Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 8
vism Þriöjudagur 3. april 1979. 8 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, óli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Por- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylf i Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hat- steinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 150 eintakið. Prentun Blaðaprent h/f Efllng fbrótta - lækkun gjalda Þingmenn úr öllum þingflokk- unum, þeir Ellert B. Schram, Einar Ágústsson, Árni Gunnars- son og Lúðvík Jósepsson hafa borið fram á Alþingi tillögu um lækkun og niðurfellingu opin- berra. gjalda á íþróttavörum. Tillaga þeirra er á þá lund, að Alþingi skori á ríkisstjórnina að gera breytingar á tollskrá, þar sem tollar á íþróttavörum eru samræmdir og lækkaðir, og að fella niður vörugjald á íþrótta- vörum. Gert er ráð fyrir, að þessar breytingar verði gerðar á næsta þingi, þannig að þær geti hlotið afgreiðslu jafnhliða næstu f járlögum. í greinargerð með tillögunni kemur fram, að fjölmargar íþróttavörur eru með 50% tolli, en það er hugmynd f jórmenning- anna, að allar tollskyldar íþrótta- vörur beri sama toll, 10-12%. I þessum efnum, eins og svo mörgum öðrum, er líka mikið ósamræmi í tollun hliðstæðra vörutegunda. Til dæmis er þannig greiddur 25% tollur af skíðaskóm, en 50% tollur af skíð- um og skíðastöfum. Svona ósam- ræmi telja flutningsmenn tillöo- unnar með réttu þurfa leiðrétt- ingar við. Auk tolla og söluskatts er svo lagt á íþróttavörur 16% vöru- gjald, og er lagt til, að það verði alveg fellt niður. Nái þessar tillögur fram að ganga, verður að telja, að opin- til.ef lingar allri íþróttastarfsemi í landinu. Hún kæmi þó ekki ein- ungis íþróttaiðkendum til góða, því að með aukinni íþróttaiðkun væri stuðlað að bættri heilsu- vernd í landinu. Minnkaðar tekj- ur af innflutningi íþróttavara þyrftu því alls ekki að leiða til f járhagslegs taps fyrir ríkissjóð. þýðingarmest, að létt væri undir með yngstu kynslóðinni, sem minnst f járráðin hefur, að hef ja íþróttaiðkun. Þeir sem þegar á unga aldri byrja að stunda íþrótt- ir, eru að öllum jafnaði betur undir það búnir að halda áfram líkamsæfingum fram eftir æv- inni, og halda þannig við starfs- þreki sínu og heilsu. Það virðist vera nokkur tíska að amast við keppnisíþróttum og líta á þær sem einhverja and- stæðu almenningsíþrótta. Þegar grannter skoðað, erþetta fráleitt sjónarmið. Afrek þeirra, sem fram úr skara í íþróttum, verða yfirleitt fleirum hvatning til íþróttaþátttöku og þar með e.t.v. helsta forsenda þátttöku almenn- ings í íþróttum. Því er það eðli- legur liður í því að efla almenna íþróttastarf semi að styðja keppnisíþróttirnar innan skyn- samlegra marka. Það verður að vonast til, að Al- þingi samþykki á þessu þingi þá tillögu hinna fjögurra þing- manna, sem hér hef ur verið gerð að umtalsefni, og ríkisstjórnin taki hana til framkvæmdar fyrir næstu f járlagaafgreiðslu. ber skattlagning á íþróttavörur væri orðin mjög hófleg miðað við gjaldtökuaf öðrum varningi, þ.e. 10-12% tollur, 20% söluskattur og ekkert vörugjald. Á því er enginn vafi, að slík lækkun og niðurfelling opinberra gjaldaaf íþróttavörum yrði mjög Á móti gæti komið minnkaður kostnaður við heilbrigðismál. Meginatriði þessa máls er það, að með verðlækkun íþróttavara verður almenningi gert auðveld- ara að stunda íþróttir til skemmtunar, heilsubótar og keppni. í því sambandi er það „I sannielk hvar sem sðlin skln...” Stööugt njótum viö birtu sólar i einhverri mynd, hvort heldur er um dimma nótt, sólbjartan sumardag, i skammdeg- is-vetrarhörkum eða um logn- kyrrt vorkvöld. En hve mörgum dettur i hug aö lofa sólina og áhrif hennar á lif okkar, þegar noröannæðingurinn þyrlar snjókófinu allt um kring, hleður snjónum i skafla á nepjuköldum skammdegisnóttum svo aö hvergi er skjól aö fá, myrkriö grúfir yfir og allt viröist svo kalt, snautt og án vonar? En þrátt fyrir þaö er sólin ofar skýjum og bíöur færis aö fá aö lýsa okkurog verma okkur, þaö er aöeins stundarbið, við vitum aö brátt birtir og hlýnar, voriö kemur meö gróanda og lif, fuglasöng og sól i heiði. Hugsum viö yfirleitt nokkurn tima út í þaö hve dýrmæt sólin er? Ef til vill einstaka sinnum — og þá liklega einna helst þegar myrkriö grúfir yfir og kuldinn nistir merg og bein. En dettur okkur i hug að einu gildi, hvort heldur er, sól og sumarhiti eöa dimmur og kaldur vetur? Hugs- um við yfirleitt um tilganginn meö þvimargbreytilegalifi sem okkur er boðiö upp á hér á jörð- inni? Finnst okkur ekki aö sólin komi okkur litiö aö gagni i élja- gangi frostkaldrar skammdegisnætur og aö myrkriö sé alltof svart og nepj- an alltof köld, þrátt fyrir