Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 6
Umsjón: Gu&mundur Pétursson VÍSIR Þriöjudagur 3. april 1979. Margaret Trudeau meö syni sinum, Justin. Heimsókn Beglns í Egypialandi lýkurí dao Menachem Begin, forsætisráö- herra Israels, lýkur i dag sögu- legri heimsókn sinni til Egypta- lands með viðræðum við gest- gjafa sinn, Anwar Sadat forseta, um Palestinuvandamálið. Hann mun Ijúka heimsókn sinni á þvi að skoða fjársjóði frá timum faróanna og á fundi með blaða- mönnum, áður en hann snýr heim til Israels. 1 kvöldverðarboði i gær, sem Sadat forseti hélt Begin til heið- urs, skoraði Begin á önnur araba- riki að taka þátt i friöunarumleit- unum Egypta. — ,,Viö vonumst til þess, að friöarsamningur okkar verði fyrsta skrefið til viðtækari lausnar á öllum ágreiningi okkar heimshluta, þar sem við hljótum öll að verða að búa saman, sagði Begin. Heimsókn hans er til endur- gjalds á heimsókn Sadats forseta til Jerúsalem 1977, sem varð upp- haf þeirra friðarumleitana, er loks leiddu til undirritunar samninga á dögunum. Mörg arabariki eru enn fjand- samleg samningnum og hafa lýst Sadat algjöran svikara við mál- stað araba. Sadat svaraði borðræðu Begins á þann veg, að enn væru mikil á- tök framundan, en það væru átök fyrir skilningi og væntumþykju i staö haturs. Stjórnmálagagnið Al-Ahram sagði i morgun, að viðræður leið- toganna i dag lytu að samkomu- lagi um sjálfstjórn til handa Palestiunuaröbum á vesturbakka Jórdan og á Gazasvæðinu. Sagði blaðið, að samningaviðræður um þann þátt mundu svo hefjast eftir fimm vikur i bænum El-Arish i Sinai. Margaret Trudeau reyndi að stinga sig með eldhúshnifi, þegar eiginmaður hennar, Pierre Trudeau, forsætisráöherra komst á snoöir um, að hún væri oröin ástfangin af valdamiklum Bandarikjamanni fyrir fimm ár- um, eftir þvi sem kanadiska blað- ið „Toronto Star” hélt fram i gær. Blaðið birti glefsur úr sjálfs- ævisögu Margaretar sem ber titilinn „Beyond Reason”, en blöö viða um heim eru byrjuö aö birta ágrip hennar þessa siðustu viku, áöur en bókin kemur sjálf út. Margaret, sem nú er þritug orðin, kynntist Bandarikjamann- inum, sem ekki er nafngreindur en lýst sem „aðlaðandi Suður- rikjamanni”, við tenniskeppni i New York 1974, þegar hjónaband þeirra Pierre átti aö heita enn hamingjusamt, eftir þvi sem Toronto Star segir. „Þegar hún kom heim til Ottawa, gekk Pierre á hana: Ég veit, að þú hefur veriö mér ótrú. Ég veit það!” segir i forsiöufrétt blaðsins. „örvita af sektarkennd greip Margaret eldhúshnif og hljóp út I snjóinn. Svipti hún sig klæðum yfir brjóstin og lagði hnifnum þar,” heldur frásögnin áfram. „Hún æpti að Pierre: „Ókei! Ég er oröin ástfangin.” „Þú ert sjúk,” svaraði hann, eftir þvi sem blaðið segir. Blaðið segir, að það hafi veriö að ráði sálfræðings, sem Pierre Trudeau sendi konu sina til Bandarikjanna á fund vina henn- ar til hvildar. Gripið er siðan niður i ævisög- una, þar sem Margaret segir frá heimsókn smni til Marokko á hippadögum sinum, þar sem hún neytti ýmiskonar fikniefna. Þaö var i Marokko, sem.... „ég loks