Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 13
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 13 Evrópu. Íslendingar hafa því einnig lagt sitt af mörkum til þeirra sameiginlegu verkefna sem þar er við að fást. Þetta höfum við gert og við höfum fengið hvatningu til þess af hálfu Banda- ríkjamanna. Aðalatriðið er að Ísland skili sínu til þessa heildarsamstarfs og það framlag verði ekki einvörðungu metið út frá krónum, aurum og Keflavíkurflugvelli.“ Núverandi fyrirkomulag lágmarksviðbúnaður Viðbúnaður í Keflavíkurstöðinni hefur verið skorinn niður að verulegu marki. Mér hefur stundum virst að tala megi um tvenns konar hugsun hvað varðar framkvæmd öryggismála hér á landi í nánustu framtíð. Annars vegar ræðir um þá skoðun að unnt sé að tryggja fullnægjandi varnir Íslands þó að herþotur verði staðsettar í Bandaríkjunum. Þær megi auðveldlega flytja hingað með litlum fyrirvara auk þess sem sjálf- gefið sé að reglulega fari hér fram æfingar. Hin hugsunin kveður á um að trúverðugum vörnum verði ekki haldið uppi án þess að hér verði stað- settar áfram herþotur. Hver er þín skoðun, hvor- um skólanum fylgir þú? „Ég tel að trúverðugar varnir verði að vera til staðar á Íslandi og á Norður-Atlantshafi á meðan við teljum að hér geti skapast hættu- ástand. Það umhverfi allt hefur að sönnu breyst mikið; ógnin kemur ekki lengur úr austri, frá Sovétríkjunum, en það eru hins vegar aðrir þættir sem hafa ber í huga. Þrátt fyrir að kalda stríðið sé að baki hefur ekkert ríki í Evrópu tal- ið sig geta verið án varnarviðbúnaðar. Stjórn- völd gera sér grein fyrir því að trúverðugar varnir eru nauðsynlegar til að viðhalda og tryggja stöðugleika í álfunni. Með sama hætti tel ég nauðsynlegt að hér á landi sé ákveðinn lágmarksviðbúnaður. Hver hann á nákvæm- lega að vera má ávallt deila um. Íslensk stjórn- völd hafa fyrir sitt leyti metið það svo að við nú- verandi aðstæður sé sá viðbúnaður, sem er fyrir hendi í varnarstöðinni á Miðnesheiði, lágmarks- viðbúnaður. Að öðrum kosti verði ekki talað um trúverðugar varnir fyrir Ísland og Norður-Atl- antshaf. Um þetta, eins og svo margt annað, gildir að slíkt mat fer vitanlega eftir því hvort horft er frá Íslandi eða Bandaríkjunum. Að okk- ar mati er ekki nóg að horfa til þessa einvörð- ungu frá ströndum Bandaríkjanna. Viðbúnað og varnir ber einnig að meta frá ströndum Ís- lands og þá jafnframt að horfa til hafsvæðisins sem umlykur okkur.“ Óvissa vegna Evrópuþróunar Það er vísast við hæfi að slíta þessu samtali með því að spyrja þig um framtíð varnarsam- starfsins. Hvaða breytingar ef einhverjar sérðu fyrir þér í þessu efni? Er meiri óvissa um framtíð þess en fyrr? „Í þessu efni tengjast flestar stærri spurn- ingarnar einkum þróun öryggis- og varnarsam- starfs Evrópuríkja. Þá er ljóst að Atlantshafs- bandalagið mun enn stækka á næstu árum. Það er sérkennilegt að strax eftir þau miklu um- skipti, sem orðið hafa á stjórnmálasviðinu þar, eru teknar að heyrast raddir um að fyrrum Júgóslavía vilji ganga í NATO, aðeins tveimur árum eftir að bandalagið lét rigna sprengjum yfir það land. Allar geta þessar breytingar haft áhrif á hagsmuni okkar Íslendinga og þess vegna verðum við að fylgjast mjög vel með og vera viðbúnir að taka á þeim breytingum. Eng- an veginn er séð fyrir endann á þeim. Þar