þaö að sólin skini ef til vill hinumegin á hnettinum? Flýgur það nokkurn tima um huga þinn aö gerði hún það ekki, væri lifi þinu lokiö — eöa með öörum oröum: Viö þurfum hvorki aö sjá sólarbirt- una eöa að finna ylinn frá geisl- um hennar til að vita aö hún er enn á sinum stað — á festingu himinsins — viö efumst ekki um þaðog viöþurfum engar frekari sannanir en mundags og nætur, vetrar og sumars og aö enn er unnið og slæpst og enn hryggj- umst viö og gleöjumst hér á jörð. Tökum þvi góða sem sjálfsögðu. Ef til vill má likja afstöðu margra til Almættisins viö vissa þætti þess sem áöur er sagt. Við tökum þvi góða yfirleittsem sjálfsögöuog finnst vist mörgum alveg óþarfi að þakka fyrir lif, og margskonar gæöi — enda of margir sem álita aö engum sé aö þakka nema þeim sjálfum og aö þeir eigi kröfu á sem ljúfustu ílfi, hvert sem hlutskipti náungans er, þó breytist stundum afstaðan þegar eitthvaö bjátar á, þá vaknar oft spurning um tilgang þessarar tilveru. Aumt er að verða aö viðurkenna að erfiðleikar, sjúkdómar og dauöi skuli þurfa aö snerta okkur sjálf, til aö við finnum til, við spyrjum þá gjarnan: Hvers- vegnaþurfti þettaað koma fyrir mig, — hversvegna ekki einhvern annan? Okkur finnst svona hérumbil eðlilegt ogi lagi þó að ólán, slys og dauöi fyrirhitti fólk sem við höfum ekkert þekkt, heldur verra, sé það eitthvað kunnugt — en fjar- skalega óréttlátt og nánast ótrúlegt aö nokkuð af þessu geti hent sjálfan mann, eöa náiö skyldmenni. Það er ekki óal- gengt aö fólk fyllist beiskju yfir þvi óréttlæti skaparans aö lofa neðanmáls ÞVl ekki aö lifa allt SITT lif áfallalaust þó að aörir verði að taka erfiöleikum af ýmsu tagi, oft svo þétt á lifsferlinum aö maöur undrast það þrek sem þeim er gefið að geta staöiö áfram, uppréttir. Skiljum ekki blessun- ina En hvað getur valdið sliku þreki? Þurfum við i raun og veru að spyrja? Ekki þeir sem VITA hvaöa máttur heldur okk- ur öllum i hendi sér, fylgist með okkur og er ALLTAF nálægur. Við megum aldrei gleyma þvi, að þó aö élin séu bæði dimm og vari nokkuð lengi, að þá skín sólin þrátt fyrir allt á bak viö él- in ogbiöur aöeins færis aö brjót- ast i gegn um dimmuna til að lýsa upp og verma þá tilveru sem um stundarsakir getur veriö bæöi myrk og köld og svo snauð af gleöi, kærleika og von, aö mörgum hættir til þess að gefa allt upp á bátinn. Drottinn er allstaðar og vakir yfir okkur ÖLLUM , þó svo að viö þykj- umstekki veröa hans vör. Hann gefur okkur allt sem viö njót- um: lifiö, gleðina, erfiöleikana og sorgina. Hann veit að við þörfnumst þessa alls til frekari reynzlu og þroska. Okkur er ætlaö aösjá Guö i öllu og öllum, við megum ekki Utiloka hann NEINS STAÐAR. Við höfum ekki vit til að skilja hvaðverður okkur til mestrar Messunar á lífsleiöinni, en við ættum að reyna að hafa vit á þvi að trúa því, að eins og viö erum alveg viss um að sólin er ennþá á himninum, þó aö við hvorki sjá- um hana eða finnum — þá sé Guð allstaöar nálægur okkur alltaf og sérstaklega þegar erfiöleikar og sorg eru aö buga okkur — þó að viö getum ekki beinlinis séðhanneða heyrt. Við ættum einnig að hafa vit til að gefa himnaföðurnum möguleika á að ná til okkar og hjálpa okk- ur, — viö megum ekki afneita honum og forðasthann, án þess að hafa reynt það fyrst til hlitar hvort hann er til — við eigum að leita Guðs, ekki siður en Guð leitar að okkur. Það erum við sem þörfnumst hans, — hann kemst af án okkar, Drottinn neyðir engan til að hlita sinni forsjá, en hann óskar þess sjálf- ur að okkur vegni sem best og leiðin til þess er að láta guðsneistann I okkur sjálfum dafna undir hans handleiðslu, rækta okkar góðu eiginleika en reyta upp illgresið. Metum fleira en auð og völd Við veröum að hætta að meta lífið og gildi þess eftir auði og völdum eingöngu, hvoru- tveggja getur veriö fjötur um fót þeim er lætur glepjast, enda verður það hvorutveggja eftir skilið þegar lagt verður upp i okkar siðustu ferð og sálin verður jafn nakin frammi fyrir Alföður, hver sem bankainni- stæðan er. En mjög liklega verðurfrekar spurt um hve rika samúð þú hafir með þeim er eigabágt,hvortþúsért fús áað fyrirgefa og hvort þú viður- kennir jafnfúslega þinar eigin yfirsjónir ogþú tiundar annarra glappaskot og mistök. Okkur er fyrir bestu að minnast þess að Drottinn dæmir ekki eins og mennirnir dæma og hann ber enga viröingu fyrir veraldlegu valdi, metorðum, eða rikidæmi ogallrasistefþaðer fengið með óheilindum og á annarra kostnað, hann tekur hug þinn og hjarta og vegur og metur innræti þitt, löngun þina til að hjálpa þeim sem þurfandi eru — löngun til að vera ljós á vegum þeirra er við þrautir búa. í I ! í I L

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.