Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Eldsnöggar skíðakonur/C4 Logi hugar að atvinnu- mennsku/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Þjóðdansa- félag Reykja- víkur mun hafa í nógu að snúast í næstu viku, en þá verður það í gestgjafa- hlutverkinu þegar norræna þjóðdansa- og þjóðlagamótið BARNLEK 2001 verður haldið í Grafarvogi. Mótið er fyrir börn á aldrinum 8-16 ára, og er von á yfir 2.200 þátttak- endum af öllum Norðurlöndunum og einnig frá Hjaltlandseyjum. Eitt af stefnumálum Þjóðdansa- félagsins er að varðveita íslenska þjóðbúninginn og hvetja til meiri notkunar hans meðal almennings. Félagið á nokkurt magn af íslenskum þjóðbúningum og rek- ur búningaleigu en þar hefur að vonum verið mikið að gera vegna undirbúnings fyrir þessa miklu hátíð. Helga Þór- um“, segir Helga og hlær við. Hún telur að þó nokkuð sé um ís- lenska búninga í einkaeign, en því miður séu þeir alltof sjaldan notaðir. Til marks um almenna eign nefnir hún að eingöngu 23 kvenbúningar hafi farið í útleigu hjá sér fyrir peysufatadaga Kvennaskólans og Verslunarskól- ans síðastliðið vor, en þær sem báru íslenska búninginn þessa daga hafi þó skipt mörgum tug- um. Að sögn Helgu hefur það færst í vöxt að fermingarstúlkur skarti íslenskum búningi á ferming- ardaginn, og kyrtilbúningurinn sé oft leigður fyrir brúðkaup — og þá í hvítu, að sjálfsögðu. Margar gerðir íslenskra bún- inga eru í eigu Þjóð- dansafélags Reykjavík- ur, svo sem upphlutir, peysuföt, skautbún- ingar, kyrtlar og fald- búningar. En hvers konar bún- ingum munu íslensku drengirnir Morgunblaðið/Billi Þjóðbúningar til á börn frá fjögurra ára aldri &Hefðir börn búningar Sérblöð í dag PÓSTHÚSSTRÆTI við Aust- urvöll er í endurnýjun þessa dagana, líkt og aðrar götur í miðborginni, þar sem jarð- vegsskipti standa yfir með aðstoð stórvirkra vinnuvéla. Strætið verður síðan hellu- lagt og snjóbræðslurör lögð þar undir. Ístak er verktakinn og sam- kvæmt áætlun á strætið að vera tilbúið með haustinu. Á meðan verða gestir Hótel Borgar sem annarra fyr- irtækja á þessu svæði að not- ast við tvo jafnfljóta og geyma ökutæki sín annars staðar, séu þau á annað borð til staðar. Pósthús- stræti endur- nýjað Morgunblaðið/Jim Smart ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í gær um kjarasamning sjúkrahúslækna sem gerður var rétt fyrir síðustu mánaðamót og var hann sam- þykktur með miklum meirihluta. Um er að ræða framlengingu á fyrri samningi sjúkrahúslækna og gildir hann frá 1. júní síðastliðnum til 1. febrúar 2002. Að sögn Ingunnar Vilhjálmsdóttur, formanns samninganefndar sjúkrahúslækna, tóku rúmlega 40% þeirra sem hafa atkvæðisrétt þátt í átkvæðagreiðslunni og af þeim samþykktu um 80% samninginn. Ingunn segir að ýmislegt sé í deiglunni varð- andi kjaramál sjúkrahúslækna og þær hugmynd- ir sem uppi eru þarfnist frekari tíma til skoð- unar. Því hafi ekki annað komið til greina en að gera skammtímasamning að svo stöddu og með því hafi báðir samningsaðilar verið að kaupa sér tíma. „Við höfum haft ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að byggja upp laun lækna á sjúkra- húsum. Ríkið hefur ekki talið sér fært að verða við þeim óskum og við teljum að það þurfi lengri tíma til að vinna í þeim málum. Heilbrigðisráðu- neytið er einnig með í gangi ýmsar hugmyndir um launauppbyggingu lækna. Þar af leiðandi var ekki grundvöllur til að ganga frá langtímasamn- ingi að svo stöddu,“ segir Ingunn. Sjúkrahúslæknar samþykkja kjarasamning með miklum meirihluta Framlenging á eldri samningi til bráðabirgða ÍSLENDINGURINN, sem var handtekinn á Waterloo-stöðinni í London með amfetamín 2. júní sl., hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir fíkniefna- smygl. Helmingur refsitímans er skilorðsbundinn. Samkvæmt upplýsingum frá bresku tollgæslunni vó amfetamínið 679 grömm þegar það hafði verið þurrkað. Þegar Morgunblaðið greindi fyrst frá handtöku mannsins var magnið sagt 1,1 kíló. Upplýs- ingafulltrúi bresku tollgæslunnar sagði að þegar efnið var vigtað skömmu eftir handtöku mannsins hafi það enn verið í umbúðum auk þess sem það hafi verið rakt. Þetta gæti útskýrt mismuninn á þyngdar- tölum. Söluverðmæti í Bretlandi er um ein milljón íslenskar kr. Amfetamínið reyndist rýrt að gæðum en styrkleiki þess var 10%. Yfirleitt