Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 8
MiBvikudagur 30. mai 1979 s s, 8 Útgefandi: Reykjaprenth/< Framkvæmdastjóri: Davlð Guðmundsson Ritstjórar: ölafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónína Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, öli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Slgurvelg Jónsdóttir, §æmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Askrift er kr. 3000 á mánuði Auglýsingar og skrifstofur: innanlands. verð I Slðumúla 8. Slmar 8Í411 og 82240. lausasölu kr. 150 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 84411. Ritstjórn: Sföumúla 14 slmi 84411 7 llnur. ..Prentun Blaðaprent h/f Grunnur forlíöar og tenosl nufiöar Söguleg stund 21. april 1971: Skipherra danska herskipsins Vædderen afhendir islenskum löggæslumönnum fyrstu handritin til gæslu. Meö lausn handritamálsins var slðustu hindruninni i samskiptum Dana og tslendinga rutt úr vegi. „Hluti handritanna snýr nú heim til þeirrar þjóðar og þess lands þar sem þau voru sköpuð. Þessi verðmæti hafa verið varð- veitt í Danmörku í 300 ár. Þegar nú handritin eru flutt til íslands látum við þau verða tákn þeirrar samkenndar sem er með íslandi og Danmörku". Þetta sagði Poul Hartling, ut- anríkisráðherra Dana er hann afhenti Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæða við hátíð- lega athöfn í Reykjavík 21. apríl 1971. Þá var stór dagur í menn- ingarsögu (slendinga og tímamót í samskiptum Islands og Dan- merkur. Þetta er rif jað upp hér í tilefni þess, að Vísir gefur í dag út myndarlegt Danmerkurblað, þar sem fjallað er um f jölbreytileg dönsk málefni og tengsl fslands og Danmerkur á ýmsum sviðum gegnum tíðina. Þar ber handritin að sjálfsögðu á góma og ber viðmælendum Vís- is saman um að lausn handrita- málsins og afhending íslenskra handrita úr dönskum söfnum haf i orðið til þess að leysa síðustu snurðuna, sem verið hafi á sam- skiptum þessara frændþjóða. Handritin hafa þvi aukið þá samkennd, sem Hartling vildi að þau minntu á. Rúm átta ár eru nú liðin f rá því að Danir afhentu okkur fyrstu handritin úr bókhlöðum sínum. Síðan hafa fornar skinnbækur og blöð komið með flestum skips- ferðum milli landanna og að því er f ram kemur í Danmerkurblaði Vísiseru nú komin í vörslu Stofn- unar Árna Magnússonar á (s- landi samtals 760 handrit. Hér í heimalandi fornbók- menntanna hefur verið hlúð að handritarannsóknum eftir megni og verðum við að sjá sóma okkar í að vinna ötullega að könnun þessara frumhandrita og útgáfu þeirra bókmenntaverka, sem skráð hafa verið á skinnin. En þótt fortíðin sé traustur grunnur til að byggja á verðum við einnig að f ylg jast með í nútíð- inni. Við verðum að halda tengsl- um við þær þjóðir, sem eru grein- ar af sama menningarmeiði og við, kynnast högum þeirra og kynna þeim okkar hagi. Yfir því hefur verið kvartað, að lítið frétta- og upplýsinga- streymi sé milli Norðurlandanna og við vitum of lítið um það, sem er að gerast hjá frændþjóðum okkar. (slenskir fjölmiðlar eiga þar nokkra sök. Vísir vill með vönduðu Dan- merkurblaði ríða á vaðið til nýrr- ar kynningar á nágrannaþjóðum okkar og tengslum okkar við þær. Eðlilegt þótti að snúa sér f yrst að Dönum, sem við höfum um aldir haft nánari tengsl við en aðra granna okkar. Danmerkurblaðið er ekki gef ið út af neinu hátíðlegu tilefni, heldur í önn hversdagsins, enda á ekki að þurfa stórhátiðir eða tyllidaga til þess að við sýnum áhuga á að styrkja tengslin við frændur okkar. Auk mála, sem snerta sam- skipti (slands og Danmerkur er i Danmerkurblaðinu gerð grein fyrir margvislegum dönskum málefnum, sem fslendingar hafa gottaf að kynnast og gætu dregið lærdóm af. Það á ekki síst við varðandi danskan iðnað sem vakið hefur athygli víða um heim. Vísir væntir þess, að Danmerk- urblaðið verði til þess að varpa nýju Ijósi á dönsk málefni og styrkja þau vináttubönd, sem legið hafa milli frændþjóðanna, Dana og (slendinga. „Þetta gengur. smátt og smátr „Þetta er nú hálfgert föndur. Viö erum búnir aö dunda viö þetta lengi, fyrst I fyrrahaust og svo nú i vor”, sögöu tveir piltar er Visismenn rákust á uppi á Skólavöröuholti, önnum kafna viö aö leggja steingarö, I anda Steinars Paradisarheimtar- bónda. Þeir voru ótúlega tregir til aö segja til nafns og fannst slikt engum koma viö. „Jú, ég heiti Ragnar Ómar Einarsson” sagöi sá er augsýni- lega stjórnaöi verkinu, hinn hét Agnar Sverrisson og haföi unniö viö þetta mun skemur. „Grjótiö, sem viö notum, kemur úr gömlum göturæsum, við þurfum aö höggva það til jafnóöum” sagöi Ragnar. „Þaö þarf mikla þolinmæöi I þetta verk og natni. Enda gengur þetta varla hratt fyrir sig, viö leggjum á aö giska 10-12 metra á dag i einni röö, en veggurinn hér er þrjár raöir af grjóti. Það er vist ætlunin aö flikka eitthvaðupp á Skólavörðuholtiö, hér i kringum skilst mér aö eigi að koma trjágeröi.” Og hvar hafa þeir lært þessa eðlu list Steinars undir Steina- hliöum? „Þetta hefur bara komið meö reynslunni. Þaö þarf enga skólun i þetta sérstaklega,” sagði Ragnar. „Reyndar var maöur i þessu i upphafi sem var æföur við lagningu svona stein- garöa. Ætli ég hafi ekki lært handbrögðin af honum. Svo kemur þetta bara smátt og smátt”.” __jj Þeir viröast hafa erft rólegan hugsunarhátt Steinahliöarbóndans. Ragnar Ómar Einarsson og Agnar Sverrisson (fjær). Svona þarf aö höggva til hvern einasta stein. • spjallað við tvo unga steiniagningamenn á Skðlavðrðuholtinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.