Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 21
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 21 M ARGT ungt fólk á Ís- landi er áhugasamt um friðarmál en jafnframt er algengt að það þekki ekki söguna nógu vel og geri sér ekki ljóst hver ábyrgð fylgir þátttöku Íslendinga í starf- semi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Þetta er mat Steinunnar Þóru Árnadóttur, 23 ára nema í mann- og stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands. Steinunn Þóra á sæti í stjórn Samtaka herstöðvaandstæð- inga og kveðst líta svo á að starf í þágu friðarhugsjónar tengist ekki nauðsynlega flokkapólitík eða þátt- töku á þeim vettvangi. Steinunn Þóra hefur setið í stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga frá því á liðnu hausti. Í stjórninni sitja átta manns og eru fjórir þeirra innan við þrítugt. Í samtökunum eru nú um 1.600 manns og ber meira á eldra fólki, að sögn Steinunnar Þóru. For- maður samtakanna er Sverrir Jak- obsson. Starfsemi samtakanna hefur að undanförnu beinst nokkuð að því að ná til ungs fólks á Íslandi. Yngra fólkið í stjórn samtakanna hefur efnt til funda í framhaldsskólum þar sem friðarmál almennt hafa verið til um- fjöllunar. Þannig voru framhalds- skólar á Akranesi og í Keflavík heim- sóttir í vetur. „Við erum ekki einvörðungu að ræða um Atlantshafsbandalagið, að- ild Íslands að því og herinn í Kefla- vík. Á þessum fundum hafa verið tekin til umræðu friðarmál almennt í heiminum, kjarnorkuvá og annað það, sem er ungu fólki ofarlega í huga á þessu sviði,“ segir Steinunn Þóra og bætir við að vitanlega teng- ist þau umræðuefni hins vegar helsta baráttumáli Samtaka herstöðvaand- stæðinga, sem sé að Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu og að bandaríski herinn hverfi á brott frá Íslandi. Stjórn samtakanna fundar reglu- lega en að auki er efnt til funda og samkomur haldnar í tengslum við þá baráttudaga, sem markaðir hafa ver- ið. Þannig er 30. mars einn þessara atburða en þann dag 1949 gengu Ís- lendingar í NATO. Jafnframt hafa samtökin minnt á baráttumál sín 1. maí og nú á mánudag 7. maí gangast herstöðvaandstæðingar fyrir sam- komu í Íslensku óperunni þar sem m.a. munu koma fram ýmsir lands- þekktir listamenn. Þá hafa félagar í samtökunum mótmælt komum her- skipa hingað til lands og haft í frammi aðgerðir af ýmsu öðru tilefni. Steinunn Þóra segir að unnið sé að gerð vefsíðu á vegum herstöðvaand- stæðinga, sem nefnast muni friður.is og verði vefslóðin sú. Hugmyndin sé sú að tengja saman með slíku vefriti starfsemi íslenskra friðarhreyfinga auk þess sem stefnt sé að því að ná betur til hinna yngri með því að nýta tölvutæknina. Reynslan kenni einnig að með töluvupóstlistum sé hægt að skipuleggja aðgerðir og koma boðum til félagsmanna ótrúlega hratt. Ungliðahreyfing í athugun Fyrirrennari samtakanna, Sam- tök hernámsandstæðinga, voru stofnuð á Þingvöllum í september 1960. Starfsemi þeirra samtaka lá niðri í nokkur ár og voru þau end- urvakin 1972 undir nýju nafni. „Við höfum verið að ræða hvort stofna beri ungliðahreyfingu innan Sam- taka herstöðvaandstæðinga,“ segir Steinunn Þóra. „Mörgum finnst kominn tími til, samtökin eru orðin gömul og erfitt getur verið fyrir yngra fólk að koma inn í svo rótgróin samtök þar sem flestir þekkjast og margir eiga sameiginlega sögu. Þetta fannst mér allavega þegar ég hóf þáttöku í þessu starfi, 17 ára. Hugmyndin er ekki síst sú að skapa umræðugrundvöll fyrir ungt fólk og að hann verði breiðari en tíðkast hef- ur innan samtakanna. Margt yngra fólk er ef til vill ekki tilbúið að taka beina afstöðu en vill engu að síður ræða friðarmál almennt. Slík ung- liðasamtök gætu því verið kjörin sem eins konar upphafsskref fyrir hina yngri hér á landi. Ég tel að grund- völlur sé fyrir þessu, að minnsta kosti þegar horft er til þess hve vel ungt fólk mætir á stærri fundi okk- ar.