Vísir - 16.05.1979, Blaðsíða 3
VÍSIR
Miövikudagur 16. mai 1979 ^
var paö fjármálaráðherrann
sem fékk ríkissjóðslánið?
Kostnaður vlð rekstur ráðherrabílanna 60 milljðnir á árt
„Þaö mál gerist æ undar-
legra”, sagöi Ólafur Ragnar
Grimsson, þegar Visir spuröi
hann hvað Uöi afgreiðslu mála
varöandi ráöherrabila, í þing-
nefnd.
„Eins og kunnugt er, neitaði
fjármálaráöherra aö upplýsa
um lánveitingar til bilakaupa
ráðherra við umræöur á Al-
þingi. Viö fengum þá ráðuneyt-
isstjóra fjármálaráðuneytisins
á fund hjá okkur og upplýsti
hann, að rikið heföi keypt eða
væri að kaupa fimm ráðherra-
bila. Einn ráðherra hefði fengiö
niðurfellingu á aðflutnings-
gjöldum, einn fengið lán úr
rikissjóði upp á þrjár milljónir,
til tiu ára með 19% vöxtum og
einn hefði sótt um slfkt lán en
skilað þvi aftur. Ráðuneytis-
stjórinn neitaði að gefa upplýs-
ingar um hvaða einstaklingar
ættu þarna i hlut og visaði á for-
sætisráðuneytið. Við fengum þá
til okkar fulltrúa úr forsætis-
ráðuneytinu og spurðum hann
hver hefði fengið þetta lán, en
hann vissiþaðekki. Næstliggur
Tómas Arnason, fjármólaráöherra, við nýja bilinn sinn. Er Tómas
eini ráöherrann sem fékk 3ja milljón króna lán hjá rikinu tii bfla-
Vfs' ’ ---------
kaupanna?
þvi fyrir að fá ráöuneytisstjór-
ann úr fjármálaráöuneytinu
aftur á fund til okkar og krefja
hann um frekari upplýsingar”.
„Það er allt sem bendir til
’ísismynd: GVA
þess að það sé fjármálaráðherr-
ann sem hefur fengið þetta
þriggja milljón króna lán og sé
þar meö eini ráðherrann sem
fengið hefur lán til bilakaupa úr
rikissjóði. Ef svo er, er það
mjög alvarlegt mál og ég trúi
þvi raunar ekki fyrr en ég tek á
þvi”, sagðiólafur. „Þaðer fjár-
málaráöherra sjálfur sem á-
kveður þessi kjör, 19% vexti og
lán til ti'u ára,og þetta eru engan
veginn almenn kjöc Þar með
er hann að misnota aðstööu sina
á grófan hátt. Sama máli gegnir
raunar um forsætisráðherrann.
Hann virðist hafa pantað sér bil
á þeim kjörumsem áður tiðkuð-
ust eftir að hann vissi að fella
átti þau úr gildi og þvi hagnýtt
sér aðgang að þessum uppiýs-
ingum. Þetta tel ég algerlega
siölaust”.
60 milljónir i
rekstrarkostnað
„Við erum búnir aö fá þær
upplýsingar i nefndinni að
heiidarrekstrarkostnaður við
ráöherrabila á siðasta ári hafi
verið sextiu milljónir. Mönnum
finnst það kannski ekkert ó-
skaplega há upphæð, en það er
þó nákvæmlega jafnmikið og
hækkun til samtaka launafólks
var á fjárlögum og þótti ýmsum
það ekki litið. Þá mun þaö liggja
fyrir að yfirvinnukaup einkabil-
stjóra ráðherranna sé nærri
eins hátt og fastakaup þeirra.
Þetta mál er smátt og og
smátt að upplýsast en gengur
misjafnlega vel. Sumt þarf að
taka með töngum. Viö afgreið-
um þetta ekki fyrr en allar upp-
lýsingar liggja fyrir.
Það má segja, að það séu
þrjár leiðir sem má fara i þess-
um ráðherrabilamálum. i
fyrsta lagi, að þeir séu á eigin
bil, i öðrulagi að rikið eigi bilinn
og I þriðja lagi að þeir noti
leigubilþegar þeir þurfa að fara
eitthvað i embættiserindum.
Sjálfum fyndist mér eðlileg-
ast að það væri eins og viöa
þekkist i nágrannalöndum okk-
ar, aö þeir komi sér sjálfir i
vinnuna og ur' henni, en rikiö
eigi siðan bila, sem flytji þá
þangaðsem þeirkunnaað þurfa
að fara f embættiserindum”,
sagði Ólafur Ragnar Grimsson.
—JM m
Fundur Benedikts
os Gastons Thorne:
„Viðræðurnar
voru m)ög
vinsamlegar”
„Ég var rétt að koma frá Lux-
emborg, þar sem ég ræddi við
Gaston Thorne, forsætisráðherra,
um flugmál. Viöræöurnar við
ráðherrann og aðstoðarmenn
hans voru mjög vinsamlegar og
kom ekkert fram sem setur okkar
flugrekstur i Luxemborg i
hættu,” sagði Benedikt Gröndal,
utanrikisráðherra, er Visir náði
tali af honum i Strassborg.
Benedikt Gröndal sagði að ekki
væri hægt aö greina nánar frá
þessum viðræðum fyrr en hann
væri búinn að gefa rikisstjórninni
skýrslu um þær.
Utanrikisráðherra sagði að
kosningar færu fram i Luxem-
borg 10. júni og þvi heföi Thorne
ekki komist á ráðherrafundinn I
Strassborg. Benedikt Gröndal
heldur nú I tveggja daga opinbera
heimsókn til Austur-Þýskalands.
— SG
Við lylt-
umekld
haklnu
Sáttanefndin f flugmannadeil-
unni, sællar minningar, hefur nú
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
það er borið til baka, sem stað-
hæft hefur veriöí fjölmiðium, að
sáttanefndin hafi nokkurn hlut átt
I lyftingu visitöluþaksins á
launum flugmanna i april sl.
Segja sáttanefndarmenn (sem
eru Guölaugur Þorvaldsson,
Brynjólfur Ingólfsson og Hall-
grimur Dalberg) aö þeir hafi ein-
ungis borið fram 3 málamiðl-
unartillögur sem allar fjölluðu
eingöngu um jafnlaunakröfur
flugmanna og starfsaldurslista og
var öllum hafnað.
—IJ
ir
■ ■
Kápan á Laugavegi 66 er gjörbreytt.
Nýjar innréttingar, aukið sýningarsvæði.
Nýjar kápur, pils og jakkar.
Nýjung: Leðurvörur, bæði töskur og belti
Komdu í nýju Kápuna
Laugavegi 66 Sími 25980