Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 11
Þetta ætti ekki lengur við sem rök- semd. Íslendingar væru meðal ríkustu þjóða heims, þeir stæðu ekki undir neinum útgjöldum vegna eigin varna og hefðu raunar frekar hagnast á þeim fjárhagslega en hitt í samstarfi við Bandaríkjamenn. Til langframa væri erfitt að sjá rök fyrir því, að staða Íslendinga í þessu efni yrði önnur en til dæmis annarra Norð- urlandaþjóða, sem verðu milli 2 og 3% af þjóðarframleiðslu sinni til eig- in varna. Ég minnti á það, að í nýleg- um viðræðum milli bandaríska varn- armálaráðuneytisins og fulltrúa íslensku ríkisstjórnarinnar hefði megináhersla verið lögð á að spara og hagræða í störfum varnarliðsins en Íslendingar hefðu neitað að leggja fram fé til að standa undir kostnaði vegna dvalar varnarliðsins. Sagðist ég styðja þá afstöðu heils- hugar, því að greiðsla til Bandaríkja- hers jafngilti í raun skattgreiðslu til Bandaríkjanna vegna eigin öryggis þeirra, eða það sem verra væri, her- afli þeirra fengi stöðu málaliða á Ís- landi. Ef við ættum að axla fjárhags- legar byrðar vegna eigin varna, skyldum við gera það með því að taka sjálfir að okkur skilgreinda þætti þeirra. Ég vék að íbúafjölda landsins og sagði, að með því að nota þumalfing- ursreglu mætti ætla, að unnt yrði að kalla 8 til 10% þjóðarinnar til að sinna vörnum landsins á hættu- stundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnhags- og at- vinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxem- borg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her landsins á friðartím- um. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumarkaðinn úr skorðum. Með því að hafa slíkan liðs- afla í þágu landvarna gætu íslensk stjórnvöld brugðist við með öðrum hætti en ella væri. Til dæmis yrði unnt að gæta öryggis mikilvægra mannvirkja um land allt án þess að kalla þyrfti liðsauka frá Bandaríkj- unum, ef ekki væri um stórhættu- ástand að ræða. Þá mætti nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamför- um. Röksemdirnar í erindinu frá 1995 halda enn gildi sínu og fleiri hafa komið til sögunnar, sem hníga til sömu áttar. Nefni ég þar sérstaklega þátttöku okkar Íslendinga í alþjóð- legri friðargæslu. Hún hefur aukist ár frá ári og er orðin liður í gæslu ör- yggishagsmuna okkar eins og þátt- taka í hermálanefnd NATO og aðild íslenskra stjórnvalda, þar á meðal sérsveitar á vegum ríkislögreglu- stjóra, í heræfingum hér á landi ann- að hvert ár. Íslenska friðargæslan Í nóvember 2000 skilaði starfshóp- ur um þátttöku Íslendinga í friðar- gæslu skýrslu, en í honum sátu fulltrúar nokkurra ráðuneyta undir forustu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er minnt á, að síðan 1994 hafa fjárveitingar til þátttöku í frið- argæslu verið fastur liður á fjárlög- um en talið er, að launa- og ferða- kostnaður vegna hvers Íslendings, sem tekur þátt í slíkum störfum sé 5 til 8 milljónir króna en heildarkostn- aður ríkissjóðs af þátttöku hvers frið- argæsluliða sé á bilinu 8 til 10 millj- ónir króna. Síðastliðin sex ár hafa rúmlega 30 læknar og hjúkrunarfræðingar starf- að á vegum Íslands í Bosníu og Kó- sóvó, fyrst með norska hernum frá 1994 en síðan með breska hernum frá 1996. Það ár gerðu íslensk og bresk stjórnvöld með sér sérstakt sam- komulag um samstarf á sviði friðar- gæslu í Bosníu, sem fólst í því, að ís- lenskt heilbrigðisstarfsfólk fengi þjálfun í Bretlandi og starfaði í kjöl- farið tiltekinn tíma með breska hern- um í Bosníu. Samkomulagið var endurnýjað á fyrri hluta árs 2000 og nær nú einnig til samstarfs í Kósóvó. Alls hefur á annan tug lögreglumanna starfað á vegum alþjóðlegu lögreglusveita SÞ (IPTF-International Police Task Force) í Bosníu frá árinu 1997 og í Kósóvó frá árinu 2000. Íslensku lög- reglumennirnir starfa að jafnaði í 6–8 mánuði innan danskrar lögreglu- sveitar. Lögregluskrifstofa friðar- gæsludeildar SÞ hefur lofað mjög starf íslenskra lögreglumanna á Balkanskaga og óskað sérstaklega eftir því að íslensk stjórnvöld fjölgi þeim í allt að 8–10 manns á hverjum tíma, segir í skýrslu starfshópsins. Þar kemur einnig fram, að friðar- gæsluliðar frá Íslandi sem starfandi eru innan