Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Þriöjudagur 3. april 1979. Umsjón: Guðmundur Pétursson Koslo tll Græn- landsplngs Hráefnavinnsla á Grænlandi og nýting náttúrulegra auðlinda mun fara hægari ganginn i næstu framtið. Vinnsla sem byggð er á gildandi leyfum um nýtingu auðlinda mun að visu halda áfram, en allar áætlanir og um- sóknir um nývirkjun verða að biða, þar til sett hefur verið á laggirnar landsstjórn i Grænlandi og stofnað auðlindaráð. — Eða i stuttu máli sagt þar til hin margumrædda heimastjórn Grænlands verður orðin að veru- leika, sem á að verða 1. mai. I sem stystu máli sagt fela þau i sér pólitiska yfirlýsingu um rétt fastaibúa Grænlands til auðlinda landsins, og i þeim er að finna reglur um hvernig með skuli farið umsóknir um leyfi til þess Aður fara þó fram kosningar til landsþingsins, en þær verða á Af þeim þrettán fyrirtækjum, sem upphaflega fengu leyfi til oliuleitar við Grænland, er einungis eitt eftir, sem nýtir sér það. Hin hafa öll fallið frá sinum leitar- og vinnsluleyfum. morgun,4. april. Það er ekki fyrr en að þeim loknum, sem unnt verður að stofna öll þau ráð og nefndir, sem fyrir dyrum standa. Einhver mikilvægasti fylgifisk- ur heimastjórnarlaganna var lög um náttúrulegar auðlindir og hráefnavinnslu i Grænlandi. Meðan umræður stóðu yfir um heimastjórn Grænlendingum til handa, höfðu menn miklar áhyggjur af þvi, að rétt og vel yrði á þeim málum haldið. Svo fór þó að samstaða náðist i Græn- landsráði og i Þjóðþinginu danska um hráefna- eða auðlindalögin, eins og þau eru kölluð i daglegu tali. að nyta hráefni landsins, og hvernig tekjum af þeim skuli skipt milli Græniands og Dan- merkur, og hvernig ákvarðana- valdi skuli skipt milli Græn- lendinga og Dana. Er ákvarðana- valdi nokkurn veginn jafnt skipt, þar sem báðir hafa gagnkvæmt neitunarvald. Og þó hafa Græn- lendingar öllu meira neitunar- vald, þvi að það dugir, að einn landsstjórnarmaður grænlenskur krefjist þess, að vafaákvörðun verði lögð fyrir landsþingið. Enn- fremur mæia lögin fyrir um, að stofnuð verði ráð og neíndir til umf jöllunar og umsagnar um mál af þessu tagi. SAS LÆKKAR FARGJÖLDIN Flugfélagið SAS hefur ákveðið að lækka til mikilla muna far- gjöld sin á flugferðum innan Norðurlandanna. Munar i sumum tilvikum fast að helmingi fyrri fargjalda. Þegar Carl Olav Munkberg aðalforstjóri SAS tók við þvi starfi i fyrra lofaði hann þvi, að láta hina frjálsu fargjaldastefnu njóta sin einnig á flugleiðum inn- an Norðurlandanna. Virðist hann hér með hafa staöiö viö það lof- orð, þvi að hin nýju fargjöld taka gildi 1. mai. Um leið sýnist SAS hafa tekið miö af þeirri gagnrýni, sem félagið hefur sætt vegna fargjald- anna á Norðurlöndum. Hefur sú gagnrýni skotið upp kollinum i danska þjóðþinginu og jafnvel á fundum Norðurlandaráðs. Hér er ekki um að ræða verð á venjulegum farmiöum, en hins- vegar eru skilyrðin sem uppfylla þarf til þess að njóta þessara sér- stöku fargjalda mjög væg. Það þarf að kaupa farmiðana og greiða að fullu hálfum mánuði áður en þeir eiga að gilda. Til heimferðar gildir miðinn ekki fyrren i fyrsta lagi þrem dögum eftir utanför og i siðasta lagi mánuði eftir hana. Þó er unnt að ná samkomulagi um helgar, þannig að unnt sé að fljúga-út á laugardegi og snúa aftur heim á sunnudegi eða mánudegi. Um afslátt af þessum sérfar- gjöldum verður þó ekki að ræða annan en barnaafslátt. Auk svo þessara sérstöku far- gjalda tekur SAS upp á öðrum farmiðum sérstaka ungmenna-og gamalmennaafslætti, sem nema allt að 60%. Miðast þar við aldur- inn upp að 25 árum og svo hins- vegar 65 ára eða eldri. Þetta gildir þó einungis fyrir einstak- lingsmiða og verður einungis tek- ið frá deginum fyrir brottför eða samdægurs. Slikur farmiði á leiðinni Kaupmannahöfn-Osló, eða Kaupmannahöfn-Stokkhólm- ur kostar þá 255 krónur danskar. Úrval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrófu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S 22677 Erik Kruskopf frá Helsingfors, forstöðu- maður á Sveaborg, flytur fyrirlestur (á sænsku); SVEABORG KONCENTER.með lit- skuggamyndum.í kvöld, þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30 í fyrirlestrarsal Norræna hússin.s. Allir velkomnir NORRÆNA HUSIO POHJOLAN TALO NORDENS HUS 35 17030 REYKJAVIK STYRKIÐ ÍSLENSKAN IÐNAÐ! Höfum fengið úrval af ódýrum veggsamsfœðum, | borðstofuborðum og stólum. Gjörið svo vel og litið inn ^ til okkar og skoðið hið mikla húsgagnaúrval. VERSLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BEST. GÓÐIR GREIÐSLUSKILM LAUGAVEGI 166 SÍMAR 22229 22222

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.