Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hafrannsóknastofnunin Sérfræðingur/ fiskirannsóknir Hafrannsóknastofnunin óskar eftir því að ráða sérfræðing til starfa við almennar fiskirann- sóknir (stofnstærðarmat og veiðiráðgjöf). Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða sambærilegu prófi í fiski- eða sjávarlíffræði eða skyldum raungreinum. Þá er æskilegt að viðkomandi hafi haldgóða þekkingu í stærð- og tölfræði. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Hafrannsóknastofnuninni fyrir 20. apríl. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur S. Ástþórsson, aðstoðarforstjóri, í síma 552 0240, netfang: osa@hafro.is Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrann- sóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, þrjú rannsóknaskip og hefur að jafnaði 170 starfs- menn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Heiðarskóli, Leirársveit í Borgarfirði Lausar stöður Aðstoðarskólastjóri Staða aðstoðarskólastjóra við skólann er laus til umsóknar. Auk kennaramenntunar er æski- legt að umsækjandi hafi reynslu af stjórnun og góða tölvuþekkingu. Íþróttakennari Staða íþróttakennara við skólann er laus til um- sóknar. Auk íþróttakennaramenntunar er æski- legt að umsækjandi hafi áhuga á að starfa með börnum og ungmennum að ýmsum félags- störfum. Við skólann er íþróttasalur og inni- sundlaug ásamt skólalóð með góðu leiksvæði. Almenn kennsla Staða kennara á unglingastigi og kennsla yngri barna. Meðal kennslugreina eru danska, mynd- mennt, náttúrufræði, raungreinar, smíðar og sérkennsla á mið- og unglingastigi. Skólastjóri og rekstraraðilar leggja rækt við framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Heiðarskóli er í Leirársveit í um 45 km. fjarlægð frá Reykjavík og um 20 km. frá Akranesi og Bor- garnesi. Skólinn er einsetinn og mötuneyti er á staðnum, nemendur eru 110. Í boði er starf og húsnæði í góðu og jákvæðu umhverfi, þar sem starfsgleði og góður andi eru í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 8920 Netfang: harhar@ismennt.is Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 2000-2001 Kennarar Laugalækjarskóli, sími 588 7500 og 552 0547 (skólastjóri heima) einnig 897 5045 Danska í 8.-10. bekk sem allra fyrst vegna forfalla til vors. 1/1 staða. Seljaskóli, sími 557 7411. Almenn kennsla í 3. bekk frá 1. apríl nk. vegna forfalla til vors. 1/1 staða. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar. Umsóknir ber að senda í skólana. Laun skv. kjarasamningum kennarafélaganna við Launanefnd sveitar- félaga. Önnur störf Fossvogsskóli, sími 568 0200. Starfsmaður til að sinna ýmsum störfum í skóladagvist. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri. Umsóknir ber að senda í skólann. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar- félag. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is . Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Yfirþroskaþjálfi/ deildarstjóri Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir hæfum einstaklingi, t.d. með þroskaþjálfa og/eða uppeldismenntun, til starfa á sambýlið Lækjarási 8. Gott væri ef viðkom- andi hefði táknmálskunnáttu. Boðið verður upp á námskeið í táknmáli, ef sú kunnátta er ekki fyrir hendi. Mikilvægt er að viðkomandi þekki inn á einhverfu og vinnu með einhverfum. Stuðningsfulltrúar Ennfremur óskum við eftir stuðningsfulltrúum til starfa í vaktavinnu nú þegar og til sumar- afleysinga, bæði í heilar stöður og hlutastörf. Vegna samsetningar starfsmannahópsins óskum við eftir fleiri karlmönnum í hópinn. Heyrnalaust fólk, er kann táknmál, er boðið velkomið sem umsækjendur. Nánari upplýsingar veitir Kristjana Mjöll Sig- urðardóttir, forstöðumaður, í síma 567 6135. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Svæðis- skrifstofu. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum ríkisins við ÞÍ eða SFR. Umsóknarfrestur er til 9. apríl nk., en umsóknir geta gilt í allt að 6 mán. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Tveir starfsmenn óskast Fulbright-stofnunin leitar að tveimur starfskröftum Starfsmaður óskast til að vinna við upplýsinga- miðlun um háskólanám í Bandaríkjunum svo og önnur störf á skrifstofu stofnunarinnar. Hæfniskröfur eru: almenn tölvu- og internets- kunnátta, skipulagshæfileikar, færni í töluðu og rituðu máli (textagerð) á ensku og íslensku. Starfið krefst einnig mikila samskipta við fólk sem leitar til stofnunarinnar og eru þjónustu- lund og góðir samskiptaeiginleikar því algjör skilyrði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám á há- skólastigi í Bandaríkjunum. Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf. Fylgigögn með umsókn eru einkunnir úr námi og tvenn meðmæli, sem sendast stofnuninni beint frá meðmælanda. Starfsmaður óskast einnig í hálft starf til að sinna prófamiðstöð Fulbright-stofnunarinnar. Hæfniskröfur eru: almenn tölvukunnátta, góð enskukunnátta, áreiðanleiki, þjónustulund og góðir samskiptaeiginleikar. Umsóknir berist Fulbrigth-stofnuninni, Lauga- vegi 59, 101 Reykjavík, eigi síðar en 5. apríl nk. Ef óskað er frekari upplýsinga eru þær veitt- ar í síma 552-0830 frá kl. 9 til 10 fyrir hádegi. Fulbright-stofnunin er íslensk-amerísk menntastofnun sem sett var á fót með samningi milli ríkisstjórna Íslands og Bandaríkjanna árið 1957. Stofnunin starfar með fjárveitingum beggja samningsaðila. Stofnunin styrkir Íslendinga til náms og rannsóknarstarfa í Bandaríkj- unum og Bandaríkjamenn til náms og kennslu- og rannsóknarstarfa á Íslandi. Stofnunin miðlar einnig upplýsingum um sérnám, háskóla- nám og framhaldsmenntun í Bandaríkjunum. Skrifstofa stofnunarinnar er á Laugavegi 59, 3. hæð. Heimasíða: www.fulbright.is Málari Óska eftir samviskusömum málara til vinnu sem fyrst. Upplýsingar í síma 892 9123.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.