Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 19
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 19 Jón segir að margt skoplegt hafi gerst fyrstu árin í sambandi við smygl og að Bandaríkjamenn sem leigðu sér húsnæði hafi oft fært leigusölunum búbót með því að leggja til mat sem erfitt eða útlokað var að fá á Íslandi. Einkum hafi bjórinn verið vinsæll en einnig hafi menn getað smakkað hamborgara, kjúklinga og og kók á flugvellinum. Samskipti voru meiri á milli her- manna og Íslendinga fyrstu árin en síðar, þegar búið var að byggja húsnæði á vellinum sjálfum, dró úr þeim. Mikið var um smygl á ýmsum varningi af flugvellinum fyrstu árin en í hliðinu voru harðsnúnir toll- verðir eins og Sláni Slagbrands sem tók sér þetta skáldanafn er hann gaf út ljóðabók. Fyrstu árin voru hér skriðdrekar og talsvert af öðrum þungavopnum og voru skot- æfingasvæði þeirra á óbyggðum heiðum inni á Reykjanesskaganum, utan vallarsvæðisins. Þetta not- færðu ungir Íslendingar sér í sam- starfi við hermenn sem mönnuðu drekana. „Tollverðirnir máttu auðvitað ekki skipta sér af ferðum skrið- drekanna á æfingasvæðið. Drek- arnir voru öflugir og þeir voru troð- fylltir af bjórkössum, tugum eða jafnvel hundruðum kílóa af nauta- steikum og öðrum eftirsóttum vörum úr birgðageymslum hersins inni á vellinum. Síðan hittu Íslend- ingarnir varnarliðsmennina um nóttina á æfingasvæðinu, hlóðu varningnum í bílana sína sem þá þurftu ekki að fara um hliðið. Það var margt brallað,“ segir Jón. Hann brosir þegar hann rifjar upp þessar gömlu sögur og ekki laust við sökn- uð í röddinni. Tilveran var krydduð með ýmsum hætti á þessum árum. Rafveita fyrir nokkur þúsund manna byggð Theodór Þorvaldsson stjórnar rafveitu hersins á Keflavíkurflug- velli sem er mikið mannvirki, reist 1955, en þar eru að sjálfsögðu öfl- ugar dísilvaraaflstöðvar, alls sjö vélar enda búa vel á fimmta þúsund manns á flugvallarsvæðinu. Hægt er að framleiða allt að 12 megavött í stöðinni. Breyta þarf raforkunni sem varnarliðið kaupir af Íslend- ingum úr 50 riðum í 60 þar sem flest tæki og búnaður Bandaríkja- manna er ætlaður fyrir 60 riða straum. „Ég er úr Keflavík en bý núna í Reykjavík,“ segir Theodór. „Ég byrjaði hérna í janúar 1950 og vann þá hjá Lockheed sem sá um rekstur flugvallarins áður en herinn kom 1951. Ég fékk svo leyfi einn vetur til að læra vélstjórn og hef verið hér nær óslitið síðan. 1983 fékk ég þó frí frá störfum í 18 mánuði og vann þá fyrir Sameinuðu þjóðirnar í friðargæslusveitum í Líbanon, bjó í Ísrael en starfaði í Líbanon við vélaviðgerðir. Hvað mig snerti breyttist ekki mikið þótt varnarliðið kæmi. Fyrst í stað voru hér nokkrar litlar dís- ilrafstöðvar og ekkert tengdar ís- lenska orkukerfinu, það gerðist síð- ar. Ég var að verða sautján ára þeg- ar ég byrjaði hér, kunni lítið í ensku en þetta bjargaðist allt. Fyrst var ég auðvitað bara verka- maður en var eiginlega alltaf að vinna með Bandaríkjamönnum og vandist því fljótt að tala og skilja ensku. Ég lærði þetta eins og páfa- gaukur en las auðvitað hasarblöðin á ensku!“ Bandaríkjamennirnir sem Theo- dór vann með fyrsta árið voru borg- aralegir starfsmenn og flestir áttu íslenskar eiginkonur. Hann segist hafa góða reynslu af því að um- gangast Bandaríkjamenn en her- mönnunum hafi mörgum fundist erfitt að vera hér við erfiðar að- stæður og kalt loftslag. En einnig hafi sumum þeirra fundist þetta vera nokkurt ævintýri.