Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 3
þjóðarinnar óvelkomið hér eins og Rússar voru í austantjaldsríkjunum gömlu. Ef svo hefði verið hefðu vinstrimenn fengið fleiri at- kvæði en reyndin var, menn skynjuðu herinn sem varnarlið en ekki kúgara.“ Nú er uppi ágreiningur milli nokkarra öfl- ugustu ríkja Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna um mikilvæg atriði varnarstefnunnar. Getum við lent í því að þurfa að velja á milli samstarfs við Bandaríkin og samstarfs við Evrópulöndin? Klofnar þjóðin þá aftur? „Ákveðinn hluti þjóðarinnar var mjög and- vígur hernum en hún var ekki klofin í tvo jafn- stóra hópa. Ég veit ekki hvað skal segja en nú eru ekki sams konar umbrotatímar og voru fyrir hálfri öld þótt menn geti deilt og skipst í fylkingar. Bandaríkin og Kanada hafa verið bakfiskurinn í NATO og eins og heiti banda- lagsins á ensku gefur til kynna snýst það um bandalag yfir Norður-Atlantshafið. Þess vegna er það svo mikilvægt sérstaklega fyrir okkur. En bandalagið er ekki lengur það sem það var ef samstarfið fer að lúta nýjum lögmálum og Evrópusambandsríkin mæta á fundi NATO með sína eigin varnarstefnu sem þau hafa vafalaust varið mörgum vikum í að komast að sameiginlegri niðurstöðu um og vilja því í engu breyta. Nógu erfitt hafi verið að finna málamiðlun. Ef svo færi geri ég ráð fyrir að Bandaríkjamenn og Kanadamenn myndu segja að nóg væri komið og þeir yrðu ekki með í samstarfi á þessum forsendum. Þá yrði staða mála orðin mjög sérstæð fyrir okkur. En ég geri ráð fyrir að þorri þjóðarinnar myndi þá leggja aðaláherslu á að halda fast við gildi varnarsamningsins við Bandaríkin fremur en að hefja þátttöku í einhverju óljósu varnar- samstarfi Evrópusambandsríkjanna. Evrópu- sambandsríkin hafa ekki borið gæfu til að taka mikilvægar, sameiginlegar ákvarðanir í varn- ar- og öryggismálum. Það gerðist ekki 1914, ekki heldur 1939. Lausn hefur aldrei fundist fyrr en Bandaríkjamenn hafa séð þann kost vænstan að blanda sér í deilurnar, oftast nauð- ugir fremur en viljugir.“ Fyrsti forseti Bandaríkjanna, George Wash- ington, ræddi á sínum tíma um að ekkert ríki ætti sér varanlega vini eða óvini, aðeins hags- muni. Hvað finnst þér? „Það er auðvitað rétt að í Evrópusögunni var þetta svo að kóngarnir voru alltaf að skipta um bandamenn og gifta börnin sín til að öðlast nýja vini. Þetta hefur líka gerst í nú- tímasögu, menn hafa séð veður skipast skjótt í lofti. Sagt er að stjórnmálin leiði menn oft óvænt saman til sængur og það gerist ekki síð- ur í samtökum ríkja. En þjóðir sem hafa svip- aða heimsmynd hafa oft átt betra með að vinna saman en aðrar. Það sem heldur aðild- arþjóðum NATO saman eru langar lýðræð- ishefðir, flestar hafa lengi búið við slíkt skipu- lag. Sameiginleg gildi sameina þjóðirnar.“ Líta Bandaríkjamenn á okkur sem eyju í Evr- ópu eða útvörð Bandaríkjanna? „Það erfitt að átta sig á því hvað þeim finnst, sennilega vita fæstir þeirra nokkuð um okkur þó að það geti hafa breyst eitthvað á síðustu árum. Margir þeirra eru afar sjálf- hverfir og þeir halda til dæmis svonefnda heimsleika í íþróttagreinum sem ekki eru stundaðar utan Bandaríkjanna. Á Vestur- ströndinni finnst þeim líklega að Evrópa sé af- skaplega fjarlæg, Asía er mikilvægari fyrir þá. Ég held að Bandaríkjamenn líti á okkur sem Evrópubúa og landið sem hluta af Evr- ópu. En ef samstarfið innan NATO veikist og bandarískir hermenn hverfa endanlega frá öðrum Evrópulöndum er ég ekki í vafa um að mikilvægi varnarstöðvar hér mun í augum Bandaríkjamanna aukast. Þeir munu ávallt gera sér grein fyrir því hvað landfræðileg lega Íslands er mikilvæg. Ég minni á að Colin Powell, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, nefndi fyrir skömmu að fyrra bragði Ísland sem dæmi um mikilvægan liðsmann NATO er hann kom fyrir þingnefnd. Hann var að rök- styðja þá skoðun sína að rétt væri að veita fyrrverandi kommúnistaríkjum aðild að bandalaginu þótt þau legðu ef til vill ekki mik- ið af mörkum.