Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 5 Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is 2 störf viðskiptafræðinga - lánastarfsemi Starfssvið: • Mat á lánsumsóknum. • Úttektir á fyrirtækjum/fjámögnunarverkefnum. • Samstarf við aðrar lánastofnanir. • Skjalagerð. Hæfniskröfur: • Viðskiptafræðimenntun á háskólastigi, framhalds- menntun er æskileg. • Góð fjármálaþekking og reynsla af lánastarfsemi. Lögfræðingur Starfssvið: • Lögfræðileg þjónusta. • Ábyrgð á skjalagerð og innheimtu. Hæfniskröfur: • Málflutningsréttindi. • Reynsla af lögfræðistörfum. Ritari forstjóra Starfssvið og hæfniskröfur: • Alhliða ritarastarf þar sem krafist er mikils sjálfstæðis í starfi. • Viðkomandi þarf að hafa starfsreynslu sem ritari. • Góð íslensku- og enskukunnátta. Fyrir öll störfin gildir krafa um lipurð í mannlegum samskiptum, reglusemi og samviskusemi. Stofnunin leggur áherslu á jafnrétti kynjanna við ráðningu starfsmanna. Í öllum störfum er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Byggðastofnun - og viðkomandi starfi“ fyrir 9. apríl nk. Upplýsingar veitir Ari Eyberg. Netfang: ari.eyberg@is.pwcglobal.com Byggðastofnun starfar samkvæmt lögum nr. 106/1999 og er hlutverk stofnunarinnar að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Helstu verkefni Byggðastofnunar eru lánastarfsemi og undirbúningur, skipulag og fjármögnun verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar á landsbyggðinni. Verkefni stofnunarinnar er ennfremur að fylgjast með og rannsaka þróun byggðar í landinu. Spennandi tækifæri Byggðastofnun óskar að ráða í eftirtalin störf á Sauðárkróki: Þann 1. júní 2001 verður starfsemi Byggðastofnunar flutt á Sauðárkrók. Bærinn hefur verið í örum vexti undanfarin ár og búa þar nú um 2.600 manns. Þar er fjölþætt atvinnulíf sem byggir á mörgum atvinnugreinum. Afar vel er staðið að allri samfélags- og heilbrigðisþjónustu í Skagafirði, sem gerir sveitarfélagið að sérlega aðlaðandi kosti fyrir fjölskyldufólk. Íþrótta- og félagslíf er blómlegt og þar er gott framboð á afþreyingu ýmiss konar. Auk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki og Bændaskólinn á Hólum. Skagafjörður liggur vel við samgöngum og eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skagafjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og atburðir úr Íslandssögunni við hvert fótmál. Leitað er eftir fólki sem hefur frumkvæði í starfi og getur unnið sjálfstætt, trúir á jafnvægi í byggðum landsins og vill leggja sitt af mörkum til að snúa óhagstæðri byggðaþróun við. SÁÁ - bókhald Starfssvið: Færsla og afstemmingar fjárhags- bókhalds í Navision Financials fjárhagskerfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Leitað er eftir einstaklingi með stúdentspróf eða sambæri- lega menntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða reynslu af bókhaldsstörfum ásamt haldgóðri tölvuþekkingu. Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á Navision Financials. Viðkom- andi þarf einnig að búa yfir nákvæmum vinn- ubrögðum, hæfileika til að geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Th. Björns. í síma 530 7600 Vinsamlegast sendið umsóknir til SÁÁ fyrir 1. apríl nk., merktar: „SÁÁ - bókhald“, Ármúla 18 - 108 Reykjavík, sími 530 7600, fax 530 7602. SUMARSTÖRF 2001 Kópavogsbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar: Vinnuskóli •Yfirleiðbeinendur sem hafa umsjón með fjölda vinnuflokka, ákveðnum verkefnum og svæðum. •Leiðbeinendur (flokkstjórar) til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga. •Umhverfisfulltrúi sem sinnir umhverfis- fræðslu fyrir unglingana ásamt tómstunda- málum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn og að starfa með unglingum. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður. Skólagarðar •Leiðbeinendur (garðstjórar) sem hafa umsjón með skólagörðum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á ræktun og að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. •Aðstoðarfólk til aðstoðar leiðbeinendum. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri. Skólagarðarnir eru reyklaus vinnustaður. Sundlaug •Afleysingafólk. Góð sundkunnátta áskilin. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Sundlaugin er reyklaus vinnustaður. Íþróttavellir •Flokkstjórar og verkafólk í almenna hirðingu og gæslustörf. Íþróttavellirnir eru reyklaus vinnustaður. Gæsluvellir •Afleysingafólk í 70% starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa með börnum. Gæsluvellirnir eru reyklaus vinnustaður. Áhaldahús •Flokkstjórar og verkafólk í garðyrkjustörf, grasslátt og almenn verkamannastörf. Æskilegt er að flokkstjórar hafi reynslu í verkstjórn og / eða garðyrkjustörfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Tæknideild Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 570-1550 kl. 9.00-15.00. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 9. apríl 2001. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.