Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 15
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 15 D VÖL varnarliðsins hér á landi kallar á umfangsmikil samskipti Íslendinga og Bandaríkjamanna. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir að mikilvægt sé að skýr lagarammi og traust einkenni þessi samskipti vegna varnarliðsins. Þá sé ekki síður mikilvæg hin óformlega eða „mannlega“ hlið þessa samstarfs enda sé markmið beggja aðila að þau séu hnökralaus. Varnarsamningurinn frá 1951 inni- heldur ákvæði um hvernig haga beri samskiptum íslenskra stjórnvalda og varnarliðsins frá Bandaríkjunum, þar á meðal um skuldbindingar hvors að- ila um sig. Margir þættir hafa á hinn bóginn bæst við á undanförnum 50 ár- um. Þar ræðir um reglur er lúta m.a. að starfsemi verktakafyrirtækja á varnarsvæðinu og kaupi og kjörum ís- lenskra starfsmanna varnarliðsins. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðu- neytisins fer með þessi samskipti fyr- ir hönd ráðherra og íslenskra stjórn- valda. Á varnarmálaskrifstofu starfa sex manns. Henni var komið á fót 1954 og nefndist þá varnarmáladeild. Þeirri stöðu hélt deildin fram til 1. apríl 1985 en frá þeim tíma var hún gerð að sér- stakri skrifstofu innan ráðuneytisins. „Samhliða þessari breytingu voru varnarmálskrifstofu falin ný og viða- meiri verkefni sem m.a. lutu að því að meta betur en áður hernaðar- og varnarstöðu Íslands með beinni þátt- töku fulltrúa skrifstofunnar í sam- starfi aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins,“ segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson og vísar til þess að þessi breyting hafi m.a. falið í sér að Íslendingar tóku að sækja fundi her- málanefndar bandalagsins. Jafnframt var þá komið á fót stöðu varnarmála- fulltrúa sem ýmist hefur starfað hér á landi, í Washington og í Brussel. Formlegur samráðsvettvangur Ís- lendinga og Bandaríkjanna er varn- armálanefnd og eru formenn hennar jafnan tveir, yfirmaður varnarliðsins og skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu. Sverrir Haukur tekur þó fram að mikið sé um óformleg samskipti og segja megi að aðilar talist við nánast daglega til að skiptast á upplýsingum og taka á þeim málum sem upp koma. Á vegum varnarmálaskrifstofu starfa síðan ýmsar nefndir sem sýsla með tiltekna þætti varnarsamstarfs- ins. Þar má nefna kaupskrárnefnd, sem ákvarðar laun íslenskra starfs- manna varnarliðsins með hliðsjón af þróun launa á vinnumarkaði. Fyrir henni fer ýmist ráðuneytis- eða skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu en að því starfi koma m.a. fulltrúar Alþýðusambands Íslands og vinnu- veitenda. Bygginga- og skipulagsnefnd varn- arsvæða tekur fyrir alla skipulags- og byggingaþætti og samþykkir teikn- ingar af öllum mannvirkjum innan varnarsvæða hér á landi. Gildir það jafnt um hin íslensku sem hin banda- rísku. Jafnframt má nefna skaðabóta- nefnd en í varnarsamningnum frá 1951 er gert ráð fyrir uppgjöri á skaðabótum, sem kunna að leiða af veru varnarliðsins. Á þá við um bæði ríkin, fyrirtæki og einstaklinga. Einn- ig ber að nefna forvalsnefnd sem hef- ur með verktöku fyrir varnarliðið að gera. „Mikilvægur liður þessara sam- skipta hefur verið verktaka á Kefla- víkurflugvelli, sem var á sínum tíma mikil en dregið hefur úr á undanförn- um árum,“ segir Sverrir Haukur. Íslensk lög gilda „Af stofnunum utanríkisráðuneyt- isins sem annast samskipti við varn- arliðið má nefna rekstur sýslumanns- embættis á Keflavíkurflugvelli, sérstakt lögreglulið og þar með toll- gæslu sem snýr bæði að almennum farþegakomum og varnarsvæðinu öllu. Þar starfa um 84 manns en þetta er næststærsta sýslumannsembætti landsins, og hefur að mörgu leyti sér- stöðu, ekki síst vegna umfangsmikilla samskipta við varnarliðið og þar að auki nú nýverið Schengen eftirlit.