Vísir - 12.06.1979, Side 9

Vísir - 12.06.1979, Side 9
„Eini zontaklúbburinn í heim- inum, sem ræktar kartöflur” Texti og myndir: Helgi Már Bárðarson og Sævar A. Jónsson VÍSIR Þriöjudagur 12. júni 1979 Um nokkurt skeið hafa Reykvíkingar átt þess kost að geta heimsótt útimarkað á Lækjartorgi, þar sem hægt hef ur verið að kaupa allt milli himins og jarðar. Þessu hef ur hingað til ekki verið til að dreifa á Akur- eyri, en þó kom að því s.l. laugardag, að Akureyring- um stóð til boða útimarkaður á Nonnaflötinni í Inn- bænum og var hann haldinn á vegum Zontaklúbbsins á Akureyri. Þarseldu Zontakonur blóm, kakó og lumm- ur, og einnig var þar heilmikill basar, sem gestir kunnu vel að meta. Þegar Visismenn bar aö, var samankominn mikill fjöldi fólks viö tjöld þeirra Zontakvenna og höfðu konurnar i mörgu aö snúast og vart að þær hefðu tima til að ræða við blaðamenn. Þó tókst okkur að tæla eina kon- una, Eddu Eiriksdóttur, frá af- greiðslustörfum við basar- sjálfar okkar kartöflur og eftir hálf-slæma byrjun á þvi fyrir- tæki, hefur þetta gengið mjög vel. Þetta er þriðja árið, sem við erum á kafi i kartöflunum, og við vonumst til þess að þetta ár verði gott kartöfluár. Siðastliðið ár var mjög gott. Þessar kartöflur okkar seljum við siðan beinast sfðan að næstu tvö árin. Edda sagði okkur ennfremur, að nú væri t.d. athyglinni beint að fátækrahverfum i Colombiu og félagslegum umbótum og uppbyggingu þar. í Colombiu hafa orðið miklar náttúruham- farir og Zontaklúbburinn vinnur að þvi að útvega hinu hrjáða fólki félagslega og læknisfræði- lega þjónustu. Og svo var það kakó og lummur.... „Við erum afskaplega ánægðar með þennan útimark- að okkar hér og það er aldrei að vita nema við gerum aðra tilraun,” sagði Edda Eiriksdótt- ir og brosti hamingjusamlega. „Þetta er svo liflegt hérna og ARNI úla KveOja frá Biaðamannafélagi íslands í dag er kvaddur merk- ur brautryðjandi á sviði blaðamennsku á íslandi — Árni Öla. Hann var fyrsti maðurinn, sem hér var ráðinn til starfs sem almennur blaðamaður. Með því voru mörkuð tímamót í blaðaútgáfu hérlendis, þvi fram að þeim tíma höfðu ekki aðrir blaðamennsku að aðalstarfi en ritstjórar, sem gjarnan voru einnig útgefendur. Ráðning Árna Óla til Morgunblaðsins 1913 var því fyrsti vísirinn að þeirri þróun, sem síðar varð. Árni óla lagði mikla rækt við íslensk fræði og þá ekki síst að grafast fyrir um uppruna gam- alla minja. íslenskir blaðamenn þurfa á hinn bóginn ekki að leita lengi eða fara langt til þess að finna hornsteininn að stétt sinni eins og hún er nú byggð upp. Mikill erill og önn er fylgifiskur blaða- mennskunnar. Reynslan hef ur líka orðið sú að f áir hafa enst þar lengi. Þeim mun aðdáunarverðari verður Árni Óla okkur. Á honum var aldrei neinn bilbug að finna þrátt fyrir háan aldur. Hann stóð eins og klettur úr hafi til siðasta dags. Það er íslenskri blaða- mannastétt mikill fengur að hafa átt sííkan frumherja. Blaðamenn sýndu honum hvern hug þeir báru til hans,með því að kjósa hann heiðurs- félaga Blaðamanna- félags íslands. Nú að leiðarlokum vott- um við börnum Árna Óla og öðrum aðstandendum dýpstu samúð — og kveðjum hann með virð- ingu og þakklæti. tjaldið. Við spurðum fyrst hvað þessi Zontaklúbbur væri eigin- lega. „Zontaklúbburinn er klúbbur