Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 10
10 E SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 515 5000 eða skila umsókn með pósti eða tölvupósti merkt „Prentun er list“ fyrir 6. apríl 2001. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Prentsmiðjan Oddi, Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík Sími 515 5000 • Fax 515 5001 Tölvupóstur: hannes@oddi.isOD DI HF .– G8 88 4 Prentun er list Prentsmiðjan Oddi hf. leitar að hæfileikaríkum prenturum til framtíðarstarfa. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, fullkominn tækjabúnað og góða tekjumöguleika. . . , . Kennarar Brekkubæjarskóli Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla, tónmenntakennsla og náttúru- fræðikennsla (4 stöðugildi). Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri, og Ingvar Ingvarsson, aðstoðar- skólastjóri, í síma 431 1938 Grundaskóli Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla, einkum á unglingastigi, enska, danska, samfélagsfræði og náttúrufræði (4 stöðugildi). Upplýsingar veita Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, og Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðar- skólastjóri í síma 431 2811. Brekkubæjarskóli verður einsetinn frá hausti 2001 og Grundaskóli frá haustinu 2002. Leikskólarnir á Akranesi Leikskólakennara vantar við leikskólana á Akra- nesi. Upplýsingar veitir Sigrún Gísladóttir, leik- skólafulltrúi, í síma 433 1042. Laun samkvæmt kjarasamningum FÍL/KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur til 25. apríl nk. Menningar- og skólafulltrúi Akraness. Ert þú í leit að skemmtilegu starfi? Veitingahúsið Nings leitar að dugmiklum og áreiðanlegum vaktstjórum. Um er að ræða fullt starf við þjónustu í veitingasal og unnið er á vöktum. Lágmarksaldur er 20 ár. Sambærileg reynsla æskileg. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Upplýsingar einungis veittar á staðnum. Veitingahúsið Nings, Suðurlandsbraut 6 og Hlíðasmára 12, Kópavogi.     Bakarameistarinn Suðurveri óskar eftir að ráða duglegan og góðan fagmann til að sjá um tertudeild Bakarameistarans sem fyrst. Kond- itor eða bakari koma til greina. Góð laun í boði. Upplýsingar gefur Óttar í síma 864 7733. DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI 300 AKRANES SÍMI 431 2500 Afleysingar! Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og almennt starfsfólk vantar til afleysinga í aðhlynningu í sumar á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Einnig er laus 60% staða sjúkraliða í eitt ár frá 1. maí nk. Hjúkrunarfræðingar! Lausar eru til umsóknar stöður hjúkrunarfræð- inga á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Elín Björk Hartmanns- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 431 2500. Verslunarstjóri Dressmann á Íslandi óskar eftir að ráða verslunarstjóra í nýja verslun okkar sem opnuð verður í Smáralind í haust. Við leitum að einstaklingi sem er ábyrg- ur, jákvæður, hress og hugmyndaríkur, og er tilbúnn til að vinna fyrir ört vax- andi fyrirtæki á herrafatamarkaði. Verslunarstjóri þarf að hafa metnað og vilja til að ná árangri í starfi. Reyklaus vinnustaður! Umsóknarfrestur er til 3.apríl nk. Skrifleg umsókn ásamt mynd sendist til: Gerðar Jóelsdóttur, Dressmann á Íslandi, Laugavegi 18b, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað. Dressmann er stærsti hlutinn í Varner Group-keðj- unni. Keðjan er leiðandi á herrafatamarkaðnum í Skandinavíu. Dressmann má finna í 6 löndum: Íslandi, Lettlandi, Póllandi, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Fyr- irtækið fer ört vaxandi og mun á næsta ári opna yfir 100 verslanir í Þýskalandi. Dressmann er vel þekkt fyrir nútímalegan verslunarrekstur, þar sem mark- miðið er að hvetja og virkja alla starfsmenn fyrirtæk- isins. Würth á Íslandi ehf. Würth verslar með rekstrarvöru og verkfæri fyrir fagmenn. Vörunúmer á lager skipta þúsundum. Lagermaður óskast Við óskum eftir að ráða lagermann. Ábyrgð og verklýsing: ● Tiltekt og pökkun pantana. ● Upptaka sendinga. ● Fleira tilfallandi. Eiginleikar: ● Vilji til að ná árangri. ● Samstarfsvilji og jákvæð viðhorf. Starfið gefur góða möguleika, bæði faglega og persónulega, fyrir viðkomandi aðila hjá fyrirtæki í örri þróun. Viljir þú vita meira um þetta starf, þá getur þú hringt í síma 530 2023 á milli klukkan 13.30 og 17.00 og talað við Guðmund sem veitir frekari upplýsingar um starfið. Würth á Íslandi ehf., Vesturhrauni 5, 210 Garðabæ, sími 530 2000 Vísindasiðanefnd Starf hjá Vísindasiðanefnd laust til umsóknar Vísindasiðanefnd óskar eftir starfsmanni til að annast almenn skrifstofustörf á vegum nefndarinnar. Um er að ræða 50% starf með möguleika á auknu starfshlutfalli síðar. Starfið felst einkum í upplýsingamiðlun, skjalavörslu, bréfaskriftum og öðru er lýtur að daglegum störfum nefndarinnar. Góð íslenskukunnátta og þekking og reynsla af helstu skrifstofuforrit- um er áskilin, góð enskukunnátta er æskileg. Laun samkvæmt kjarasamningum starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 9. apríl 2001 og æskilegt að væntanlegur starfsmaður geti hafið störf sem allra fyrst. Skila skal skriflegri umsókn með upplýsingum um menntun og reynslu til Vísindasiðanefndar, Laugavegi 103, 105 Reykjavík. Ekki er um sérstök umsóknareyðu- blöð að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri nefndarinnar í síma 551 7127, milli kl. 10—12 alla virka daga. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.