Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 20
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 20 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ H ARÐVÍTUGAR deilur um utanrík- is- og öryggismál settu um áratuga- skeið mark sitt á þjóðlífið á Íslandi. Fjölmargir börðust gegn varnarsam- vinnu við Bandaríkin og aðild Ís- lands að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og á ýmsum forsendum. Vil- borg Dagbjartsdóttir, skáld og rit- höfundur, hefur lengi verið í fremstu röð þeirra sem andmælt hafa skipan íslenskra öryggis- og varnarmála. Afstaða hennar í þessu efni mótaðist á æskuárunum á Seyðisfirði og Norðfirði og hún er enn þeirrar hyggju að það sæmi Íslendingum lítt að taka þátt í hernaðarsamstarfi. Aukinheldur telur hún að svikið hafi verið það loforð, sem gefið var í stríðslok, að hér á landi yrði ekki staðsettur herafli á friðartímum. Hún telur nútímann heldur hug- sjónalausan en ekki er þörf á löngu spjalli á heimili hennar og Þorgeirs Þorgeirsonar, rithöfundar, á Bók- hlöðustígnum í Reykjavík, til að sannfærast um að eldurinn logar enn í brjósti listamannsins. „Ég hef lengi verið ákaflega and- víg því sjónarmiði, sem löngum hef- ur verið haldið að ungu fólki í þessu landi, að við Íslendingar höfum ekki aðeins sloppið vel frá heimsstyrjöld- inni síðari heldur höfum við beinlínis grætt á henni. Staðreyndin er sú að Íslendingar lögðu afskaplega mikið af mörkum og fórnir voru færðar. Landið var hertekið og hér komu Bretar upp varðstöð sem tryggði stöðu þeirra á Atlantshafi. Síðan tóku Bandaríkjamenn við 1941. Því miður lifum við enn í skugga þeirra atburða. Bretar koma hér fyrst og fremst upp flotastöðvum, þ.e.a.s í Hvalfirði og á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði þar sem ég ólst upp var ein stærsta flotastöð við Norður- Atlantshaf. Þar lágu jafnan inni stór olíuskip, skipalestirnar á leið frá Bandaríkjunum yfir hafið til Múr- mansk komu þar við og herskip bandamanna voru iðulega á firðinum sem er svo djúpur að bryndrekarnir voru nánast steinsnar frá bænum. Sökum þessa var Seyðisfirði lok- að. Girðing var lögð þvert yfir fjörð- inn til að unnt væri að hafa eftirlit með skipakomum. Hlið var á henni og varðskip jafnan til taks. En sökum þess að ekki sér frá bænum út fjörðinn var komið upp stórum fallbyssum sem vörðu fjarð- arkjaftinn og loftvarnarbyssum á Vestdalseyri þar sem ég bjó. Þar var enn svolítið þorp þó að fólki væri tek- ið að fækka. Vestdalseyrinni var lok- að, hliði var komið upp og við íbú- arnir fengum passa sem gefinn var út af hernum og kvað á um fararleyfi okkar inn á svæðið og út af því. Þessi ægilegu vígtól voru því allt í kringum okkur; við krakkarnir rákum kýrnar á milli byssuhreiðranna. Fastaher- inn á Seyðisfirði á stríðsárunum var yfir 2.000 manns þannig að vitanlega mótaðist allt bæjarlífið af þessu ástandi.“ Vilborg rifjar upp er Þjóðverjar sökktu olíuskipinu El Grillo í Seyð- isfirði og segir afleiðingar þeirrar árásar og hersetunnar hafa verið geypilega miklar. „Seyðisfjörður var veiðikista og þar var mikið fulglalíf. Þetta allt eyðilagði olían og vitanlega var illmögulegt að gera út báta við þær kringumstæður sem ríktu á þessu hersetna svæði.“ Vilborg segir frá loftárás Þjóð- verja á Seyðisfjörð sem bar upp á ná- kvæmlega þann dag þegar Banda- ríkjamenn leystu Breta af hólmi. Enginn efi er á því í hennar huga að Þjóðverjum barst af þessu njósn og tímasettu árásina með hliðsjón af því að varnir voru litlar sem engar, enda menn með hugann við þessi um- skipti. Bresku hermennirnir voru að kveðja íbúana þegar þýsku sprengj- urnar féllu. Íslenskur drengur missti fótinn í þessari árás sem Vilborg rifj- ar upp eins og hún hafi gerst í gær. Þessi reynsla hafði áhrif á Vil- borgu og hún kunni vel að meta um- skiptin þegar hún fluttist til Norð- fjarðar og settist þar í skóla. Þar samanstóð setuliðið af fimm ungum mönnum sem drógu fram lífið ein- angraðir og við heldur dapurlegar aðstæður. „Á Norðfirði voru menn önnum kafnir við byggja upp öflugt