Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 7
Ofnasmiðjan
í Hafnarfirði
óskar eftir að ráða starfsmann við dufthúðun
(innbrennt lakk) sem fyrst. Reynsla af málning-
arvinnu æskileg, ekki skilyrði. Góð laun í boði.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Upplýsingar gefur Pétur Ingi/Gústaf í síma
555 6100.
Red Cross Nordic United World College, Noregi
Framhaldsskóla-
kennarar með reynslu
RCNUWC er alþjóðlegur skóli þar sem 200
nemendur frá meira en 80 löndum koma saman.
Námskeiðin eru alþjóðlega viðurkennd
(Baccalaureate Diploma).
Óskað er eftir umsóknum frá kennurum með starfs-
reynslu í eftirfarandi heimavistarstöður til eins til
tveggja ára, frá og með ágúst 2001:
1. Líffræði og umhverfiskerfi
2. Stærðfræði og eðlisfræði
3. Spænska
4. Heimspeki
Auk kennslunnar krefst hver staða þess að viðkom-
andi sýni mikinn áhuga og taki mikinn þátt í nem-
endalífinu. Þetta þýðir að kennarar taka þátt í lífi
nemenda á heimavist skólans og dagskrá þeirra
fyrir utan skólatíma, svo sem í listalífi, fræðslu
utandyra, starfi með unglingum og samfélagsstarfi.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfs-
reynslu og áhugasvið sendist sem allra fyrst til:
RCNUWC, Rektor Anna Garner, N-6968 Flekke,
Noregi eða til vacancies@rcnuwc.uwc.org.
Nánari upplýsingar fást á www.rcnuwc.uwc.org
eða í síma 0047 57 73 70 00, fax 0047 57 73 70 01.
Háskóli Íslands
Heimspekideild
Við sagnfræðiskor heimspekideildar Háskóla
Íslands er laust til umsóknar starf lektors
stjórnmálasögu 20. aldar. Um er að ræða
nýtt starf samkvæmt sérstökum samningi við
utanríkisráðuneyti. Ráðið verður í starfið til
5 ára frá 1. ágúst 2001, enda hafi dómnefnd
þá lokið störfum.
Lektornum er ætlað að efla rannsóknir og
kennslu við Háskóla Íslands í stjórnmálasögu
20. aldar með sérstaka áherslu á utanríkismála-
sögu Íslands, efla samvinnu innlendra og er-
lendra fræðimanna á sviði samtímasögu og
vinna að framgangi hennar innan háskólans
og utan.
Kennsla lektorsins verður í samtímasögu við
sagnfræðiskor.
Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna
fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr.
41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands
nr. 458/2000.
Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækj-
anda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil
og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn
skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum
og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar
höfundar eru fleiri en umsækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild
sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. Ef um er að ræða mik-
inn fjölda ritverka skal innsending af hálfu umsækjanda og mat dóm-
nefndar takmarkast við 20 helstu fræðileg ritverk sem varða hið
auglýsta starfssvið. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir
því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar.
Ennfremur er óskað eftir greinargerð um þær rannsóknir sem um-
sækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið
(rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til
þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórn-
unarstörf sín eftir því sem við á.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra og raðast starf
lektors í launaramma B
Umsóknarfrestur er til 24. apríl 2001 og skal
umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs
Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu,
101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað
og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs-
ins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar gefur Már Jónsson, skorar-
formaður í sagnfræði, í sími 525 4245, netfang
marj@hi.is
Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er
tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.
http://www.starf.hi.is
Herrafataverslun
afgreiðslumaður
Okkur vantar afgreiðslumann í verslun
okkar sem er við Laugaveginn.
Reglusemi og stundvísi skilyrði. Vinnu-
tími 10—18 virka daga og laugardaga
eftir samkomulagi . Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir sendist í póstahólf 5155, 125
Reykjavík.