Vísir - 16.05.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 16. maí 1979
síminnerðóóll
Spásvæði Veðurstofu fslands
eru þessi:
1. Faxaflói. 2. Breiöafjörð-
ur. 3. Vestfirðir. 4. Norður-
land. 5. Noröausturland. 6.
Austfirðir. 7. Suðausturland.
8. Suðvesturland.
veðurspá
dagsins
Austur viö Noregsstrendur
er 1000 mb. lægð og 1030 mb
hæð yfir Grænlandi. Um 700
km suður af Ingólfshöföa er
993 mb. lægð á hreyfingu aust-
ur og lægðardrag viö SV-
ströndina. Kaltveröur áfram.
SV-land og SV-mið: A-kaldi
og snjókoma I fyrstu, en léttir
til í dag með NA-kalda.
Faxaflói og Faxaflóamiö:
A-gola og snjókoma sunnan til
I fyrstu, en léttir til i dag með
NA-golu eða kalda,
Breiöafjörður og Breiða-
fjarðarmið: NA-kaldi eöa
stinningskaldi, bjart sunnan
til en smáél norðan til.
Norðurland og N-mið: NA-
gola eöa kaldi, bjart i innsveit-
um vestan til, en annars dálitil
él, einkum á miöum eða ann-
esjum.
NA-land og NA-mið: NA-
gola eða kaldi, él.
Austfirðir og Austfjarða-
mið: NA-kaldi, él.
SA-land og SA-miö: NA-gola
eða kaldi og sumstaöar
stinningskaldi á miöum, smá-
él austan til og einnig meö
köflum vestan til.
veðrið hér
og par
Veörið kl 6 I morgun:
Akureyri, skýjað -^2, Bergen,
skýjað 8, Helsinki þokumóða
10, Kaupmannahöfn þoku-
móöa 14, Osló, þokumóöa 7,
Reykjavik, lirkoma i grennd, -
1, Stokkhólmur léttskýjaö 14,
Þórshöfn, alskýjaö 5.
Veðrið kl. 18 I gær: Aþena,
skýjaö 17, Bergen, heiðskirt
25, Chicago, léttskýjað 18,
Feneyjar, heiðskirt 20,
Frankfurt, heiðskirt 24, Nuuk,
skýjaö 5, London, léttskýjað
24, Luxemburg, heiðskirt 23,
Las Palmas, skýjáö 21,
Malaga, heiðskirt 20,
Mallorka, heiðskirt 20,
Montreal, Iéttskýjað 23, New
York, mistur 29, Paris, létt-
skýjað 25, Róm, heiöskirt 19,
Vin, léttskýjað 18, Winnipeg,
léttskýjað 12.
Fjármálaráðherra hefur af
föðurlegri umhyggju
skammað iandsmenn fyrir
verðbólguhugsunarhátt, og
hvatt almenning til að láta af
kauphækkunum og velmeg-
unarpoti. Nú er upplýst, að
þessi sami ráðherra hefur
fengið hátt i tvö hundruð þús-
und króna kauphækkun á
mánuði með þaklyftingunni.
Einnig er fullyrt að hann hafi
sjálfur einn ráðherra fengiö
3ja milljón króna lán og
ákveöið sjálfur lánskjörin,
þ.e. 10 ára lánstima og 19%
vexti.
Slæmar atvinnuhorfur fyrlr skólafðik:
1200 um 100 slorf
hjð Landsbankanum
Fyrirsjáanlegt er að erfiöara
verður með sumarvinnu skóla-
fólks heldur en nokkru sinni
fyrr. Visir spurðist fyrir hjá
nokkrum fyrirtækjum og stofn-
unum og var yfirleitt alls staðar
sömu söguna að heyra. A flest-
um stöðum er þegar fullráðið og
f mörgum tilvikum eru færri
ráðnir en áöur.
Hjá Landsbanka íslandsfeng-
ust þær upplýsingar að um 1200
manns hefðu sótt um eða spurst
fyrir um sumarstarf, en ein-
ungis 100 manns verða ráðnir i
sumar og af þeim eru langflest-
ir, sem veriðhafaáöur á sumrin
hjá bankanum.
Hjá Alfélaginu i Straumsvik
er nú þegar búið að ráða um 100
manns til sumarafleysinga og
eru þaö heldur færri en áður.
Flestir af þessum hundrað hafa
unniö áður hjá fyrirtækinu og er
það stefna þess að ráða aöeins
menn meö reynslu.
Gunnar Helgason, for-
stööuihaður Ráðningastofu
Reykjavikurborgar sagði, aö
enn væri of snemmt að segja til
um hversu miklar ráðningar
yrðu i sumar, þar sem skólar
störfuöu enn.
Byggingariðnaðurinn hefur
undanfarin ár tekið við stórum
hluta þess skólafólks, sem leitar
á hverju sumri út i atvinnulffið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landssambandi iðnaðarmanna
er útlitiö I byggingarmálum
mjög svart. Helstu atriði sem
valda eru þessar: Samdráttur i
lóöaúthlutunum i Reykjavik
fyrir íbúðarhúsnæöi, sem nálg-
ast stöðvun i framkvæmdum.
Einnig hamlar fjárskortur og
hækkaöir skattar mjög fram-
kvæmdum.
Nýálagt nýbyggingargjald á
atvinnuhúsnæði og stórhækkað-
ir tekju- og eignaskattar draga
úr áhuga og getu fyrirtækja til
fjárfestingar i atvinnuhúsnæði.