“ Sverrir Haukur leggur áherslu á að íslensk lög gildi innan svæðisins og því skipti miklu að að íslensk löggæsla sé ávallt fyrir hendi þar sem og að samvinna hins íslenska gæsluliðs og þess bandaríska gangi greiðlega. Sérstök flugmálastjórn á Keflavík- urflugvelli hefur náin samskipti við varnarliðið varðandi flugrekstur þess. Jafnframt er starfandi Umsýslustofn- un varnarmála, sala varnarliðseigna. „Yfirmenn varnarliðsins koma yf- irleitt hingað til tveggja ára dvalar. Fyrir okkur sem á þessu sviði störf- um er mikilvægt að fá tækifæri til að kynnast þeim persónulega m.a. til þess að geta gert þeim gleggri grein fyrir íslenskum aðstæðum. Margir þeirra þekkja þær ágætlega og ýmsir yfirmenn liðsaflans hafa sýnt landi og þjóð lifandi áhuga, m.a. lært íslensku. Þetta samstarf hefur oftast gengið án teljandi vandkvæða,“ segir ráðuneyt- isstjórinn. Á árunum 1951–1960 komu yfir- menn varnarliðsins úr landhernum, síðan tók flugherinn við en hin síðari ár hefur liðsaflinn heyrt undir Banda- ríkjaflota. „Flotinn ber ábyrgð á vörnum landsins en ýmsar deildir ut- an hans sinna ákveðnum verkefnum. Það á t.a.m. við um flugherinn sem sér um loftvarnir Íslands í verktöku hjá flotanum,“ segir Sverrir Haukur. Þáttur Íslendinga í varnarsam- starfinu hefur farið vaxandi á síðustu árum og munar þar mest um rekstur ratsjárstöðva varnarliðsins. Ratsjár- stofnun var sett á laggirnar árið 1987 en þar vinna í dag 76 starfsmenn. Ís- lensk fyrirtæki hafa annast gerð hug- búnaðar vegna þessa reksturs. Tvö íslensk verktakafyrirtæki höfðu lengst af með höndum bygg- ingaverktöku á varnarsvæðinu. Breyting hefur orðið á því umhverfi og er nú stefnt að því að verktaka fyr- ir varnarliðið verði að uppfylltum vissum grunnskilyrðum frjáls frá 1. janúar 2004. Líkt og fyrr sagði er skýrt kveðið á um að íslensk lög skulu gilda innan varnarsvæða hér á landi. „Varnar- svæðin eru afhent Bandaríkjamönn- um til afnota en á þeim gilda áfram ís- lensk lög. Til að tryggja nauðsynlega samhæfinu á þessu sviði voru sett lög árið 1954 sem kveða á um að utanrík- isráðherra Íslands fari með öll íslensk málefni íslenskra stjórnvalda innan svæðanna og gildir þá einu hvort um er að ræða Bolafjall á Vestfjörðum, Gunnólfsvíkurfjall fyrir austan, Stokksnes við Hornafjörð, varnar- svæðið á Keflavíkurflugvelli, Helgu- vík, olíubirgðastöðina í Hvalfirði eða fjarskiptastöðina í Grindavík. Þannig er utanríkisráðherra í raun ráðherra umhverfismála, flugmála, heilbrigðis- mála, hollustuverndar, skipulagsmála og dómsmála á öllum varnarsvæðum. Þetta er grundvallaratriði varðandi samskiptin við varnarliðið; fyrirsvar Íslendinga er allt á einni hendi. Varn- armálaskrifstofa sér, í umboði ráð- herrans, um þá þætti sem lúta að af- skiptum Íslendinga af veru varnarliðsins,“ segir Sverrir Haukur. Hann nefnir að varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli eigi náin samskipti við sveitarstjórnir á Suðurnesjum. „Bandaríkjamenn hafa allt frá upp- hafi lagt ríka áherslu á að þau sam- skipti séu traust og náin, enda hafa þessir aðilar komið saman að ýmsum verkefnum. Þar má nefna sorpeyð- ingarstöðina, sem nú er í ráði að end- urnýja, og Hitaveitu Suðurnesja. Þannig hefur jafnan verið leitast við að tryggja annars vegar að laga- rammi þessara samskipta sé skýr og hins vegar að traust ríki í samskiptum Íslendinga og varnarliðsins,“ segir ráðuneytisstjórinn að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri. „Lagaramminn er skýr og samskiptin traust“ Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir frá þeim umfangsmiklu samskiptum sem einkenna varnarsamstarf Íslendinga og Bandaríkja- manna. sem bandarískir ráðamenn hafa sagt það hreint út að kjarnavopn hafi ekki verið flutt til tiltekins staðar. Þetta er mjög merkilegt, þarna var hefðin rofin og í hlut áttu stærsta ríki NATO og hið minnsta, sem gert höfðu með sér tvíhliða varnarsamn- ing.