Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 14
VÍSIR
Þriðjudagur 12. júni 1979
sandkorn
Sæmundur
GuOvinsson
skrifar
Skuldin
Ttflfróöir menn hafa gaman
af þvi að leika ser með töiur og
oft verður útkoman ótrúleg
þótt sönn sé.
F'yrir skömmu kom nýr
skuttogari til Ólafsfjarðar og
kostaði hann 2,3 milljarða.
Miðað við óbreytt ástand i
þjóðfélaginu mun kaupandi
skipsins skulda yfir 700
miiljarða vegna kaupanna eft-
ir 18 ár þótt hann inni af hendi
þær afborganir sem samning-
ar gera ráð fyrir.
Þetta hafa glöggir
menn reiknaö út og munu þéir
útreikningar miöaðir við
óbreytta verðbólgu.
„Hermang”?
Helgarpósturir.n slær þvi
upp að Alþýðuflokkurinn hafi
tekið við „hermangsgreiðsl-
um" þar sem undirverktakar
á Keflavikurflugvelli hafa gef-
ið flokknum fé.
Ekki veit ég hvort tilgang-
urinn með þessum skrifum sé
sá að undirstrika sjálfstæði
Helgarpóstsins gagnvart Al-
þýðuflokki, en þetta eru af-
skaplega barnalegar „upp-
ljóstranir”. A sama hátt má
segja að öll fyrirtæki sem hafa
átt einhver viðskipti við her-
inn eða Aðalverktaka hafi
borgað stjórnmálaflokkunum
með „hermangspeningum”
þegar þau kaupa happdrættis-
miða flokkanna. Þar eru allir
flokkar undir sömu sök seldir.
Skemmtunin
sem brást
Reykviskar hljómsveitir
fara gjarnan f landsreisur yfir
sumarmánuðina og hefur þá
viljað brenna við að sumar
þeirra álfti að allt sé hægt að
bjóða utanbæjarmönnum.
i Akureyrarblaðinu Degi
ségir að hljómsveitin Manna-
korn hafi ætlað að skemmta
Húsvikingum fyrir skömmu,
en litið hafi orðið úr hljóð-
færaslætti sökum ölvunar
flestra hljómsveitarmanna.
Voru Húsvíkingar að vonum
óhressir með þessa fram-
komu. Hins vegar hefði HLH
flokkurinn skemmt þar á dög-
unum og þar var allt I stakasta
lagi.
Vlðtal vlð
erkíóvlnlnn
Ingólfi Margeirssyni hefur
tekist að gera Sunnudagsblaö
Þjóðviljans mjög gott og er
ekki hægt að likja þvi saman
hvað þar er meira og betra
efni en i sunnudagsblöðum
Moggans og Timans.
Um siöustu helgi birti
Ingólfur viðtal við Styrmi
Gunnarsson ritstjóra Morgun-
blaösins, en um árabil var
Styrmir einn mest hataði
maður landsins á siöum Þjóð-
viljans. Er hætt við að surnum
af gömlu stalinistunum þyki
nú fokið I flest skjól þegar birt
er viðtal við erkióvininn sjálf-
an og það án nokkurra athuga-
semda.
14
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Kyntáknið Carroll Baker:
Flúðl Hollywood
„Mér likaði aldrei lifið I Holly-
wood. Ekki einu sinni heimili
mitt. Ég átti eina af þessum ekta
„sýningarhöllum ” i Beverly
Hills. Þar var allt hvitt. Hvitir
veggir, hvit teppi, hvitar viðar-
hurðir, annað hvort hvitt hvert
sem maöur leit, eða gler. Þetta
var eins og að búa á vitlausra-
spítala.”
Carroll Baker heitir leikkonan
sem þetta segir og mun sjálfsagt
mörgum kunn, enda eitt af kyn-
táknum kvikmyndaborgarinnar á
sinum tima. Og hún heldur áfram
að tala um húsið sitt:
„1 hvert skipti sem ég þurfti að
hvilastfannst mér ekkert hægt að
fara nema i sundlaugina. Og það
er ómögulegt að vera i sólinni i
marga klukkutima. En inni i hús-
inu fann ég engan stað þar sem
mér gat liðið vel. Þeir sem komu
til min voru yfir sig hrifnir og
höfðu á orði hversu dýrt þetta
glæsilega hús hlyti að vera. Fyrir
mér var það martröð.”
Hún varð stjarna eftir hlutverk
sitt i Baby Doll, en kyntákn var
hún og i hlutverkum i samræmi
við það vildu framleiðendur hafa
hana. Hún Iék meðal annars i The
Big Country, The Miracle með
Roger Moore, The Carpetbagg-
ers, Harlow og Sylvia. Hún bað
um að fá hlutverk I How The West
Was Won og Cheyenne Autumn,
og segir að hún hafi aldrei verið
hamingjusamari i Hollywood en
þegar hún lék i þeim.
