Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 24
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 24 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ D JÚPSTÆÐUR áhugi á al- þjóðastjórnmálum varð þess valdandi að Alda Sig- urðardóttir gekk til liðs við Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Alda telur að áhugi ungs fólks á Ís- landi á utanríkismálum fari vaxandi en setur þá þróun einkum í samhengi við aukin alþjóðasamskipti. Hún er þeirrar hyggju að yngra fólk á Íslandi hafi ekki sömu sýn og hinir eldri til fyrirbrigða á borð við fullveldi og sjálfstæði. Alda Sigurðardóttir hefur undan- farið eitt og hálft ár starfað sem fræðslustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hún hefur verið vara- formaður Varðbergs í eitt ár en innan samtakanna hefur hún starfað á fjórða ár. Alda er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og þar kviknaði áhuginn á alþjóðamálum og þar með íslenskum öryggis- og utanríkismál- um. „Þegar ég var í háskólanum tók ég öll þau námskeið sem í boði voru á sviði alþjóðastjórnmála. Samhliða þessu tók ég að sækja fundi Varð- bergs. Mér fannst mjög mikilvægt að fá tækifæri til að kynnast þeim sjón- armiðum sem þar komu fram enda frummælendur oftar en ekki þekktir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Mér þóttu fundirnir því áhugaverðir og mjög gagnlegir í mínu námi.“ Alda upplýsir að starfsemi Varð- bergs og Samtaka um vestræna sam- vinnu fari saman að því marki sem samtökin gangist sameiginlega fyrir reglulegum fundum og ráðstefnum, oftast með bæði innlendum og erlend- um fyrirlesurum. Eitt af helstu mark- miðum Varðbergs er að skapa aukinn skilning á mikilvægi samstarfs lýð- ræðisþjóðanna til verndar friði. Í stjórn Varðbergs sitja fulltrúar ungs fólks, yngra en 35 ára í Alþýðuflokkn- um, Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum og skiptast flokkarn- ir á að fara með formennskuna til tveggja ára í senn. Núverandi for- maður Varðbergs er Gestur Páll Reynisson. Skráðir félagar í Varð- bergi eru um 600 en aðild að samtök- unum er ekki háð því að viðkomandi sé félagi í stjórnmálaflokki. Aðalfund- ur er haldinn á ári hverju og stjórn- arfundir einu sinni í mánuði. Sam- bærileg samtök eru í öllum hinum NATO-ríkjunum. Fræðsluferðir „Auk fræðslufunda um alþjóðamál og íslensk utanríkis-, varnar- og ör- yggismál sérstaklega er mikilvægur liður í starfi okkar fólginn í kynnis- ferðum til höfuðstöðva Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Brussel,“ seg- ir Alda og upplýsir að slík ferð sé að jafnaði farin einu sinni á ári. „Hér ræðir ekki um áróðursferðir heldur eru þær einfaldlega upplýsandi og gagnlegar fyrir þátttakendur sem fá tækifæri til að tala við embættismenn og herforingja bandalagsins og glöggva sig þannig á starfseminni og þeim sjónarmiðum sem uppi eru á hverjum tíma.“ Þessa dagana er að koma út tímarit á vegum Varðbergs vegna þeirra at- burða og framvindu sem hefur átt sér stað síðastliðinn áratug á vettvangi öryggis- og varnarmála auk þess sem þess verður minnst að í sumar eru 40 ár liðin frá stofnun samtakanna. Alda Sigurðardóttir segist telja að á meðal ungs fólks sé áhuginn á fræðilegri hliðum íslenskra öryggis- og varnarmála ekki mikill. Hún telur það miður og kveðst vilja leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr því varn- ar- og öryggismál séu hvarvetna talin hafa sérstakt mikilvægi. Á hinn bóg- inn kveðst hún greina stóraukinn áhuga yngri Íslendinga á alþjóðasam- starfi almennt og þar undir falli ís- lensk utanríkismál. „Með aukinni al- þjóðavæðingu og tækniþróun er alþjóðavitund hinna yngri sterkari en nokkru sinni fyrr. Sífellt fleiri búa er- lendis um lengri eða skemmri tíma og þeirri búsetu fylgir annað sjónarhorn og aukinn áhugi á öðrum löndum og þjóðum. Ég tel á hinn bóginn eðlilegt að ungt fólk hafi ekki brennandi áhuga á íslenskum öryggismálum þar sem kalda stríðinu er lokið og nýr veruleiki blasir við. Samt sem áður er að mínu viti sjálfsagt að fólk hugleiði þessi mál. Ég sé ekkert óeðlilegt við að menn spyrji nú hvaða tilgangi NATO þjónar eða hvers vegna áfram sé þörf á