Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 18
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 18 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hjónin Rod Andree, og eiginkona hans, Heather Andree, voru að versla í stórmarkaði varnarliðs- manna á Keflavíkurflugvelli þar sem hægt er að kaupa flest annað en matvörur, sem eru seldar í öðrum verslunum. Rod er 35 ára, frá In- diana, en Heather frá Kaliforníu, hún er 26 ára. Með þeim voru syn- irnir Reagan og Jake, þriggja ára og ársgamall. „Fimmta maí erum við búin að vera hér í eitt ár,“ segir Heather og þau eiga því eitt ár eftir en segjast búast við að óska eftir að fá að vera lengur. „Okkur líkar vel að vera hérna og eigum þegar íslenska vini í Keflavík,“ segir hún og eiginmað- urinn tekur undir. „Okkur finnst allt gott hérna, jafn- vel loftslagið, fólkið er gott og við féllum einfaldlega fyrir Íslandi!“ segir Heather. „Við höfum hvergi kunnað betur við okkur og ég á ís- lenska vinkonu sem reynir að kenna mér tungumálið en það er erfitt. Mér finnst nógu erfitt að tala mitt eigið mál!“ Þau hafa ferðast talsvert, meðal annars um Snæfellsnes og farið að Heklu. Rod hefur komið á ratsjár- stöðvarnar úti á landi, hefur farið til Ísafjarðar og Þórshafnar. Þau gera ráð fyrir að ferðast til Akureyrar og Mývatns í sumar. „Við erum búin að fá okkur jeppa með 36 tomma dekkjum og komust nú hvert sem við viljum,“ segir hann hlæjandi. Ánægðir gestir úr Vesturheimi Morgunblaðið/Jim Smart Rod Andree og eiginkona hans, Heather Andree, með syni sína, Reagan og Jake, sem er yngstur í fjölskyldunni. Þau hafa þegar ferðast um Ísland, líkar vel að búa hér og hafa eignast innlenda vini. Þau fengu sér jeppa þegar Chevr- olet-fólksbíll þeirra komst í allt of náin kynni við íslenskan malarveg. S VÆÐI varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var girt af um miðjan sjötta áratuginn, nokkrum ár- um eftir að herinn kom hingað á ný, til að draga úr bein- um samskiptum varnarliðsmanna og Íslendinga enda voru margir ráðamenn þjóðarinnar hræddir um að slæm menningaráhrif myndu verða fylgifiskur herset- unnar. Ungu mennirnir sem gegndu hér herskyldu máttu að- eins fara til Reykjavíkur einu sinni í viku, á miðvikudögum. Svo vildi til að vínþjónar höfðu frí einn dag í viku í Reykjavík, á miðvikudögum. Sagt er að sumir hermannanna hafi verið hér árum saman án þess að fara nokkurn tíma út fyrir vall- arsvæðið en varla er Miðnesheið- in svo aðlaðandi að þeir hafi unað vel náttúrufegurðinni og veður- sældinni þar. Nú er þetta mikið breytt og algengt að varnarliðs- menn ferðist um landið og bera yfirleitt landsmönnum vel söguna ef marka má skyndikönnun blaða- manns og ljósmyndara í dagsferð um Keflavíkurflugvöll. Herinn er nú skipaður atvinnumönnum og flestir Bandaríkjamennirnir sem nú starfa á flugvellinum eru fjöl- skyldumenn, margir ungir að ár- um. Þeim finnst gott að vera með börn í þessu umhverfi, sem er að mestu laust við glæpi og óöryggi eins og oft ríkir í milljónaborgun- um. Sýnishorn neyslusamfélagsins Margt heillaði Íslendinga sem kynntust lífsháttum varnarliðs- manna á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Vöruframboð var minna hér á landi en vestra og margt bannað eins og til dæmis bjórinn og annar munaður tollaður hátt. Mataræði var yfirleitt fábrotið á Íslandi, menn borðuðu soðinn fisk og kartöflur allt að fimm eða sex sinnum í viku. En varnarliðs- mennirnir, „Kaninn“, höfðu sína hætti. Þar vildu menn sem skikk- aðir voru til að þjóna landi sínu og heimsfriðnum á þessum kalda hjara veraldar geta fengið sitt svínakjöt og alifugla, safaríkar nautasteikur frá Texas og undar- legt meðlæti sem Íslendingar þekktu en tortryggðu flestir: Grænmeti. Oft fannst ráðdeildarsömum Suðurnesjamönnum að varnarlið- ið henti verðmætum á haugana. Meðal annars gengu sögur af því á sjötta áratugnum að menn hefðu fundið sitthvað nýtilegt í svo- nefndri Skoru á Vogastapa en þar var framan af sorphaugur varn- arliðsins. Öskubílarnir sturtuðu ruslinu einfaldlega niður kletta- beltið í fjöruna. Þangað komust menn hins vegar á bátum en ekki munu slíkir leiðangrar hafa verið algengir. Íslendingar sem unnu fyrir her- inn urðu heimsvanari en títt var um venjulega verkamenn, lærðu ensku og ýmiss konar verklag og skipulag sem síðar