kvenna, sem gegna sjálfstæðum ábyrgðarstöðum. Klúbburinn hér á Akureyri er fremur fá- mennur, telur aðeins um 30 konur. Zontaklúbbur Akureyrar á og rekur Nonnasafn og stendur straum af öllum rekstri þess, þó með dálitlum tilstyrk frá riki og bæ. Þessi úti- markaður er hugsaður sem fjáröflunarleið og við hyggj- umst nota ágóðann til að styrkja okkar liknarmálefni. Við höfum t.a.m. styrkt Sólborg, vistheim- ili vangefinna, og hinar ýmsu deildir Fjórðungssjúkrahúss- ins”. Á kafi í kartöflunum Við spurðum Eddu um aðrar fjáröflunarleiðir Zontaklúbbs- ins. ,,Ef þið litið hérna upp i brekkuna fyrir ofan Nonna- húsið, sjáið þið heljarmikinn kartöflugarð. Þarna ræktum við Litið við á útimarkaði zontaklúbbs Akureyrar á sumrin”. Edda sagði að Zontaklúbbur Akureyrar væri eini sliki klúbburinn i heim- inum, sem ræktaði kartöflur og væri frægur fyrir, þvf útlending- um þætti fáránlegt að nokkurt félag gæti grætt á kartöflurækt. Nafnið sótt til Sioux- Indiána Talið barst aftur að Zonta- klúbbnum sem slikum og sagði Edda að Zontahreyfingin væri alheimsfélagsskapur. Nafnið Zonta væri sótt i mál Sioux- Indiána og hefði hver stafur orðsins sitt ákveðna tákn. „Þannig táknar Z til dæmis ljós, birtu, eða eitthvað á þá lund, eiginlega ljósgeislar til þeirra, sem ekki búa við of mikla birtu I lifinu. Hinir stafirnir þýða svo vernd, hlif, o.s.frv.”. Zonta- hreyfingin beinir kröftum sinum fyrst og fremst að likn- armálum’og á fundum Alþjóða samtakanna er á tveggja ára fresti valið eitthvert ákveðið liknarmálefni, sem kraftarnir gaman að sjá svona margt fólk úti i guðsgrænni náttúrunni.” En nú var ekki við annað kom- andi hjá Eddu en að hún fengi að bjóða okkur kakó og lummur og var það boð vel þegið. Við ruddumst inn i lummutjaldið, þar sem tvær konur voru i óða önn að afgreiða svanga gesti, og fengum okkur rjúkandi kakó og gómsætar lummur. „Jeg ved ikke rigtigt hvad foregaar her" A leið okkar um svæðið sáum við mann sem okk- ur sýndist prýðilega fallinn til að spjalla við um útimarkað- inn. Það komu þó aðeins vöflur á okkur þegar við fórum að rabba við hann, þvi þetta reynd- ist vera blaðamaður frá Jyllandsposten i Danmörku, sem var staddur á Akureyri til að fylgjast með þingi Lions- manna. Dönskukunnátta blaðamanna fékk heldur betur að reyna á sig og virtist hinn danski kollega vor, Hans Jakob Nielsen, hafa gaman af dönsku- tilburðum okkar. Við spurðum Nielsen fyrst hvernig ho’num lit- ist á útimarkaðinn, en hann kvaðst litt geta um það sagt, þvi hann vissi mest litið um það sem hér færi fram. Blaðamenn reyndu eftir beztu getu að út- skýra það fyrir honum og virtist áhugi hans þá heldur giæðast. Hann hafði þó aldrei heyrt á Zontahreyfinguna minnst en hins vegar kannaðist hann mætavel við rithöfundinn Nonna og verk hans. „Ég hef bragðað aðeins á kleinunum þeirra hérna,” sagði Nielsen, „og þær eru sérdeilis ljúffengar.” Og þar með var hann rokinn af stað i Sjálfstæðishúsið til að kanna gang mála hjá Lionsmönnum. Visismenn voru lika á hraðferö, þökkuðu pent fyrir góðgerðirnar og yfirgáfu hinn glæsilega markað þeirra Zontakvenna, sem virtist nú jafnvel enn fyllri af fólki en þegar við komum. Hans Jakob Nielsen, blaðamað- ur Jyllandsposten.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.