læröi að umgangast karlmenn sem bræður mina og að njóta ásta með þeim á þann veg, sem strangkristið uppeldi mitt haföi áður meinað mér.” Pierre Trudeau er nú I miöri kosningabaráttu, þar sem hann keppir að endurkjöri. Hann hefur borið á móti fréttum, sem haföar eru eftir eiginkonu hans um, að hún hafi reykt marijúana i for- sætisráðherrabústaðnum I Ottawa. Margaret og Pierre, þegar allt lék i lyndi. Hættan llðin hjá Mikið og kostnaðarsamt tjón hefur orðið i kjarnorkuverinu viö Harrisburg, og er ekki vitað, hvort svara muni kostnaði að ráðast i viðgerðir á þvi. Mesta hættan er nú liðin hjá, eftir þvi sem sér fræðingar segja, og gætti i gær miklu minni geislunar frá verinu en fyrri Bilun kom upp i' kælikerfi orku- versins á miövikudag og leiddi tii þess aö eldsneytisstengur hitnuöu og kjarnaofninn. Geislunin leiddi af þvi, en aöalhættan lá i þvi að eldsneytisstengurnar bráðnuðu I hitanum. Hefði þá Utgeislunin orðið óskapleg. Kjarnorkuveriö kostaöi á sinum tima 780 milljónir doDara. Þaö er tryggt fyrir tjóni upp að 300 milljónum doUara, en hvort heildartjóniö að þessu sinni fer upp fyrir þaö liggur ekki ljóst fýrir ennþá. daga. Hitinn hefur kjarnaofninum. minnkað i Amin býr slg unflir úrslltaorrustuna Idi Amin, forseti Uganda, hefur búið um sig i bænum Jinja i austurhluta landsins, þar sem hann hyggst heyja úrslitaorrust- una viö innrásarliðið frá Tansaniu. Ugandaútvarpiö hafði eftir Amin, að hann hefði verið i Jin ja, þegar herþotur frá Tansaniu gerðu loftárás á þennan iðnaöar- bæ. Var haft eftir Amin, að ein flugvélin hefði veriö skotin niður og „að fiugmaöurinn sé lDdega i góðum félagsskað meö krókódil- unum núna”. Tiðindamenn Reuters fréttu hjá ibúum Jinja, að Ainin forseti hefði birst á aðaltorgi bæjarins, umkringdur Libýuhermönnum og skæruliðum Palestinuaraba, sem eru meginuppistaðan i leifum hers hans. Sagði hann bæjarbú- um, að þarna mundi hann nema staðar á undanhaldinu og berjast til siðasta manns. 1 morgun var allt hljótt og með kyrrum kjörum i' höfuðborginni Kampala. en I nótt dundi þar sprengjuhriðin og byssusmellir. vopnahléð vlrt að vettugi Ákafir götubardagar hafa aftur brotist út i bænum Gonbad Kavus við landamæri Sovétrikjanna, eftir að Iransstjórn lýsti yfir vopnahléi i átökunum við Turkomana. En naumast hafði vopnahléinu fýrr verið lýst yfir á vikulöngum bardögum en vélbyssurnar byrjuöu aftur að gelta og sprengjuvörpurnar drundu. Hermenn stjórnarinnar hafa umkringt bæinn, og eru sagöir reiðubúnir til áhlaups, tD þess að skilja í sundur hinar striöandi fylkingar. Hafa þeir dregið aö nokkra skriðdreka og marga bry nvagna. Styrrinn hefur staðið milli manna af ættflokki Turkomana og herskárra Persa, stuðnings- manna Khomeinis. Hinir siðar- nefndu gengu um götur i gær fylktu liði og kröfðust vopna en höfnuðu vopnahléi. Persar segjast hafa misst fimmtiu menn faDna i átökunum siðustu daga, og ætla að þeir hafi fellt hundraðog fimmtfu menn af Turkomönum. Ætlaðl Margaret að fyrlrfara sér? Dotmsrsae

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.