Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 5
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 5 Bandaríkjamenn biðja um herstöðvar Haustið 1945 bera Bandaríkja- menn upp í trúnaði tillögu við Íslend- inga um að taka hér á leigu herstöðv- ar til langs tíma þvert á óskir Ólafs Thors og Bretastjórnar. „Eftir mikið þóf,“ segir Þór White- head, „lýsir ríkisstjórn Íslands yfir því að hún sé reiðubúin til viðræðna við Bandaríkin um samning um her- stöðvar til skamms tíma en aðeins á grundvelli öryggiskerfis Sameinuðu þjóðanna sem menn binda þá nokkr- ar vonir við. Þessu hafna Bandaríkja- menn og ímynda sér að Ólafur einn standi í vegi fyrir óskum sínum, vegna þess að hann vilji tryggja völd sín með stuðningi kommúnista. Eftir að Bandaríkjamenn bera hér upp tillögu sína skera sósíalistar upp herör gegn öllu varnarsamstarfi við Vesturlönd ásamt hlutleysissinnum úr öðrum flokkum (þjóðvarnarmönn- um) sem eru sammála sósíalistum að því leyti að neita eigi Bandaríkja- mönnum um herstöðvar á friðartím- um. Alþingiskosningar eru framund- an 1946 og nú hefst kosningabarátta. Þar hafa sósíalistar frábæra vígstöðu í upphafi; þeir einir hafa lýst yfir al- gjörri andstöðu við herstöðvaleigu til langs tíma á meðan enginn hinna flokkanna treystir sér til að marka afdráttarlausa stefnu í öryggis- og varnarmálum vegna þess að samn- ingsgrundvöllur við vesturveldin virðist enginn vera sökum kröfu- hörku Bandaríkjastjórnar. Í krafti þessarar vígstöðu knýja sósíalistar aðra stjórnmálaflokka til að lýsa yfir því, að þeir muni aldrei samþykkja herstöðvar á friðartímum á íslensku landi. Bandaríkjamenn taka nú loks að átta sig á því hvílík mistök þeir hafa gert og hve mjög þeir hafa veikt stöðu sína í landinu. Þeir draga því mjög úr óskum sínum. Nýsköpunar- stjórnin starfar áfram eftir kosning- ar og samningar hefjast. Hér ber að leggja áherslu á, að það voru Banda- ríkjamenn sjálfir sem höfðu knúið fram þessa þróun mála því þeim stóð til boða að hafa hér áfram aðstöðu um óákveðinn tíma 1945. Aðalherafli þeirra hafði horfið héðan 1943, en eftir sátu í landinu í stríðslok nokkur hundruð bandarískir og breskir her- menn sem flestir störfuðu á flugvöll- unum í Keflavík og Reykjavík. Allir skildu að herliðið þyrfti tíma til að undirbúa brottför sína, miklir loft- flutningar voru um landið eftir að stríðinu lauk í Evrópu og Íslendingar þurftu að fá næði til að geta tekið við flugvallarekstrinum,“ segir Þór Whitehead. Málum miðlað – Keflavíkursamningur Þessu ferli lauk haustið 1946 með Keflavíkursamningi. Sósíalistar slitu stjórnarsamstarfinu hans vegna og sökuðu Ólaf Thors og stuðnings- menn hans úr Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki óspart um landráð. Þór leggur áherslu á að samningurinn hafi verið hálfgert kraftaverk eftir það sem á undan var gengið. Hann hafi verið málamiðlun milli Banda- ríkjamanna og Íslendinga. Banda- ríkjamenn hafi þurft að kalla heim allan liðsafla sinn og herverndar- samningurinn frá 1941 hafi fallið úr gildi. Bandaríkjamenn hafi á hinn bóginn fengið tiltekin réttindi á Ís- landi: Bandarísku flugfélagi hafi ver- ið falið að reka Keflavíkurvöll með borgaralegu starfsliði