“ Steinunn Þóra kveðst merkja að áhugi ungs fólks á friðarmálum fari heldur vaxandi og þar ráði miklu átökin í fyrrum Júgóslavíu og í Mið- Austurlöndum. „Krakkar gera sér hins vegar almennt ekki ljóst að við Íslendingar erum aðilar að NATO og að við bárum þar af leiðandi ábyrgð á sprengjuárásum bandalagsins á Júgóslavíu. Þá er einnig algengt að menn segi sem svo að Íslendingar ráði engu innan NATO og að við hefðum t.d. engin áhrif getað haft á árásirnar á Júgóslavíu. En við erum fullgildir aðilar og berum því siðferð- islega ábyrgð. Mér finnst mjög al- gengt að fólki hafi ekki hugsað þetta út frá þessum forsendum.“ segir Steinunn Þóra. Hún bætir við að sín reynsla sé sú að ungt fólk á Íslandi þekki engan veginn nógu vel sögu Íslands síðustu áratugina og að lítið fari fyrir um- ræðum um NATO-aðildina og varn- arsamstarfið við Bandaríkin í skól- um landsins. „Fólk á framhalds- og háskólastigi þekkir þessa sögu ekki nógu vel og hana mætti fjalla um á svo mörgum fræðasviðum með tilliti til þess hve hér var um stóra ákvörð- un að ræða fyrir þjóðina. Þess vegna skortir mjög marga grundvöllinn hér á landi til að taka afstöðu til ut- anríkis- og varnarmála. Almennt fer lítil umræða fram um þennan mála- flokk á Íslandi og bein afleiðing þess er tilhneiging margra til að yppa öxl- um.“ Steinunn Þóra kveðst telja að vera herliðsins hér á landi og aðildin að NATO ógni öryggi Íslands þar sem landið verði áfram skotmark skelli á ófriður á milli austurs og vesturs. Hún er þeirrar skoðunar að 50 ára varnarsamstarf við Bandaríkin hafi haft margvísleg menningarleg áhrif á Íslandi en segist ekki reiðubúin að samþykkja að þau hafi nauðsynlega verið af hinu illa. Hins vegar þykir henni tvískinnungur einkenna af- stöðu Íslendinga til herliðsins á Mið- nesheiði. „Íslendingar virðast marg- ir hverjir telja að í lagi sé að þetta fólk sé hér á landi svo framarlega sem við þurfum ekki að eiga við það samskipti.“ Steinunn Þóra segist hafa alist upp við miklar umræður um þjóð- félagsmál almennt á heimili sínu. Hún hafi hins vegar ekki haft áhuga á flokkapólitík en talið Samtök her- stöðvaandstæðinga kjörinn vettvang til að beita sér í þágu friðarins enda hafi stefnuskráin höfðað til hennar. „Barátta fyrir friði er í mínum huga réttlætismál og í raun samviskusp- urning. Ég vil leggja mitt af mörk- um,“ segir Steinunn Þóra Árnadótt- ir. „Ungt fólk er áhugasamt en þekkir ekki söguna“ Steinunn Þóra Árnadóttir er 23 ára háskólanemi og á sæti í stjórn Samtaka herstöðvaandstæðinga. Hún segir hér frá starfinu, áhuga ungs fólks á friðarmálum og þeim skorti á umræðu, sem henni þykir einkenna utanríkis- og öryggismál Íslendinga. Morgunblaðið/Þorkell Steinunn Þóra Árnadóttir. varpstæki til að geta fylgst með þessum útsendingum sem voru sniðnar fyrir bandaríska hermenn fjarri heimahögunum. Ég man að barnatími í þessu sjónvarpi á laug- ardögum þótti mjög góður og það tók að bera á því að litlu krakkarnir skrópuðu í skólanum á laugardags- morgnum til að horfa á barnatím- ann,“ segir Vilborg og bætir við að tæpast hafi þó skólahald á laugar- dögum verið lagt af sökum þessa. Vilborg rifjar upp að fjölmargir hafi komið að baráttunni gegn bandaríska sjónvarpinu og að mynd- ast hafi allbreið samstaða um nauð- syn þess að því yrði lokað jafnhliða því að