Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 10
S IGMUND, hinn ágæti teiknari og stjórn- málarýnir Morgun- blaðsins, setur mig gjarnan í brynju á myndum sínum. Til- efnið er, að í septem- ber 1995 flutti ég er- indi á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um öryggis- og umhverf- ismál á Norður-Atlantshafi og hvatti til þess, að Íslendingar litu varnir sín- ar nýjum augum og ræddu, hvað þeir ættu sjálfir að leggja af mörkum í því skyni. Þegar ritstjórn Morgunblaðsins býður mér að taka þátt í að fagna þeim merkisatburði, að hinn 5. maí 2001 eru 50 ár liðin síðan ritað var undir varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, ætla ég að líta að nýju á hlut Íslendinga í eigin vörnum, þótt viðbrögðin haustið 1995 hafi staðfest þá skoðun mína, að um ýmsa þætti íslenskra öryggismála vilji menn helst ekki ræða og þar á meðal, hver eigi að vera hlutur okkar Íslend- inga sjálfra við gæslu eigin öryggis. Kýs ég að endursegja erindið að verulegum hluta, því að það hefur aldrei birst á íslensku, og lesendur munu auk þess sjá að á sviði öryggis- mála sem öðrum fer því fjarri að stöðnun einkenni umræður auk þess sem efnistök stjórnvalda breytast í samræmi við nýjar kröfur. Harðar deilur Umræður um varnir Íslands hafa fylgt mér frá blautu barnsbeini, því að faðir minn, Bjarni Benediktsson, var löngum í fremstu röð þeirra, sem mótuðu stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum. Hann ritaði í senn undir Atlantshafssáttmálann, stofn- skrá Atlantshafsbandalagsins (NATO) fyrir Íslands hönd hinn 4. apríl 1949 og varnarsamninginn 5. maí 1951. Óeirðir urðu á Austurvelli hinn 30. mars 1949 og kommúnistar réðust með grjótkasti á Alþingishús- ið, þegar aðildin að NATO var sam- þykkt. Þá þótti skynsamlegt, að við Guðrún, systir mín, værum á heimili frændfólks í öryggisskyni og um nokkurt skeið var sérstök öryggis- gæsla við heimili okkar vegna hinnar pólitísku spennu, sem ríkti. Kóreustyrjöldin, umræður um hættuna af kjarnorkumætti Sovét- ríkjanna í upphafi sjötta áratugarins og átökin um það 1956, hvort banda- ríska varnarliðið ætti að hverfa af landi brott vöktu mikinn áhuga hjá mér og höfðu mótandi áhrif. Í upphafi sjöunda áratugarins varð síðan Kúbudeilan og mannkyn stóð nær því en nokkru sinni fyrr eða síðar, að gripið yrði til kjarnorkuvopna í sam- skiptum Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Sannfærðist ég um, að það væri ekki háð tímabundnu mati á ein- stökum atburðum á alþjóðavettvangi, hvort gera þyrfti ráðstafanir til að tryggja öryggi og varnir Íslands, heldur væri þar um varanlegt við- fangsefni að ræða. Engin þjóð gæti leyft sér að vera eins og strúturinn og stinga höfðinu í sandinn, ef hættu bæri að höndum. Líta bæri á ráð- stafnir til að gæta ytra öryggis þjóða sömu augum og einstaklingar gera, þegar þeir semja við tryggingafélag eða nú við öryggisgæslufyrirtæki til að tryggja eigið öryggi sem best. Festa ríkti í varnarmálunum á við- reisnaráratugnum. Hér var haldinn utanríkisráðherrafundur NATO í fyrsta sinn árið 1968 og kom ég að því á Morgunblaðinu að vinna að útgáfu sérstaks blaðs í tilefni af honum. Kynntist ég þá fyrst stefnu banda- lagsins náið en lengi var talað um merki NATO frá Reykjavík, þar sem annars vegar var lögð áhersla á að NATO mundi halda úti öflugum vörnum en hins vegar leita eftir við- ræðum um takmörkun vígbúnaðar við Varsjárbandalagsríkin. Á þessum árum vildi faðir minn, að íslensk stjórnvöld leituðu til erlendra sér- fræðinga til að leggja mat á öryggis- hagsmuni Íslands og hvaða ráðstaf- anir væru nauðsynlegar til að gæta þeirra, en á sjöunda áratugnum fóru sovéskar herflugvélar að láta að sér kveða í nágrenni Íslands og kafbáta- floti þeirra á Norður-Atlantshafi stækkað jafnt og þétt. Geta