“ Hvað þjakaði þá mest, kven- mannsleysið? „Ég veit það ekki, það er ekki gott að segja. Ég hélt oft sambandi við borgaralegu starfsmennina eftir að þeir fóru aftur heim og þeir komu stundum í heimsókn. Hér úti á Vogastapa var um tíma fjar- skiptastöð sem var nefnd Broad- street og enn eru þar rústir af henni. Þar voru eingöngu hermenn og nýlega kom hingað maður á sjö- tugsaldri sem hafði verið þar og fór á staðinn til að rifja upp minningar. Hann giftist stúlku úr Keflavík. Það var alltaf þónokkuð um að þeir næðu sér í íslenska eiginkonu.“ Skotið í veggi og loft Varstu fljótur að venjast vopna- burðinum hér á staðnum? „Já, maður vandist öllu og það kom sjaldan nokkuð fyrir sem tengdist þeim. En þegar verið var að ferja herflugvélar milli Evrópu og Ameríku sem mikið var um upp úr 1950 voru verðir við þær meðan þær stöldruðu við. Þeir voru þarna rétt við rafstöðina og komu oft inn á skrifstofuna til að hlýja sér. Einu sinni kom maður inn til að skiptast á byssu við annan varðmann og annar þeirra tók í gikkinn. Það skipti engum togum að skot hljóp úr byssunni, hún hafði þá verið hlaðin. Skotið lenti í veggnum og endurkastaðist upp í loftið. Maður fékk svolítinn fiðring í magann af þessu og maðurinn varð líka hræddur, ég hef aldrei séð annað eins. Það leið langur tími áður en hann gat látið vita af því hvað gerst hefði.“ Morgunblaðið/Jim Smart Jón Þorvaldsson (t.v.) sem hefur unnið hjá varnarliðinu síðan 1951. Með honum er Bandaríkjamaðurinn John Woods sem er 77 ára. Hann er borgaralegur starfsmaður hjá hernum, kom hingað 1946 og hefur ávallt unnið á Keflavík- urflugvelli, fyrst hjá fyrirtækjum sem sáu um rekstur vallarins áður en herinn kom aftur 1951. A LLS eru nú 760 einstak- lingsherbergi í íbúðar- blokkunum fyrir hermenn- ina á Keflavíkurflugvelli auk stærri fjölskylduíbúða í öðrum blokkum.Verið er að gera upp blokkirnar fyrir einstaklingana og 13 blokkir af 14 þegar kláraðar. Mun verkið hafa kostað sem svarar nær 500 milljónum króna og er unnið af Keflavíkurverktökum. Öll vinnu- brögð eru vönduð og ekki virðist vera tjaldað til einnar nætur í þeim efnum. Þarna eru íbúðir ýmist með eldhúsaðstöðu eða notað sameigin- legt eldhús sem að sjálfsögðu er búið stórum kæliskáp. Þeir sem hins vegar dvelja á hóteli hersins, þar sem nú eru 330 herbergi og þau bestu veglega búin, eru yf- irleitt ekki lengur en sex mánuði eða skemur á landinu. En sé hermönnum fenginn samastaður í íbúðarblokk- unum eru þeir hér ýmist eitt eða tvö ár, sjaldan lengur. Sigurður Ben Jóhannsson sér um reksturinn á þessu stærsta hóteli á Íslandi og einstaklingsblokkunum en yfir honum er þó að jafnaði, formsins vegna, bandarískur liðsfor- ingi. „Yfirleitt stoppa þeir of stutt, maður er rétt farinn að kynnast þeim þegar þeir fara,“ segir Sigurð- ur. Hann er 59 ára gamall, var raf- virkjameistari í Reykjavík, þar sem hann er enn búsettur en fékk sér vinnu á Keflavíkurflugvelli árið 1977 og ætlaði að vera þar í nokkra mán- uði. Hann hlaut í fyrra svonefnda Elmo R. Zumwalt-viðurkenningu fyrir störf sín en hún er kennd við þekktan flotaforingja. „Ég er hér enn og nýt hverrar mínútu. Þetta er líflegt starf og mér finnst gott að starfa með Banda- ríkjamönnum,“ segir hann. Sigurður sýnir blaðamanni húsakynni hótels- ins sem láta lítið yfir sér að utan- verðu en herbergin og fundarsalir og öll aðstaða eru eins og best gerist á dýrustu hótelum í Reykjavík, Hann segist sjálfur skipuleggja kaup á húsgögnum og velja málverk og ljós- myndir til að lífga upp á veggina. Hann