Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 15
15 VISIR Þriðjudagur 3. apríl 1979. Skiðaiþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg en bréfritara finnst heldur djarflega farið með ungabörn Hæthilegt athætl I Blállöllum: MÆÐUR Á SKÍDUM MED DðRN í DURDARPOKUM JH hringdi: „Skiðaiþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg hér i Reykjavik á undanförnum árum og fjöldi manns á skiðum um hverja helgi. Það er ekki lengur einn og einn áhugamaður sem iðkar þetta heldur er þetta orðiö fjöl- skylduiþrótt. Þessu ber að fagna. Hins veg- ar sá ég i Bláf jöllunum um dag- inn nokkuð sem hneykslaði mig mikið. Ég sá að nokkrar mæður voru með ungabörn i burðarpokum á bakinu á fljúgandi fart niður brekkurnar. Þetta finnst mér vera hættu- legur leikur. Aumingja börnin voru alveg ringluð og hausinn á þeim dinglaði eins og dúskur á skfðahúfu. Enginn stuðningur var við höfuðið á börnunum og sjá allir hvað þaðer hættulegt. Og hvaða vörn hafa þau ef móðirin dettur á skiðunum? Mér finnst full þörf á að vekja athygli á þessu til þess að fólk geti varast þetta. Ef til vill væri þörf á þvi að koma upp gæslu á krökkum i skiðalandinu á meðan for- eldrarnir geta áhyggjulaust notið þessarar hollu útiveru”. TAKA VERBIIR HART A EITURLYFJASÖLU Nokkrir vinnufélagar skrifa: „Við höfum fylgst með skrif- um um þessi fikniefnamál Is- lendinga erlendis og erum sam- mála um að þarna sé stórmál á ferðinni sem verður að taka hart á. Einn af okkur las frásögn danskrar konu sem hafði þekkt tvo unga menn er lent höfðu á kafi i eiturlyfjum. Hún lýsti þvi átakanlega hvernig þeir voru haldnir um tvitugsaldur vegna neyslu þessara efna. Þessi kona sagðist leggja til að þeir sem seldu þessi efni fengju hörðustu dóma sem um gæti i hverju réttarfarsriki. Hún vildi einnig að á Kastrupflug- velli yrði settupp sérstakt skilti þar sem lýst væri hve Danir hefðu góð lög til verndar mann- réttindum, en þar yrði einnig tekið fram, að eiturlyfja- smyglurum yrði engin miskunn synd. Menn myndu þá ef til vill hugsa sig um tvisvar áður en þeir reyndu smygl á eiturlyfj- um. Við vinnufélagarnir erum sammála um, að þótt aðstand- endur þeirra sem uppvisir verða að svona smygli og sölu þurfi að liða nokkuð þá sé það litið miðað við þá sem verða eiturlyfjum að bráð og aðstand- endur þeirra. Eiturlyfjasölum á ekki að sýna neina miskunn”. FYRIR FIRMIN6UNA Snittur og brauðtertur Pantanir i sinaa 16740 Brsuðbankinn Laufásvegur 12, simi 16740. L- - -—------------------ J Húsbyggjendur ylurinn er Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarpiast Borgarnetil 5imi93 7370 kuoki 09 helgammi 93 7355 ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR Þurrkaöir ávextir frá CASTUS eru í hæsta gæðaflokki. Biðjið um CASTUS rúsínur, döðlur, sveskjur, gráfíkjur og apríkósur. Góð feeilsa ep úæfa feveps iwarercs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.