breskra herdeilda í Bosníu og Kósóvó hafa verið einkenndir með búningum samstarfsaðila hverju sinni. Álitamál sé hvort æskilegt sé að íslenskir starfsmenn beri íslensk- an einkennisbúning. Að vissu leyti gæti slíkt auðveldað aðkomu íslensks starfsliðs í erlenda hersveit og jafn- framt gert framlag Íslands sýnilegra. Í tillögum sínum leggur starfshóp- urinn til, að þátttaka Íslands í alþjóð- legri friðargæslu verði efld með það fyrir augum að Ísland geti, þegar þörf krefur, lagt af mörkum og kost- að ákveðinn fjölda starfsfólks til frið- argæsluverkefna á hverjum tíma. Stefnt verði að því, að á næstu 2–3 ár- um geti allt að 25 manns starfað við friðargæslu á vegum Íslands á hverj- um tíma. Með aukinni þátttöku og reynslu af friðargæslu verði miðað við að fjölga friðargæsluliðum í allt að 50 manns. Til greina komi menn úr hinum ýmsu starfsstéttum, þ.á m. lögreglumenn, læknar og hjúkrunar- fræðingar, lögfræðingar, stjórnend- ur og tæknimenntað starfslið. Er lagt til, að eftir auglýsinga- og kynning- arstarf verði komið upp skrá eða lista yfir allt að 100 manns, undir heitinu Íslenska friðargæslan, sem séu til- búnir til að fara til friðargæslustarfa með stuttum fyrirvara og gefa skrif- lega yfirlýsingu þess efnis. Þá vill hópurinn, að friðargæslu verði komið varanlega fyrir í stjórnsýslunni undir forystu utanríkisráðuneytisins í því skyni að hægt sé að standa sem best að ráðningu, þjálfun og tengslum við friðargæsluliða sem og stofnanir, innlendar- og alþjóðlegar sem tengj- ast málefninu. Mat á núverandi hættu Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra kynnti snemma árs 1999 grein- argerð starfshóps innan utanríkis- þjónustunnar, sem nefnist: Öryggis- og varnarmál við aldamót. Ein af megintillögum hópsins er þessi: „Kannaðar verða leiðir til þess að Ís- lendingar geti axlað stærra hlutverk, einir eða í samstarfi við önnur ríki, í vörnum landsins, þ. á m. á sviði lög- gæslu, varna gegn hryðjuverkum, al- mannavarna, björgunarstarfa, æf- inga og eftirlits á hafinu kringum landið. Sjá verður til þess að mögu- legt sé að nýta reynslu og þekkingu þeirra Íslendinga, sem starfað hafa að friðargæslu á erlendum vettvangi, í þágu varna landsins og öryggis eftir að þeir snúa heim.“ Þá leggur hóp- urinn til, að kannað verði, hvort það þjóni hagsmunum Íslands að taka þátt í alþjóðlegum herlögreglusveit- um Atlantshafsbandalagsins (MSU) í Bosníu og Hersegóvínu, en hlutverk sveitanna er að bregðast við óvænt- um atvikum, sem ekki krefjast af- skipta herliðs, en eru ofviða óvopn- uðum lögreglumönnum. Sérþjálfun lögreglu og öryggissveita við verk- efni af þessu tagi kynni að mati starfshópsins að nýtast íslenskum stjórnvöldum við varnarstörf gegn hermdar- og hryðjuverkum. Þá segir hópurinn, að meta þurfi þær raunverulegu hættur, sem Ís- landi, þar með stjórnkerfi og mann- virkjum, kynni að stafa af hermdar- og hryðjuverkastarfsemi, skipulagðri glæpastarfsemi og útbreiðslu ger- eyðingarvopna. Mikilvægt sé, að stjórnvöld hafi sem mesta burði til að fylgjast með og bregðast við starf- semi öfgahópa í samstarfi við önnur ríki og haldi áfram uppbyggingu sér- sveitar lögreglunnar. Með aukinni ábyrgð Íslands á alþjóðavettvangi, til dæmis með hugsanlegri aðild að ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna kynni athygli misjafnra stjórnmálaafla að beinast að Íslandi á annan hátt en Ís- lendingar hafa vanist. Segir hópur- inn, að huga þurfi sérstaklega að innra öryggi í landinu. Hér er með öðrum orðum bent á hættuna af því, að öfgahópar eða jafnvel hryðju- verkamenn beini athygli sinni að Ís- landi, ef og þegar íslensk stjórnvöld láta meira að sér kveða á alþjóðavett- vangi. Engin stöðnun Á áttunda áratugnum velti ég því fyrir mér, hvers vegna ekki væri efnt til heræfinga á Íslandi til að sýna Ís- lendingum og öðrum svart á hvítu fram á það, að fyrir lægju áætlanir um varnir landsins og að unnt væri að framkvæma þær. Minnist ég þess, að ýmsum þótti þetta fráleitt, slíkar æf- ingar yrðu aðeins til að espa almenn- ing gegn varnarsamstarfinu. Spurningum um aðild Íslands að hermálasamstarfi NATO var svarað á svipaðan hátt. Þótti sumum það ögrun í stjórnmálum heima