Vísir - 16.05.1979, Blaðsíða 16
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
VÍSIR
Miövikudagur 16. mai 1979
„Víslndin efla alla dáö?”
Regnboginn: Drengirnir
frá Brasilíu — The Boys
from Brazil.
Leikstjóri: Franklin
Schaffner.
Handrit: Kenneth Ross
og Ira Levin.
Myndataka: Henri
Decae.
Tónlist: Jerry Goldsmith.
Leikendur: Gregory
Peck, Sir Laurence
Olivier, James Mason,
Lilli Palmer og fleiri.
Nazisminn er látinn lifa i dag i
formi öfgasinna. Hatri Gyöinga
annars vegar og hins vegar i
óhugnanlegum athöfnum upp-
gjafanazista og yngri manna,
sem gengist hafa undir málstaö
þeirra eldri.
Ungur gyöingur i Paraguay
kemst á snoöir um samansöfnun
nazista af nýrri geröinni og ým-
issa hinna eldri, sem eru hund-
eltir um heiminn sem striös-
glæpamenn.
Höfuðpaur nazistanna,
Mengele læknir, sem
framkvæmdi ýmsar ókræsileg-
ar tilraunir á valdatimum Hitl-
ers, hefur siöan þá alls ekki lát-
iö af slikum iökunum og hefur
siöan á striösárunum
framkvæmt sina ógeöslegustu
tilraun, sem komin er á lokastig
er myndin hefst. Lokastigiö
krefst þess, aö ekki færri en 94
menn skuli myrtir og til þess
kvikmyndir
Pjetur Þ.
Maack
skrifar
verkefnis eru nazistarnir
samankomnir aö boöi læknisins.
Liberman, nazistaveiöarinn,
kemst á snoöir um þetta strax i
upphafi en fær ekki samhengi i
máliö. Myndin gengur svo út á
þaö aö pússlin falla saman i
heildarmyndina. Ctkoman er
heldur óhugguleg og mikiö blóö
flæöir og fólki er illa misþyrmt.
Boöskapur þessarar myndar
er heldur óhuggulegur. Gert er
grein fyrir tilraunum nazista
meö menn og mannlegar erföir
og er þaö litt skemmtileg kenn-
ing. Gyöingarnir viröast tilbún-
ir til svipaöra verka, drepa á
báöa bóga til hefnda og ala
þannig áfram á illindum.
Nazistaveiöarinn virkar oft sem
stuðpúöi milli þessara tveggja
öfga.
Vel er aö þessari mynd staðiö.
Stórleikurum er teflt fram til að
trekkja aö áhorfendurna.
Trekkja aö til hvers, græöa á
þeim, eöa gera áhorfendum
grein fyrir hvaö var á seyöi I
skugga ógnarstjórnar Hitlers.
Stundum i myndinni kemur
fram biturleiki i garö nútimans,
aö fólki i dag sé ekki kunnugt
um hvaö þarna var á seyöi, þó
aldrei hafi veriö betra tækifæri
til aö koma þekkingu á framfæri
en i nútimanum, meö tækni
fjölmiölunar.
Leikendur eru ekki af verri
endanum. Gregory Peck passar
einhvern veginn ekki i myndina,
hann hefur alltaf leikiö svo
„góöa kalla” sagöi einhver fyrir
aftan mig. Peck kemst þokka-
lega frá, ofleikur þó stundum.
Sir Laurence Olivier fannst mér
lika ofleika á stundum, var
ágætur annars staöar. James
Mason var i ágætu jafnvægi all-
an timann og stóö sig bezt.
Stór galli var á sýningu þess-
ari (mánud. kl. 6). Hávaðinn i
myndinni var ægilegur, skar i
Gregory Peck
Laurence Olivier
Þetta er auöleysanlegt, bara
lækka.
eyrun i háværustu atriöum og
var óþægilegur allan timann.
Cæciliaforeningen á æfingu I Háskólabiói,
Visismynd: GVA
Elstl óratorfukðr Horömanna syngur hér
Elsti og virtasti óratoriukór Norðmanna, Cæcilia-
foreningen frá Osló, syngur á tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar Islands i Háskólabió á morgun, 17.
mai klukkan 20:30. En á morgun er þjóðhátiðar-
dagur Norðmanna.
Cæciliaforeningen er stofnaöur stjóra,svo sem Thorvals
aö tilhlutan Edvards Grieg og Kammers, Karls Nissen, Leifs
hefur ávallt notiö hæfustu söng- Halvorsen, Arilds Sanvolds,
ölvins Fjeldsted, Arnulvs Heg-
stad, sem er einn af dugmestu
hljómsveitarstjórum Norömanna,
og stjórnaö hefur kórnum tvö siö-
ustu árin.
Einsöngvarar á tónleikunum á
morgun, eru Elisabet Erlings-
dóttir, Sólveig Björling og
Kristinn Hallsson.
A efnisskrá eru Hjalarljod eftir
Eivind Groven, sem er verð-
launaverk, samið i tilefni 900 ára
afmælis Oslóborgar. Inngangur
og passacaglia eftir Pál Isólfsson,
en i Noregi er Páll þekktastur
sem organleikari og tónskáld.
Hann var kjörinn heiðursdoktor
við Oslóarháskóla áriö 1945.
Norsk Kunstnerkarneval eftir
Johan Svendsen sem var einn af
mestu hljómsveitarstjórum
samtiöar sinnar og einn af braut-
ryðjendum norskrar tónlistar. Og
Völuspá eftir David Monrad
Johansen, sem er eitt hans þekk-
asta verk. —EA.
Slðfús Hall-
dórsson o.fi.
með tðnlelka
Af þeim tónleikum sem
fyrirhugaö er aö halda á
næsta starfsvetri
Tón 1 is ta r f é 1 a gs in s i
Reykjavik, má nefna:
Quintett frá Vlnarborg, sem
væntanlega mun halda tón-
leika i september.
Ljóöasöngvarinn Her-
mann Prey og fiðlu-
leikarann Wolfgang
Sneiderhan. Sigfús Halldórs-
son tónskáld mun sjá um
tónleika með verkum sinum.
Sigriöur Ella Magnúsdóttir
söngkona. Fiðluleikarinn
Georgy Pauk. Leifur
Þórarinsson tónskáld mun
sjá um tónleika. Fiðluleikar-
inn Pina Carmirelli og Arni
Kristjánsson pianóleikari
munu koma fram. Hörpu-
leikarinn Osian Wllis. Trió
frá Marlboro. Söngkona
Jessy Norman ásamt hinum
fræga undirleikara Dalton
Baldwin. —EA.
Handbðk um
fundarstjðrn
Bókaútgáfan örn og örlyg-
ur hefur gefið út bókina
Fundarsköp eftir 0. Garfield
Jones prófessor I stjórn-
málafræðum við Toledo há-
skóla. Jón Böðvarsson skóla-
meistari aðhæföi og staö-
færöi. Félagsskapurinn
Junior Chamber á Islandi
átti frumkvæði aö útgáfu
bókarinnar.
Fundarsköp er handbók
sem auðveldar fundarstjóra
aö stjórna fundi og fundar-
manni aö taka þátt i fundar-
störfum, segir i tilkynningu
frá bókaútgáfunni. Bókin
skýrir afgreiösluröö tillagna,
flokkun þeirra, einkenni og
rettarstööu. „Ætla má aö
bókin sé nauösynleg öllum
sem taka þátt i fundum fél-
aga og samtaka, þingum og
ráöstefnum þar sem málin
þarf aö leysa á lýöræöislegan
hátt, meirihlutinn ræöur, en
rettar minnihlutans er gætt.
—EA.