“ Bandaríkjamenn ákváðu á stríðsár- unum að senda hingað liðsafla til að leysa Breta af. Þessi sögulega ákvörð- un var skýrð með vísun til Monroe- kenningarinnar um áhrifasvæði Bandaríkjamanna á vesturhveli jarð- ar. Á sú skilgreining enn við? „Það er til kort sem Roosevelt for- seti notaði til að skilgreina þetta svæði. Hann var að ræða við ráðgjafa sinn, Harry Hopkins, þegar hann reif út úr National Geographic-tímarit- inu kort og dró með blýanti línu frá norðurpólnum, umhverfis Ísland og til suðurs. Um leið sagði hann: „þetta er vesturhvel jarðar“. Ákvörðun Roosevelts að senda hingað til lands herlið áður en Bandaríkjamenn urðu formlega aðilar að heimsstyrjöldinni er merkileg af þessum sökum og einnig þeim að hér var um persónu- lega ákvörðun hans að ræða. Hann sniðgekk ráðgjafa sína, utanríkisráð- herrann og þingið. Leyndarhyggjan þarna var mikil en líkt og tíu árum síðar þegar varnarsamningurinn var gerður var skilningur ráðamanna sá að þeir mættu engan tíma missa. Þannig var ákvörðun um að senda liðið 1941 til Íslands til að leysa Breta af tekin í nokkurri skyndingu og án samráðs og það sama gerðist 1951.“ Kannski í Evrópu Mér hefur alltaf fundist athyglisverð frásögn ein í æviminningum Pauls Nitze, þess mikla afvopnunarfræðings og samningamanns. Hann segir frá því er hann var að semja við Sovét- menn um INF-sáttmálann um fækkun meðaldrægra gereyðingarvopna. Þá kemur upp sá vandi hvernig skilgreina beri hugtakið „Evrópa“. Sovéski samn- ingamaðurinn spyr hvort skilgreining Nitzes taki einnig til Íslands og þá svarar hann: „kannski“. Nú er mikil gerjun í evrópskum öryggis- og varn- armálum; telja Bandaríkjamenn Ís- land Evrópuríki eða erum við „annars staðar“? „Mér finnst svar Nitzes gott. Í jarðfræðilegu tilliti er Ísland vitan- lega á mörkum Evrópu og Ameríku. En taktu eftir því hvar Ísland er staðsett í skipulagi Atlantshafs- bandalagsins. Það heyrir undir Atl- antshafsflotastjórnina í Norfolk í Bandaríkjunum en ekki undir yfir- mann heraflans í Evrópu. Þetta sýnir að Bandaríkjamenn hafa tilhneig- ingu til að líta á Ísland í bandarísku og kanadísku öryggissamhengi. Azor-eyjar falla á hinn bóginn undir Evrópuherstjórnina af pólitískum ástæðum, þ.e. vegna tengslanna við Portúgal. Íslendingar eru Evrópu- þjóð en í anda góðra stjórnmála er staða landsins eilítið óljós. Því má ef til vill segja að staða Íslands sé ann- aðhvort „óskilgreind“ eða að hún sé „alveg einstök“. Svo máttu velja! Í vissum skilningi þjónar það bæði hagsmunum Íslands og Bandaríkj- anna að þessi staða landsins sé eilítið óljós.“ Mun þessi „einstaka staða“ Íslands halda áfram að einkenna samvinnu við Bandaríkin? „Það held ég um fyrirsjáanlega framtíð. Kalda stríðinu er lokið en metingur mikilla velda er enn til staðar. Þegar við tölum um einstaka stöðu Íslands gildir hún um margt. Hugsum t.d. til viðskipta og þýðingar Íslands og hafsvæðisins umhverfis landið í því tilliti. Það er vandfundið annað eyríki, sem er á miðri leið svo mikilla viðskipta. Hið sama á við um flugumferð.“ Þú ert þá að tala um Atlantshafs- tengslin í víðara samhengi en við þekktum á dögum kalda stríðsins? „Einmitt. Þetta á við um viðskipti og umferð skipa og flugvéla, þetta á við um björgunarmál á Norður-Atl- antshafi. Við megum heldur ekki gleyma þeim tengslum, sem sameig- inlegt gildismat Íslands og Banda- ríkjanna skapar. Bæði þessi lönd fylgja frjálslyndisstefnu og þá á ég ekki við þá vinstristefnu, sem Banda- ríkjamenn kalla „liberal“, heldur hin- ar sígildu frjálslyndu hugmyndir um m.a. frelsi og umburðarlyndi. Þetta er stofnanakenningin um alþjóða- samskipti, þ.e.a.s. að þegar stofnun- um hefur verið komið á fót um sam- eiginlegt gildismat leysa þær fleiri vandamál en þær skapa.