Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 1
Fyrrverandl starfsmaður Raunvísindastofnunar háskólans: FEKK 15 MANABA LAIIN EFTIR AB HANN HÆTTII tók samtais vlð um 3ja mllljóna króna launagreiðslum sem hann átll ekkl að lá Fyrrverandi starfsmaður hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur fengið greidd full laun í eitt ár og þrjá mánuði frá ríkinu eftir að hann var hættur störf- um og átti að fara út af launaskrá. Mun maðurinn hafa fengiðgreiddar um 3 milljónir króna í laun þenn- an tíma. „Það barst engin tilkynning i launadeildina um að maðurinn væri hættur störfum. Við send- um út launalista mánaðarlega til allra stofnana þar sem fram kemur hverjir þiggja laun og hve mikil. Forstöðumenn hverrar stofnunar eða deildarstjörar eiga síöan að bera þennan launalista saman við starfs- mannalistann en i þessu tilviki virðist hafa orðið misbrestur á þvi,” sagði Guðmundur Karl Jónsson deildarstjóri i launa- deild fjármálaráðuneytisins i samtali við Visi. Guömundur sagði að þess væru örfá dæmi að menn fengju laun greidd 1 til 2 mánuðum lengur en þeim bæri en ekkert hefði komið upp þessu likt sem hann kannaðist við. Guðmundur Karl sagði að við- komandi starfsmaður væri hér að taka á móti fé sem hann ætti ekkert i og væri það saknæmt athæfi. Hins vegar væri verið að kanna það hvort ætti að krefia starfsmanninn endurgreiðslu beint eða fara með málið i sak- sóknara. Guðmundur sagði aö þetta heföi ekki komist upp fyrr en fyrir um hálfum mánuði. Rektorskjör hófst í Háskóla islands I morgun kl. 9 og var þá þessi mynd tekin. Allir stúdentar, kennarar og þeir starfsmenn við Háskólann, sem hafa háskólapróf eiga atkvæðisrétt, en greidd atkvæði stúdenta vega 1/3 af atkvæðum annarra. A bls. 11 eru viðtöl við þá tvo menn, sem I reynd er kosið á ntilli. VIsismynd:GVA Akranes: Kennarar ieggja niður kennslu Kennarar við Fjölbrautaskólann á Akranesi stunduðu ekki kennslu i morgun heldur þinguðu um launamál sin. Ástæðan er sú að beir telia að launadeild fjármálaráðuneytisins hafi brotið á þeim aðalkjara- samninga með þvi aö hunsa að afgreiða launagreiðslu og önnur launamál.Kennararnir vilja mót- mæla afgreiðslu ráðuneytisins á samþykktum reikningum, sem hafaboristfráskólanum, með þvi að leggja niður kennslu. „EG fann snigilinn SKRAFA A MÉR LEGGINN” - seglr Elnar Hannesson, sem slapp ðbrotlnn úr slorpró Fiskimjölsverksmlðjunnar I Eyjum „Viö misstum einu sinni bretti ofan í snigilinn og það var bara spýtnarusl á eftir. Ég var einmitt að hugsa þetta, þar sem ég flaut á bakinu i slorþrónni með fót- inn fastan i sniglinum og fann hvernig hann skrapaði á mér legginn," ságði Einar Hannesson,66 ára starfs- maður i Fiskimölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum í spjalli við Vísi i morgun. ,,Við vorum að brasa við að ná slorinu úr þrónni, en það vildi ekki úr þrónni, svo við höfðum ýmsar kúnstir við þetta. Til þess að komast að sniglinum þurft- um við að leggja planka yfir þróna, sem er um fjórir metrar i þvermál. Þetta var sex tomma planki og ég fór út á hann til að reyna að koma þessu i lag. Þegar ég er kominn út á plank- ann, þá slettist úr þrónni á plankann og ég rann og féll i þróna. Vinstri fóturinn á mér fór 1 snigilinn og ég hugsaði ekki um annað en að ná honum úr og einhvern veginn tókst það. En í þann mund sem fóturinn losnaði þá fór ég á bólakaf i slorið. Mér fannst ég aldrei ætla að komast upp úr þessu, þvi þetta er svo þykkt. En einhvern veginn tókst mér að krafla mig upp og að þróarbarminum og vega mig upp úr”. Einar Hannesson liggur nú á sjúkrahúsinu i Eyjum mikið marinn á vinstri fæti, en ekki brotinn. ,,Það er eitthvert lán sem hvilir yfir mér, ég á mér ein- hvern fylgdarmann. Þetta er i annað sinn sem ég lendi i slysi. 1 hitteðfyrra féll á mig tveggja tonna bretti og það var i byrjun aprilÉg slasaðist mikið, svo nú held ég að ég komi ekki nálægt húsunum hérna á þessum tima,” sagði Einar. — KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.