Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 9 O D D I H F G 87 14 Sími: 430 9000 • Fax 430 9090 • Netfang: lmi@lmi.is • Veffang: www.lmi.is Stillholti 16-18 • 300 Akranes Forstöðumaður kortasviðs hjá Landmælingum Íslands á Akranesi Laust er til umsóknar hjá Landmælingum Íslands starf forstöðumanns kortasviðs. Um er að ræða nýtt starf vegna breytinga á skipuriti stofnunarinnar og er leitað eftir duglegum og samviskusömum einstak- lingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á sviði stjórnunar. Í þeim hluta stofnunarinnar sem falla mun undir korta- svið starfa nú 10 sérfræðingar við kortagerð, örnefni, staðla og landfræðileg upplýsingakerfi. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Akranesi eða nágrenni. Ábyrgðar- og starfssvið: - Ábyrgð á rekstri kortasviðs gagnvart forstjóra - Gerð rekstar- og verkáætlana - Stjórnun verkefna og miðlun upplýsinga - Samskipti við aðrar stofnanir, sveitarfélög, verktaka og ráðgjafa Menntunar- og hæfniskröfur - Háskólamenntun - Reynsla af stjórnunarstörfum - Reynsla af áætlanagerð og verkeftirliti - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum - Góð almenn tölvuþekking - Góð enskukunnátta Umsóknir merktar starfi er greini frá menntun og reynslu skulu berast til Landmælinga Íslands fyrir 1. apríl 2001. Ráðið verður í starfið frá og með 1. maí 2001 eða síðar eftir samkomulagi og eru laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur veirð tekin. Nánari upplýsingar gefur Jensína Valdimarsdóttir í síma 430 9000 (jensina@lmi.is). Ráðhús Reykjavíkur Rekstrar- og þjónustuskrifstofa Öryggisvörður — húsvörður Rekstrar- og þjónustuskrifstofa í ráðhúsi Reykj- avíkur óskar eftir að ráða öryggisvörð/húsvörð til starfa í ráðhúsi Reykjavíkur. Helstu verkefni: Öryggisgæsla og húsvarsla í ráðhúsi Reykjavík- ur. Meðal verkefna er minni háttar viðhald bú- naðar og fasteignar. Umsjón og eftirlit með fundarherbergjum og opnum rýmum í ráðhús- inu. Undirbúningur og uppsetning tækja og búnaðar vegna viðburða í Tjarnarsal. Unnið er á vöktum samkvæmt varðskrá ráð- hússins. Kröfur gerðar til umsækjanda: Viðkomandi þarf að vera gæddur sveigjanleika og hæfni til að vinna með öðrum. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun eða sambærilega menntun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Skrifleg umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sigurði Egilssyni umsjónarmanni ráðhúss Reykjavíkur, fyrir 30. mars nk. merkt „Öryggisvarsla“. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Egilsson, umsjónarmaður, í sima 563 2009 og Ólafur Jónsson rekstrarstjóri, sími 563 2000. Ráðhús Reykjavíkur er þátttakandi í samstarfsverkefninu, "Hið gullna jafnvægi" sem miðar að því að auka sveiganleka á vinnustaðnum varðandi vinnutíma starfsfólks, með það að markmiði að samræma betur starf og einkalíf og bæta nýtingu mannauðsins. Seltjarnarnesbær A ug lý si ng as to fa Þ ór hi ld ar 2 20 0. 86 Lausar stöður við grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2001-2002 Skólaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarnesbæjar Á Seltjarnarnesi eru um 760 nemendur í tveimur grunnskólum, Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Skólarnir eru einsetnir, starfsaðstaða er góð og þeir eru vel búnir kennslutækjum. Starfsmönnum gefst kostur á að vinna að umbóta- og nýbreytnistarfi í skólunum. Í Mýrarhúsaskóla er 1.-6. bekkur með um 460 nemendur. Skólastjóri Regína Höskuldsdóttir, sími: 595-9202, netfang: regina@seltjarnarnes.is Almenn bekkjarkennsla á yngsta stigi Kennarastaða í heimilisfræði Í Valhúsakóla er 7.-10. bekkur með um 300 nemendur.Skólastjóri Sigfús Grétarsson, sími: 595-9255, netfang: sigfus@seltjarnarnes.is Kennarastaða í eðlisfræði og tölvufræði Kennarastaða í smíði (tæknimennt) Kennarastaða í stærðfræði í 7.-10. bekk Kennarastaða í ensku 7.-10. bekk Kennarastaða í 7. bekk Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ og HÍK við Launanefnd sveitarfélaga. Einnig óskum við eftir að ráða stuðningsfulltrúa til að starfa með fötluðum nemendum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og áhuga á að vinna með börnum og hafi uppeldisfræðilega menntun. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Seltjarnarness við Launanefnd sveitarfélaga. Umsóknir berist til skólastjóra sem veita allar nánari upplýsingar um stöðurnar. Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2001. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á usturlandi Neskaupstaður og Egilsstaðir Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austur- landi auglýsir eftirtaldar stöður lausar til um- sókna: Í Neskaupstað frá 5. júní nk.: ● Sex stöður, 59%—96% vaktarvinna, til greina kemur að ráða í sumarstörf. ● Tvær hlutastöður um helgar. ● 50% starf fyrir hádegi virka daga. Um er að ræða persónulegan stuðning við fatlaða einstaklinga í sjálfstæðri búsetu. Menntun á félags- og/eða heilbrigðissviði er æskileg. ● 80% staða ráðgjafa á Svæðisskrifstofu með aðsetur í Neskaupstað frá 1. maí nk. Ráðgjafi sinnir ráðgjöf og skipuleggur stoðþjónustu við fatlað fólk í Fjarðarbyggð. Gerð er krafa um menntun á sviði þroskaþjálfunar. Á Egilsstöðum: ● 50%—100% starf forstöðumanns íbúða og skammtímavistunar á Egilsstöðum frá 1. júní nk. Starfið felur í sér umsjón og skipulagn- ingu á þjónustu við nokkra fatlaða einstakl- inga í sjálfstæðri búsetu, svo og þjónustu í skammtímavistun. Gerð er krafa um mennt- un á sviði þroskaþjálfunar, félagsráðgjafar eða sambærilega menntun og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af stjórnun. ● 100% starf leiðbeinanda á verndaða vinnu- staðnum Stólpa frá 1. maí nk. Starfið felur í sér stuðning og leiðbeiningu við fatlaða starfsmenn vinnustaðarins. ● Sumarafleysingar á sambýli, í íbúðir og á verndaða vinnustaðinn Stólpa. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Ríkissjóðs við Alþýðusamband Austurlands, Starfsmannafélags ríkisstofnana eða Þroskaþjálfafélag Íslands. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Austurlandi, pósthólf 124, 700 Egilsstöðum fyrir 15. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað og getur umsóknin gilt í allt að sex mánuði. Nánari upplýsingar veita Svanhvít Aradóttir, s. 477 1934 og 860 3509 og Guðbjörg Gunnarsdóttir, s. 471 1833. Þelamerkurskóli Kennara vantar að Þelamerkurskóla í Hörgárdal næsta skólaár. Um er að ræða kennslu í eftirtöldum greinum: ● Almenn kennsla á yngra stigi. ● Íslenska ● Danska ● Enska ● Raungreinar ● Samfélagsgreinar Ef þú ert kennari sem hefur áhuga á að kenna í fámennum skóla (nemendafjöldi u.þ.b.100 í 1.-10. bekk) sem er einungis í 10 km fjarlægð frá Akureyri og býður upp á mjög góða starfsaðstöðu, litla námshóða, sveigjanlega kennsluhætti, jákvætt viðhorf frá sveitarstjórn- um og vinna með frábærum nemendum, þá skaltu hafa samband við okkur. Upplýsingar gefa Karl Erlendsson, skólastjóri, í símum 462 1772 og 891 6295 og Unnar Eiríks- son, aðstoðarskólastjóri, í símum 462 1772 og 862 3839. Hjúkrunarfræðingar Á sjúkrahúsið vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á hand- og lyflæknissviði. Starfsemi sjúkrahússins er í örri þróun og þar er fjölþætt og spennandi hjúkrun við góðar aðstæður. Vinnuhlutfall og vaktafyrirkomulag er samningsatriði. Vaktir eru þrískiptar og unn- in er 3ja hver helgi 8 tímar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga/hjúkrunar- nema í sumarafleysingar á sama stað. Heilsugæslustöðin á Selfossi vantar hjúkrunar- fræðinga og/eða hjúkrunarfræðinema í sumar- afleysingar, 100% starf eða hlutastarf eftir sam- komulagi. Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og gefandi, tilvalið að kynna sér heilsugæsluna. Svæðið er Selfoss/Árborg og nálægar sveitir, með rúm- lega 6 þúsund skjólstæðingum. Getur einhver séð af tíma í þetta gefandi starf? Á Selfossi er góð aðstaða til íþróttaiðkana, fjöl- breytt verslun, góðir skólar og hvers konar þjónusta. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar um verkefni sjúkrahúss, starfsumhverfi, launakjör og aðra þætti gefur Aðalheiður Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss, s. 482 1300 og GSM 861 5563, adalheidur.gudmundsdottir@hss.selfoss.is . Nánari upplýsingar um verkefni heilsugæslu gefur Kristjana Ragnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslu, s. 482 1300 og hs. 482 1746, kristjana.ragnarsdottir@hss.selfoss.is . Smiðir Óska eftir að ráða smiði nú þegar. Mikil og fjölbreytt vinna framundan. Upplýsingar gefur Hlynur í síma 699 8910. Smiðir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.