Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 12
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD
12 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
ANN hlustaði á „Kanaútvarp-
ið“ í æsku eins og þúsundir
ungmenna á hans aldri gerðu
og telur sig ekki hafa skaðast
af þeim kynnum. Hann man
eftir deilum í sinni heima-
byggð um herstöðina á
Stokksnesi og þau skaðvæn-
legu áhrif, sem margir töldu hana hafa á þjóðlíf,
menningu og æsku þessa lands. Tíminn hefur
gert flestar þær sögur spaugilegar. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra tekur á móti sendi-
sveini Morgunblaðsins á skrifstofu sinni við
Rauðarárstíg í Reykjavík.
Er ekki við hæfi, Halldór, að byrja þetta samtal
á þeirri frumlegu spurningu hvað þér sé efst í
huga við þessi tímamót?
„Ég er þeirrar skoðunar að samstarf Íslend-
inga og Bandaríkjamanna hafi verið íslensku
samfélagi mjög farsælt að flestu leyti. Það opn-
aði samfélagið allnokkuð gagnvart umheimin-
um, inn í landið fluttist ný verktækni og margt
fleira mætti nefna. Samstarfið staðfesti þá al-
þjóðasýn, sem hefur reynst okkur Íslendingum
mjög vel; frá þessum tíma hafa okkar banda-
menn fyrst og fremst verið þjóðir Vesturlanda.
Mér er efst í huga framsýni þess fólks sem gerði
þetta samstarf að veruleika. Þeir menn tóku
mikla áhættu og urðu fyrir mikilli andstöðu. Ég
tel að í ljós hafi komið að þeir tóku rétta ákvörð-
un.
Hins vegar er það mjög merkilegt í ljósi sög-
unnar að ákvörðun um gerð varnarsamningsins
er tekin í mikilli skyndingu og án nokkurrar
kynningar hér á landi. Á vettvangi íslenskra
stjórnmála eru menn síðan að fást við málið í
marga áratugi eftir að ákvörðunin er tekin. Ef
við lítum t.d. á minn eigin flokk, Framsóknar-
flokkinn, þá var þetta mál til umræðu innan
hans áratugum saman og varð til þess að við
misstum marga góða stuðningsmenn, sem töldu
að stefna flokksins á sviði öryggis- og varnar-
mála væri röng. Þá er alveg ljóst að aðrir flokk-
ar, eins og Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið, byggðu tilveru sína að verulegu
leyti á andstöðu við varnarsamstarfið við
Bandaríkin og aðildina að Atlantshafsbandalag-
inu. En með því bandalagi sem skapaðist með
Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæð-
isflokki í þessu máli tókst að koma þessu nauð-
synlega samstarfi á.“
Erfið deila en óhugsandi að sitja hjá
Nú var þetta vitanlega erfið ákvörðun fyrir litla
þjóð, sem nýlega hafði fengið sjálfstæði enda varð
þetta deilumál, þ.e.a.s. vera varnarliðsins á Ís-
landi og þátttaka í Atlantshafsbandalaginu, mjög
fyrirferðarmikið í íslensku þjóðlífi fram undir
1990. Nú ber minna á þessari deilu en þó eru hér
á landi stjórnmálaöfl starfandi sem eru andvíg
þessu samstarfi og þau raunar nokkuð öflug, ef
marka má fylgiskannanir. Hefur þessi deila ekki
reynst þjóðinni æði erfið?
„Jú, hún hefur vissulega reynst það, en ég fæ
ekki séð hvernig hjá því varð komist. Mér er það
minnisstætt þegar ég ræddi þetta mál eitt sinn
við afa minn, Halldór Ásgrímsson, sem hóf sína
þingmennsku 1946. Hann var venjulega stutt-
orður og kjarnyrtur. Hann gaf mér þá einföldu
skýringu að menn á Íslandi hefðu séð það í
seinni heimsstyrjöldinni að ógerlegt væri að
fylgja hlutleysisstefnu, hún stæðist ekki. Ís-
lendingar urðu því að taka afstöðu. Ég held að í
þessum orðum endurspeglist einfaldleiki þess-
arar ákvörðunar. Íslendingar stóðu frammi fyr-
ir þeirri spurningu hvort þeir vildu vinna með
bandamönnum sínum að því að skapa nauðsyn-
legt öryggi í þessum heimshluta. Það var gjör-
samlega útilokað fyrir Íslendinga að sitja hjá í
því efni.
Því er þannig farið um öll stór mál að þau
verða ekki að veruleika nema með slíkum hætti.