“ Hver er ógnin? Jón Sigurðsson varaði við því um miðja nítjándu öldina að landið væri án hervarna. Hann benti á að glæpaflokkur gæti tekið landið. Hvaða hætta réttlætir varnarstöðina hér að loknu kalda stríðinu? „Við getum litið í kringum okkur og til grannlandanna. Frakkar hafa fjölmennan her en hverjum á hann að verjast? Hver er ógnin? Hvert er hlutverk þýska hersins? Enginn tel- ur þörf á að svara þessum spurningum. Svarið er að menn hafa herina til að verjast óviss- unni. Nú er friðvænlegra en lengi áður en eng- um dettur í hug að hafa land sitt algerlega óvarið og ef við við hugsum til varnarorða Jóns þá gætu hryðjuverkamenn í þrem flug- vélum eða svo tekið landið ef hér væri enginn her. Hér eru ákveðnar lágmarksvarnir núna og þar að auki okkar eigin löggæslumenn. Sjálfsagt gætu Íslendingar varið sig sjálfir gegn nokkur hundruð manna herflokki ef mik- ið lægi við. Hér hafa menn á borð við Steingrím Her- mannsson sagt að Íslendingar hafi skriðið á fund Bandaríkjamanna til að fá tryggingu fyr- ir því að hér yrði áfram varnarstöð. Þetta er grundvallarmisskilningur. Íslendingar hafa alltaf sagt að hér skuli eingöngu vera herstöð ef hún sé í þágu beggja aðila. Hér á ekki að vera varnarstöð ef hún þjónar eingöngu eftirlits- og forvarnahlutverki fyrir Bandaríkjamenn vegna hugsanlegrar hættu á svæðinu og þjónar ekki því sem við skilgrein- um sem varnir Íslands. Ef Bandaríkjamenn komast að þeirri niðurstöðu að þeir vilji ekki halda uppi stöð sem þjóni hagsmunum beggja verður hún einfaldlega lögð niður. Flóknara er þetta ekki og í þessu felst engin hótun. Banda- ríkjamenn skilja þetta vel þótt til séu Íslend- ingar sem ekki gera það. Hér er um sameig- inlega varnarstöð að ræða, hún ver hagsmuni beggja þjóðanna. Við munum á næstu árum þurfa að hafa svipaðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lág- marksfjölda flugvéla. Stöðin getur ekki verið minni en hún er.“ Hvað viltu segja um framtíð sjálfs varnar- samningsins? „Menn tala oft um að viðræður sem ef til vill verða um bókanir við varnarsamninginn snú- ist um að framlengja samninginn. Það er mis- skilningur. Sjálfur samningurinn er áfram fyr- ir hendi, honum er hægt að segja upp og Bandaríkjamenn geta farið héðan með skömmum fyrirvara. Viðræður hafa farið fram um ýmsa hagræðingu og framkvæmdaatriði á flugvellinum en ég tel ekki að um sé að ræða nein brýn mál sem þurfi að fjalla um núna í þeim efnum. Þessar bókanir voru tímabundn- ar, hægt er að að ræða þær aftur núna eða eft- ir tvö ár, tíu ár. En varnarsamningurinn held- ur sínu fulla gildi og hann er aðalatriðið. Bandaríkjamenn hafa aldrei talað um að segja upp varnarsamningnum þótt annað væri fullyrt hérlendis fyrir nokkrum árum. Ef menn verða sammála um að samningurinn sé ekki lengur nauðsynlegur og enga varnarstöð þurfi hér þá fer stöðin einfaldlega. Þá verðum við að sjálfsögðu að hugsa um einhverjar lág- marksvarnir fyrir okkur sjálfa en þær gætu aldrei orðið jafnmiklar og viðbúnaður Banda- ríkjamanna hér. En ég sé ekki fyrir mér að neinar breytingar verði hér í þessum efnum á næstunni.Við byggjum á góðum grundvelli, hann er afar sérstakur og Bandaríkjamenn meta samninginn mikils. Þeir hafa ekki gert sams konar samning við neina aðra þjóð. Hann hefur reynst vel og fátítt að tvíhliða samningar milli ríkja endist jafnvel,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson forsætisráðherra: „Við munum á næstu árum þurfa að hafa svipaðan viðbúnað og hér er nú, ákveðinn lágmarksfjölda flugvéla. Stöðin getur ekki verið minni en hún er. “ ’ Meginávinningur okkarhefur verið að við skipuðum okkur í ákveðna sveit með afgerandi hætti og fengum tryggingu í heimi sem þá var mjög óviss. Bandaríkja- menn og Atlantshafs- bandalagið voru að tryggja sér aðstöðu í þeim hluta Norðurálfu sem talinn var einna þýðingarmestur ef til raunverulegs ófriðar kæmi. ‘ VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.