Vísir - 12.06.1979, Side 16

Vísir - 12.06.1979, Side 16
VÍSIR Þriðjudagur 12. júnl 1979 Um'ijón: Sigurveig Jónsdáttir M VERA TRIIR UPPRUHA SINUM Sýnlng Kára Eirlkssonar að KlarvalsstODum 26. mai til 17. iúni 1979 Þaö er greinilegt að við Is- lendingar erum verðbólguþjóð, slíkt er fjárfestingaræði okkar. Gott dæmi um þetta er sýning Kára Eirikssonar að Kjarvals- stööum, aðeins 6 myndir af 71 vorueftirer ég leit inn á sýning- una á laugardaginn. Ef til vill hefur það ráðið einhverju myndlist um þessa miklu sölu hve myndirnar falla vel að islensk- um innbúum. En allt um það þá er þessi sýning Kára býsna kraftmikil og vel þess virði að hún sé skoðuð. Það sem einkum ein- kennir verk Kára Eirikssonar eru grannar, þykktábornar lita- linur sem rjúfa á ofsafenginn hátt þunntáborinn ljóðrænan bakflöt. Þessi stfll Kára er um margt einstæður og gerir hann að sérstæðum og mjög eftir- tektarverðum fulltrúa islenskr- ar myndlistar. Að visu minnir litaspilið i myndum Kára dálítið Mynd nr. 11 — Heysáta. á aöferðir vissra erlendra mál- ara svo sem Hans Hartung, en samt eru litirnir og sá innri ofei sem liggur að baki linuspils Kára sprottinn úr íslensku um- hverfi.hluti af islenskri skynjun. Enginn nema Vestfirðingur myndi beita sliku linuspili af jafn mikilli djörfung. Enda seg- ir Kári I viðtali við Morgun- blaðið þann 7. júni ,,Ég er Dýr- firðingur — sprottinn úr dýr- firskum jarðvegi, þaðan hef ég allt mitt... þaðan er uppruni minn. Sá er illa settur sem ekki þekkir sinn uppruna”. Vissulega er Kári trúr sinum uppruna,hann hefur vafalaust legið I grasi eins og önnur sveitabörn og séð heiminn gegn- um stráin. En hann er lika trúr sinnisamtiö oghefursem slikur vafalaust skroppið til Malljorka og annarra álika staða sem landinn leitar sólar. Bera nokkrar mynda hans merki um suðræn áhrif, t.d. mynd 21,Sef, ljóðræn mild mynd, en Kári hefureinnig orðið fyrir áhrifum af götumálverkum sem seld eru túristum. Af allt öðrum toga er t.d. Mynd nr. 21 — Vlsismyndir: JA mynd ellefu, Heysáta, sem mér finnst einna skemmtilegust á sýningunni.þar beitir Kári lín- unum sem sjálfstæðu afli en ekkieingöngu sem mótvægi við bakgrunn. Þessi mynd talar nýrri tungu i myndgerð Kára, hann hefur þarna gefið sig á vald linunni. Hefur tekið stökkið inn í heim linunnar og hann hefur einnig náð sambandi við þann lit sem er einna vandmeð- farnastur, lit grassins. Það borgar sig að vera trúr uppruna sinum. Fremur en velmáluðum veggjum borgaranna. Hiö fyrr- nefnda gefur frið i sálina, hið siðarnefnda aura i pyngjuna. Aö visu er það allrar þakkar verter menn leitast viö að lifga upp á hibýli samborgara sinna. En þegar slik gleði snýst I sjálfumgleði: „Ég hef þá skoðun að til að halda sýningu sem þessa þurfi maður að vera meira en góður. Maður þarf aö vera eitthvað annaö. — Hvaö? Þaö vitum við ekki”. Picasso var vanur að segja að hann kynni ekki að mála. Ja.mikill er nú munurinn á honum og Kára Eirikssyni. Lýst eitir skeggi „Við erum komnir með 50 manns á skrá, en viö þurfum að fá/ álíka stóran hóp til viðbótar”, sagði Troels Bendtsen i samtali við VIsi, en hann er einn þeirra sem undirbúa kvikmyndun Paradisarheimtar. Við kvikmyndatökuna á Þing- völlum, sem á að fara fram siðast i þessum mánuði, eiga að koma fram um 100 statistar og verða þeir allir að vera meö skegg, þvi meira þvi betra. Sérstaklega skortir á að eldri menn hafi gefiö sig fram. Þeir, sem áhuga hafa, geta komið i Armúla 7, milli kl. 4 og 5 á daginn til myndatöku. Kvikmyndun Paradisarheimtar er þegar hafin, m.a. i Þýskalandi, en um næstu helgi verða allir komnir hingað til lands, sem vinna við kvikmyndina. Þá mun vinnan hér fyrst hefjast fyrir al- vöru. _sj Teikningar eftir breska myndlistamanninn Miles Parnell eru til sýnis þessa dagana A næstu grösum, Laugavegi 