menn rétt ímyndað sér, hvað gerst hefði í Kúbudeilunni hér á Atlantshafi, ef Sovétmenn hefðu þá ráðið yfir þeim úthafsflota, sem þeir hófu að smíða á sjöunda áratugnum. Hernaðarlegt gildi Íslands í samskiptum austurs og vesturs jókst ár frá ári í samræmi við spennuna í vígbúnaðarkapphlaupinu. Árið 1971 tók vinstri stjórn við af viðreisnarstjórninni og hún vildi eins og vinstri stjórnin frá árinu 1956 draga úr vörnum landsins. Sjálfstæðisflokkurinn snerist gegn þessari stefnu. Flokkurinn breytti innra skipulagi sínu á þessum árum og kom á fót málefnanefndum, þar á meðal utanríkismálanefnd og varð ég formaður hennar og tók virkan þátt í umræðunum um varnarmál. Vegna útþenslu Sovétmanna á Norður-Atl- antshafi beindist athyglin meira en ella að varnarleysisstefnu íslenskra stjórnvalda. Hingað komu sérfræð- ingar og blaðamenn til kynna sér að- stæður og hitti ég marga þeirra, þar á meðal Johan Jörgen Holst, sem síðar varð varnarmálaráðherra og utanrík- isráðherra Noregs. Fyrir hans tilstilli tók ég til við að rita greinar um ís- lensk utanríkis- og öryggismál í er- lend tímarit og bækur um þessi efni og taka þátt í ráðstefnum um þau víða um lönd. Frá þessum árum er mér einnig minnisstæð ferð, sem Geir Hallgrímsson, Matthías Á. Mat- hiesen, Styrmir Gunnarsson og ég fórum til Noregs til að kynnast stefn- unni í varnar- og öryggismálum og ræða um hana við forystumenn á sviði stjórnmála og varnarmála. Höfðu þeir áhyggjur af því, ef Íslend- ingar hættu þátttöku í þeirri örygg- iskeðju sem varnarsamstarfið mynd- aði með aðild okkar frá Norður-Ameríku til Noregs. Nýlega skýrði norska blaðið Aften- posten frá því, að á árunum 1971 til 1974, sömu árin og ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar gældi við að láta varnarliðið hverfa úr landi í áföngum, hefðu farið fram viðræður milli Finna og Sovétmanna, um að sovéskt herlið og hergögn fengju fastan samastað í Norður-Finnlandi og Finnar veittu Sovétmönnum að- stoð við hugsanlega innrás í Noreg. Byggðist fréttin á rannsóknum finnsks blaðamanns á austur-þýskum Stasi-skjölum. Hvort sem norsk stjórnvöld höfðu grun um þetta hern- aðarbrölt Sovétmanna við austur- landamæri sín eða ekki á sama tíma og íslensk stjórnvöld vildu stuðla að varnarleysi fyrir vestan Noreg á Norður-Atlantshafi, þarf engan að undra, að þau höfðu miklar áhyggjur af því, sem hér kynni að gerast. Þáttaskil urðu í pólitískum um- ræðum um veru bandaríska varnar- liðsins vorið 1974, þegar fyrir lá í undirskriftasöfnun Varins lands, að 55.522 íslenskir kjósendur vildu ekki hrófla við stefnunni í varnarmálum. Er eftirminnilegt að hafa tekið þátt í þeirri miklu fjöldahreyfingu og kynn- ast því af eigin raun af hve mikilli vandvirkni var að framkvæmd henn- ar staðið, þótt forsvarsmenn söfnun- arinnar fengju á opinberum vett- vangi á sig blóðugar skammir frá andstæðingum hins góða og vinsæla málstaðar. Líklega sauð þar upp úr í málefnasnauðum áróðri þeirra, sem mæltu varnarleysi Íslands bót en sagan sýnir okkur nú, að bein og óbein tengsl þeirra við andstæðinga Vesturlanda í kommúnistaríkjunum voru meiri en þá var unnt að leiða í ljós með haldbærum gögnum. Sum- arið 1974 vann Sjálfstæðisflokkurinn góðan sigur í þingkosningum og rík- isstjórn var mynduð undir forsæti Geirs Hallgrímssonar. Hún batt enda á óvissuna í varn- armálunum á fyrstu mánuðum sín- um. Síðustu 15 árin, þar til Sovétríkin og valdakerfi þeirra í Austur-Evrópu liðu undir lok árið 1991, leituðust andstæðingar varnarsamstarfsins við Bandaríkin einkum við að gera það tortryggilegt með því að ala á grunsemdum, um að kjarnorkuvopn væru á Keflavíkurflugvelli. Er það kapítuli út af fyrir sig að rifja þá sögu upp og hverjir létu mest að sér kveða í henni. Tók ég mikinn þátt í um- ræðum um þau mál hér