fyrir, að Íslendingar ættu virka aðild að hern- aðarlegu samstarfi í bandalagi, sem var stofnað til að styrkja sameigin- legar varnir. Nú er ekki lengur litið á heræfingar á Íslandi eða setu her- menntaðs fulltrúa Íslands í hermála- nefnd NATO sem goðgá. Íslenskur fulltrúi hefur meira að segja tekið þátt í fundum kjarnorkuáætlana- nefndar NATO eins og við höfum fullan rétt til og eigum að gera. Íslendingum ber sem sjálfstæðri þjóð skylda til að sýna og axla ábyrgð í varnar- og öryggismálum, annars eru þeir ekki fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna. Umræður um aukinn hlut okkar í eigin vörnum er hluti af þróun í þessu efni, þar sem aldrei má ríkja stöðnun og ávallt verður að skoða alla kosti til hlítar. Skýrslan og tillögurnar, sem ég hef rifjað upp hér að framan, eru til marks um að fyrir liggja rökstuddar ábendingar um það, hvernig á að sinna ábyrgð íslenska ríkisins á ör- yggi eigin borgara og vegna þátttöku Íslendinga í alþjóðlegri samvinnu. Þessum verkefnum verður ekki sinnt, nema hugað sé að því að þjálfa Íslendinga til öryggisstarfa. Við getum alls ekki vænst þess, að bandaríska varnarliðið komi að þess- um verkefnum í okkar þágu, þótt þau lúti að því að tryggja varnir og ör- yggi. Með öðrum orðum er verið að ræða um sambærilega verkaskiptingu og ég gat um í erindinu árið 1995. Á dögum kalda stríðsins var oft spurt: Gegn hvaða hættu þurfa Ís- lendingar að tryggja öryggi sitt? Er ekki varnarliðið sjálft segull, sem kallar á árás? Sagan sýnir, að full ástæða var til að grípa til öflugra ráð- stafana í því skyni að koma í veg fyr- ir, að valdatómarúm skapaðast í ör- yggismálum Íslands. Varnar- samningurinn veitti tryggingu, þar sem öllu smáu letri var sleppt. Sov- étstjórnin leitaði markvisst eftir að ná tangarhaldi, þar sem færi gafst. Kenningar um að ekki skipti máli, að hvoru stórveldi þjóðir hölluðu sér, af því að bæði væru jafnill, hafa fokið út í veður og vind. Nú á tímum er einnig ástæða til að spyrja: Gegn hvaða hættu þurfa Ís- lendinga að tryggja öryggi sitt? Hvernig verður það best gert? Ég ítreka það, sem ég sagði í upphafi, að við eigum að líta á gæslu öryggis- hagsmuna þjóðarinnar sem varan- legt viðfangsefni en ekki meta nauð- syn hennar á forsendum einstakra viðburða á alþjóðavettvangi. Þessir viðburðir veita okkur hins vegar svör við því, hvernig öryggisins sé best gætt hverju sinni. Með því að treysta áfram á tvíhliða varnarsamstarf við Bandaríkin innan vébanda NATO og huga jafnframt enn frekar að eigin hlutdeild í gæslu innra öyggis er ís- lensku þjóðinni best borgið í þessum efnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur er menntamálaráðherra. ’ Sannfærðist égum, að það væri ekki háð tímabundnu mati á einstökum atburð- um á alþjóðavett- vangi, hvort gera þyrfti ráðstafanir til að tryggja öryggi og varn- ir Íslands, heldur væri þar um varanlegt við- fangsefni að ræða. ‘ VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 11 Varið land Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar (1971–1974) var að finna ákvæði þess efnis að endurskoða bæri varnarsamninginn við Bandaríkin og stefna að brottför varnarliðsins í áföngum. Var ákvæði þetta í sáttmálanum að kröfu þingmanna Alþýðubandalagsins. Á fullveldisdaginn, 1. desember 1973, birtu 60 þekktir Íslendingar áskorun til ríkisstjórnarinnar um að þessu ákvæði stjórnarsáttmálans yrði hrint í framkvæmd. Í kjölfar þessa skipulögðu þeir Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur, Þorvaldur Búason eðlisfræðingur og Ragnar Ingimundarson prófessor undirskriftasöfnun þar sem skorað var á ríkisstjórnina „að leggja á hilluna ótímabær áform um uppsögn varnarsamningsins“. Markmið þeirra sem að söfnuninni, sem fram fór undir yfirskriftinni Varið land, stóðu var að safna 5.000 undirskriftum. Svo fór að lokum að 55.522 einstaklingar á kosningaaldri rituðu nafn sitt undir áskorunina og voru und- irskriftirnar afhentar Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Eysteini Jónssyni, forseta sameinaðs Alþingis, 21. mars 1974. Myndin sýnir kistur með undir- skriftalistunum bornar inn í Alþingishúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.