en stefnt hafi verið að því að Íslendingar tækju við rekstrinum með hjálp Bandaríkj- anna. „Ólafur Thors og samherjar hans halda því fram, að Keflavíkursamn- ingur sé lítið annað en sáttmáli um flugvallarrekstur. En undir niðri vona menn að samningurinn geti orð- ið trygging fyrir öryggi landsins og utanríkisviðskipti; Bandaríkjamenn geti notað aðstöðu sína á Keflavík- urflugvelli til að hafa hér tiltækt her- lið ef landinu sé ógnað. Vesturveldin launi Íslendingum að auki þessa að- stöðu með því að styðja utanríkis- verslunina. Meginland Evrópu var að nokkru í rúst eftir heimsstyrjöld- ina og kaupgeta þar lítil. Hlutleysi er ekki að fullu hafnað, en Jónas Jónsson frá Hriflu segir um Keflavíkursamning að hann tryggi, að Íslendingar geti kallast vestræn þjóð. Íslendingar verði sjálfs sín vegna að hafa gott samstarf við Atl- antshafsveldin sem hér eigi lífshags- muna að gæta. Einangrun, hvað þá fjandskapur við nágrannaríkin, hæfi ekki hnattstöðu, stjórnarfari, við- skipta- og öryggishagsmunum Ís- lendinga.“ Varnarleysi á viðsjártímum Nú gengur í garð tímabil þegar reynir á öryggisgildi Keflavíkur- samnings. Sovétmenn herða tök sín á þjóðunum austan járntjaldsins og kommúnistar ræna völdum í Tékkó- slóvakíu í ársbyrjun 1948. Þór segir: „Þetta reynist vera mjög mikil- vægur atburður sem almennt er tal- inn sönnun þess að kommúnistar í öllum löndum séu tilbúnir að gegna hlutverki svokallaðrar fimmtu her- deildar Sovétríkjanna. Í öðru lagi er þessi viðburður talinn merki um að Sovétmenn séu að blása til nýrrar sóknar í Evrópu með liðsinni komm- únista. Þá virðist stríðshætta magn- ast, þegar Stalín leggur bann við öll- um landflutningum vesturveldanna til Berlínar.“ Þór leggur áherslu á að viðhorf ís- lenskra ráðamanna hafi mótast af reynslu þeirra á styrjaldarárunum og útþenslu Hitlers. Valdaránið í Tékkóslóvakíu hafi af þeim sökum haft mikil áhrif á þá. En fleira kom til. „Vorið 1948 birtist mikill floti sov- éskra fiskiskipa við strendur Íslands. Íslendingar taka því að finna fyrir valdi Sovétríkjanna á sama tíma og stríðshætta eykst. Hundruð sov- éskra sjómanna eru við strönd Ís- lands, hér eru engar varnir og ís- lenskir ráðamenn og vestrænir sendiherrar óttast að vopnað lið gangi á land úr sovéska fiskiflotanum ef til átaka dragi. Miklar sögur fara af njósnum Rússa og erfitt að dæma um sannleiksgildi þeirra.“ Enn á ný vísar atburðarásin til reynslu úr heimsstyrjöldinni síðari. Þegar Þjóðverjar hernámu Dan- mörku opnuðust þar lestarlúgur sak- leysislegra þýskra flutningaskipa og út streymdi herlið sem talið var að hefði notið mikilvægs stuðnings fimmtu herdeildarmanna. Einnig ber að hafa í huga ógnvænlega reynslu sumra íslenskra ráðamanna, þegar hér skaut skyndilega upp flotadeild að morgni 10. maí 1940 og enginn vissi hvort þar voru Þjóðverj- ar eða Bretar á ferð. „Menn vildu sannarlega ekki þurfa að endurtaka óvissu þessarar morgunstundar.