á síðum Morgunblaðsins sem blaðamaður þess. Þáttur Morgunblaðsins í þágu varnarsamstarfsins hefur verið mikill síðustu 50 ár og styrkurinn, sem blaðið sýndi í hörðum deilum kalda stríðsins, er ein af forsendum þess trausts og trúverðugleika, sem það nýtur enn þann dag í dag meðal þjóð- arinnar. Íslensk öryggissveit Í erindinu 1995 spurði ég, hvort við gætum treyst því, að hin farsæla stefna í varnar- og öryggismálum, sem Íslendingar hefðu fylgt í rúm 50 ár sem sjálfstæð þjóð, mundi veita þeim sama skjól á nýrri öld. Svaraði ég á þann veg, að við gætum varla vænst þess. Ég taldi, að áfram mynd- um við geta treyst á aðild okkar að NATO og varnarsamninginn við Bandaríkin en á hinn bóginn kynni afstaða NATO og Bandaríkjamanna til varnarstöðvarinnar að breytast á þann veg, að þar yrði minni liðsafli og viðbúnaður en áður og það tæki lengri tíma en verið hefði að kalla út þann herstyrk, sem kynni að þurfa til að verja landið. Íslensk stjórnvöld myndu áfram óska eftir öryggis- tryggingu frá Bandaríkjastjórn á hættutímum, en vandasamt kynni að verða að fá með skömmum fyrirvara landher til að verja lykilmannvirki í landinu. Síðan 1995 hafa engar meginbreyt- ingar orðið á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur reynst rétt, sem við talsmenn þess héldum fram eftir lok kalda stríðsins, að bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld líta á það sem varanlegan lið í að gæta ör- yggishagsmuna þjóða sinna að eiga samstarf í varnarmálum. Spurningar hafa hins vegar vaknað um, hvernig staðið skuli að framkvæmd þess. Varnarsamningurinn frá 1951 hef- ur ekki gildi nema með rökum sé sýnt fram á, að gerðar séu ráðstafanir til að sinna skyldum í samræmi við efni hans. Það verður ekki gert nema unnt sé að fylgjast með skipaferðum við Ísland, halda uppi vörnum í loft- helgi Íslands, hafa tiltækar áætlanir um varnir landsins og æfa fram- kvæmd þeirra. Einnig þarf að sýna með áætlunum og viðbúnaði, hvernig unnt er að tryggja öryggi þeirra, sem lenda í lífsháska á Íslandi eða í ná- grenni við landið. Hinn 4. janúar 1994 var í fyrsta sinn gengið frá sameiginlegri bókun milli ríkisstjórna Íslands og Banda- ríkjanna um framkvæmd varnar- samningsins til næstu tveggja ára. Var gildistími bókunarinnar fram- lengdur til fimm ára hinn 9. apríl 1996. Er því enn kominn tími til þess að huga að þessari bókun. Að mínu áliti er þetta fyrirkomulag ekki skyn- samlegt, enda í andstöðu við hefðir í samstarfi þjóðanna frá 1951 til 1994 og það eðli varnarsamningsins, að hann gildi, þar til annar hvor aðili hans vill rifta honum. Samkvæmt samningnum ber að standa að vörn- unum í samræmi við sameiginlegt mat á öryggishagsmunum hverju sinni. Með hina sameiginlegu og var- anlegu hagsmuni í huga hafa Banda- ríkjamenn hag af því að halda hér úti þeim liðsafla og tækjakosti, sem er nauðsynlegur til eftirlits í og á hafinu og dugar til fyrstu viðbragða á landi og í lofti. Ef fallið yrði frá því að fram- kvæma varnarsamninginn með þess- um hætti, skapaðist sú pólitíska að- staða, að á hættustundu kynnu ákvarðanir um slíka grunnþætti að leiða til hættulegrar stigmögnunar og skapa spennu í samskiptum þjóð- anna og út á við. Vitna ég þá enn til þess, sem ég sagði í erindinu í september 1995. Benti ég á, að það væri frumskylda sérhverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkja- menn. Þegar rætt hefði verið um aukinn hlut Íslendinga í eigin vörnum, hefði á liðnum árum því verið borið við, að hann kæmi ekki til álita vegna fá- mennis þjóðarinnar og fátæktar. Farsælt varnarsamstarf kallar á verkaskiptingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Eftir Björn Bjarnason VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 10 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.