hefur gegnt núverandi starfi í nær tvo áratugi og gætt þess að halda kunnáttunni við með því að sækja fjölda námskeiða í Bandaríkj- unum. Hann segir samskiptin milli þjóð- anna ganga mjög vel og hann heyri aldrei um neina umtalsverða árekstra. „Einn af yfirmönnum mín- um er svo ánægður með veruna hér að hann vill alls ekki fara frá Íslandi. Hann hefur verið hér áður og sótti þá um framlengingu á dvölinni. Það fyrsta sem hann gerir á föstudögum er að taka fram bakpokann fyrir helgarferð út í náttúruna,“ segir Sig- urður Ben Jóhannsson. Stærsta hótel á Íslandi Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Ben Jóhannsson, sem sér um rekstur varnarliðshótelsins og íbúða fyrir einhleypa hermenn, á skrifstofu sinni. Á veggjunum eru m.a. viðurkenn- ingaspjöld sem hann hefur fengið fyrir þátttöku í fjölmörgum námskeiðum. Morgunblaðið/Jim Smart Aðbúnaður á bestu herbergjum hót- els varnarliðsins er fyrsta flokks og minnir ekkert á vosbúð herbúðarlífs eins og því var lýst forðum. HJÓNIN Halldís Bergþórs-dóttir og Tómas Tómasson,fyrrverandi sparisjóðsstjóriog bæjarstjórnarmaður, hafa búið í Keflavík frá því á sjötta áratugnum og því verið grannar varnarliðsins nánast frá upphafi. „Auðvitað höfðu varnarliðsmenn mikil áhrif í menningarmálum hér á Suðurnesjum og jafnvel í Reykjavík. En það var miklu minna um árekstra við varnarliðsmenn hér en þegar þeir fóru til Reykjavíkur að skemmta sér,“ segir Tómas. En er mikið ónæði af veru varn- arliðsins? „Að sjálfsögðu er bæði loft- og há- vaðamengun af herflugvélunum en við erum orðin vön þessu og maður hættir að finna fyrir því,“ segir Tóm- as og brosir. Halldís segir að þegar þær fljúgi yfir bæinn sé ekki hægt að tala saman í stofunni en herþoturnar séu hins vegar orðnar fáar og því minna ónæði af þeim en var. Hafa þau átt mikil samskipti við Bandaríkjamennina? „Við leigðum aldrei hermönnum þegar þeir bjuggu hér niður frá í bænum, við bjuggum þá svo þröngt sjálf,“ segir Halldís. „En ég spilaði til margra ára brids við eiginkonur yfirmanna á Keflavíkurflugvelli, þær voru sex og við vorum sex konur héðan úr Kefla- vík, spiluðum einu sinni í mánuði. Það var fjarskalega gaman.“ Þau kynntust sumum Bandaríkja- mannanna í gegnum störf Tómasar fyrir bæjarstjórnina en segjast ekki hafa sótt mikið skemmtanir í klúbb- unum svokölluðu á vallarsvæðinu, einna helst hafi þau farið þangað þegar yfirmannaskipti hafa verið. „En þótt ég hafi alltaf verið sjálf- stæðismaður var ég samt aldrei neitt hrifinn af því að hafa hér her á frið- artímum,“ segir Tómas. Halldís segist alltaf hafa velt því fyrir sér hvað yrði um allt fólkið sem vann hjá varnarliðinu ef það færi, hvar fengi það jafn vel launaða vinnu. Oft sé um að ræða karlmenn með barnaskólaprófið eitt í fartesk- inu sem hafi lagt á sig að læra ensku. Tómas tekur undir með henni og segir að starfsmannastefnan hjá hernum hafi verið sú að mönnum hafi aldrei verið sagt upp, hversu gamlir sem þeir voru orðnir og las- burða. „Þeir voru þá stundum látnir sópa eða dútla við eitthvað létt en aldrei var neinn rekinn þótt hann væri kominn á aldur og þeir fengu áfram full laun. Nú er fjöldi íslenskra starfsmanna hjá hernum hins vegar orðinn mun minni en áður og vand- inn því ekki jafn mikill,“ segir Tómas Tómasson. Hávað- inn hef- ur vanist Morgunblaðið/Jim Smart Tómas Tómasson og Halldís Berg- þórsdóttir hafa búið lengi í Keflavík og verið nágrannar varnarliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.