A árinu 1968 ákvað hún að
yfirgefa Hollywood og fara til
Evrópu. ,,Ég hafði unnið stans-
laust i fjögur ár.Börnin min tvö,
sem voru átta og niu ára, höfðu
litið haft af mér að segja, en
þurftu á mér að halda. Mér fannst
ég hreinlega ekki mannleg leng-
ur. Ég var að týna sjálfri mér I
vinnu, og átti aðeins fri á sunnu-
dögum. Hjónaband mitt var að
fara út um þúfur. Ég tengdist
málaferlum ogég fann að ég varð
að komast útúr þessu. Ég varð að
flýja”.
„Tækifáérið gafst þegar mér
var boðið á kvikmyndahátið i
Feneyjum. Þar hitti ég italska
leikstjórann Marco Ferreri sem
gerði Le Grand Boeuf, og hann
bauð mér hlutverk I stórkostlegri
kvikmynd sem hét L’Harem.”
„Ég fann það þegar ég kom
aftur til Ameriku að hugsana-
háttur ítala átti betur við mig,
„Dagurinn i dag skiptir máli.
Morgundagurinn sér um sig.” Ég
skildi við manninn minn og fór
með börnin tvö til Italiu.”
Carroll viðurkennir þó að
Hollywood hafi breyst og sé betri i
dag en áður. Samt kærir hún sig
ekki um að vera þar. Hún býr til
skiptis i Englandi, Róm og New
York.
Hún segir það hafa komið fyrir
oftar en einu sinni að langa til aö
að segja skilið við kvikmynda-
leik. „En þá alltieinu er manni
boðið hlutverk sem er virkilega
þess virði að þiggja það, eins og i
The World Is Full Of Married
Men, og þá fyllist maður vinnu-
gleði á ný”.
il, *
Carroll Baker I hlutverki sinu I The World is Full of Married Men.
c
miDSYIflKJUN
8UÐURLAND8BRAUT 14
REYKJAVÍK
UTBOÐ
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu
steinsteyptra starfsmannahúsa og mötuneytis
við Hrauneyjafossvirkjun. Miðast verkið við
afhendingu á húsunum í haust/tilbúnum undir
tréverk. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 108
Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 13.
júní 1979 aðtelja og kostar eintakið kr. 10.000,-.
Tilboðsfrestur er til 29. júní 1979, en þá verða
tilboðin opnuð kl. 14:00 í skrifstofu fyrirtækis-
ins.
Reykjavík 12. júní 1979
LANDSVIRKJUN
Lausar stöður.
Kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Akranesi eru
lausar til umsóknar. Kennslugreinar sem um er að ræöa
eru: Stærðfræði, eðlis- og efnafræði, danska, franska, sér-
greinar á heilbrigðissviði og sérgreinar á tréiðnabrautum.
Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri námsgreinar en
eina.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. júli nk. Sérstök umsókn-
areyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
7. júni 1979.
FREEPORTKLUBBURINN
/ TILEFNI HHJMSÓKNAR
Systur Peggy og systur Mary Ann 14-22 júní,
hefur verið ákveðið að bjóða þeim til hádegis-
verðar að Hótel Valhöll, Þingvöllum strax eft-
ir AA fund að morgni sunnudags 17. júní. Lagt
verður af stað frá AA-húsinu við Tjarnargötu
strax að loknum fundinum og haldið beint á
Þingvöll. Þeir sem hefðu áhuga á að borða
með systrunum á Þingvöllum láti skrá sig i
sima 82399 (Skrifstofa SÁÁ) fyrir miðviku-
daqskvöld 13/679.
Freeportklúbburinn
Lausar stöður.
Kennarastöður við Fjölbrautaskóla Suðurnesja i Kefla-
vik eru lausar til umsóknar. Kennslugreinar sem um er að
ræða eru: Islenska, erlend mál, félagsfræði, stærðfræði og
sérgreinaF á uppeldisbraut. Æskilegt er að kennarar geti
kennt fleiri námsgreinar en eina.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. júli nk. Sérstök umsókn-
areyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
7. júni 1979.
Rörsteypan hf.
Framtíðarstarf
óskum eftir að ráða starfskraft til verk-
smiðjustarfa.
Uppl. hjá verkstjóra.
Rörsteypan hf., Fífuhvammsvegi,
Kópavogi, sími 40560 og 40930.
Lausar stöður.
Við Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla,
eru lausar til umsóknar tvær kennarastöður, önnur I
heimilisfræðum (1/2 staða) og hin i trésmiði (1/2 staða).
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf skulu hafa borist menntamáíaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. júli nk. — Umsóknar-
eyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
8. júni 1979.
l