Hið opinbera hefur einnig
dregið saman seglin og kemur
þaö greinilega fram I nýsam-
þykktri lánsfjáráætlun.
Visir hafði samband við Má
Gunnarsson, starfsmannastjóra
Flugleiða, og sagði hann að i ár
væru hlutfallslega færri ráðnir
til afleysinga en áður og þeir
gengju fyrir, sem unnið hafa hjá
fyrirtækinu undanfarin sumur.
- SS -
Hvlt jörð var I Reykjavik I morgun og krlan, sem leitaði ætis, hefur ef-
laust haldið að hún hafi litiö vitlaust á almanakið áður en hún lagöi á
stað til islands. (Vfsism. GVA)
„Frekar rltbann
en mðismeöierð"
- seglr indrlðl G. Þorstelnsson
,,Mér finnst þaö nokkuð langt
gengið að lögbannsmál sem þetta
skuli dragast I fjögur ár. Maður
hefði haldið að fjögurra ára
stöðvun á rituðu máli hér heyrði
frekar undir ritbann en málsmeð-
ferö,” sagði Indriði G. Þorsteins-
son, er Vfsir leitaöi álits hans á
dómi Hæstaréttar varðandi Þjóf I
Paradls.
„Það lá alveg fyrir i upphafi aö
það var ekki veriö að brjóta á
neinum manni I þessu verki með
neinum hætti og málatilbúnaður
allur sérkennilegur”, sagði
Indriði.
Hann sagöi að er málið var búið
að liggja hreyfingarlaust hjá
borgardómi I langan tima, hafi
hann kært til dómsmálaráöu-
neytisins.
,,Þá var þetta tekið úr pússi
einhvers dómara sem ekki haföi
litið á það i tvö ár og sett I hend-
urnar á dómara sem afgreiddi
þetta, en síðan tók máliö önnur
tvö ár I Hæstarétti. Það má
kannski segja að þaö sé viöameiri
dómur og maöur hafi nú meiri
þagnir uppi um þann tima
sem tekur þar að fjalla um mál.
Hitt er svo annað mál að þáð er
alveg hörmulegt að það skuli vera
hægt aö hefja lögbann á nær hvaö
sem er eiginlega án nokkurra
trygginga. vilji menn til dæmis
fresta þvi I fjögur eða fimm ár aö
einhverjir hlutir séu sagðir eða
gerðir”.
— A þá ekki að halda áfram
lestrinum?
„Mér skilst að það sé ekkert þvi
til fyrirstöðu að hefja að nýju
þennan lestur I útvarpinu nema
að útvarpið treysti sér ekki til að
láta endurflytja fyrsta lesturinn..
Þá vil ég nú áskilja mér rétt til að
segja við upphaf annars lesturs
aö nú sé haldiö áfram þar sem frá
var horfið”, sagði Indriði G. Þor-
steinsson.
Þjófur úr banni.
Hæstiréttur úrskuröaði að lög-
bann á lestur skáldsögunnar
Þjófur i Paradis eftir Indriöa G.
Þorsteinsson.i útvarpi.skuii falla
niður. Er þvi hægt að halda áfram
lestrinum eftir fjögurra ára hlé
vegna lögbannsins.
Aðeins var búið að útvarpa
fyrsta lestri Indriða af 11 mánu-
daginn 14. april 1975, þegar lög-
banns var krafist á söguna og
náði þaö fram að ganga hjá
borgarfógeta gegn 100 þúsund
króna tryggingu.
Siðan var höföað staðfestingar-
mál fyrir borgardómi þar sem úr-
sKurðað var 28. mars 1977 aö lög-
banniö skyldi falla niður. Þeim
dómi var áfrýjað til Hæstaréttar
sem staðfesti dóm borgardóms I
gær.
Það voru vandamenn Tómasar
Jðnssonar, er lent haföi I svipuðu
máli hér i eina tið og söguhetjan I
Þjófi I Paradis, sem kröfðust lög-
bannsins. _ gg
„ÁstandlD á haffís-
svæðunum skelfllegt”
- segir Árni Gunnarsson lormaður hallsnelndar
„Astandið á hafissvæðunum
er hreint út sagt skelfilegt”,
sagði Arni Gunnarsson, for-
maður Hafisnefndar, við VIsi I
morgun. „Það er eðlilegt, að I-
búum þeirra svæða, sem verst
urðu úti, verði hlíft við einhverj-
um hluta þess veiðibanns, sem
nú er I gildi”. Hafisnefnd fór um
helgina til Vopnafjarðar,
Bakkafjarðar, Raufarhafnar,
Þórshafnar og Grlmseyjar til að
kynna sér ástand á þessum
stöðum.
Arni Gunnarsson sagöi, að ef
veiðibanniö tæki gildi fyrir þessi
svæði væru menn mjög svart-
sýnirogsæjuekki fram á annað
en atvinnuieysi.
Hafisnefnd mun væntanlega
skila tillögum til rikisstjórnar-
innar i þessum mánuði enda
taldi Arni aö hjálp kæmi aö litlu
gagni, ef hún bærist ekki fljót-
lega.
Um 5300 tonn af áburði eru nú
föst i Noregi vegna farmanna-
verkfallsins. Hafisnefnd mun i
dag eiga viðræöur viö verkfalls-
nefnd Farmanna- og fiski-
mannasambandsins um hugs-
anlegar undanþágur til að unnt
sé að koma áburði þessum heim
og til haflssvæöanna.
—ÓM.