Vísir - 03.04.1979, Blaðsíða 13
13
VÍSIR
Þriöjudagur 3. april 1979.
einn af framkvæmdastjórunum hjá
einhverjum stærstu bifreiöaverk-
smiöjum i Vestur-Þýskalandi.
Nemandinn hafði lært ensku á
sinum skólaárum en ekki notað
hana siðan að heitið gæti. Nú er
hann hinsvegar kominn þaö hátt
upp i fyrirtækinu að enska er hon-
um nauðsynleg.
Þessi kennslustund var ákaflega
frjálsleg, fór mest i það að við þrir
röbbuðum saman um heima og
geima. Það var ekki fyrr en á eftir
að ég gerði mér grein fyrir aö
Stephen Key, kennarinn, gerði það
af ásettu ráði að leiða umræðurnar
aö hinum og þessum atriðum sem
gáfu honum ástæðu til að spretta úr
sæti sinu og skrifa eitthvað sem við
höföum sagtá töfluna til að útskýra
frekar.
Hann gleymdi þvi aldrei
kennarahlutverkinu, þótt viö virt-
umst bara vera að skiptast á
skoðunum um mál eins og kven-
réttindi og þar frameftir götunum.
,/Open the window".
Ég komst raunar að þvi eftir þvi
sem á kynnisför mina leiö að
kennararnir hætta aldrei aö kenna,
hvort sem þeir eru i skólastofunni
eða ekki. Hvert einasta tilefni sem
gafst var notað til aö leggja áherslu
á eitthvað tilheyrandi náminu.
Viðbótartækifærin voru lika
gripin I skólastofunni. t einum tim-
anum sem ég sat var ung og falleg
stúlka, Virginia að nafni,að kenna
algerum byrjendum: ,,My name is
Virginia, your name is...”
Þaö var heitt i skólastofumii og
einhver benti á gluggann og
bablaði eitthvað á arabísku eða
ööru torkennilegu máli. Virginia
hætti samstundis að kenna upp úr
bókinni og notaði þetta tækifæri.
„Window”, hrópaðihún. „This is
a window”.„It is hot"(hér notaði hún
skólabókina eins og blævæng og lét
eins og hún væri að kafna úr hita
„Hot, it is hot”.)
Og nemendurnir voru látnir
endurtaka þetta. Svo stökk hún út I
glugga , opnaði hann og hrópaði:
„OPEN the window”. Þannig gekk
þetta til þangað til nemendurnir
gátu (með mismunandi góðum
framburði) sagt á ensku aö þegar
væri heitt ætti að oþna gluggann.
Æpa á nemendur
Kennslan i Anglo-Continental er
frjálslegri og skemmtilegri en i
öðrum skólum sem ég hef heimsótt.
Kennararnir sitja ekki við borð,
heldur ganga um gólf meðal nem-
endanna. Þetta á einkum við þegar
þeir eru með byrjendur. Þeir nota
látbragð til að leggja áherslu á það
sem þeir eru að segja og til að út-
skýra það betur.
Þeir hrópa orð sem þeir vilja
leggja áherslu á, stundum heilar
setningar og þeir láta nemendurna
hrópa þau lika. Enginn fær að
muldra i barminn.
Oft og tiðum eru nemendur látnir
spyrja hver annan spurninga og þá
er það gjarnan nemandinn á fyrsta
borði sem á að spyrja þann á aft-
asta. Hann veröur þvi að hrópa svo
að til hans heyrist. Feimnin fer af-
skaplega fljótt af fólki við svona
meðferð og það segir óhikað það
sem það kann.
Fullkomnustu hjálpartæki eru notuð við kennsluna, t.d. innanhússsjónvarp.
Fullkomin hjálpargögn
í einni kennslustundinni sem ég
sat voru fimm bankamenn frá
Noregi að læra ensku þá sem
bankamenn þurfa helst að nota.
Fyrir þá hafði verið útbúiö sér-
stakt verkefni. Þ^ð var búiö til
fyrirtæki (á pappirnum auðvitað)
og nemendurnir voru látnir taka aö
sér hlutverk hinna ýmsu stjórn-
enda, starfsmanna og bankastjóra
sem þeir þurftu að hafa samband
við. Þeir þurftu svo að reka sin
viðskipti á ensku og David
Griffiths, kennarinn, vakti yfir öllu
og kom með leiðréttingar og aðstoð
eftir þvi sem þurfti.
Ekki ósvipuð aðferð var notuð við
að kenna verslunarensku. Þar var
raunar skrifað leikrit og nem-
endurnir (frá Argentinu, Þýska-
landi og ttaliu) voru látnir leika
hlutverkin.
Þótt meginhluti kennslunnar fari
fram i skólastofunum eru til ýmis-
konar hjálpargögn. Anglo-
Continental notar yfirleitt öll full-
komnustu og bestu hjálpargögn
sem vöf er á, svosem video-sjón-
varp, segulbönd og fleira.
Búið á einkaheimilum
t Bournemouth er 8 milna iöng sandströnd fyrir sóldýrkendur.
En menn læra af lifinu ekki siður
en bókum, og Anglo-Continental
leggur mikla áherslu á að nem-
endurnir tali ensku daglega. Með
það fyrir augum eru samlandar
helst ekki hafðir i sömu bekkjum og
það er lögð áhersla á að þeir tali
ensku þegar þeir hittast.
