Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2001, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 25. MARS BLAÐE Barna- og unglingageðlæknir/sérfræðingur Starf sérfæðings (100%) á barna- og unglinga- geðdeild er laust til umsóknar. Sérfæðingar BUGL starfa við göngudeild, 3 innlagnardeildir, samráðs- þjónustu við aðrar deildir og stofnanir, kennslu og ráðgjöf. Einnig sinnir sérfræðingurinn gæslu- vöktum. Verksvið nánar ákveðið í samráði við yfirlækni. Umsóknum ásamt upplýsingum um náms- og starfsferil skal skila í tvíriti til Ólafs Ó. Guðmunds- sonar yfirlæknis, sem veitir nánari upplýsingar í síma 560 2500, netfang olafurog@landspitali.is. Ráðning frá 1. júní 2001. Deildarlæknar Sjö stöður deildarlækna við handlækningadeildir eru lausar til umsóknar. Ein staðan er laus frá og með 1. apríl 2001 en hinar sex frá og með 1. júlí 2001. Um er að ræða 12 og 24 mánaða stöður. 24 mánaða stöðurnar fela í sér 6 mánuði á almennri skurðdeild, 6 mánuði á svæfinga- og gjörgæsludeild og 12 mánuði á sérdeild (hjarta- og lungnaskurðdeild, æðaskurðdeild, þvagfæra- skurðdeild, barnaskurðdeild, lýtalækningadeild, bæklunarskurðdeild, heila- og taugaskurðdeild). Umsóknum ásamt CV skal skilað til Gunnhildar Jóhannsdóttur, skrifstofu prófessors/sviðsstjóra skurðlækningasviðs, Landspítala Hringbraut, fyrir 9. apríl 2001. Upplýsingar veita Páll Helgi Möller, yfirlæknir, netfang pallm@landspitali.is, og Sigurður Blöndal, skurðlæknir, netfang sblondal@landspitali.is, í síma 560 1000. Hjúkrunarfræðingar - næturvaktir Hjúkrunarfræðingar óskast frá 1. maí n.k. á næturvaktir á Landakoti. Um er að ræða skipu- lagningu hjúkrunar og vaktstjórn á 2-3 deildum. Ýmsir vaktamöguleikar á fjölbreyttum öldrunar- lækningadeildum. Laun í samræmi við umfang og ábyrgð starfs. Upplýsingar veita Lúðvík H. Gröndal deildarstjóri í síma 525 1932, netfang ludvikg@landspitali.is og Ingibjörg Hjaltadóttir sviðsstjóri í síma 525 1888, netfang ingihj@landspitali.is Hjúkrunarfræðingar óskast sem fyrst á öldrunarsvið Landakoti. Stöðurnar fela í sér klíníska vinnu á deild ásamt sérverkefnum s.s. umsjón með fræðslu, þróun hjúkrunarmeðferðar eða þátttöku í rannsóknar- verkefnum. Einnig eru lausar stöður hjúkrunar- fræðinga sem eingöngu tengjast klíník. Ýmsir vaktamöguleikar á fjölbreyttum öldrunarlækninga- deildum. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Laun í samræmi við umfang verkefna eða ábyrgðar starfs. Upplýsingar veitir Ingibjörg Hjaltadóttir sviðsstjóri í síma 525 1888, netfang ingihj@landspitali.is Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til sumarafleysinga og til langframa á nokkrar skurðlækningadeildir. Góð aðlögun í boði og möguleiki á tvískiptum vöktum. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að taka þátt í þeim breytingum sem nú eiga sér stað og eru framundan á skurð- lækningasviði LSH. Upplýsingar veitir Elsa B. Friðfinnsdóttir sviðsstjóri í síma 525 1305/864 4541, netfang elsafri@landspitali.is Hjúkrunarfræðingur - næturvaktir Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir á geð- deild Kleppi. Um er að ræða mjög fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. Hver vakt er 10,5 klst. og starfshlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Guðný Anna Arnþórsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 560 2600, netfang gudnya@landspitali.is Hjúkrunarfræðingar óskast á sjúkrahótel Rauða krossins í 40% starf (vaktavinna). Upplýsingar veitir Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 562 3330, netfang sjukrahotel@redcross.is