Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 19 „STJÓRN Nýrrar dögunar, samtaka um um sorg og sorgarviðbrögð, hefur að undan- förnu velt því fyrir sér hvernig sam- tökin gætu komið til móts við syrgj- endur úr hópi ný- búa,“ sagði María Ágústsdóttir, sem er formaður Nýrr- ar dögunar. „Til að- stoðar við undir- búning málþingsins, sem verður haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju nk. fimmtudag, 29. mars, klukkan 17 til 20.30, fékk Ný dögun prest nýbúa, séra Toshiki Toma. Þetta samtal trúarbragð- anna er sérstakt Séra Toshiki hefur kynnt sér málefni hinna ólíku trúarbragða nýbúa og haft milligöngu um að- stoð þegar á þarf að halda. Slys á erlendum ferðamönnum hafa einnig vakið til umhugsunar um nauðsyn fræðslu og upplýs- inga. Þetta samtal trúarbragðanna sem sem fram fer á málþinginu er um margt sérstakt og er þing- ið fyrsta skrefið í miðlun fræðslu um þetta efni, sér- staklega til fagfólks. Allir eru velkomnir en markhópur okkar hvað málþingið snert- ir er einmitt fagfólk, t.d. hjúkrunarfólk, prestar, félagsráð- gjafar, útfararstjórar og fleiri.“ Á dagskrá nám- skeiðsins eru fjögur erindi. Fyrst flytur Heidi Greenfield félagsráðgjafi erindi um gyðingdóm. Salman Tamimi for- stöðumaður talar um íslam. Þau Kelsang Drubchen búddamunkur og Andrea Sompit Siengboon frá Taílandi tala um búddisma. Þor- björg Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingur mun svo skoða með námskeiðsgestum hvern lærdóm heilbrigðiskerfið getur dregið af þeim upplýsingum sem þarna koma fram. Á eftir verða pall- borðsumræður undir stjórn Ólaf- ar Helgu Þór, þar sem m.a. fulltrúar baháía munu taka til máls. Fundarstjóri er einn af stofnendum Nýrrar dögunar, Jóna Dóra Karlsdóttir. Skráning- argjald er þúsund krónur og eru kaffiveitingar innifaldar. Þátttak- endur geta skráð sig í síma Nýrrar dögunar, 551-6755. Ólíkir siðir við andlát og útför Ný dögun heldur málþing um siði ólíkra trúarbragða við andlát og útför. Séra María Ágústsdóttir sagði Guðrúnu Guð- laugsdóttur frá því helsta sem á góma mun bera á málþinginu nk. fimmtudag. María Ágústsdóttir FORELDRASAMTÖKIN Vímu- laus æska fengu fyrir skömmu Toyota bifreið að gjöf frá P. Samúelssyni hf. Bifreiðin gerir samtökunum kleift að stórefla fræðslu og forvarnir, meðal ann- ars með fleiri námskeiðum á landsbyggðinni. Í fréttatilkynningu segir: „Sam- tökin hafa hingað til þurft að treysta á velvilja sjálboðaliða og ökuhæfni bifreiða þeirra við allan akstur, hvort heldur til umsýslu vegna félagsins, aksturs með for- eldra, við bráðaútköll eða vegna námskeiða um allt land. Gjöf Toyota-umboðsins auðveldar sam- tökunum allt starf og kemur sér mjög vel fyrir námskeiðahald. Þá hafa samtökin tryggt rekstrar- kostnað bílsins í eitt ár með styrk fleiri góðra aðila. Sjóvá-Almennar gefur tryggingar, Skeljungur gef- ur eldsneyti, þvottastöðin Löður gefur þvott og bón, Smurstöðin Stórahjalla gefur smurningu og Merking ehf. sá um að merkja bíl- inn.“ Toyota gefur bíl til starfsemi Vímu- lausrar æsku Toyota gaf Foreldrahúsi rausnarleg gjöf. ÁRNI Logi Sigurbjörnsson fram- kvæmdastjóri Meindýravarna Ís- lands á Húsavík segir að sam- kvæmt því sem fram komi í Veiðidagbók Veiðistjóraembættis- ins fyrir þetta ár, komi skýrt fram að allar veiðar í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum séu bannaðar. Í kafla í Veiðibókinni um Frið- lýst svæði, frá Náttúruvernd rík- isins, segir m.a. að á friðlýstum svæðum, sem skipt er í þjóðgarða, friðlönd, náttúruvætti, fólkvanga og önnur svæði, gildi sérstakar reglur og sé hin almenna regla að veiðar séu þar óheimilar. Einnig er yfirlit yfir svæði um allt land og tekið fram að þar séu allar veiðar bannaðar nema annað sé tekið fram. Árni Logi segir að varðandi Jök- ulsárgljúfur sé ekki minnst á að veitt sé undanþága fyrir veiðum þar og því hafi hann ekki farið með rangt mál í Morgunblaðinu fimmtu- dag fyrir rúmri viku. Hins vegar komi það skýrt fram varðandi önn- ur svæði, séu veiðar heimilar. Árni Logi gerði í Morgunblaðinu sl. fimmtudag alvarlegar athuga- semdir við að ekki mætti eyða mink í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. „Svæðið austan og vestan Jökulsár á Fjöllum er friðlýst fyrir minka og refi af Náttúruvernd ríkisins og geta menn því átt á hættu að lenda á bak við lás og slá stundi þeir veið- ar þar. Það má ekki einu sinni hreyfa við geitungabúi á svæðinu,“ sagði Árni Logi. Jökulsá með tvo árbakka Þessum ummælum mótmælti Árni