Við getum litið til annarra stórmála, sem tekist
hefur verið á um á Íslandi. Fljótlega eftir að ég
kom til starfa á Alþingi var t.d. mjög mikilvægt
mál í vinnslu, sem var járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga. Ég heyrði aldrei í nokkrum
manni á meðal almennings sem var meðmæltur
þeirri verksmiðju. Ég varð hins vegar var við
gífurlega andstöðu. Ég spurði stundum sjálfan
mig: „Hvaða vit er í því að fylgja eftir málum
sem allir virðast vera á móti?“ Ég ákvað hins
vegar að fylgja því eftir með mínum flokks-
mönnum og sé ekkert eftir því. Verðum við ekki
að ætlast til þess af stjórnmálamönnum að þeir
taki ákvarðanir í samræmi við þá þekkingu, sem
þeir hafa og með tilliti til mats á hagsmunum ís-
lensku þjóðarinnar, en láti ekki stjórnast af um-
ræðu stundarinnar? Það er sú ábyrgð sem þeir
hafa tekist á hendur og lagt eiðstaf við.“
Nálægðin styrkti íslenska menningu
Eitt af því sem einkenndi deilur um varn-
arliðið var fyrirferðarmikil umræða um efna-
hagsleg og menningarleg áhrif veru þess hér. Nú
verður tæpast um það deilt að þau hafa verið um-
talsverð á síðustu 50 árum en hvert er þitt mat á
þeim? Hafa áhrifin á menningu Íslendinga verið
jákvæð eða neikvæð og varð þjóðin um of háð
þeim fjármunum sem vera varnarliðsins hér skil-
aði?
„Fyrr á tíð skiptu þeir fjármunir sem komu
inn í hagkerfið í gegnum þetta samstarf veru-
legu máli fyrir Íslendinga. Síðan hefur þjóðinni
vaxið mjög ásmegin og hægt en markvisst hefur
dregið úr þýðingu þessara fjármuna fyrir ís-
lenska hagkerfið. Það er mjög af hinu góða að
dregið hefur áhrifum þessa samstarfs í íslensk-
um þjóðarbúskap.
Ég kynntist hinum menningarlegu áhrifum
sem barn og unglingur á Hornafirði. Á þessum
árum hlustuðum við á útvarpsstöð Bandaríkja-
manna á Stokksnesi, Radio Luxembourg og
Radio Caroline sem var eins konar „sjóræn-
ingjastöð“ á skipi úti í hafi. Þessar stöðvar náð-
ust mjög vel á Hornafirði. Þetta varð til þess að
við krakkarnir tókum að fylgjast með því helsta
í poppheiminum en hann var ekki sérlega fyr-
irferðarmikill í íslenska Ríkisútvarpinu á þeim
tíma. Ég held að þessi útvarpshlustun og það
sem henni fylgdi hafi ekki haft með nokkru móti
skaðvænleg áhrif á okkur sem vorum að alast
þarna upp.
Ég var hins vegar sammála því á sínum tíma
að ótækt væri að Keflavíkursjónvarpið væri
eina sjónvarpsstöðin á Íslandi. Og ég held að sú
staðreynd um sjónvarpsmálin hafi orðið til þess
að flýta því að íslenskt sjónvarp hóf göngu sína.
En þegar litið er til baka held ég að þessi ná-
lægð við varnarliðið og samstarfið við Banda-
ríkin hafi styrkt íslenska menningu. Samstarfið
sýndi fram á það að íslensk menning hafði nægi-
legt sjálfstæði og styrk til að standast slík áhrif.
Nú á dögum er óhugsandi að ætla sér að loka til-
tekna menningu frá utanaðkomandi áhrifum.
Sú sýn, sem ýmsir á Norðurlöndum hafa haft
til Íslendinga, í þá veru að við séum undir gíf-
urlegum áhrifum frá bandarískri menningu
stenst ekki og er alls ekki rétt. Hér má vissu-
lega greina ákveðin menningarleg áhrif frá
Bandaríkjunum en þau eru, að mínu mati, ekk-
ert umfram það sem gengur og gerist á öðrum
Norðurlöndum eða annars staðar í Evrópu.
Raunar eru þau heldur minni ef eitthvað er.“
Samofnir hagsmunir
Því hefur ennfremur löngum verið haldið fram
að hagsmunamat Bandaríkjamanna hafi verið
ráðandi í þessu samstarfi; að þeir hafi leitað eftir
hernaðaraðstöðu hér í því augnamiði að gera Ís-
land að mikilvægum lið í eigin vörnum. Þetta
sjónarmið heyrist vitanlega enn, en það var mjög
áberandi hér á landi í forsetatíð Ronalds Reagans
þegar gerðar voru breytingar á flotastefnu Banda-
ríkjamanna í átt til aukinna framvarna. Hver er
skoðun þín á þessum rökstuðningi?