samfélag. Þar var engin Bretavinna, en þar var komið upp fiskibátaflota og menn sigldu með fisk til Bret- lands. Á Norðfirði þróaðist öflugt „rautt samfélag“ sem enn heldur velli,“ segir Vilborg og hlær. Þessar andstæður, sem Vilborg upplifði á þessum árum annars vegar á Seyðisfirði og á Norðfirði, höfðu mótandi áhrif á hana og upp frá þessu tók hún að hafa megnustu and- styggð á öllu því sem hermennsku og vígtólum tengdist. „Vitanlega voru samskipti við hermennina um margt ágæt og Íslendingar voru almennt sáttir við að landið væri hersetið á meðan það reyndist algjörlega nauð- synlegt. Hins vegar skildi herinn eft- ir sig sviðna jörð á Seyðisfirði, þar var allt í drasli og brækju. Núna fyrst er að komast skriður á að fjörð- urinn verði hreinsaður. Það er ótrú- legt að svo langur tími hafi liðið.“ Svikin loforð Vilborg telur varnarsamninginn við Bandaríkin um margt sambæri- legan við Gamla sáttmála frá 1262 þegar Íslendingar gengu Noregs- konungi á hönd. Jafnframt er hún þeirrar hyggju að loforð hafi verið svikin. „Hlutleysi og vopnleysi átti að vera vörn okkar Íslendinga og skilningurinn var alltaf sá að herinn myndi fara eftir að ófriðnum lauk. Bandaríkjamenn vildu hins vegar ekki fara og þegar gengið er í NATO árið 1949 felst framlag Íslendinga ekki í herskipum eða mannafla held- ur landi. Þegar herverndarsamning- urinn er gerður 1951 eru Banda- ríkjamenn teknir að herja á Asíu. Sagt var að hættuástand ríkti en enginn ófriður var þó í Evrópu. Bandaríkjamenn nýttu sér þennan hræsluáróður til að tryggja sér hér aðstöðu. Síðan eru liðin 50 ár og enn er þessum viðbúnaði haldið hér uppi.“ Hvernig varð fólki við þegar skýrt var frá því að þessi samningur hefði verið gerður? „Þessi tíðindi komu illa við mjög marga. Atburðarásin var enda hröð, blekið var varla þornað á samningn- um þegar fyrstu hermennirnir komu. Þeir komu í flugvélum, mig minnir þær hafi verið einar 12 eða 13 fyrsta daginn og herinn tók strax að koma sér fyrir í Keflavík. Ég held að íslenskir ráðamenn hafi ekki gert sér grein fyrir að þetta myndi gerast svona hratt. Á Miðnes- heiði reis bandarískur bær og aldrei fengu Íslendingar upplýsingar um herstyrkinn. Íslenskt land var tekið og afhent Bandaríkjamönnum til af- nota. Margir hér á landi urðu fyrir áfalli þegar þeir áttuðu sig á þessu. Komið var á því skipulagi að Íslend- ingar þurftu að fara í gegnum banda- rískt eftirlitshlið þegar þeir áttu er- indi á Keflavíkurflugvöll. Ég man þegar ég gerði mér þetta ljóst. Þá fylgdi ég ungum syni mínum til Keflavíkur en hann var að fara til út- landa. Veður var yndislegt þennan dag og ég hugsaði með mér að gam- an væri að heimsækja skólann á Vellinum. Ég arka út í sólskinið en hafði ekki farið langt þegar þótta- fullir íslenskir lögreglumenn stöðv- uðu mig. Þá áttaði ég mig á að ég var útlendingur í eigin landi. Íslendingum var afskaplega illa við að gefa eftir landið og þetta snart þjóðarvitundina djúpt. Mönnum fannst þeir ekki sjálfstæðir í eigin landi. Ekki var liðinn áratugur frá stofnun lýðveldisins. Andstaðan kom því ekki síst til sökum þess að mörg- um þótti sem fyrirheit, sem gefin höfðu verið við stofnun lýðveldisins, hefðu verið svikin.“ Vilborgu verður tíðrætt um að andstaðan við varnarsamninginn hafi engan veginn verið bundin við sósíalista eða þá sem hliðhollir voru Sovétríkjunum. Á hinn bóginn hafi margir verið þeirrar hyggju að Ís- lendingar gætu tæpast staðið á eigin fótum. Þessa afstöðu telur Vilborg að rekja megi til þeirrar staðreyndar að Íslendingar höfðu ekki háð eig- inlega sjálfstæðisbaráttu. „Stofnun lýðveldisins fór fram undir her- vernd, erlendir hershöfðingjar sátu í stúkusætum á Þingvöllum. Íslend- ingar heyja ekki sína sjálfstæðisbar- áttu fyrr en í þorskastríðunum. Þá fyrst fékk þjóðin tilfinningu fyrir því að hún væri fær um að verja land sitt og auðlindir. Þá buðum við NATO og Bretum birginn. Og ekki voru það Rússar sem réðust á okkur og þvinguðu okkur til að bregðast til varnar heldur var þar á ferðinni önn- ur NATO-þjóð. Margir vildu þá láta reyna á hvort alvara væri á bak við skuldbindingar Bandaríkjamanna og krefjast þess að þeir sendu her- skip okkur til aðstoðar gegn yfir- gangi Breta. En þeir gerðu auðvitað ekki neitt.