af leiðandi er ákveðin óvissa ríkjandi um framtíð- ina. Að mínu mati er aðalatriðið að standa í báða fætur og viðhalda góðum samskiptum við Bandaríkin og jafnframt Evrópu. Það erum við að gera og okkar nánustu bandamenn hafa að mínu mati fullan skilning á okkar stöðu. Ég tel að það sé algjört grundvallaratriði að við Íslend- ingar verðum áfram tilbúnir að leggja okkar af mörkum í þessu samstarfi. Þá á ég ekki aðeins við aðstöðuna í Keflavík heldur hef ég einnig í huga þátttöku í því friðarferli sem samstarfs- þjóðir okkar hafa verið í fararbroddi fyrir innan NATO, í Evrópu og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“ Mun sendisveinn Morgunblaðsins biðja utan- ríkisráðherra Íslands um viðtal um varnarsam- starfið við Bandaríkin eftir 50 ár? „Ég trúi því að sá sendisveinn muni nú koma hér að nýjum dyrum og finna innan þeirra veru- leika sem geti orðið mjög frábrugðinn þeim er við nú þekkjum. Kínverskt spakmæli segir, að það eina sem breytist ekki sé að allt breytist.“ Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: „Samstarfið staðfesti þá alþjóðasýn, sem hefur reynst okkur Íslendingum mjög vel; frá þessum tíma hafa okkar bandamenn fyrst og fremst verið þjóðir Vesturlanda.“ ’ Íslensk stjórnvöld hafafyrir sitt leyti metið það svo að við núverandi aðstæður sé sá viðbúnaður, sem er fyrir hendi í varnarstöðinni á Miðnesheiði, lágmarks- viðbúnaður. ‘ Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að erindreki Bandaríkjanna, Edward B. Lawson, og utanrík- isráðherra Íslands, Bjarni Bene- diktsson, settust niður í Reykja- vík og undirrituðu samning sem er einn sá farsælasti og varan- legasti í sögu nútímans: Tvíhliða varnarsamninginn frá 1951. Með þessum samningi, sem gerður var í samræmi við NATO-sátt- málann frá 1949, var tekin upp sérstök samvinna á milli Banda- ríkjanna og Íslands sem haldist hefur allt fram á þennan dag. Sýnilegasti hluti þessa sam- starfs er herstöðin í Keflavík en þess sér einnig stað í því hve ná- ið þjóðirnar tvær ráðfæra sig hvor við aðra og vinna saman að margvíslegum málum. Við erum ekki aðeins bandamenn, heldur einnig góðir vinir og nánar viðskiptaþjóðir. Fimm- tíu ára afmæli varnarsamningsins er kjörið tækifæri til að fagna þessu sérstaka sam- bandi og þeim góða árangri sem löndin tvö hafa náð með samvinnu sinni. Nú er einnig tækifæri til að horfa fram á veginn og sjá hvað við getum gert til að tryggja friðvæn- legri og hagsælli framtíð fyrir löndin tvö. Mesta afrek okkar síðustu fimmtíu árin hefur verið að verja frelsi og lýðræði í Evr- ópu, fyrst gegn þeirri ógn sem stafaði af Sovétríkjunum fyrr- verandi og bandamönnum þeirra í Varsjárbandalaginu, og nú síðast gegn yfirgangi Slob- odan Milosevic. Stofnun her- stöðvarinnar í Keflavík var mikilvægur hluti varnar- og friðaráætlunar Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu til að halda aftur af Sovétmönnum og varna því að þeir næðu yfir- höndinni í Norður-Atlantshafi. Vilji Íslendinga til að hafa her- stöðina, þrátt fyrir óhjákvæmi- lega erfiðleika sem fylgja nærveru mikils er- lends herafla, var lykilframlag til bandalagsins. Við erum mjög þakklát ís- lensku þjóðinni fyrir vinsemd hennar og gestrisni gagnvart bandarískum og öðrum NATO-herjum síðustu fimmtíu árin. Sagan endurtekur sig Því miður hefur