Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 16
Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir VISIR Þriðjudagur 3. april 1979. U; Athyglisverð- asta kvikmynfl- in í Kaiitorníu í dag The China SyncJrome. Leikstjóri James Bridges. Handrit Mike Gray og T.S. Cook. aðalleikarar Jane Fonda/ Michael Douglas og Jack Lemmon. Sú mynd sem hvað mesta athygli vekur hér i Kaliforniu um þessar mundir er „The China Syndrome”. Enda fjallar þessi mynd um mál sem mjög snertir Kaliforniubúa. Það er möguleik- ann á aö slys verði við einhver af þeim kjarnorkuverum sem hér hafa veriö reist. Undirritaður skrapp að sjá þessa splunkunýju mynd. Hún er sýnd i The Prune- yard sem er stór, afar glæsileg verslunarsamstæða umkringd laufivöxnum súlum i San Jose. Eftir langa leit fannst loksins stæði innan um Lincolna og Cadillacka. Og svo hófst myndin. Hún byrjaði fremur rólega. Sjón- varpsfréttamaður (Jane Fonda) var að semja stuttan þátt um kjarnorkuver þegar smábilun varð á öryggisbúnaði þess, Allar myndatökur i stjórnherbergi versins voru stranglega bannaðar en myndatökumaður sem var með i ferðinni (Michael Douglas) tók á laun myndir af öllum sam- an. Stjórnandi sjónvarpsstöðvar- innar stöövaði útsendingar á myndunum. Starfsmaöur stöðvarinnar (Jack Lemmon) sem bar ábyrgð á stjórnunarút- búnaði sá fyrst ekkert athugavert við bilunina en þegar hann fór aö kanna málin nánar kom ýmis- legt annaö i ljós. Fyrirtækið sem átti stööina tók nú til sinna ráöa að stöðva filmuna af atburðinum. Tók nú atburöarásin að gerast alh æsileg en veröur ekki rakin hér frekar. Þaö sem gerir þessa mynd frábrugðna vanalegum æsimyndum er hve mjög hún lik- ist heimildamynd. Einkum er beiting ljóss i myndinni með þannig móti að allt veröur raun- verulegt. Flestar senurnar eru lýstar með hvitu ljósi. Óviða eru gul eða rauð ljós sem ljá gjarnan 1 hlutunum óraunverulegan skáld- legan ljóma. Annað sem gerir myndina raunverulega eru tiðar tilvitnanir i sjónvarp sem er ann- að sjálf Bandarikjamanna ef svo má segja. Þannig er helstu at- burðum myndarinnar fylgt eftir i sjónvarpsstöðinni sem Fonda vinnur hjá. Er t.d. frábært i lokin, er Fonda lýsir hinum válegu tiöindum, að sjá vand- ræðalegan sjónvarpsþulinn svissa yfir á auglýsingu á sjálf- kvikmyndir Ólafur M. Jóhannes- son, San Jose, Kali- forniu. virkum glóðarsteikingarofnum. Endar myndin á blóðugu hálf- steiktu kjöti i geislaofni. Leikur Jack Lemmon i þessari mynd er sannfærandi, einkum er hann gef- ur upp andann. Sjaldgæf vönduð dauðastund i ameriskri mynd. Fonda er mjög innlifuð i sitt hlut- verk enda ein helsta baráttu- manneskjan hér fyrir hvers konar félagslegu réttlæti. MichaelDouglasleikur ekki, hann bara hleypur um i myndinni. Kannski er þaö besti leikurinn þegar menn gleyma að leika. Það er annars einkennileg tilfinning að horfa á slika mynd, einkum þegar maður er staddur á þeim slóðum sem þeir atburöir sem myndin fjallar um gerast. Ég get imyndað mér að hún sé svipuö og að sitja i reykvisku biói og horfa á islenska mynd sem lýsti hugsan- legu gosi á höfuðborgarsvæðinu. Þvi miður búum við við stjórn manna sem ólust upp við bókina sem tjáningarmiðil. Meðan svo er getum við ekki búist við aö okkar ágætu kvikmyndagerðarmenn geti sýnt okkur þann raunveru- leika sem snertir okkur á hinu hvita tjaldi. „ALLT f GRÆNUM SJÓ” Laugarásbíót Kafbátur á botni / Gray lady down. Bandarísk,árgerð 1977, Leikstjóri: David Greene.Mynda- taka: Steven Larner.Tónlist: Jerry Fielding.Leikendur: Charlton Heston, David Carradine, Stacy Keach, Ned Beatty og fleiri. Kjarnorkukafbátur kemur upp á yfirborðiö i þoku, lendir i árekstri við stórt