varð algengt hér í stórfyrirtækjum. Sumir vöndust einnig á að ganga í her- mannagöllum í vinnunni og nota trausta hermannaskó. Fáeinir ruddu brautina á öðru sviði og urðu fyrstir landsmanna til að koma sér upp bjórvömb! Fyrstu árin eftir að herinn kom aftur heyrðust oft skotdrunur frá æfingavæðum varnarliðsins ofan við Vogastapa og börn á Suður- nesjum urðu vön háværum drun- um í herþotum og undarlegum skellunum í þyrlum, löngu áður en þessi hljóð urðu jafn sjálfsögð í umhverfinu og nú er. Með tíman- um breyttust samskiptin milli varnarliðsmanna og innfæddra, meðal annars eftir að skilið var á milli borgaralegs flugs á Keflavík- urvelli og starfsemi varnarstöðv- arinnar á níunda áratugnum með tilkomu Leifsstöðvar. En eitt voru flestir sammála um, það þótti gott að vinna fyrir varnarliðið, launin voru viðunandi og jafnvel góð ef menn gegndu mikilvægum störf- um. Störf hjá verktakafyrirtækj- unum hafa einnig verið eftirsótt. Varnarstöðin var einn helsti boðberi neysluþjóðfélags nú- tímans, þar var fyrst sjónvarpað á Íslandi, þaðan var útvarpað eng- ilsaxneskum dægurlögum, þaðan kom ekki bara tyggigúmmí held- ur líka körfubolti og fleira sem löngu er orðið hluti tilverunnar en var framandi og spennandi. Þarna voru útlönd – á Íslandi. Sambúðin á heiðinni Morgunblaðið/Jim Smart Gamla flugstöðvarbyggingin á Keflavíkurflugvelli sem reist var á sjötta áratugnum. Þar eru nú meðal annars skrifstofur og bókasafn. Myndast hefur sérstakt samfélag í varn- arstöðinni í Keflavík, þar hafa þúsundir Bandaríkjamanna og Íslendinga í hálfa öld kynnst nánar en tvær þjóðir gera að jafn- aði. Kristján Jónsson og Jim Smart fóru í dagsferð um völlinn. A LLMARGIR starfsmenn á Keflavíkurflugvelli hafa starfað þar áratugum sam- an og sumir byrjuðu jafn- vel að vinna hjá verktök- um áður en bandaríski herinn kom hingað aftur vorið 1951. Þá hafði verið gerður samningur um að Bandaríkjamenn tækju að sér varn- ir landsins, ófriðlega horfði í heim- inum, ekki síst vegna Kóreustríðs- ins sem var nýhafið. Jón Þorsteinsson er fulltrúi á skrifstofu verklegra framkvæmda og hóf að vinna fyrir herinn 1951 en hann fæddist 1928 og segist senn hætta störfum. Hann er frá Ak- ureyri, er Samvinnuskólagenginn, segist hafa kunnað dálítið fyrir sér í ensku og því verið fljótur að bæta sig í tungumálinu. „Ég skrapp hingað suður í sumarfrí en er hér enn,“ segir Jón og hlær við. Jón hefur gegnt störfum á flug- vellinum en annast nú kaup á heitu vatni og rafmagni fyrir herinn. Hann segist alltaf hafa átt góð sam- skipti við Bandaríkjamennina í varnarliðinu og þau hafi auk þess orðið enn betri milli þjóðanna með betri tungumálakunnáttu Íslend- inga. „Yfirleitt er þetta mjög gott fólk og sumir héldu sambandi eftir að þeir fóru aftur vestur um haf, þeir eru tryggir vinir. Þetta var svolítið erfiðara fyrstu árin vegna þess að þá fengu ungu hermennirnir enga undirstöðukennslu um aðstæður hér. Úr þessu var bætt og menn fóru að kenna þeim nokkur orð í ís- lensku sem oft dugar til að brjóta ísinn. Ég held að auðvelt sé fyrir okkur að skilja hugsanagang Bandaríkjamanna, þeir eru um margt líkir okkur. Kaupið hefur verið þokkalegt og aldrei stóð á því að það væri greitt. Ég er búinn að vera hérna lengi og sé ekki eftir neinu, ég held ég myndi ekki hafa viljað vinna annars staðar. En svo þurfti maður nú líka helst að hafa einhverja trú á Atl- antshafsbandalaginu, það skaðaði ekki og það held ég að flestir sem hér unnu hafi nú gert. Varstu einhvern tíma gagnrýnd- ur af Íslendingum fyrir að vinna hjá erlendum her? „Já, ég heyrði það nú oft, það var litið niður á mann fyrir það en svo breyttist það. Það var kannski ekki óeðlilegt að menn væru eitthvað hræddir en Bandaríkjamenn hafa alltaf reynst okkur vel, viljað gera allt fyrir okkur. En ég held að Bandaríkjamenn hafi lært mikið í samskiptum við okkur, þeir fóru að sýna okkur meiri virðingu fyrir svona 15 til 20 árum. Og Íslend- ingar eru líka hættir að segja að eitthvað sé nógu gott í Kanann. Virðingin er orðin gagnkvæm og verktakarnir skila hér góðri vinnu.“ Skriðdrekar geta verið þarfaþing – við smygl! Morgunblaðið/Jim Smart Theodór Þorvaldsson stjórnar rafveitunni á Keflavíkurflugvelli en hún getur framleitt allt að 15 megavött.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.