Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 3. apríl 1979
síminneröóóll
WfflsstmiisL
STARFSMAÐUR I AFURÐASOLU SAMBANDSINS:
Stakk undan kjðtvðru
fyrlr á aðra mllljón
Starfsmaður hjá Afurðasölu Búvörudeildar Sam-
bandsins er grunaður um að hafa stungið undan
kjötvöru fyrir á aðra milljón króna; samkvæmt
heimildum Visis.
Spásvæbi Veöurstofu lslands'
cruþessi: 1. Faxaflói. 2.
Breiöafjöröur. 3. Vestfiröir. 4.
Noröuriand.S.Noröausturland.
6. Austfiröir. 7. Suöaust-
urland. 8. Suövesturland.
veDurspð
dagslns
Varan er talin tilheyra Kjöt-
iðnaöarstööinni sem er önnur
deild innan Búvörudeildarinnar
en er i sama húsnæði og Afurða-
salan. Mál þetta komst upp fyrir
tilviljun fyrir rúmum hálfum
mánuði er eftirlitsmaður með
hreinlæti hjá fyrirtækinu rakst á
þessa kjötvöru i frystiklefum
Afurðasölunnar.
Talið er óyggjandi að þessi
kjötvara tilheyri Kjötiðnaðar-
stöðinni vegna þess að samskonar
vara er ekki seld i Afurðasölunni.
Umræddur starfsmaður Afurða-
sölunnar hefur, samkvæmt heim-
ildum Visis, enga grein getað gert
fyrir þvi hvernig þessi kjötvara
er komin i þá frystiklefa sem
hann hefur umsjón með.
Heimildir Visis segja að þetta
sé mikið feimnismál innan Sam-
bandsins og verði liklega reynt að
þagga málið niður. — KS
Yfir Norðursjó er 998 mb.
djúp lægð, en 1036 mb. hæð
yfir Grænlandi.
SV land, SV mið: NA kaldi
og léttskýjað.
Faxaflói og Faxaflóamið:
NA gola eða kaldi og létt-
skýjað.
Breiðafjörður, Vestfirðir,
Breiðafjarðamið og Vest-
fjarðamið: NA gola og siðan
hægviöri, bjart veður til
landsins,
Norðurland og Norðurmið:
NA og N kaldi og siðar hæg-
viðri, dálitil él austan til, og
sumstaðar þoka, dálitil él i
fyrstu vestan til, léttir til með
kvöldinu.
NA land og NA mið: NA og
N kaldi, siðar gola, él og
sumstaðar þoka.
Austfirðir: NA kaldi, þurrt
sunnan til, dálitil él norðan til.
SA land: NA kaldi og bjart
veður.
Austf jarðarmið og SA miö:
NA stinningskaldi og siðar
kaldi, skúrir.
Austurdjúp og Færeyja-
djúp: NA 5-6 vindstig, skúrir.
mmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
veono hér
og har
Veðrið kl. 18 i gær: Aþena,
skýjað 16, Berlin, léttskýjað 6,
Chicago, alskýjað 2, Feneyjar,
skýjað 12, Frankfurt, skúrir 9,
Godthaab, skýjað 4-7, London,
rigning 5, Las Palmas, skýjað
18, Mallorka, léttskýjað 14,
Montreal, rigning 3, New
York, súld 7, Paris, þrumu-
veður 4, Róm, léttskýjað 14,
Malaga, skýjað 17, Vin, létt-
skýjað 8, Winnipeg, hálfskýjað
4-15.
Veðrið kl. 6 i morgun: Akur-
eyri aiskýjað 0, Bergen,
skýjað 5, Helsinki, rigning 1,
Kaupmannahöfn, þoka 2, ósló,
rigning 2, Reykjavik, létt-
skýjað 2, Þórshöfn, skýjað 5.
Loki segir
Ólafur Jóhannesson sendir
eftirmanni sinum, Steingrimi
Hermannssyni, kveöju i
Timanum i morgun. ,,Ég vona
að aðrir fylgi þessu fordæmi
minu i framtíðinni, þvi að þaö
er óeðlilegt að menn gegni
trúnaðarstörium mjög lengi,”
segir formaðurinn fráfarandi.