42. Miles Parnell er auglýsingateiknari að mennt og hefur hann dvalist hér á landi slðustu þrjú árin. Slðast hélt hann einkasýningu á verkum sinum i Galleri Sólon tslandus sumarið 1977. Sýning Miles Á næstu grösum stendur fram til 15. júni. Gamanleikurinn ,,A sama tlma að ári” hverfur af fjölum Þjóöleikhúss- ins i næstu viku. Leikritið hefur þá slegið öll met I aðsókn og verið sýnt um 130 sinnum. Ekkert gamanleikrit hefur verið sýnt jafn oft I leikhús- inu. Sýningum fer einnig að fækka á leikriti Guömundar Steinssonar, Stundarfrið, sem hefur veriö sýnt fyrir fullu húsi I allt vor. Leikritiö verður sýnt til loka leikársins, 24. júnl. A myndinni eru Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir I hlutverkum sinum I ,,A sama tlma að ári”. Þursaflokkurinn á góðri stund, t.f.v. Egill, Tómas, Ljósin I bænum halda fyrir eyrun, t.f.v. Gunnar. Lárus, Asgeir og Þórður. Friðrik, Gunnlaugur, Stefán, Eyþór og Ellen. Rokkhljðmleikar ársins í Hðilinni í kvfild Þursaflokkurlnn. Ljósln l bænum. Magnús & Jðhann 09 Helgl Pétursson koma fram Það verður væntanlega enginn svikinn af þvi að fara i Höllina I kvöld og hlusta á rokktónlist eins og hún gerist best á tslandi. i Höllinni troða upp tvær af þeim hljómsveitum, sem getið hafa sér best orð að undan- förnu, Þursaflokkurinn og Ljósin I bænum, en auk þeirra koma fram Magnús og Jóhann og Helgi Pétursson.kynnir kvöldsinsfmun væntan- lega taka lagið. „Þursabit" Þursaf lokksins Plata Þursaflokksins heitir „Þursabit” og hefur einvörðungu aö geyma frumsamið efni, sem sett er fram á svipaðan hátt og á fyrriplötunni, þ.e. undirsterkum islenskum áhrifum. Þursarnir héldu blaðamannafund um dag- inn á svonefndri Þursaflöt við Elliðavatn og var nýja platan leikin af segulbandi úti undir ber- um himni, sem verður að teljast harla óvenjuleg kynningaraöferð. Sjálfir vildu þeir sem minnst um plötuna tala og Egill yfirþurs gerði aðallega harðindin á 18. öld að umtalsefni. Strax eftir hljómleikana i kvöld pakka liðsmenn hljómsveitarinn- ar pjönkum sinum saman og árla I fyrramálið verður stefnan tekin á Keflavikurflugvöll, þar sem ætlunin er að stiga um borð i flug- vél á leið til Los Angeles. Það er að tilhlutan Jakobs Magnússonar að Þursarnir halda vestur um haf, þar sem þeir leika á þjóð- hátiðarskemmtun landans að kvöldi 16. júni. Laugardaginn 23. júni fara Þursar til frænda vorra I Færeyj- um og skemmta þeim með söng og spili i Lærarskúlanum, en að þvi búnu er Kaupmannahöfn á dagskrá. Fálkinn h.f. gefur „Þursabitiö” út. Ljósin í bænum Disco Frisco Nú er að koma út önnur plata Ljósanna i bænum og nefnist hún Disco Frisco eftir samnefndu lagi. Ljósin hafa tekið miklum breytingum frá fyrri plötunni og eru aðeins þrir meðlimir eftir af upprunalegu Ljósunum, Stefán S. Stefánsson, Ellen Kristjánsdóttir og Gunnar Hrafnsson. Nýju með- limir Ljósanna eru Friðrik Karls- son gitarleikari, Eyþór Gunnars- son hljómborðsleikari og Gunn- laugur Briem trommuleikari. Nýja platan tók um 200 tima i stúdiói en upptöku stjórnaði Gunnar Þórðarson og er þetta fyrsta verkefnið þar sem Gunnar sér eingöngu um upptökustjórn (production). 011 lög og textar eru eftir Stefán S. Stefánsson en auk Ljósanna syngur Jóhann Helga- son (áður Eiriksson) nokkur lög og við sögu koma einnig nokkrir stúdiókarlar. „Platan hefur ekki neinn bein- an boðskap að flytja”, sagði Stefán S. i samtali við Visi, „en hún ber fyrst og fremst vott um lifsgleði og lifsvilja”. Eftir hljómleikana i kvöld ætla Ljósin i bænum að geta I fótspor HLH-flokksins og gera viðreist um landið. Hljómsveitin hyggst gera hlé á störfum sinum i júli, en byrja aftur i ágúst og seinni hluta ársins er hugmyndin að herja á skólafólk. Steinar hf. gefur út Disco Frisco. —Gsal

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.