Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR MiOvikudagur 30. mai 1979 „Þeir fengu aðsókn - óg ég líka” seglr Jónas Guómundsson i raDbi um myndllstarsýnlngu og fleira ,,fcg er afskaplegaánægöur meO þessa sýningu, en ég er iika alitaf svo ánægöur meö allt sem ég geri,” sagöi Jónas Guömundsson rit- höfundur og listmálari, þó oftar nefndur stýrimaöur, I viötali viö Vfsi, Jónas opnaöi á iaugardaginn sýningu I Norræna húsinu á rúmlega 50 vatnslitamyndum og oliumálverkum. Opnun sýningarinnar var klukkan tvö en á sama tima hófst landsleikur tsiendinga viö Vestur- Þjóöverja. ,,Ég hélt á timabili aö þetta myndi orsaka togstreitu. En þaö bjargaöist. Þeir fengu aösókn og ég lika,” sagöi Jónas. tJr hillum á vegg „Maður upplifir alltaf eitt- hvaö nýtt viö opnun sýningar á verkum sinum. Þaö er skemmtilegt fyrir alla málara aö sjá myndir sem áöur voru i hillum og rekkum, allt i einu komnar upp á vegg. Svo hittir maöur ýmsa gamla vini sem maður hefur ekki séö i áratugi, suma. Þaö er annars viss skelfing fólgin i þvi aö sjá átelpur, sem maður var skotinn i i barna- skóla. Núna lita þær út eins og gamlar kerlingar. Ég heimta aö þær fari i megrunarkúr og hafi sig betur til, þvi þaö er mikiö eftir af lifinu! Þetta eru aö visu góðar konur, sumar meira aö segja svartoliuhúsmæöur,” (sbr, svartoliutogarar, Jónas telur mega spara mikiö meö þvi aö senda mömmurnar heim. Inskot blm.) ,,En um húsmæöur er þaö annars aö segja aö þær eru meira misskildar en lista- menn.” Oliukreppa ,,Já, ég er byrjaöur aö mála meö oliu aftur. Oliukreppan skall á myndlistinni á undan bil- unum og stofustykkin hafa aö mestu legiö niöri i áratug eða svo. Það er skelfing erfitt aö byrja aö mála meö oliulitum aftur eftir nokkurra ára hlé. Maður finnur ekkert, veltir öllu um, sumt er þornaö, annaö þornar ekki. Þaö er mikill drungi yfir vinnustofunni. Svavar Guðnason laug þvi einu sinni aö ég segöi rlkum kellingum það I útlöndum, aö ég málaði með vatnslitum af þvi islenska vatnið væri svo gott. En mér eins og öörum hætti til aö staöna i efninu, eöa frjósa i vatninu, og eftir á aö hyggja er ég þakklátur þeim mönnum sem hvöttu mig til aö byrja aft- ur með oliulitina.” Listin frjálsari — Nú hefur þú málaö nokkuö lengi. Hefur það breyst aö vera myndlistarmaður? „Já listin er miklu frjálsari. Konan er frjálsari börnin og gjaldheimtan frjálsari og i þessu andrúmslofti þrifast bæöi góðir hlutir og vondir. Mig minnir aö þegar ég var ungur maöur hafi sönn myndlist heyrt undir kirkjumálaráðu- neytið, Jónas frá Hriflu og ein- hverja kverúlanta sem stjórn- uðu henni meö haröri hendi. En það eru ekki aöeins málararnir sem eru frjálsari núna, heldur þjóðin lika og málverkin veröa til i öðru hverju þvottahúsi i bænum eins og lausaleiksbörn og lausavisur i gamla daga”. Góðir málarar penna- færir — Þú hefur veriö gagnrýndur fyrir aö vera I of mörgum list- greinum. Hvaö segiröu um þaö? „Eina listgreinin sem ég hef hætt við er togarasjómennskan. Þetta er i andstööu viö sam- göngukerfiö. Erlendis er þaö mjög algengt að menn séu bæði myndlistarmenn og rithöfund- ar. Fyrir framan mig á borðin er til dæmis fræg ljóöabók eftir Ejler Bille, sem er einn þekkt- asti málari Dana, var m.a. I Copra-grúppunni frægu með Asker Jorn, Svavari Guönasyni og fleirum. Hann hefur skrifað margar bækur og stundaö blaðamennsku og þykir ekkert einkennilegur umfram aðra snillinga. Hannes Hafstein var mikiö efni i myndlistarmann, Bólu- Hjálmar oddhagasti maður landsins, svo nefnd séu einhver islensk dæmi um það sama. Og ég hef tekið eftir þvi aö góöir is- lenskir málarar eru yfirleitt mjög pennafærir og oröhagir, samanber Þorvald Skúlason, Svavar Guönason, Valtý Pétursson og marga fleiri,” Gagnrýnendur ekki kjarkmiklir — Þú ert sjálfur myndlistar- gagnrýnandi. Ertu hræddur við gagnrýnina? „Nei, nei, gagnrýnendur eru yfirleitt ekki þaö kjarkmiklir aö þeir skjóti manni skelk i bringu. Sá sem er einn á ferð hefur ekk- ert aö óttast. Þaö versta viö gagnrýnina frá mínum bæjar- dýrum séö er aö ég hef misst marga vini fyrir hana. Thor Vilhjálmsson endursendi mér gjafir um árið eftir aö ég skrif- aði eitthvað ógætilega og heimt- aði aö ég skilaði hans gjöfum. En viö erum finir vinir aftur núna og ég vona að grói um heilt viö hina. Þeir sem halda aö örlög bók- menntanna ráðist i viðhafnarút- gáfum og skjalli ættu að hugsa sig um tvisvar. Til dæmis voru Passiusálmarnir, sem nú hafa hlotiö heimsfrægð fyrir löngu, prentaöir aftan við einhverja ljóðabók eftir eitthvert stórskáld samtimans, sem allir eru búnir að gleyma hvað hét, þar á meö- al ég.” — Hvenær lýkur sýningunni? „Samkvæmt timatalinu og rikjandi heföi hefði henni átt að ljúka á mánudaginn kemur, en þar sem þá er annar i hvita- sunnu, verður sýningin opin til þriðjudagskvölds. Ég vona aö ég fái mikiö af sólbrúnu fólki til aö kveöja þessar myndir meö mér þá”. — sj Líf 09 flör f loftlnu hfá Selfyssingum Það var heidur betur lif og fjör i loftinu hja Selfyssingum á laugardaginn var. Fiugklubbur Selfoss stóö fyrir flugdegi þann daginn, enda flugáhugi talsverö- ur á staönum. Flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen flutti ávarp til aö byrja meö, klukkan tvö um daginn. A eftir var meðal annars sýnt list- flug, og var þaö Magnús Nordal sem sýndi. Þá voru marklending- ar og vélar frá Varnarliöinu flugu yfir, auk þess sem Fokker Friendship frá Flugfélaginu flaug yfir braut. Þá geröust krakkar glaöir þeg- ar flugvél flaug yfir og varpaöi happadrættismiöum yfir hópinn. Vinningarnir voru tiu og þeir sem hrepptu þá fengu flugferö. Um klukkan átján lauk svo „fluginu” og þotti dagurinn takast vel, þó sólskiniö vantaöi. — EA Fokker frá Fiugfélaginu flaug yfir... ... og þaö geröu vélar frá Varnariiöinu llka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.