Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 11 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Þroskaþjálfar/ stuðningsfullrtúar Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir fólki með metnað og áhuga til að starfa með fötluðum. Við leitum að þroskaþjálfum og stuðningsfull- trúum til starfa í heilar stöður og hlutastörf í vaktavinnu. Óskum eftir fólki til lengri tíma og í sumarafleysingar. Við bjóðum starfsþjálfun, fræðslu og stuðning. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins við Þroskaþjálfafélagið eða SFR. Umsóknarfrestur er til 9. apríl n.k. en umsóknir geta gilt í allt að 6 mán. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24, eftir 1. apríl Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Guð- mundsdóttir, launafulltrúi í síma 533 1388. Hjúkrunarfræðingar - ljósmæður - 3ja árs hjúkrunarfræðinemar Sjúkrahús Akraness Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, ljós- mæður og 3ja árs hjúkrunarfræðinema til starfa á allar deildir sjúkrahússins í sumar. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á handlækningadeild sem fyrst í fastar stöður. Nýjum hjúkrunarfræðingum er boðin aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Þeir, sem hafa áhuga á að skoða stofnunina, eru velkomnir. Sjúkrahúsið á Akranesi er fjölgreinasjúkrahús með vaktþjónustu allan sólarhringinn. Lögð er áhersla á fjölþætta þjónustu á eftirtöldum deildum: Lyflækningadeild, handlækninga- deild, fæðingar- og kvensjúkdómadeild, öldr- unardeild, slysamóttöku, skurðdeild, svæfing- ardeild, röntgendeild , rannsóknadeild og end- urhæfingadeild. SHA tekur þátt í menntun heil- brigðisstétta. Upplýsingar um stöðuna gefur Steinunn Sig- urðardóttir hjúkrunarforstjóri í síma 430 6000. Rafmagnsverk- fræðingur — rafmagnstækni- fræðingur Staða tæknimanns á umdæmisskrifstofu RAR- IK á Blönduósi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samvkæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Starfssvið: ● Áætlanagerð ● Hönnun raforkukerfa ● Kerfisskráningar ● Viðhald tölvuteikninga Menntunar- og hæfnisskröfur: ● Tæknifræði- eða verkmenntun af rafmagns- sviði. Nánari upplýsingar veitir umdæmisstjóri, Haukur Ásgeirsson, í síma 452 4600 og einnig starfsmannastjóri í síma 560 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir 9. apríl nk. Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík. Lausar stöður við Lindaskóla Lindaskóli auglýsir eftir kennurum fyrir skólaárið 2001-2002. Leitað er að metnaðarfullum og áhuga- sömum kennurum. Um er að ræða skemmtileg störf innan um ungu kynslóðina, góður starfsandi ríkir á vinnustað og starfsaðstaða er eins og best verður á kosið. Lindaskóla vantar kennara í eftirtalin störf: • Almenna kennara í 1.- 10. bekk. • Handmenntakennara (smíði). • Íþróttakennara. • Tölvukennara. Upplýsingar gefur skólastjóri, Gunnsteinn Sigurðsson, í síma 5543900 Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2001. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Skurðlæknar Yfirlæknir skurðdeildar óskast strax eða eftir nánara samkomulagi í fullt starf á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Við leitum að fjölhæfum skurðlækni til krefjandi starfa, þar sem búast má við miklum framkvæmdum og fólksfjölgun á Austurlandi á næstu árum. Nánari upplýsingar veitir forstöðulæknir, Björn Magnússon, eða rekstrarstjóri, Elísabet Benediktsdóttir, í síma 477 1400. Umsóknum skal skila fyrir 1. maí nk. Í Neskaupstað eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og þar er Verkmenntaskóli með verknáms- og bóknámsbraut þaðan sem stúdentar útskrifast. Grunnskólinn í Hveragerði Kennarar Við Grunnskólann í Hveragerði eru lausar eftir- taldar kennarastöður næsta skólaár: 1. Almenn bekkjarkennsla og umsjón með nýbúum. 