er það amfetamín sem gert er upptækt í Bretlandi 40–60% að styrkleika. Söluverðmæti efnisins í Bretlandi er um ein milljón íslenskar krónur en maðurinn kvaðst hafa keypt það á um 475 þúsund krónur í Amsterdam. Maðurinn, sem er 23 ára gamall, var handtekinn þegar hann kom til Bretlands um Ermarsundsgöngin frá Brussel. Hann lýsti sig sekan við réttarhöld 18. júní. Samkvæmt upp- lýsingum frá bresku tollgæslunni hefur maðurinn þegar hafið afplán- un. Mælt var með að honum yrði vís- að úr landi. Handtekinn í Bretlandi með amfetamín Dæmdur í fimm mánaða fangelsi ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karl- manni sem réðst á móður sína hinn 4. júlí sl. og veitti henni 10 sentímetra langan skurð á háls með skærum. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur kemur fram að hætta sé talin á því að hann haldi áfram líkamsárásum og að nánustu ættingjar óttist að hann leggi á ný til atlögu gangi hann laus. Maðurinn, sem hefur játað á sig verknaðinn, var því dæmdur í gæslu- varðhald á grundvelli þess að það sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Í úrskurðinum er því lýst að mað- urinn hafi komið heim til sín að kvöld- lagi. Hann reykti eina hasspípu í hjóla- geymslu en fór því næst inn í íbúðina. Þar fór hann inn á baðherbergi þar sem móðir hans var að skipta á átta mánaða gamalli dóttur sinni. Hann kom henni að óvörum, greip um höku hennar og skar hana með skærunum á framanverðan hálsinn. Samkvæmt læknisvottorði náði skurðurinn á hálsinum rétt inn fyrir húð auk þess sem móðirin meiddist á hendi. Geðlæknir lýsti því svo að hann væri á mörkum þess að teljast sak- hæfur. Manninum var gert að gang- ast undir rannsókn á andlegum og lík- amlegum þroska. Í haldi til að tryggja öryggi annarra ALÞJÓÐAHÚS, sem taka á til starfa í haust, verður í Hafnarstræti 1–3 í Reykjavík takist samningar við eigendur hússins. Að sögn Snjólaug- ar Stefánsdóttur, verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg, er nú unnið að ráðningu framkvæmdastjóra. Bára Snæfeld hjá túlkaþjónustu Miðstöðvar nýbúa segir að mjög mikill kostur sé að starfsemi Al- þjóðahúss verði í miðborginni, vegna samgangna. Megintilgangur Aþjóða- húss verður að tengja saman fólk af ólíkum uppruna og vinna gegn for- dómum gagnvart útlendingum. Alþjóðahús í Hafnarstræti VERSLUNARMENN bregðast reiðir við ásökunum landbúnaðarráð- herra í DV í gær um að tollalækkanir á grænmeti hafi ekki skilað sér til neytenda. Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, segir að verð á eggaldini og lauk til verslunar- innar hafi ekki breyst við tollabreyt- inguna í júní því vörurnar hafi ekki borið toll fyrir. „Ég sé ekki betur en að ráðherra viti ekki hvar tollarnir voru felldir niður og hvar ekki,“ segir hann og bætir við: „Við erum ekki óvanir óvönduðum og illa ígrunduð- um yfirlýsingum frá Guðna.“ Finnur segir jafnframt að verð hafi lækkað á öllum tegundum sem niðurfelling tolla 15. júní náði til og að verðbreyt- ingar frá þeim tíma hafi fyrst og fremst tekið mið af breyttu innkaups- verði miðað við þróun á markaði hverrar tegundar fyrir sig. Einar Þór Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Ávaxtahússins, stað- festi að rangt hefði verið farið með um tolla á hótellauk og eggaldini. „Eggaldin og laukur, þar með talinn hótellaukur, báru ekki toll fyrir tolla- breytinguna 15. júní heldur voru á undanþágu vegna fríverslunarsamn- ings EES,“ sagði hann og bætti við það heyrði til undantekninga að keyptur væri laukur frá löndum utan Evrópusambandsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist í raun bara hafa verið að bregðast við orðum blaðamanns Dag- blaðsins. „Það er hneyksli ef það er rétt sem DV heldur fram að vörurnar hafi ekki lækkað þrátt fyrir afnám 30 prósenta tolls, en ég vona svo sann- arlega að þetta sé ekki rétt,“ sagði Guðni. Hann sagði að farið yrði yfir þessi mál því ótækt væri að bera menn röngum sökum. „Komi það í ljós að fréttin hafi verið röng gleðst ég því það er óskaplega mikilvægt þegar ríkið gefur eftir 70 til 100 millj- ónir í tollum af svona vörum að það skili sér til neytandans,“ bætti land- búnaðarráðherra við. Talsmenn matvöruverslana segjast bornir röngum sökum Vanir óvönduð- um yfirlýsingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.