Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 18
FRÉTTIR
18 SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK Háskóla Íslands 26. mars
til 1. apríl. Allt áhugafólk er velkom-
ið á fyrirlestra í boði Háskóla Ís-
lands. Ítarlegri upplýsingar um við-
burði er að finna á heimasíðu
Háskólans á slóðinni: http://www.
hi.is/stjorn/sam/dagbok.html.
Heimur skáldsögunnar
Í dag, sunnudaginn 25. apríl, lýk-
ur skáldsagnaþingi sem Hugvísinda-
stofnun og Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands efna til í stofu 101 í
Odda. Fyrirlestrarnir, skáldsögur
sem fjallað er um og fyrirlesarar eru
kynntir á vefsíðu skáldsagnaþings á
http://www.skaldsagnathing.hi.is
Dagskráin hefst kl.10 en þinginu
lýkur kl. 16.50.
Málstofa í hjúkrunarfræði
Mánudaginn 26. mars mun Þor-
björg Guðmundsdóttir hjúkrunar-
fræðingur MS flytja fyrirlesturinn
„Rannsókn á trúarlegri reynslu og
trúarlegum þörfum sjúklinga sem
standa frammi fyrir lífsógnandi
sjúkdómum“. Málstofan hefst kl.
12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi,
Eiríksgötu 34 og er öllum opin.
Dreymir Netið
Þriðjudaginn 27. mars mun
Njörður Sigurjónsson, M.Sc. í við-
skiptafræði, halda fyrirlestur í mál-
stofu í viðskiptafræði. Fyrirlestur
Njarðar nefnist „Dreymir Netið“ og
byggir á ritgerð í M.S.-námi þar sem
fjallað var um þekkingarstjórnun og
upplýsingatækni. Málstofan fer
fram í kennarastofu 3. hæð í Odda
kl. 16– 17. Allir velkomnir.
Hvernig ber að fjalla um samkyn-
hneigð í skólakerfinu?
Þriðjudaginn 27. mars kl. 12.10
boðar Félag samkynhneigðra og tví-
kynhneigðra stúdenta (FSS) við Há-
skóla Íslands til fundar sem ber yf-
irskriftina „Hvernig ber að fjalla um
samkynhneigð í skólakerfinu?“
Framsöguerindi flytja: Sara Dögg
Jónsdóttir, Erla Kristjánsdóttir,
Anna Kristín Sigurðardóttir og Sal-
vör Nordal. Þær munu síðan sitja
fyrir svörum. Fundurinn verður
haldinn í stofu 101 í Odda kl. 12.10
og honum lýkur kl. 13.15. Fundar-
stjóri er Guðný Björk Eydal, lektor
við félagsvísindadeild Háskólans.
Fundurinn er öllum opinn.
Háskólatónleikar
Miðvikudaginn 28. mars, á síðustu
háskólatónleikum þessa skólaárs í
Norræna húsinu, syngur Ingibjörg
Guðjónsdóttir sópran við gítarund-
irleik Péturs Jónassonar verk eftir
John Dowland, Henry Purcell,
Fernando Obradors og Enrique
Granados. Tónleikarnir hefjast kl.
12.30 og taka um það bil hálfa
klukkustund. Aðgangseyrir er 500
kr. Ókeypis er fyrir handhafa stúd-
entaskírteina.
Málstofa sálfræðiskorar
Miðvikudaginn 28. mars flytur
María K. Jónsdóttir, PhD, taugasál-
fræðingur á Landspítala – Háskóla-
sjúkrahúsi og stundakennari við Há-
skóla Íslands, fyrirlesturinn „Að
gera annað en maður ætlar sér“.
Málstofa sálfræðiskorar verður
haldin alla miðvikudaga í vetur í
Odda, stofu 201, kl. 12–13. Málstofan
er öllum opin.
Opinber fyrirlestur í guðfræðideild
Miðvikudaginn 28. mars heldur
prófessor Ola Tjørholm frá Noregi
opinberan fyrirlestur í boði guð-
fræðideildar Háskóla Íslands. Fyr-
irlesturinn verður fluttur á ensku og
ber yfirskriftina: „The Church as
the Place of Salvation. On the
Interrelation between Justification
and Ecclesiology“. Þar verður m.a.
fjallað um hina sameiginlegu yfirlýs-
ingu kaþólsku og lútersku kirkn-
anna um réttlætingu af trú sem und-
irrituð var haustið 1999.
Fyrirlesturinn verður fluttur í V.
kennslustofu í aðalbyggingu Háskól-
ans og hefst kl. 13.15.