„Að sjálfsögðu er hér um bandaríska varn-
arhagsmuni að ræða því ella væru Bandaríkja-
menn tæpast að taka þátt í þessu samstarfi. En
hagsmunir Bandaríkjanna og allra aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins fara saman í þessu
efni. Menn ákváðu að koma á fót sameiginlegum
vörnum og það var engin leið að ljúka því starfi
án þess að Norður-Atlantshafið væri með í þeim
áætlunum. Þar af leiðandi hlutu Ísland, Norður-
Noregur, Grænland og Færeyjar að tengjast
þeim áformum. Hefðum við Íslendingar ekki
verið tilbúnir til að taka þátt með þeim hætti
sem ákveðinn var, þ.e.a.s. með tvíhliða varn-
arsamvinnu við Bandaríkin, hefði framlag okk-
ar til hinna sameiginlegu varna orðið afskap-
lega lítið og ótrúverðugt. Þar af leiðandi var hér
um samofna hagsmuni Íslendinga, Bandaríkja-
manna og annarra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins að ræða. Það er nú eðli sameig-
inlegra starfa og stefnu að menn leggjast ekki í
uppgjör enda slíkt í raun ógerlegt. Aðaltriðið er
að allir sem hafa hagsmuna að gæta séu tilbúnir
til að leggja eitthvað af mörkum og geri það af
heilum hug.“
Ísland, Evrópa og Atlantshafstengsl
Í framhaldi af þessu; hingað til lands kom
bandarískt herlið á stríðsárunum á grundvelli
Monroe-kenningarinnar frá 1823 um bandarískt
áhrifasvæði á vesturhveli jarðar. Þá vaknar sú
spurning; hvernig hafa Bandaríkjamenn í gegn-
um tíðina litið á Ísland og Íslendinga? Hafa þeir
talið okkur Evrópuríki eða erum við kannski á
„ótilteknum stað“?
„Ég held að Bandaríkjamenn hafi alltaf litið á
okkur sem Evrópuríki eða að minnsta kosti sem
brú til Evrópu. Ég hef annars ekki orðið vitni að
miklum hugleiðingum um það. Ég hef hins veg-
ar alltaf litið á Íslendinga sem Evrópuþjóð og
það er ekki síst vegna þess hve mér hefur alltaf
fundist við tengd norrænni samvinnu og nor-
rænni menningu.“
Já, en spurningin tengist þróun í Evrópu í átt
til mun nánara samstarfs á sviði öryggis- og varn-
armála. Er ekki staða Íslendinga í því ferli öllu
sérstök þar sem við höfum tvíhliða varnarsamn-
ing við Bandaríkin til viðbótar við NATO-aðild-
ina?
„Jú, staða okkar Íslendinga er mjög sérstök.
Hún er sérstök vegna þess að við höfum engan
her og í öðru lagi vegna þess að við höfum varn-
arsamning við Bandaríkin. Á sama tíma eigum
við sameiginlega hagsmuni með þjóðum Evr-
ópu og hljótum að taka þátt í umræðum og
stefnumörkun á sviði evrópskra öryggis- og
varnarmála. Það gerum við ekki síst til þess að
viðhalda jafnframt samstarfi okkar og tengslum
við Bandaríkin. Bandaríkjamenn hafa fullan
skilning á afstöðu okkar og þeim þykir það eðli-
legt að Íslendingar séu þátttakendur í þeirri
þróun sem er eiga sér stað í Evrópu. Við eigum
mjög náið efnahagslegt og menningarlegt sam-
starf við Evrópu. Þegar til skemmri og lengri
tíma er litið fara þessir hagsmunir saman.
Við Íslendingar höfum hins vegar ávallt lagt
áherslu á, að hagsmuna á sviði öryggis- og varn-
armála verði ekki gætt nema í samvinnu við
Bandaríkin og Kanada. Við höfum verið boðber-
ar þess að ekkert verði gert sem rýri Atlants-
hafstengslin. Það hefur enda komið í ljós aftur
og aftur í þeim átökum sem upp hafa blossað í
Evrópu, að þessi tengsl eru ekki aðeins hags-
munamál okkar Íslendinga heldur allrar Evr-
ópu og þá um leið Bandaríkjanna. Þarna ræðir
um tvö langauðugustu efnahagskerfi heimsins.
Þessi hagkerfi ná vart að virka og blómstra án
náinna tengsla. Það er sífellt að koma betur og
betur í ljós hvað Atlantshafstengslin eru mik-
ilvæg í efnahagslegu tilliti.
Við getum t.d. litið til flugsamgangna. Sífellt
algengara verður að flogið sé yfir Atlantshafið á
tveggja hreyfla flugvélum. Fyrir flugfélögin og
flugstjóra þessara véla á leið yfir norðanvert
Atlantshaf skiptir höfuðmáli að vita af því að
Keflavíkurvöllur sé opinn. Að öðrum kosti verð-
ur að velja aðra flugleið sökum öryggisreglna.