varnarliði á Íslandi. Spurn- ingarnar eru gildar,“ segir Alda. Hún kveðst þeirrar skoðunar að líta beri á varnarsamninginn í því ljósi að hann tryggi í senn öryggi Íslands og íslenskra þegna en sé jafnframt fallinn til að stuðla að friði. „Land- fræðileg staða Íslands er enn mikil- væg þó að í hernaðarlegu tilliti hafi mikilvægi landsins minnkað enda lif- um við blessunarlega á friðartímum. Ég tel þá fækkun sem orðið hefur í varnarliðinu og niðurskurð viðbúnað- ar hér á landi eðlilega þróun og fylli- lega í samræmi við breyttar aðstæð- ur. En sagan kennir að erfitt getur reynst að tryggja friðinn til lengdar og ég lít svo á að varnarsamningur okkar og Bandaríkjanna og NATO- aðild Íslands feli í sér fælingarmátt sem treysti öryggi lands og þjóðar,“ segir Alda Sigurðardóttir. „Við köll- um okkur „smáþjóð“ en á alþjóðlegan mælikvarða erum við örríki,“ segir Alda og bætir við að eftir því sem ríki eru smærri því mikilvægara er fyrir þau að tilheyra bandalögum. Alda telur að hugmyndir fyrri kyn- slóða um að ekki geti farið saman er- lent herlið í landinu og fullveldi og sjálfstæði Íslendinga höfði lítt til yngra fólks í dag. „Eftir 50 ára frið- artímabil er þetta svo sjálfsagt í huga ungs fólks, það þekkir ekkert annað. Gott dæmi er umræðan um Evrópu- sambandið sem hefur leitt í ljós að yngra fólk hér á landi er að velta öðru fyrir sér en þessum hugtökum þótt ágæt séu. Hins vegar skil ég vel að margir hafi á sínum tíma átt erfitt með að fella sig við inngönguna í NATO og varnarsamninginn sökum þess hve skammur tími var liðinn frá stofnun lýðveldisins, en sagan hefur sýnt að ákvörðunin var hárrétt.“ Alda er félagi í Sjálfstæðisflokkn- um en kveðst ekki hafa alist upp við miklar pólitískar umræður á heimili sínu. Vinir hafi heldur ekki haft þar teljandi áhrif. „Áhugi minn er sjálf- sprottinn ef svo má að orði komast, mér þykja alþjóðamál einfaldlega sérlega áhugaverð og Varðberg er kjörinn vettvangur fyrir þá sem þannig eru þenkjandi.“ „Alþjóðasam- starf höfðar til ungs fólks“ Alda Sigurðardóttir er 27 ára stjórnmála- fræðingur og varaformaður Varðbergs, félags ungs áhugafólks um vestræna samvinnu. Hún segir samtökin kjörinn vettvang fyrir áhugafólk um alþjóðastjórnmál og telur að yngra fólk mætti sýna íslenskum öryggis- og varnarmálum meiri áhuga. Morgunblaðið/Ásdís Alda Sigurðardóttir. HERMENN í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli voru um 1.900 í aprílmánuði síðastliðnum en ásamt fjölskyldum þeirra og 100 banda- rískum borgaralegum starfsmönn- um sem annast sérhæfð störf eru um 4.000 íbúar á Keflavíkurflug- velli. Samkvæmt gögnum sem Upp- lýsingaskrifstofa varnarliðsins hef- ur sent frá sér voru alls 3.294 her- menn starfandi hér á landi í marsmánuði 1990 og heyrðu 1.335 þeirra flughernum til. Með fjöl- skyldum þeirra bjuggu þá alls 4.987 manns á Keflavíkurflugvelli. Fjórum árum síðar voru 2.877 her- menn hér á landi, þar af 1.160 úr flugher en heildarfjöldi íbúa 5.709. Í gögnum Upplýsingaskrifstof- unnar segir að hafa beri í huga að fjöldi hermanna sé nokkuð breyti- legur eftir því hvort allar stöður eru mannaðar. Mannafli sé jafnan í lágmarki í árslok og fjöldi ís- lenskra starfsmanna í hámarki á sumrin. Þar segir ennfremur: „Fækkun hermanna á árunum 1990 til 1994 stafaði m.a. af fækkun í flughern- um, þ.á m. með brottför ratsjár- flugvéla og fækkun orrustuþotna svo og fækkun eftirlitsflugvéla flotans. Í janúarmánuði árið 1995 lauk rúmlega fjögurra áratuga varðstöðu 57. orrustuflugsveitar- innar á Keflavíkurflugvelli er sveitin var lögð niður og flugsveit- ir í Bandaríkjunum hófu að skiptast á um að leggja varnarlið- inu til fjórar til sex orrustuflug- vélar í senn.“ Varnarliðið. Ratsjárvélar Nýjar ratsjárflugvélar af gerðinni E-3A AWACS bættust í hóp eftirlitsflugvéla varnarliðsins árið 1978 og orrustuþotur af gerðinni F-15C Eagle árið 1985. Myndin sýnir flugvélar af þessum gerðum á flugi yfir ratsjárstöðinni á Stokks- nesi. AWACS-vélar hafa ekki lengur fasta aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Hermönnum hefur fækk- að um 40% frá 1990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.