Íslendingar kæmu sér upp eigin sjónvarpsstöð. Hún telur hins vegar að sjónvarpinu hafi ekki verið lokað vegna baráttu málsmetandi Ís- lendinga gegn því. „Sjónvarpinu var lokað, eða öllu heldur var Íslending- um gert ómögulegt að ná útsending- um þess, vegna þess að ekki var leyfi fyrir því að sýna það efni sem þar var í boði utan hersvæðisins. Samning- arnir kváðu á um að þetta efni mætti aðeins sýna í herstöðvum Banda- ríkjamanna en ekki mætti standa að útsendingum á þann veg að heil þjóð gæti fylgst með þeim. Það voru bandarískir listamenn og aðrir, sem áttu hagsmuna að gæta í sjónvarps- og kvikmyndaheiminum vestra, sem létu stöðva þessar útsendingar hér á Íslandi.“ Ekki fór heldur hjá því að íslensk börn yrðu fyrir áhrifum bæði af sjón- varpi hersins og eins bandarískum bíómyndum. Vilborg segir að þegar þessi tími er gerður upp verði að hafa í huga að á þessum árum sáu ís- lensk börn aldrei íslenskt sjónvarps- efni. Erfitt geti verið fyrir yngra fólk nú á dögum að ímynda sér þjóðfélag þar sem börn þekktu ekki sjónvarps- útsendingar á eigin tungumáli. „Þau þekktu ekki íslenskt sjónvarp og við, sem vorum kennarar á þessum tíma, veittum því athygli að börn tóku að eiga erfiðara með að einbeita sér gagnvart íslensku talmáli. Umhverfi skiptir svo gífurlegu máli í sambandi við allt nám og það á ekki síst við um nám í eigin tungu sem er í svo nánum tengslum við daglegt líf barnsins.“ Menningarsigrar Vilborg telur að NATO-aðildin og samningurinn við Bandaríkjamenn hafi haft gífurleg áhrif á vettvangi listar og menningar á Íslandi. Svar þjóðarinnar við því áreiti sem her- verndinni fylgdi hafi ekki síst komið fram í sigrum á menningarsviðinu. „Við – og nú segi ég við því ég tók þátt í baráttunni frá upphafi, ég var 14 ára þegar lýðveldið var stofnað – háðum harða baráttu gegn þessum öflum. Við töldum og teljum enn að svik hafi verið framin. Við vitum t.d. nú að loforð um fullt samráð við Ís- lendinga voru svikin. Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur er búinn að sýna fram á að Bandaríkjaforseti hafði gefið yfirhershöfðingjanum á Miðnesheiði leyfi til að beita hernum á Íslandi ef þurfa þurfti. Það var búið að spana gikkinn. En við sem háðum þessa baráttu vorum alltaf að vinna sigra og þeir unnust allir á sviði íslenskrar menn- ingar. Hersetan og svikin höfðu feikn mikil áhrif á listamenn í þessu landi. Hersetan þjappaði íslenskum listamönnum saman. Haldnar voru glæsilegar og fjölmennar samkomur þar sem listamenn komu fram. Ég var t.a.m. í öllum Keflavíkurgöngun- um og ég man vel eftir þeirri fyrstu árið 1960. Sá atburður skók sam- félagið. Margir karlar og margar konur unnu mikið starf og merkilegt á vettvangi hernámsandstæðinga, eins og við kölluðumst þá. Baráttan og samtökin náðu til landsins alls. Þetta var mesta fjöldahreyfing sem ég hef séð að störfum hér á landi. Mér finnst við hæfi að vekja at- hygli á því að um það leyti sem her- inn kemur hingað til lands fara Ís- lendingar að taka þátt í norrænni samvinnu. Hún hafði gífurlega mikið að segja fyrir listamenn og rithöf- unda í þessu landi. Staða listamanna og staða íslenskrar menningar styrkist til mikilla muna með því að tekið var upp aukið samstarf við Norðurlöndin. Ég hygg að þegar skoðuð eru áhrif þess að hingað kom bandarískur her verði menn að huga að því mótvægi sem norræn sam- vinna skapaði. Hún reyndist gífur- lega mikilvæg fyrir menningu þjóð- arinnar.