Keflavíkurflugvöllur hefur því grundvallarþýð-
ingu í þessum tengslum yfir hafið. Það er af
þeim sökum hinn mesti misskilningur þegar því
er haldið fram að Ísland skipti aðeins máli í
hernaðarlegu tilliti. Landið er einnig mikilvægt
í efnahagslegu tilliti. Hið sama má segja um
fjarskipti. Lega Íslands er einstök með tilliti til
sambands við gervitungl sem ekki er hægt að
ná til annars staðar. Allt þetta, sem ég hef nefnt,
er mjög mikilvægt fyrir Atlantshafstengslin.“
Þetta þykir mér athyglisverð nálgun, þú skil-
greinir Atlantshafstengslin með öðrum hætti en
tíðkast hefur lengst af ...
„Já, ég hef velt þessu atriði mikið fyrir mér.
Því fer fjarri að þessi tengsl séu eingöngu bund-
in við hernaðarsamstarf. Það er ljóst í mínum
huga að lítið land eins og Ísland getur ekki eitt
og sér gegnt því öryggishlutverki sem þörf er
fyrir á Norður-Atlantshafi. Þetta á við um haf-
svæðið, björgunarmál og annað. Á þessum vett-
vangi erum við að þróa fram nánara samstarf og
þar hafa t.a.m. skapast miklir möguleikar á nán-
ari samvinnu við Rússa. Það er ekki síst af þess-
um sökum sem fram hafa farið æfingar hér á
landi, bæði hvað varðar viðbrögð við náttúru-
hamförum og björgun á hafi úti. Þarna hafa
komið fram í dagsljósið nýir möguleikar á að
auka samvinnu þjóða og efla samskipti við
Rússa. Á Vesturlöndum litu menn forðum á þá
sem óvini, en eru nú teknir að umgangast þá
sem bandamenn. Ísland hefur líka hlutverki að
gegna í þessu efni. Rússar tóku í fyrsta skipti
þátt í æfingu á vettvangi Samstarfs í þágu friðar
hér á Íslandi. Síðar kusu þeir að slíta því sam-
starfi. Þegar þeir gengu síðan á ný á vit þess-
arar samvinnu fór fyrsta æfingin einnig fram
hér á landi. Það er rangt þegar því er haldið
fram að Ísland skipti litlu máli innan þessa sam-
starfs. Ísland og Íslendingar skipta máli með
öðrum og nýjum hætti í samræmi við breytta
heimsmynd.“
Nú hefur nokkuð borið á vangaveltum um að
Bandaríkjamenn krefjist þess að Íslendingar taki
aukinn þátt í kostnaði vegna reksturs Keflavík-
urflugvallar?
„Það hefur ríkt ákveðið samkomulag og
skilningur hvað þetta varðar alveg frá upphafi.
Samþykkt var að Bandaríkjamenn greiddu ekki
fyrir aðstöðu hér á landi en tækju að sér rekst-
urinn á Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var
byggður vegna Bandaríkjamanna á sínum tíma.
Hefðu Íslendingar ætlað sér að byggja flugvöll
með tilliti til hagsmuna sinna hefði það mann-
virki verið staðsett mun nær Reykjavík. Menn
verða að horfa á þetta mál í þessu ljósi. Við höf-
um tekið að okkur vegagerð að þessari aðstöðu,
við sjáum um að reka sérstaka lögreglu vegna
varnarsvæðisins og við rekum hér sérstaka
varnarmáladeild sökum þessa samstarfs. Ekki
verður því annað sagt en að Íslendingar hafi í
gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til þessa
samstarfs.
Jafnframt tel ég við hæfi að benda á að kostn-
aður Bandaríkjamanna hefur farið lækkandi
bæði vegna minni umsvifa auk þess sem tekist
hefur að lækka verð á margvíslegri þjónustu
sem varnarliðið kaupir. Varnarliðið nýtur sam-
reksturs við sveitarfélögin í nágrenninu á sviði
orkumála, sorphirðu og margs af því sem til-
heyrir slíkum rekstri. Þá ber að hafa í huga að
þessi flugvöllur er einnig mjög mikilvægur hvað
borgaralega umferð varðar. Við höfum viljað
nýta það svigrúm, sem við höfum um þessar
mundir, til að taka aukinn þátt í friðargæslu í
„Trúverðugar varnir verða
að vera til staðar á Íslandi“
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra leggur áherslu
á að trúverðugar varnir verði áfram til staðar á Íslandi nú
þegar varnarsamningur Íslendinga og Bandaríkjamanna
stendur á fimmtugu. Ásgeir Sverrisson spjallaði við
ráðherrann um samstarfið, Atlantshafstengsl og
þróun öryggismála.