Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 30. maí 1979 síminn er86611 Báturlnn kostaði 30 milllðnir króna lyrir 2 árum: MIKUR GALLAR A NÝJA TOLLRATHUM Þetta er ekki eðlílegt viðhald” seglr sigiingamálastlóri M Ýmsir gallar hafa komiö fram i nýja tollbátnum sem keyptur var til landsins fyrir tveimur árum. Þannig hefur yfirbygging sem er tir krossviði bólgnað út vegna vætu, sprungur hafa myndast i síður bátsins, en sjálfur skrokkurinn er úr trefja- plasti, og stefnisrörin sem eru utan um drifsköftin hafa bæði iosnað. Ennfremur hefur orðið vart biiana i vélum bátsins sem framleiðandinn hefur tekiö á sig að bæta. VÍsir hafði samband viö Kristin ólafsson tollgæslu- stjóra og spurðist fyrir um hvernig staðið hefði veriö að kaupum á bátnum á sinum tima. Kristínn sagði að bátur- inn hefði verið boðinn út sam- kvæmt útboðslýsingu sem gerð var af Siglingamálastofnun rikisins og hafi lægsta tilboðinu verið tekið. Hljóðaði það upp á 28.7 millj.kr. og hefði það verið allt að helmingi lægra en önnur tilboð sem bárust. Hefði þetta tilboð komið frá enskum aðilum og hefði umsjón með verkinu einnig verið i höndum Englend- inga. Kristinn var spurður hvort ekki væri óeðlilegt að slikar skemmdir kæmu upp i tveggja ára gömlum bát, en hann vildi fátt um það segja, en visaði á aðra aðiia sem hefðu meiri tækniþekkingu á þessu máli, en hann. Visir hafði einnig samband við Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóra og sagði hann að skipaskoöunin heföi haft eftirlit með hönnun bdtsins og fylgt þar breskum stöölum þar sem engin reynsla heföi verið af svona bátum hérlendis. Tollgæslan hefði hins vegar vilj- að fá léttan og hraðskreiðan bát og þar sem slikir trefjaplastbát- ár hefðu verið notaðir viða er- lendis við tollgæslu, heföi þessi bátur verið valinn. Hins vegar virtust aðstæöur hér vera aðrar og erfiðari en viðast annars staðar t.d. væri báturinn hér meira á opnu hafi og i miklum sjógangi. Virtist hann þvi ekki standast þær kröfur sem gera þyrfti til hans hér. „Þetta er ekki eðlilegt viðhald — t.d. hvað snertir þessar sprungur á siðum bátsins,” sagði Hjálmar að lokum þegar hann var spurður hvort þetta væri eðlilegt slit á tveggja ára gömlum báti. En hann báetti viö að menn tækju alltaf einhverja áhættu þegar þeir tækju upp nýjungar eins og þessi trefja- plastbátur óneitanlega væri.HR. Nýi tollgæsubáturinn hefur nú veriö I viögerð i nokkrar vikur en margt viröist hafa fariö úrskeiöis I honum á þessum tveimur árum sem hann hefur veriö f notkun. Myndin var tekin þegar unnið var að viögerð bátsins. A litlu myndinni má sjá skemmdirnar sem orðiö hafa á ööru stefnisröri bátsins, en þau hafa bæði losnaö. Vlsismyndir ÞG Vöruskortur gerir vart viö sig vegna verktallsins: Sykur er uppseldur og ávextir hækka um 50% Spásvæði Veðurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói. 2. Breiöafjörð- ur. 3. Vestfirðir. 4. Norður- iand. 5. Noröausturland. 6. Austfirðir. 7. Suöausturland. 8. Suðvesturland. veðurspá dagsins Milli íslands og Noregs er 992mb. lægð sem hreyfist norö- ur, en 1000 mb lægð yfir vest- anveröu Grænlandshafi á hreyfingu austur. Vestan til á landinu mun heldur hlýna i veðri i dag og siðar einnig austanlands. SV-land til Breiðafjarðar og SV-mið til Breiðafjarðarmiða: Hæg breytileg átt, og skýjað I fyrstu siðan A og SA-kaldi og dálitil rigning i kvöld. Vestfirðir, Norðurland, Vestfjarðamið og N-mið. NA- gola skýjað. NA-land og NA-mið: N og siðar NA-gola, skýjað. Austfirðir og Austfjarða- mið. N og NA-gola, skýjað meö köflum. SA-land og SA-mið: Hæg breytileg átt og viöa léttskýjaö en þykknar um meö A- kalda siðdegis. Austurdjúp: NA 3-5 skúrir. Færeyjadjúp V 2-4 skúrir. veörlö hór og par Veðriö kl. 6 i morgun: Akureyri, hálfskýjað 2, Berg- en,skýjað 11, Helsinki, skýjað 15, Kaupmannahöfn, þoku- móða 14, Osló, þokumóöa 12, Reykjavik, skýjað 2, Stokk- hólmur, skýjað 16, Þórshöfn, skýjað 5. Veörið kl. 18 I gær: Aþena, hálfskýjaö 27, Berlin, létt- skýjáö og 25, Chicago, létt- skýjað 26, Feneyjar, létt- skýjað og þokumóða 27, Frankfurt, léttskýjað 28, Nuk, skýjað 0, London, skýjaö 17, Luxemburg, skýjað 23, Las Palmas, léttskýjað 21, Mall- orka, léttskyjað 22, Montreal, skýjað 15, New York, létt- skýjað 18, Paris, skýjaö 25, Róm, heiðskirt 23, Malaga, léttskýjað 23, Vin, léttskýjaö 23, Winnipeg, skýjað 16. LOKI SEGIR Það var stórfenglegt að fylgjast með frétt sjónvarps- ins I gærkvöldi af vaxtabreyt- ingum Seðlabankans. Sjaldan hefur eins löng frétt verið eins mörgum sjónvarpsáhorfend- um óskiljanleg og þessi. „Bananar hafa hækkað um helm- ing og það sama má segja um appelsinukilóið, sem kostar nú rúmlega 900 krónur en kostaöi 450 krónur,” sagöi Gestur Hjaltason verslunarstjóri i Hagkaup I sam- tali við Visi. Vegna farmannaverkfallsins hafa kaupmenn gripiö til þess ráðs að flytja vörur til landsins meö flugfragt sem hækkar vöru- verðið mikið. Bananakilóið kostar nú um 800 krónur en kostuðu 400 krónur „Ef við myndum flytja sykur inn meðflugi, þá myndi hvert kiló fara upp I 450 krónur,” sagði Gestur. Sykur er allur upp urinn i Hag- kaup. „Bakarar hafa keypt upp mánaðarskammtinn á stuttum tima,” sagði Gestur. Nokkuð er einnig fariö að ganga á ýmsar aörar vörur og sagöi Gestur að ef verkfallið drægist á langinn, þá færi brátt að bera á vöruskorti, alla vega myndu ýmsar tegundir seljast upp. „Við höfum þegar hætt að baka tvær gerðir af hvitum brauðum, en reynum aö halda áfram meö brauð úr blönduðu korni,” sagði Erlendur Magnússon, bakara- meistari hjá brauðgerð Mjólkur- samsölunnar I samtali við Visi. Skorts á korni fer nú að gæta bráðlega ef farmannaverkfallið leysist ekki innan skamms. Einn- ig hafa ýmsir aöilar flutt inn ger meö flugi til að geta haldið áfram framleiðslu sinni. , - K.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.