörur og skrautmunir úr kopar, keramik, kristal hornum o.fl. Sann- köliuð meistaraverk og augnayndi. Fjölbreytt úrval - allir finna eitthvað við sitt hæfi. Heimsókn í Álafossbúðina er einföld ákvörðun og örugg lausn vanti þig þjóðlegar eða fallegar gjafavörur. Atriöi úr leikritinu Ég vil fá minn mann veitt verðlaun I skólakeppni Ung- mennasambandsins. Um kvöldið verður Húsbænda- vaka, en hún hefur verið fastur liður á flestum Húnavökum. Ómar skemmtir einnig þar og Ólafur Sverrisson kaupféiags- stjóri í Borgamesi flytur erindi. Meðal annarra dagskráratriöa má nefna kveðskap og grinþætti, þar sem sýnt verður i skoplegu ljósi það sem hæst hefur borið i umræðu manna á milli að undan- förnu. Auk þess verða sýndar fjórar kvikmyndir á Húnavökunni og dansað verður af kappi fjögur kvöld þessarar viku. —SJ Tónar páskanna Kór og hijómsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika i kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg i kvöld, 9. april, kl. 20.30. Aðalverkefni á efnisskránni að þessu sinni er páskakantatan „1 dauðans böndum Drottinn lá” eft- ir J.S. Bach. Meðal annarra verka er Andante fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart, litil svita fyrir strengjasveit eftir Gibbs og þrjú Mariuvers fyrir blandaðan kór án undirleiks. HARALD HLAUT STYRK Harald G. Haraldsson leikari hefur hlotið hálfrar miljón króna styrk úr sjóði sem Brynjólfur Jóhannesson stofnaði til að styrkja unga leikara til fram- haldsnáms erlendis. Þetta er i sjötta skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum sem er i vörslu Félags íslenskra leikara. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.