Þá er og ekki siður mikilvægt að
nemendurnir dvelja á einkaheimil-
um þann tima sem þeir stunda nám
við skólann. Það eru geröar ákaf-
lega strangar kröfur til þessara
einkaheimila. Fulltrúi frá Anglo-
Continental fer og kynnir sér ná-
kvæmlega aðstæður þeirra fjöl-
skyldna sem vilja taka að sér nem-
endur og þau eru heimsótt reglu-
lega til að tryggja að allt sé i lagi.
1 sérhæfðri kennslu eru stundum settir á svið hálfgeröir leikþættir og
nemendur taka t.d. að sér hlutverk stjórnenda fyrirtækja, eða banka-
stjóra.
Heimsókn (enskuskóla Anglo-
Continental í London
og Bournemouth
Nemendur eru af ýmsu þjóðerni. Hér er einn islenskur (tv.), Sigurður
Hreiðar, blaðamaður og kennari.
Nemendur eru á ýmsum aldri og fristundaáhugamálin misjöfn.
1 spjaldskrá AC er aö finna upp-
lýsingar um allar fjölskyldurnar,
hverskonar nemendur þær geta
tekiö.karlkyns, kvenkyns, aldur og
þar frameftir götunum. Greiöslan
fyrir þessa gistingu og máltiðirnar
er innifalin i skólagjaldinu, þannig
aö það verða aldrei vandræðaleg
augnablik vegna fjármálahliðar-
innar.
Og það er best aö sleppa ekki al-
veg f jármálahliðinni. Anglo-
Continental eru liklega dýrari en
margir aðrir málaskólar og það er
ekki dregin dul á þaö.
En kostnaðurinn er svo mikill
vegna þess að þarna er aðeins það
besta sem völ er á, og þá er sama
hvort tekur til kennara, kennslu-
tækja eða húsakynna.
Þaö er lika fjarri þvi að menn
þurfi að vera milljónerar til að
stunda þarna nám. Námskeiöin eru
mismunandi löng og þvi auðvitað
mismunandi dýr og svo er hægt að
komast þangað niður eftir meö
góöum kjörum.
Það er Ferðaskrifstofa Kjartans
Helgasonar sem hefur umboö fyrir
Anglo-Continenta) hér á landi og
hún tekur að sér að útbúa „pakka”
fyrir þá sem héðan vilja fara,til aö
þeir sleppi sem ódýrast.
Þó nokkrir Islendingar hafa lært
ensku við Anglo-Continental. I
fyrstu voru þeir aö tinast niðureftir
einn og einn en siðan Feröaskrif-
stofa Kjartans Helgasonar tók við
umboðinu hefur þeim fjölgað tölu-
vert og voru til dæmis um tuttugu i
fyrra. Sumarnámskeiðin eru ekki
sist vinsæl hjá Islendingunum.
Dramatískt kvöld
Sambandið milli kennara og
nemenda er sérstaklega skemmti-
legt hjá Anglo-Continental.
Kennararnir eru margir ungir og
þeir sem eru komnir á eða yfir
miðjan aldur eru ungir i anda.
Auk þess að kenna nemendunum
og fara meö þeim i kynnisferðir,
bregða þeir oft á leik. Eitt kvöldiö
sem ég var þarna héldu kennarar
það sem þeir kalla „Drama
Evening”.
Það er eins og hálfs tima pró-
gram af stuttum leikþáttum sem
kennararnir hafa samiö og leika i
sjálfir. Ekki voru tilburðirnir bein-
linis hádramatiskir, heldur veltust
áhorfendur um af hlátri.
Þarna var óspart gert grin að
ýmsum sérkennum nemenda af
mismunandi þjóðerni og ekki varð
annað séð en allir kynnu að taka
gamninu.
Kennararnir og raunar skóla-
stjórnin i heild, láta sér ákaflega
annt um velferð nemendanna.
Kennararnir hjálpa oft til við að
leysa ýmis vandamál en svo er lika
sérstök „velferðarskrifstofa” sem
hægt er að leita til ef eitthvað bját-
ar á.
Innifalið i skólagjaldinu er einnig
að nemendur eru sóttir út á flugvöll
og þeim skilað þangað að nám-
skeiði loknu þannig að segja má að
þeir séu undir verndarvæng Anglo-
Continental frá þvi þeir stiga á
breska grund og þar til þeir létta
aftur af henni fæti.
Shakespeare eða Redford
Hvað umhverfið snertir þarf
auðvitað ekki aö hafa mörg orð um
London. Hinsvegar væri hægt að
hafa mörg orð um Bournemouth og
sveitirnar þar i kring, þótt þeim
verði haldið i lágmarki aö þessu
sinni.
Bournemouth er ákaflega
hlýlegur og hreinlegur bær og
sveitirnar i kring eru bæöi fagrar
og merkilegar. Þarna ættu allir að
geta fundið eitthvaö við sitt hæfi i
tómstundum. Hvort sem þeir vilja
hlýöa á Sinfóniuhljómsveit borgar-
innar eöa geggjaða Travolta-
músik. Hvort sem þeir vilja sjá
Shakespeare-leikrit undir berum
himni úti á litilli eyju eða nýjustu
kvikmyndina með Robert Redford.
Hvort sem þeir vilja borða ham-
borgara á nýtisku grillsjoppu, eða
fasana i þrjúhundruð ára gömlum
enskum pöbb. Og ef verið er þarna
aö sumarlagi er mjög auðvelt að ná
i sólbrúnku sem hver spánarfari
gæti verið stoltur af.
I stuttu máli má kannske segja
aö Bornemouth sé lærdómsrik
Paradis.