Þýðing Evrópuréttar fyrir félaga-
rétt og þróun réttarsamræmingar
Miðvikudaginn 28. mars munu
Lögfræðingafélag Íslands og Lög-
mannafélag Íslands í samstarfi við
lagadeild Háskóla Íslands efna til
morgunverðarfundar í Sunnusaln-
um á Hótel Sögu kl. 8–9.30. Þar mun
Karsten Engsig Sørensen flytja er-
indi um Evrópurétt og félagarétt.
Mun hann m.a. fjalla um þróun rétt-
arsamræmingar á sviði félagaréttar
og þýðingu umdeilds dóms Evrópu-
dómstólsins sem kveðinn var upp 9.
mars 1999, svokallaður Centros Ltd.
dómur. Fundurinn er öllum opinn.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. og er
morgunmatur innifalinn.
Skattalegar hindranir á frjálsu
flæði
Fimmtudaginn 29. mars munu
Félag lögfræðinga í fjármálafyrir-
tækjum og Lögmannafélag Íslands í
samstarfi við lagadeild Háskóla Ís-
lands efna til hádegisverðarfundar á
Grand Hótel, Setrinu, kl. 12–14. Þar
mun Karsten Engsig Sørensen
flytja erindi um skattalegar hindr-
anir á frjálsu flæði fólks, fyrirtækja
og fjármagns innan Evrópska efna-
hagssvæðisins. Fundurinn er öllum
opinn og aðgangseyrir er 2.500 kr.
Innifalið í verði er, auk fyrirlestr-
arins, tvírétta máltíð og kaffi. Nauð-
synlegt er að skrá sig á fyrirlest-
urinn hjá skrifstofu Lögmanna-
félags Íslands í síma 568 5620 fyrir
27. mars nk. eða með tölvupósti á
netfangið: jonak@lmfi.is.
Ný starfssvið verkfræðinga
Fimmtudaginn 29. mars mun
Félag véla- og iðnaðarverkfræði-
nema og véla- og iðnaðarverkfræði-
skor halda ráðstefnu kl. 13–16 í stofu
101 í Odda, þar sem fjallað verður
um ný starfssvið verkfræðinga.
Meðal annars verður rætt um það
hvers vegna verkfræðingar eru
ráðnir til fjármála- og hugbúnaðar-
fyrirtækja, hvernig er að starfa þar
og hvernig námið nýtist.
Málstofa efnafræðiskorar
Fimmtudaginn 29. mars verður
málstofa efnafræðiskorar haldin kl.
12.20 í stofu 158, VR-II, Hjarðar-
haga 4–6. ( http://www.raunvis.hi.is/
~marb/malstofa/index.htm) Dr. Jan
Chlebowski flytur erindið „Mass
Spectrometry and Multi-dimens-
ional NMR in Protein Structure
Determination“. Erindið verður
flutt á ensku. Allir velkomnir.
Fræðilegur grundvöllur þróunar-
kenninga
Fimmtudaginn 29. mars kl. 17
mun dr. Tómas Philip Rúnarsson,
sérfræðingur á reiknifræðistofu
Raunvísindastofnunar Háskólans,
halda fyrirlestur á vegum IEEE á
Íslandi og stúdentafélags IEEE.
Fyrirlesturinn nefnist „Fræðilegur
grundvöllur þróunaraðferða“ og fer
fram í stofu 158 í húsakynnum verk-
fræðideildar Háskóla Íslands, VR-
II, við Hjarðarhaga.
Geislavirkt úrfelli
Fimmtudaginn 29. mars kl. 10 f.h.
mun Sigurður Emil Pálsson flytja
erindi sem hann nefnir „Geislavirkt
úrfelli (Cs-137) og tilfærsla þess í ís-
lensku vistkerfi“. RALA-erindi eru
haldin annan hvern fimmtudag í
fundarsal RALA á Keldnaholti, 3.
hæð. Allir velkomnir.
Málstofa í læknadeild
Fimmtudaginn 29. mars mun Sig-
rún Guðmundsdóttir, líffræðingur
og doktorsnemi, flytja fyrirlestur er
hún nefnir „Sameindafræðileg
greining á Listeria-stofnum“. Mál-
stofa í læknadeild fer fram í sal
Krabbameinsfélags Íslands, efstu
hæð, og hefst kl. 16.15 en kaffiveit-
ingar eru frá kl. 16.
Fræðslufundur um veirur
Fimmtudaginn 29. mars kl. 20
verður þriðji og síðasti fundurinn í
röð fræðslufunda fyrir almenning
um veirur og veirusjúkdóma haldinn
í Lögbergi, stofu 10. Örverufræði-
félag Íslands stendur fyrir röð
fræðslufunda fyrir almenning um
veirur og veirusjúkdóma. Fundirnir
eru öllum opnir og aðgangur ókeyp-
is. Á fundinum mun Þorgerður
Árnadóttir líffræðingur fjalla um
papillomaveirur og Sigurður Ólafs-
son læknir mun flytja fyrirlestur um
lifrarbólgu C.