upplausn Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins ekki leitt til heims án ófriðar. Slobodan Milosevic, Saddam Huss- ein og Osama Bin Laden hafa sýnt okkur að enn er margt sem ógnar frelsi og lýðræði í heiminum um þessar mundir. Á sama tíma hafa komið fram ný vandamál sem snerta all- an heiminn, eins og útbreiðsla gereyðing- arvopna, hryðjuverk og tölvuglæpir. Að fást við þessi margvíslegu viðfangsefni krefst samvinnu þar sem einstök ríki geta ekki vænst þess að ráða við þau á eigin spýtur. Að þessu leyti eru NATO og varnarsamband Bandaríkjanna og Íslands jafnmikilvæg og viðeigandi og þau voru á meðan kalda stríðið stóð sem hæst. Sennilega er ekkert betra dæmi um þetta en nýleg átök í Kosovo, þar sem Atlantshafs- bandalaginu tókst að binda enda á ofsóknir stjórnar Milosevic á hendur albanska minni- hlutanum þar. Ef NATO hefði ekki komið til sögunnar hefðu þessar árásir Milosevic hald- ið áfram óhindrað og grimmdin viðgengist órefsað og þar með hefði komið fram hættu- legt fordæmi fyrir heiminn að loknu kalda stríðinu. Það er Íslendingum til sóma að þeir voru á meðal staðföstustu stuðningsmanna loftárásanna í Kosovo og hjálpuðu til við að herða ásetning annarra bandamanna. Að vinna friðinn Nú, þegar átökunum er lokið, leikur Atl- antshafsbandalagið lykilhlutverk við að við- halda friði á Balkanskaganum svo að lýðræð- ið nái að skjóta þar rótum. Einnig hér sinnir Ísland sínu hlutverki sem meðlimur NATO. Ísland heldur áfram að senda lögreglumenn, lækna og hjúkrunarfræðinga til að vinna með ýmsum friðargæslusveitum á svæðinu og tekur jafnframt við sínum hluta flótta- fólks sem leitar nýs lífs annars staðar. Bandaríkin og Ísland hafa innan Atlants- hafsbandalagsins unnið saman að því að sameina aftur Evrópu, sem var sundurtætt eftir fjandskap kalda stríðsins. Á vegum áætlunar NATO um „Samstarf í þágu friðar“ og með stuðningi hernaðaryfirvalda í Banda- ríkjunum hefur Ísland séð um röð almanna- varnaæfinga síðustu árin þar sem fyrrver- andi aðildarríki Varsjárbandalagsins hafa tekið þátt, þar á meðal Rússland. Velgengni Íslands við að fá þessi lönd til að taka þátt hefur sýnt að það hefur einstaka aðstöðu til að þjóna sem ógnarlaus brú á milli NATO og fyrrverandi austantjaldsríkja. Enn á ný hef- ur Ísland sýnt hvernig það getur lagt mik- ilvægan skerf til NATO-samstarfsins. Fullkominn árangur Að öllu leyti hefur samstarf Banda- ríkjanna og Íslands, eins og því var komið á fót með varnarsamningnum 1951, verið óvenjulega árangursríkt. Við getum með réttu verið stolt af þeim árangri sem við höf- um náð saman, ásamt með öðrum banda- mönnum okkar í Atlantshafsbandalaginu, síðustu fimmtíu árin. Þótt það landfræðilega og hernaðarlega umhverfi sem hvatti til sam- vinnu okkar sé ekki lengur fyrir hendi skipt- ir þessi samvinna enn geysilega miklu máli og er mikilvæg í þeim hættulega heimi sem við lifum í. Með samvinnu sinni gegna Bandaríkin og Ísland áfram mikilvægu hlut- verki við að halda Evrópu óskiptri og frjálsri, og við að mæta þeim víðtæku við- fangsefnum sem upp kunna að koma. Við Bandaríkjamenn hlökkum til margra ára ná- innar samvinnu og samstarfs á milli okkar miklu þjóða. Samstarfi Bandaríkj- anna og Íslands fagnað Colin Powell Eftir Colin Powell Höfundur er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.