“ Ísland gengur í Atlantshafsbandalagið Sumarið 1948 kannar Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, hvaða áætlanir Bandaríkjamenn hafi um að nota herflug um Keflavíkur- flugvöll til varnar landinu á þessum óvissutímum. Bjarni fær óljós svör, enda virðast engar slíkar áætlanir liggja fyrir í Washington. Þetta kem- ur honum áreiðanlega á óvart og rík- isstjórn Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti jafnaðarmannsins Stefáns Jóhanns Stefánssonar tekur að ræða hvort gera þurfi nýjan varnarsamn- ing við Bandaríkjamenn. Framsókn- armenn virðast hafa verið tregastir til aðgerða. Um haustið hverfur sovéski flotinn af miðunum. „Nokkru síðar,“ segir Þór White- head „fá Íslendingar boð frá nokkr- um ríkjum sem eru að ræða stofnun Atlantshafsbandalags (NATO). Í stað þess að þurfa að leita eftir her- vernd Bandaríkjanna bauðst nú sá kostur að tryggja öryggi landsins í félagi við Norður-Ameríkumenn og Vestur-Evrópuþjóðir, þar á meðal norrænu frændþjóðirnar. Von ráða- manna er sú, að samtakamáttur Atl- antshafsbandalagsríkjanna geti bægt stríðshættunni frá og veitt landinu þá óbeinu vernd sem Kefla- víkursamningur virðist ekki megna að veita því.“ Það verður úr, að Ísland gerist eitt af stofnríkjum Atlantshafsbanda- lagsins í apríl 1949. Hlutleysinu er endanlega hafnað, en aðildin þó bundin því skilyrði að hér verði eng- inn her á friðartímum og Íslendingar þurfi ekki að hervæðast. Bandalagið fær hins vegar vilyrði um aðstöðu í landinu á ófriðartímum svipaða þeirri sem Bandamenn höfðu hér á stríðsárunum. Árásarhætta metin Þór vekur athygli á, að í viðræðum um inngöngu í Atlantshafsbandalag- ið hafi íslensk ráðherranefnd, sem flaug til Washington, spurst fyrir um ársásarhættu í styrjöld. „Mat bandarískra herforingja á þessari hættu var allmikilvægt. Herforingjar telja líklegt að Sov- étmenn reyni að fremja skemmdar- verk á flugvöllum og jafnvel hertaka þá. Eindregnir kommúnistar kunni að hjálpa Sovéthernum. Bandaríkin myndu bregðast við hertöku af öllu afli og aldrei líða Sovétmönnum að halda hér fótfestu.“ Nú er upplýst að sovétstjórnin gerði síðar mjög víðtækar áætlanir um spellvirki og árásir á herbæki- stöðvar og samgöngumiðstöðvar NATO-ríkja. Þessar áætlanir beind- ust sérstaklega gegn flugvöllum og vopnabúrum sem nýst gátu banda- ríska sprengjuflugflotanum til kjarn- orkuárása svo og gegn samgöngu- leiðum Bandaríkjahers. „Sovéska öryggislögreglan,“ segir Þór, „var fyrst til að koma sér upp sérstöku úrvalsliði í þessum tilgangi, en hún studdist einnig við leynideild- ir kommúnistaflokka í Vestur-Evr- ópu og Norður-Ameríku sem áttu m.a. að aðstoða Sovétherinn við njósnir og hermdarverk í stríði. Menn hafa nýlega verið að grafa upp sendistöðvar, dulmálslykla og vopn frá þessum fimmtu herdeildarmönn- um á meginlandi Evrópu, þ. á m. í hlutlausum ríkjum, eftir bendingum frá landflótta skjalaverði sovésku ör- yggislögreglunnar. Ekkert verður Varnarliðið Fyrsti yfirmaður varnarliðsins, Edward J. McGaw, hershöfðingi í Bandaríkjaher, ávarpar liðsmenn sína við komuna til Íslands 7. maí 1951. Liðssveitirnar fyrsta árið voru úr 278. fótgönguliðssveit Bandaríkjahers sem annaðist varnir á landi, 107. flugþjónustusveit flotans og flugdeild flotans sem önnuðust rekstur eftirlitsflugvéla af gerðinni P-2 „Neptune“ og 1400. bækistöðvarfylki flughersins sem annaðist rekstur varnarstöðvarinnar. Komið til Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.