Bragason framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs ríkisins í Morgunblaðinu tveimur dögum síð- ar og sagði að Árni Logi færi með rangt mál. Stofnunin hefði verk- taka á sínum snærum sem sæi um allar meindýravarnir í þjóðgarðin- um á Jökulsárgljúfrum þar sem hvorki refur né minkur sé friðlýst- ur. Árni Bragason sagði jafnframt að minkur hafi alltaf verið veiddur í þjóðgarðinum en minna hafi verið um refaveiðar. Árni Logi segir að þetta séu allt aðrar staðreyndir en hægt sé að sjá í Veiðidagbókinni, handbók veiði- manna. „Það skýtur skökku við ef einhverjar allt aðrar reglur eru í gangi, en verið er að dreifa til veiðimanna í Veiðidagbókinni og ef svo er þarf að koma þeim til skila. Ég vil líka benda á að Jökulsá er með tvo árbakka og ég hef með meindýravarnir að gera á austur- bakkanum.“ Framkvæmdastjóri Meindýravarna Íslands á Húsavík Segir minka- og refaveiðar bannaðar í Jökulsárgljúfrum SPJALLKVÖLD verður á vegum Hana-nú í Kópavogi í félagsheimilinu Gjábakka í Fannborg 8, mánudagskvöldið 26. mars kl. 20 til 21.30. Gestir kvöldsins eru Kristín Jónsdóttir, endurmenntunar- stjóri Endurmenntunardeildar Háskóla Íslands, og Sigrún Björnsdóttir verkefnastjóri og munu þær fræða fólk um hvað stendur til boða í endurmennt- unardeild fyrir almenning. Það getur verið allt frá Kjalnes- ingasögu og íslenskum hann- yrðum til þess að byggja upp góða sjálfsmynd og kynna sér verðbréfamarkaðinn. Ekki þarf stúdentspróf til þess að fara á námskeið hjá Endur- menntunardeild Háskóla Ís- lands. Allir eru velkomnir á spjallkvöldið. Fulltrúar endur- menntunar heimsækja Hana-nú VIKULEGT upplýsingarit fjár- málaráðuneytisins sem ber heitið: fjr.is – Vefrit fjármálaráðuneytisins er komið út í fyrsta sinn. Vefritið mun, eins og nafnið gefur til kynna, birtast á vef ráðuneytisins, http:// www.stjr.is/fjr, en einnig verður hægt að nálgast ritið beint á vef- slóðinni www.fjr.is. Ennfremur verður hægt að fá vefritið sent í áskrift. Í vefritinu verður einkum fjallað um þau málefni sem snúa að þróun efnahags- og ríkisfjármála, svo sem verðlags- og launamál, innflutning, innlenda veltu og önnur þau atriði sem hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs, þróun tekna, gjalda og lánamála. Ennfremur um breytingar í skatta- málum, stöðu og undirbúning fjár- lagagerðar, eftirlit með framkvæmd fjárlaga, langtímaáætlun í ríkisfjár- málum, stöðu kjarasamninga, starfsmannamál o.fl. Einnig verður þar fjallað um stöðu þessara mála á alþjóða- vettvangi. Markmiðið með þessari útgáfu er að stuðla að betra upplýs- ingastreymi og auknum skoð- anaskiptum um þau margvíslegu málefni sem snúa að starfssviði fjármálaráðuneytisins og um leið koma sjónarmiðum þess á framfæri. Vefritið verður einblöðungur með tiltölulega stuttum pistlum, 3–4 hverju sinni, auk talnalegra upplýs- inga og línurita. Jafnframt verður vísað á viðkomandi veflykla í ítar- legri umfjöllun þar sem það á við. Vefritið mun alla jafna koma út um hádegið á fimmtudögum nema þá beri upp á frídaga, en þá verður rit- ið birt á miðvikudögum. Umsjón með vefritinu hefur Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efna- hagsskrifstofu ráðuneytisins, og ábyrgðarmaður er Baldur Guð- laugsson ráðuneytisstjóri. Vikulegt upplýsingarit á vegum fjármálaráðuneytisins Vefrit komið út í fyrsta skipti ENGAR endurtekningar milli 9-17 er nýr leikur á Létt 96,7. Hann gengur út á það að Létt spilar aldrei sama lagið oftar en tvisvar yfir daginn. Ef það gerist skuldbindur útvarpsstöðin sig til að greiða þeim hlustanda sem fyrstur hringir inn og nefnir lagið og flytjanda þess 96.700 kr. í beinhörðum peningum. Þetta gerðist í fyrsta skiptið 19. mars og var það Jóhann Ólaf- ur Kristinsson sem tók eftir því. Það er Erla Friðgeirs út- varpskona á Létt 96,7 sem af- henti Jóhanni verðlaunaféð. Hlaut peninga- verðlaun JÓNAS Jónasson og Grétar Karlsson hafa stofnað félag um rekstur nýs bílaverkstæð- is á Egilsstöðum. Jónas rak áður Bílaverkstæði Jónasar einn, en tekur nú höndum saman við Grétar og saman stofnuðu þeir JG bíla og opn- uðu á dögunum nýtt bílaverk- stæði að Miðási 19 í sama húsi og áður var Bíla- og Búvéla- salan og deila húsi með Að- alflutningum. JG bílar eru með þjónustu fyrir Ingvar Helgason, Bíl- heima, Susuki bíla, Honda Peugeot, Bílabúð Benna og KIA. Auk þess eru þeir með allar almennar bílaviðgerðir. Egilsstaðir Nýtt bíla- verkstæði Norður-Héraði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.