“ Óvinir allra góðra hluta Kalt stríð var skollið á og það átti einnig við um Ísland. Þjóðin klofnaði og fylkingar, sem kenndar voru við vinstri og hægri, tókust ákaft á um utanríkis- og öryggistefnu þjóðar- innar. „Kalda stríðið var hrikalegur tími og svo var einnig hér á landi. McCarthy-isminn í Bandaríkjunum teygði anga sína hingað. Öllu var deilt upp og svart-hvít heimsmynd varð ríkjandi. Annaðhvort voru menn kommúnistar eða ekki. Væru þeir taldir kommúnistar voru þeir er um leið stimplaðir óvinir frelsis, lýð- ræðis og allra góðra hluta. Í Banda- ríkjunum voru listamenn niðurlægð- ir í beinni útsendingu frammi fyrir þjóðinni og þeir neyddir til að afneita verkum sínum og lýsa yfir iðrun. Ýmislegt svipað gerðist hér. Ég man að Nína Tryggvadóttir kom hingað til lands en hún var gift bandarískum manni. Hún átti ekki að fá leyfi til að snúa til síns heima þar sem hún var sögð hafa tengst „stórhættulegum“ samtökum ís- lenskra kommúnista. Þessi bráð- hættulegu samtök voru Bandalag ís- lenskra listamanna! Fleiri slík dæmi gæti ég nefnt. Það er mikill misskilningur að andstaðan við herinn og NATO-að- ildina hafi verið bundin við sósíalista og kommúnista. Þetta fólk var upp til hópa ekki kommúnistar. En það var stimplað sem kommúnistar, það var nóg að þekkja kommúnista til að fá slíkan stimpil á sig, það nægði að búa í sama húsi og yfirlýstur sósíal- isti. Hér ríkti allsherjar móðursýki og ástandið var ömurlegt.“ Hermang og „Kanasjónvarp“ Vilborg segir að snemma hafi bor- ið á áhyggjum af því að koma banda- ríska herliðsins til landsins 1951 myndi hafa óæskileg áhrif á þjóðlíf og menningu. „Margir óttuðust áhrif bandaríska hersins á menningu þjóðarinnar. Ofarlega í huga margra var sú hætta að menn tækju að lifa á hermanginu; að í stað uppbyggingar íslenskra atvinnuvega myndi um- talsverður hluti þjóðarinnar beinlín- is lifa á hermanginu og að tekið yrði að gera út á það með sama hætti og við gerum nú út á erlenda ferða- menn. Enda kom upp hér sú hug- myndafræði að landsmenn ættu að færa sér hersetuna í nyt og láta Bandaríkjamenn borga hér upp- byggingu af ýmsum toga. Þá má ekki gleyma þeirri byggða- röskun sem herliðinu fylgdi. Fólk af minni kynslóð þyrptist til Reyjavík- ur og á Suðurnesin. Í huga okkar sogaði Reykjavíkur-auðvaldið allt til sín, stefnan var sú að byggja upp á suðvesturhorninu en leyfa plássun- um að deyja. Vinnsla sjávarafurða lagðist sums staðar af því allt fór í gegnum Reykjavík. Þetta ástand fléttaðist svo saman við þá miklu uppbyggingu sem átti sér stað í Keflavík. Barátta hernámsandstæð- inga fór því saman við þessa miklu byggðaröskun. Annað mikilvægt atriðið sem tengdist menningarmálunum var „Kanasjónvarpið“ svonefnda. Ís- lendingar gátu náð þessum útsend- ingum. Fólk fór að kaupa sér sjón- „Við lifum enn í skugga hræðsluáróðurs“ Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og rithöf- undur, tók lengi virkan þátt í baráttunni gegn NATO-aðild Íslendinga og varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn. Enn fer því fjarri að hún hafi skipt um skoðun eins og Ásgeir Sverrisson sannreyndi þegar hann drakk kaffi og snæddi jólaköku með skáldkonunni. Morgunblaðið/Þorkell Vilborg Dagbjartsdóttir. ’ Hersetan og svikinhöfðu feikn mikil áhrif á listamenn í þessu landi. ‘ Leystur af Bandarískt herlið kom fyrst til Ís- lands árið 1941. Var það í samræmi við þríhliða samning Íslendinga, Breta og Bandaríkjamanna um að þeir síðastnefndu leystu breska her- liðið af hólmi, sem hernumið hafði landið 10. maí 1940. Heð hervernd- arsamningnum 1941 tóku Banda- ríkjamenn að sér að tryggja öryggi Íslands í heimsófriðnum. Á mynd- inni heilsast bandarískur land- gönguliði og breskur stórskotaliði. Myndin var tekin við Reykjavík- urhöfn við komu Bandaríkjahers til landsins 7. júlí 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.