“ Hvað merkir „trúverðugar varnir“? Hér fylgjast menn jafnan grannt með minnstu vísbendingum, sem gefið geta til kynna hvort Bandaríkjamenn vilja koma á frekari breytingum í varnarstöðinni. Margir halda því fram að trúverðugar varnir á Íslandi séu óhugsandi án þess að hér verði staðsettar orrustuþotur, aðrir segja að slíkt sé gerlegt þó svo að þoturnar verði fluttar til Bandaríkjanna með þeim fyrirvara þá að þær megi flytja hingað í skyndingu skapist óvissu- eða hættu- ástand. Hver er þín skoðun? „Ég tilheyri fyrrnefnda „skólan- um“ mjög eindregið. Trúverðugar varnir skipta vissulega miklu máli en þarna kemur fleira til. Ég tel að það sé meiriháttar galla að finna í þeirri röksemdarfærslu að hér á landi megi halda aðstöðu opinni til að unnt verði að flytja hingað liðsafla og hergögn á óvissu- og hættutímum. Gallinn er þessi: Undir hvaða kringumstæðum og á hvaða forsendum myndi slíkt mat fara fram? Svarið er að menn myndu vilja flytja hingað herþotur og fleira ef óvissa eða spenna skap- aðist á þessu svæði. En hvað gerist þegar hergögn eða liðsafli eru flutt frá einum stað til annars? Spennan eykst! Í slíkri stöðu myndi viðbún- aður á staðnum í raun engu breyta um ástandið. En væri liðsafli fluttur til, í þessu tilfelli frá Bandaríkjunum til Íslands, myndi slíkt hafa í för með sér aukna spennu og þar með geta gert ástandið enn óvissara. Þetta er hættulegt og því er þessi röksemda- færsla meingölluð að mínu viti.“ „Smóking-kenningin“ Telur þú að frekari niðurskurður sé líklegur í Keflavík? „Nei, það held ég ekki. Ef hér væri ákveðinn frekari niðurskurður fæli slíkt í sér pólitískar merkjasendingar frekar en hernaðarlegar. Þá á ég við að slíkt yrði til marks um að Banda- ríkin hefðu á ný tekið upp einangr- unarstefnu. Því var af sumum haldið fram að nýja ríkisstjórnin í Banda- ríkjunum myndi taka upp slíka ein- angrunarhyggju. Ég er ekki í þeim hópi, málið horfir öðruvísi við þegar menn eru komnir til valda og þá gera þeir sér ljóst að ekki er svo auðvelt að snúa bakinu við skuldbindingum sín- um og áætlunum þeim tengdum. Niðurskurður getur því verið erfiður. Ég hef stundum notað „smóking- kenningu“ mína um bandaríska flot- ann til að útskýra þetta en hún getur einnig átt við um erlendar herstöðvar ef því er að skipta. Kenningin er svona: Smóking-fatnaður er hlutur, sem gegnir takmörkuðu hlutverki, er mjög dýr, á honum er ekki alltaf þörf, en þegar sú staða kemur upp getur ekkert komið í staðinn fyrir hann.“ Þetta er snjöll kenning! „Ég er svolítið ánægður með hana! En jafnframt er mikilvægt að menn hafi eitt í huga, sem ef til vill hefur ekki verið sinnt nógu vel. Atlants- hafsbandalagið er ekki einvörðungu hernaðarbandalag. Það er eðlilega hefð fyrir því að líta þannig á þessi samtök en þegar stofnsáttmálinn er skoðaður kemur greinilega fram að fleira hangir þar á spýtunni. Sjáðu aðra grein stofnsáttmálans. Þar er talað um „frjálsar stofnanir“ og sam- eiginlegan skilning á þeim grund- velli, sem þær stofnanir hvíla á. Þar segir einnig að aðildarríkin muni leit- ast við að eyða ágreiningi á sviði efnahagsmála og hvetja til efnahags- samvinnu á milli einstakra ríkja eða allra þeirra. Þessa „vídd“ ef svo má segja hefur því verið að finna í samningnum frá 1949. Menn hafa á hinn bóginn ekki hugað nægilega að henni. Þessi grein samningsins hefur því sannað gildi sitt þegar horft er til samfélagsþró- unar á Vesturlöndum, efnahagsmála og viðskipta. Þarna er því um sam- eiginleg gildismat að ræða og þróun þeirra gilda. John Adams Banda- ríkjaforseti sagði: „ég sinni stjórn- málum og stríðsrekstri til þess að börn mín geti lagt stund á iðnað og landbúnað, til að börn þeirra geti sinnt tónlist og skáldskap.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.