“ Vonbrigði með vinstri stjórnir Vilborg Dagbjartsdóttir kveðst sammála því mati að varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin og NATO- aðildin séu ekki lengur deilumál í samfélaginu. „Það er rétt, þetta mikla deilumál fer ekki hátt nú um stundir. Þarna er margs að gæta. Mikilvægt er að minnast þess að vinstri stjórnir fengu tvívegis tæki- færi til að rifta samningnum við Bandaríkin og segja þjóðina úr NATO en það var ekki gert. Málinu var einfaldlega eytt þegar vinstri menn komust til valda og aldrei látið skerast í odda. Þetta hafði vitanlega neikvæð áhrif á baráttuandann. Að sjálfsögðu urðum við fyrir gíf- urlegum vonbrigðum með fram- göngu vinstri manna í ríkisstjórn. Þegar til kastanna kom var þetta skref ekki stigið. Auðvitað varð ég fyrir sárum vonbrigðum. Gleymdu ekki að ég stóð undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli 30. mars 1949. Ég kastaði að vísu ekki grjóti í Alþingishúsið en skólasystir mín fór úr báðum skónum sínum og henti þeim í hvítliðana!“ segir Vil- borg hlæjandi en verður snimhendis alvarleg á ný. „Og hvernig er nú komið fyrir þjóðinni? Nú liggur fyrir að Íslendingar eru tilbúnir að biðja Bandaríkjamenn um að fara hvergi!“ Hvernig útskýrir þú þessa viðhorfs- breytingu? „Það er hræðilegt að sósíalisminn skyldi aldrei fá að þróast með eðli- legum hætti á friðartímum. Þessar fátæku þjóðir fengu ekki tækifæri til að rísa úr rústum síðari heimsstyrj- aldarinnar; þær voru neyddar út í geimvísinda- og vopnakapphlaup. Ég var í Tékkóslóvakíu um það bil sem Vorið í Prag var að ganga í garð. Þar ríkti gleði og mikið listalíf ein- kenndi borgina. Síðar var þetta allt barið niður. Eftir að Berlínarmúrinn féll varð sorinn allsráðandi. Siðleysið náði öll- um völdum og við á Vesturlöndum og meira að segja hér á Íslandi tökum þátt í þessu; nú flytjum við inn súlu- meyjar frá þessum fátæku löndum.“ Hafa yngri kynslóðir brugðist ykkur, þessu fólki sem árum saman hélt uppi baráttunni? „Þarna verðum við að hafa í huga að aðstæður hafa um sumt breyst. Íslendingar hafa tekið yfir hluta starfseminnar á Keflavíkurvelli. Jafnframt höfum við tekið fullan og glæsilegan þátt í því pólitíska sam- starfi sem verið er að þróa fram í Evrópu. Íslendingar eru ekki lengur hræddir við Bandaríkjamenn, en margir hér á landi vilja enn græða á þeim. Ungt fólk þekkir þessa sögu ekki nógu vel. Nú skammast margir sín fyrir að hafa verið sósíalistar og kommúnistar. Það er óþarfi; það er jafnaðarmennsku að þakka að hér á landi byggðist upp öflugt velferðar- kerfi. Það hefði ella ekki gerst. Nú er unnið skipulega að því að rífa þetta allt af fólkinu í landinu. En söguna þurfum við að ræða af fullri hreinskilni, bæði sigrana og mistökin; það er skylda okkar að koma lærdómi síðustu áratuga á framfæri við ungu kynslóðina. Mér hefur fundist að þessa umræðu skorti mjög hér á landi. Við lifum enda á heldur hugsjónalausum tím- um. Mér þykir afskaplega vænt um unga fólkið á Íslandi enda var ég kennari um áratuga skeið. En ég verð að segja að mér þykir unga kyn- slóðin um of upptekin af hlutum sem hafa ekkert varanlegt gildi. Fólk er hér á algjöru ofáts- og neyslufylliríi. Það er rétt, þegar hugsað er til þess að enn eru ekki liðin 60 ár frá stofn- un lýðveldisins hljóta þessi umskipti að teljast alveg gríðarleg.“ Þú minntist áðan á að Evrópa væri öll að opnast og mér sýnist að þú sért sátt við þá þróun? „Já, ég er það og ég er í öllum aðal- atriðum sátt við þá stefnu sem ís- lensk stjórnvöld hafa fylgt hvað það varðar. Mín heimspeki hefur ekkert breyst; ég trúi á gildi þess að þjóðir starfi saman og í sátt og samlyndi. Þetta er alþjóðahyggjan og ég fæ ekki betur séð en hún lifi góðu lífi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.