2. Staða handmenntakennara. 3. Staða myndmenntakennara. 4. Staða heimilisfræðikennara. 5. Staða raungreinakennara. Nánari upplýsingar veita Guðjón Sigurðsson, skólastjóri, og Helga G. Guðjónsdóttir, aðstoð- arskólastjóri, í síma 483 4350 Skólastjóri. Sjúkraliðar — sjúkraliðar! óskast á allar vaktir. Sjálfstæð störf fyrir sjálf- stæða sjúkraliða. Verið velkomin í heimsókn að skoða heimilið. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 530 6100 eða 530 6187 alla virka daga kl. 8-16. Á Grund búa 248 einstaklingar á hjúkrunar- og dvalardeildum. Á heimilinu er margþætt starfssemi s.s. sjúkraþjálfun, handavinna, leikfimi, sund, fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa. Sjúkraliðar Óskum nú þegar eftir faglega færum og skemmtilegum sjúkraliðum, sem hafa áhuga á að hjúkra öldruðu fólki. Í boði eru heilar stöð- ur, hlutastörf og einstakar vaktir. Upplagt fyrir þá sem búsettir eru í Kópavogi. Starfsfólk til umönnunarstarfa Óskum nú þegar eftir starfsfólki til umönnunar- starfa og í sumarafleysingar. Hlutastörf og vaktir eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Áslaug Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 560 4163/560 4100. Netfang: aslaug@sunnuhlið.is. Vopnafjarðarskóli auglýsir Starfsfólk vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár í sérkennslu, náttúrufræði, kennslu yngri barna, ensku, samfélagsfræði og almenna kennslu. Þá er auglýst eftir æskulýðs- fulltrúa og er æskilegt að viðkomandi hafi íþróttakennaramenntun eða menntun/reynslu af íþróttaþjálfun. Vopnafjarðarskóli er einsetinn skóli með 113 nemendur. Ný og glæsi- leg viðbygging var tekin í notkun á síðastliðnu hausti þar sem tónlist- arskóli og bókasafn sveitarfélagsins eru undir sama þaki og er aðstað- an með besta móti. Heitur matur er í hádeginu fyrir nemendur og starfsfólk og starfsemi tónlistarskólans og æskulýðsstarf er í beinum tengslum við starf skólans svo eitthvað sé nefnt. Starfsfólk er metnað- arfullt og góður starfsandi er ríkjandi. Flutningskostnaður er greiddur og mjög góð húsnæðisfríðindi eru í boði. Frekari upplýsingar eru veittar af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri, símar 470 3251, 473 1108 og 861 4256, netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is . Aðstoðarskólastjóri, símar 470 3252 og 473 1345, netfang: harpa@vopnaskoli.is Frá Grunnskólanum í Borgarnesi Kennarar athugið Við Grunnskólann í Borgarnesi eru lausar til umsóknar stöður grunnskólakennara fyrir næsta skólaár. Er hér m.a. um að ræða sér- kennslu, heimilisfræði og almenna bekkjar- kennslu. Skólinn verður einsetinn næsta skóla- ár og vegna þess er verið að byggja við hann núna. Greitt verður skv. nýsamþykktum kjara- samningum Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Borgarnes er vaxandi bæjarfélag í fallegu söguhéraði þar sem gott er að búa. Nemendur eru um 330 talsins og eru að jafnaði tvær bekkj- ardeildir í árgangi. Bekkjarstærðir eru því þægi- legar í flestum tilfellum. Allar nánari upplýsingar gefa Kristján Gíslason skólastjóri, s. 437 1222/hs. 437 2269 (kristgis@ismennt.is) , eða Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri, s. 437 1229/hs. 437 1918 (hilmara@ismennt.is). Einnig er upplýsingar að finna á heimasíðu skólans http://borgarnes.ismennt.is Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.