Málstofa í efnafræði
Föstudaginn 30. mars kl. 12.20
verður málstofa efnafræðiskorar
haldin í stofu 158, VR-II, Hjarðar-
haga 4–6. ( http://www.raunvis.hi.is/
~marb/malstofa/index.htm). Þar
mun Sigurður V. Smárason, Ís-
lenskri erfðagreiningu hf., flytja er-
indið „TECP-GC/MS – þróun og
notkun við mengunarmælingar í
jarðvegi“. Allir velkomnir.
Námskynning skóla á háskólastigi
Sunnudaginn 1. apríl kl. 13–17
munu skólar á háskólastigi standa
fyrir námskynningu í aðalbyggingu
Háskóla Íslands og Odda. Háskóli
Íslands, Háskólinn á Akureyri, Há-
skólinn í Reykjavík, Kennarahá-
skólinn, Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri, Listaháskóli Íslands,
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
Tækniskóli Íslands og Viðskiptahá-
skólinn á Bifröst munu kynna það
nám sem þeir bjóða upp á og eru all-
ir sem hyggja á háskólanám hvattir
til að mæta og kynna sér mögu-
leikana.
Námskeið Endurmenntunarstofn-
unar
Umhverfismat í skipulagstillög-
um. Kennarar: Ásdís Hlökk Theó-
dórsdóttir aðstoðarskipulagsstjóri
og Matthildur Kr. Elmarsdóttir,
sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun.
Tími: 29. mars kl. 13–17.
Að meta verðmæti fyrirtækja og
rekstrareininga. Kennari: Davíð
Björnsson, forstöðumaður hjá fjár-
festingabanka Landsbanka Íslands
hf. Tími: 26. mars kl. 15–19.
Hönnun vöruhúsa gagna II.
Kennari: Sigþór Örn Guðmundsson,
Íslensku ráðgjafastofunni. Tími: 2.
og 3. apríl kl. 9–13.
Enska laganna: Samningagerð.
Kennarar: Erlendína Kristjánsson,
lögfræðingur og enskukennari, og
Kári Gíslason, MA í lögfræði og
ensku og stundakennari við HÍ.
Tími: 30. og 31. mars kl. 9–17.
Streitustjórnun, aðlögun og
breytingar. Kennarar: Sæmundur
Hafsteinsson og/eða Jóhann Ingi
Gunnarsson sálfræðingar. Tími: 27.
og 28. mars og 3. apríl kl. 16.30–
20.30.
Áhrifameiri málflutningur – betri
árangur. Kennari: Gísli Blöndal,
markaðs- og þjónusturáðgjafi. Tími:
27. og 29. mars og 3. apríl kl. 20.05–
22.30.
Kaupréttarsamningar og kaup-
réttaráætlanir. Kennarar: Bernhard
Bogason, lögfræðingur hjá KPMG
hf., og Sæmundur Valdimarsson,
löggiltur endurskoðandi hjá KPMG
hf. Tími: 28. mars kl. 16–19.30.
Innheimtuaðgerðir og innheimtu-
merkingar í TBR. Umsjón: Halldór
J. Harðarson, Ríkisbókhaldi.Tími:
28. mars kl. 13–16 og 29. mars kl. 8–
13.
Heilbrigðislögfræði I – Réttindi
og skyldur heilbrigðisstarfsfólks.
Kennari: Dögg Pálsdóttir hrl. Tími:
26. mars kl. 16.15–19.15.
Heilbrigðislögfræði II – Sam-
skipti við sjúklinga. Kennari: Dögg
Pálsdóttir hrl. Tími: 28. mars kl.
16.15–19.15.
Markaðssókn á lyfjamarkaði.
Kennari: Sólveig Hjaltadóttir, við-
skiptafræðingur og sérfræðingur í
beinni markaðssókn hjá Íslandspósti
hf. Tími: 28. mars kl. 8.30–12.30.
Verkefnastjórnun I – Undirbún-
ingur og áætlanagerð – Grundvall-
aratriði í verkefnastjórnun. Kennar-
ar: Tryggvi Sigurbjarnarson ráð-
gjafarverkfræðingur og Helgi Þór
Ingason PhD, véla- og iðnaðarverk-
fræðingur. Tími: 2. og 3. apríl kl.
8.30–17.
Vísindavefurinn
Hvers vegna? – Vegna þess!