Sjúkraliðar óskast á deild B-4 Fossvogi, sem er bráðadeild fyrir aldraða og býður upp á fjölbreytilegan starfsvettvang. Verið er að þróa verkefnastjóra- stöður fyrir sjúkraliða á öldrunarsviði og er möguleiki á slíku verkefni fyrir reynda sjúkraliða. Starfshlutfall og vinnutími samkomulag. Upplýsingar veitir Ingibjörg Hjaltadóttir sviðsstjóri í síma 525 1888, netfang ingihj@landspitali.is Hjúkrunarritari óskast sem fyrst á almenna skurðlækningadeild B-6 Fossvogi. Viðkomandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og vera lipur í samskiptum. Starfshlutfall 100%. Upplýsingar veitir Anna Ingigerður Arnarsdóttir starfandi deildarstjóri í síma 525 1058, netfang annaia@landspitali.is Símavörður óskast sem fyrst til starfa við skiptiborð Landspítala Hringbraut. Um er að ræða almenna símavörslu. Tölvuþekking æskileg. Vinnutími er frá kl. 08.00–16.00 virka daga. Starfshlutfall 100%. Upplýsingar veitir Sólveig Smith forstöðumaður í síma 560 2220, netfang solsmith@landspitali.is Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til 9. apríl n.k. Tollstjórinn í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík annast alla tollafgreiðslu í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur auk innheimtu opinberra gjalda. Hjá embættinu eru starfandi um 190 starfsmenn í hinum ýmsu deildum. Á innheimtu- sviði embættisins eru stafandi um 65 starfsmenn í fjórum deildum. Þar af verða um 20 starfandi í afgreiðsludeild embættisins. Deildarstjóri Starf deildarstjóra afgreiðsludeildar, sem er ný deild innan innheimtusviðs embætt- isins, er laust til umsóknar. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Afgreiðsludeild kemur til með að annast eftirfarandi verkefni: ● Upplýsingagjöf við gjaldendur. ● Daglegt uppgjör innheimtu. ● Skráningu staðgreiðsluinnheimtu. ● Hefðbundin gjaldkerastörf. Deildarstjóri afgreiðsludeildar annast m.a. eftirtalin verkefni: ● Mótun starfsemi deildarinnar í samvinnu við forstöðumann innheimtusviðs. ● Sér um að afgreiðsla og upplýsingagjöf verði með greiðum og öruggum hætti. ● Stuðlar að góðu upplýsingastreymi gagnvart samstarfsmönnum í deildinni og öðrum stjórnendum hjá embættinu. ● Þátttaka í ákvörðunum um ráðningar starfs- manna til deildarinnar o.fl. Hæfniskröfur: ● Starfsreynsla á ofangreindu sviði. ● Tölvukunnátta. ● Þjónustulund og hæfni í mannlegum sam- skiptum. ● Hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp. ● Nákvæmni og vandvirkni í vinnubrögðum. Í boði er: Áhugaverð verkefni við uppbyggingu og mót- un nýrrar deildar. Góð starfsskilyrði á skrifstofu embættisins í miðbæ Reykjavíkur. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfs- manna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, meðmælendur og annað sem um- sækjandi vill taka fram, skal skila til starfsmann- astjóra embættisins sem er með aðsetur á Skúlagötu 17, 101 Reykjavík, fyrir 9. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigmundur Sigurgeirsson, starfsmannastjóri, sími 560 0423 og Gunnar Ármannsson, forstöðu- maður innheimtusviðs, sími 560 0300. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu liggur fyrir. Tollstjórinn í Reykjavík er þátttakandi í samstarfisverkefni Reykjavíkur- borgar og Gallup „Hinu gullna jafnvægi" sem miðar að því að auka sveigjanleika í fyrirtækjum varðandi vinnutíma starfsfólks, með það að markmiði að samræma betur starf og einkalíf og bæta nýtingu mannauðsins. Blikksmíði ehf. óskar eftir blikksmiðum. Upplýsingar í símum: 565 4111 og 893 4640.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.