skip, rifnar aftan til og sekkur til botns. Niður á dýpi sem er meira en báturinn á að þola. Þar lendir hann á syllu og situr þar meðan allir uppi á yfir- borðinu gera allt til að bjarga þeim sem eftir lifa af áhöfninni. öllum biógestum vel kunnar. Earthquake og öll Airportin hafa séð fyrir þvi. Formúlan er þekkt, allt isteik, klárir karlar sjá um að bjarga öllu við. Venjulega eru aðalmennirnir kunnungjar, svo það er sett upp sem tilfinn- ingamál hjá þeim að hjálpa þeim, sem i nauðum eru staddir. Sumir Gates (David Carradine) I mini-kafbátnum sinum. Neðansjávar eru svo skriöuföll og báturinn stendur tæpt og þannig er spennunni haldið út myndina, fullar 114 minútur. Einmitt þegar allt er að róast eða björgun er á næsta leiti skríkar kafbáturinn til.svo hallinn verður of mikill og þá er ekki hægt að koma björgunartækjunum við. Raf- magnið fer, talstöðvarsamband rofnar, vatnsheldar öryggisdyr gefa sig og menn brotna saman undir öllu farginu. Svona stórslysamyndir eru nú vondu og leiðinlegu karlarnir verða allt i einu góðir og fórna sér fyrir fjöldann og bjarga mannorði sinu á banastundu. Mynd þessi er einmitt slik, afar spennandi og oftar en einu sinni fóru andköf um salinn og formúlan virðist vinsæl, það var fullt hús á niusýningu á þriðjudaginn. Villi gaf mér smá-glósu i dyrun- um vegna þess sem ég skrifaði siðast um kvikmynd frá Uni- versai varðandi tæknivinnslu þess fyrirtækis. Þessi mynd er mjög sannfærandi unnin frá tæknilegu sjónarmiði og það er ekki fyrr en i lokaatriði kafbáts- ins, sem maður ótvirætt sér að um leikfang i vatnsbúri er að ræða. Tæknisýningin er þó mest til að undirstrika tæknibúnað bandarikjahers og þeir mega bara vera stoltir af öllum græjun- um, þó manni finnist stundum að nýta mætti alla þessa tækni til skynsamlegri hluta en her- kvikmyndir Pjetur Þ. Maack skrifar reksturs eða verkefna tengdra honum. Kannski draga leikararnir áhorfendur að sýningunni. Kalli Hestur er orðinn fastur liður i svona myndum en alltaf eins, hraustlegur og karlmennskan uppmáiuð, en leikur illa eða ekki. Stacy Keach finnst mér góður leikari, var kannski ekki á heima- velli i þetta skiptið en komst þó vel frá sinu. Ég hef bara séð Carradine i lélegum hlutverkum bilabófa, i þetta sinn er hann klár náungi á mini-kafbát og stendur sig vel. Ned Beatty er alltaf vina- legur, karlinn, svona lik týpa og uppáhaldsfrændi manns. Ein af sterkari hliðum þessarar myndar er hnyttin tilsvör og smá- athugasemdir. Þessi óborganlegu smáskot i tima og ótima, sem sjaldnast er hægt að þýða i is- lenska textanum ef það er þá gerð tilraun til þess. Tónlistin er viðeigandi, magnþrungin á köflum. Fólk virtist skemmta sér vel, það gerði ég lika, myndin er ágætis afþrey- ing. Aðstandendur Ærsladraugsins hjá Leikfélagi Hveragerðis. Mynd: RH, Hveragerði K f. “w ni •• 1 / M iillMfc \ I HVERAGERÐI GLENS Leikfélag Hverageröis æfir nii af kappi annað verkefni félags- ins á þessu leikári, gamanleik- inn Ærsladrauginn eftir Noel Coward. Fyrirhugað er að frumsýna leikinn fyrir páska. Ærsladraugurinn var fyrst frumsýndur i London áriö 1941 og sló þá öll met i sýningafjölda. Auk þessa leikrits hefur Coward samið á annan tug vinsælla leikrita og söngleikja og einnig hefur hann slegið i gegn sem leikari bæði á sviði og i kvik- myndum. Leikstjóri Ærsladraugsins er Jill Brooke Arnason og er það i annað sinn, sem hún starfar með Leikfélagi Hveragerðis. Hlutverk i leiknum eru sjö, en með þau helstu fara Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Kristin Jóhannesdóttir, Svava Hauks- dóttir og Aðalbjörg M. Jóhanns- dóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.