Nú þegar sólin skin hvern dag á borgarbúa hafa margir fjölmennt I
laugarnar. Myndin var tekin i Laugardaislauginni. Visismynd: JA.
„Munum lelta
frekarl sátta”
sagol Magnus H. Magnússon l morgun
,,Það hefur engin ákvörðun verið tekin I ríkisstjórninni um lögbind-
ingu sáttatillögu númer tvö. Það er rétt að það stóð einu sinni til, en ég
býst við að það myndi reynast öllu erfiðara núna,” sagði Magnús H.
Magnússon félagsmálaráðherra i
Magnús sagði ennfremur að
rikisstjórnarfundur yrði siðar i
dag og væri stefnt að þvi að taka
þar ákvörðun um málið, en hann
sagði það skoðun sina að rétt væri
að leita frekari sátta i málinu.
Björn Guðmundsson, formaður
Félags islenskra atvinnuflug-
manna, vildi ekkert segja i morg-
un um viðbrögð flugmanna við
morgun.
hugsanlegri lögbindingu umræddr-
ar sáttatillögu og kvað óraunhæft
að svara nokkru um óorðna hluti,
sem e.t.v. yrði ekkert úr.
Björn sagði að flugmenn
myndu halda áfram með sinar
aðgerðir, verkfall hefði verið boð-
að og hann taldi engar likur á að
þvi yrði aflýst.
—IJ
l gæsluvarðhald
vegna fíknlefna
Einn maður var úrskurðaður i
gæsluvarðhald hjá Fikniefna-
dómstólnum á sunnudag. Er
gæsluvarðhaldið i allt að tuttugu
daga, og er ástæðan fikniefna-
misferli. Annar maður var fyrir i
gæsluvarðhaldi vegna fikniefna-
misferlis, og var hann fyrir
nokkru úrskurðaður i allt að 15
daga gæsluvarðhald. —EA
Asgeir slasaolst i
kappakstri vestra
„Relt bókstallega aiit undan ölinum” seglr Asgelr (vlðtall við Vlsl
// Nú er ekkert annað að gera en að lagfæra bílinn og
byrja aftur", sagði Ásgeir Christiansen, eini Islend-
ingurinn sem leggur stund á kappakstur erlendis.
Ásgeir lenti í óhappi í keppni í Kaliforníu fyrir
skömmu. Bíllinn skemmdist all-mikið og Ásgeir
meiddist á fæti.
Asgeir var búinn að fara 7
hringi af 25 er óhappiö varð.
,,Ég var að fara i beygju og
var á töluverðri ferð. A braut-
inni eru „speed-bumpers”, eða
hraðadeyfar, til að koma i veg
fyrir framúrakstur i beygjum.
Þessir hraðadeyfar eru 30 senti-
metra háir steinsteypukantar.
Ég lenti uppi á einum slikum
deyfi og reif bókstaflega allt
undan bilnum. Ég fékk slæmt
högg á fótinn og skarst á hæl,
ekkert alvarlegt þó”.
Þetta var önnur keppnin, sem
Asgeir tók þátt i frá áramótum.
1 þeirri fyrri, sem var haidin i
Riverside i Bandarikjunum i
febrúar, munaði rriinnstu að illa
færi. 1 upphafi keppninnar
losnaði hjói undan bilnum en
Asgeiri tókst að stöðva i tæka
tið.
Hjólið var sett undir bilinn
aftur og þrátt fyrir óhappið kom
Asgeir vel út úr keppninni. 1 for-
keppninni fyrri daginn varð
hann 17. af 27 keppendum. Dag-
inn eftir náði Asgeir sér betur á
strik og endaði i 6. sæti.
Asgeir og aðstoðarmenn hans
ganga undir nafninu „Icelandic
Racing”.
—ATA
Asgeir reiðubúinn. Myndin er tekin hálftfma áöur en óhappið varö.
Mynd'.Oddný Arthúrsdóttir