Vísindavefurinn býður gestum að
spyrja um hvaðeina sem ætla má að
vísinda- og fræðimenn Háskólans og
stofnana hans geti svarað eða fundið
svör við. Leita má svara við spurn-
ingum um öll vísindi, hverju nafni
sem þau nefnast. Kennarar, sér-
fræðingar og nemendur í framhalds-
námi sjá um að leysa gáturnar í máli
og myndum. Slóðin er: http://
www.visindavefur.hi.is
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-
irtöldum orðabönkum og gagnasöfn-
um á vegum Háskóla Íslands og
stofnana hans:
Íslensk málstöð. Orðabanki. Hef-
ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér-
greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn Íslands – Há-
skólabókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
http://www.lexis.hi.is/
Rannsóknagagnasafn Íslands.
Hægt að líta á rannsóknarverkefni
og niðurstöður rannsóknar- og þró-
unarstarfs: http://www.ris.is
DAGINN sem Ronald Reagan,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
særðist í skotárás fyrir tuttugu ár-
um lokuðu helstu ráðgjafar hans
sig inni í fundarsal í Hvíta húsinu
og ræddu hver ætti að taka við
völdum forsetans í fjarveru vara-
forsetans og fylgdust grannt með
viðbrögðum sovéska hersins, að
því er fram kemur í hljóðritunum
sem gerðar voru opinberar á dög-
unum.
Reagan særðist 30. mars 1981
þegar John Hinckley reyndi að
ráða hann af dögum. Richard V.
Allen, þjóðaröryggisráðgjafi Reag-
ans á þessum tíma, skýrir frá
hljóðritunum sínum af fundi ráð-
gjafa forsetans í Hvíta húsinu
þennan dag í apríl-hefti tímaritsins
Atlantic Monthly.
Í afriti af hljóðritunum Allens
kemur fram að Alexander Haig,
þáverandi utanríkisráðherra, full-
yrti á fundinum að hann ætti að
vera við stjórnvölinn í fjarveru for-
setans og varaforsetans. Hann
áréttaði þetta síðar um daginn á
fundi með blaðamönnum.
„Þannig að sá sem er núna við
stjórnvölinn er hérna, hér í þess-
um stól, samkvæmt stjórnar-
skránni, þar til varaforsetinn kem-
ur hingað,“ sagði Haig á fundinum
eftir að honum var skýrt frá því að
Reagan væri að gangast undir
skurðaðgerð. George Bush, þáver-
andi varaforseti, var á leið til
Washington með þotu bandaríska
sjóhersins.
Allen sagði að enginn fundar-
mannanna hefði viljað efna til
deilu með því að benda á að utan-
ríkisráðherrann er ekki næstur í
röðinni sem handhafi fram-
kvæmdavaldsins á eftir varaforset-
anum þegar forsetinn fellur frá
eða getur ekki gegnt skyldustörf-
um sínum. Forseti fulltrúadeildar
þingsins og bráðabirgðaforseti öld-
ungadeildarinnar eru á undan hon-
um.
Hljóðritanirnar leiddu ennfrem-
ur í ljós að nokkurt fát var á ráð-
gjöfum forsetans þegar þeir gengu
úr skugga um hvar „fótboltinn“
væri niðurkominn, þ.e. skjalatask-
an sem fylgir forsetanum og inni-
heldur dulmálslykla sem þarf til að
hefja árás með langdrægum
kjarnavopnum. Fundarmennirnir
höfðu einnig samband við embætt-
ismenn varnarmálaráðuneytisins
til að ræða hvort ástæða væri til
að auka viðbúnað hersins.
Yfirmenn kjarnorku-
heraflans í viðbragðsstöðu
Caspar Weinberger, þáverandi
varnarmálaráðherra, skýrði hinum
fundarmönnunum frá því að yf-
irmenn kjarnorkuheraflans hefðu
farið í flugvélar sínar til að geta
brugðist nokkrum mínútum fyrr
við hugsanlegri árás Sovétmanna.
„Ég mæltist til þess að þeir
færu í flugvélarnar vegna atburð-
arins [skotárásarinnar] og ég
breyti ekki þeim tilmælum fyrr en
ég er alveg fullviss um að þetta sé
einangrað atvik, eins og ég tel að
það sé,“ sagði Weinberger á fund-
inum.
Donald Regan, þáverandi fjár-
málaráðherra, lagði til á fundinum
að reglur um byssueign yrðu hert-
ar vegna skotárásarinnar. „Eftirlit
með byssueign – við ættum að
endurskoða þá stefnu í ljósi þessa
atburðar. Ég mun þurfa að bera
vitni í málinu, þannig að við ættum
að koma einhverju á rekspöl hvað
varðar takmarkanir á byssueign.“
Nýjar upplýsingar um daginn
sem Reagan var skotinn
Ræddu hver
væri við
stjórnvölinn
AP
Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ræðir við Alexander
Haig utanríkisráðherra á hóteli í Los Angeles 25. júní 1981, tæpum
þremur mánuðum eftir að Reagan særðist í skotárás.
Boston. AP.