Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.07.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ PEDRO Solbes Mira, sem fer með efnahags- og gjaldmiðilsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB), segir að þótt samningaviðræður við Ísland og Noreg tækju væntanlega skamman tíma ef þau sæktu um aðild að sambandinu yrðu þau að bíða jafnlengi og önnur ný aðildarríki eftir að fá að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil ESB. „Það verður að meðhöndla alla umsækjendur með nákvæmlega sama hætti,“ sagði Solbes á fundi með blaðamönnum frá EFTA-ríkjunum í Brussel í gær. Í stofnsáttmála Evrópusambandsins er kveðið á um að aðildarríki verði að halda gengi gjaldmiðils síns stöðugu gagnvart evrunni í tvö ár áður en það geti orðið aðili að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU). Að auki verða ríki að uppfylla skilyrði um lítinn fjárlagahalla, lága verðbólgu og vexti til þess að geta tekið upp evruna. Gert er ráð fyrir að áð- urnefnd tveggja ára regla gildi gagnvart vænt- anlegum aðildarríkjum ESB í Austur-Evrópu, jafnvel þótt sum þeirra, t.d. Eistland, hafi þegar bundið gengi gjaldmiðilsins við evruna. Solbes segir að það dugi ekki að gengi gjald- miðla nýrra aðildarríkja hafi verið stöðugt gagn- vart evrunni áður en þau gengu inn í sambandið. Hann viðurkennir að undantekningar hafi verið gerðar frá tveggja ára reglunni varðandi sum nú- verandi aðildarríkja, en bendir á að það verði að horfa á hvernig ríki spjari sig eftir að það fái aðild. „Gjaldmiðlar sumra ríkja eru nú þegar stöðugir gagnvart evrunni. Það verður hins vegar að leggja mat á gengisstöðugleikann eftir að ríkin fá aðild að ESB,“ segir Solbes. Spáir hagvaxtar- aukningu á næsta ári Framkvæmdastjórinn segir að niðursveiflan í efnahagslífi ESB á þessu ári hafi verið skarpari en gert var ráð fyrir. Þá sé verðbólgan talsvert yfir markmiði Seðlabanka Evrópu, sé nú 3,4% í evru- ríkjunum en þyrfti að vera 2% eða lægri. „Hins vegar er ekkert meiriháttar ójafnvægi í efnahags- lífi ESB og ég geri ráð fyrir að hagvöxtur fari aft- ur vaxandi á næsta ári,“ segir Solbes. Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldmiðilsmála í ESB Tveggja ára stöðugleiki gagnvart evru forsenda fyrir EMU-aðild Brussel. Morgunblaðið. SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykjavíkur var haldin í sól og blíðskaparveðri í Laugardal í gær. Um 1.400 starfsmenn vinnuskólans á aldrinum 14 til 16 ára tóku þátt í hátíðinni, sem er árlegur viðburður í starfi Vinnuskólans. Ungmennin sem hafa einkum haft arfaklórur, hrífur og skóflur í hönd, við störf sín fyrir Vinnuskól- ann í sumar, nutu þess greinilega að bregða á leik, fara í snú-snú, fylgjast með fræknum eldgleypi og háma í sig þær veitingar sem boðið var upp á. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir hátíðina hafa heppnast afar vel, veður hafi verið með besta móti og almenn gleði ríkt meðal þátttakenda. Hann seg- ist afar ánægður með hvernig tókst til og hversu vel krakkarnir hafi unað við það sem boðið var upp á. Starfsmenn Vinnuskólans léku listir sínar Ýmislegt var á dagskránni, sem stóð yfir daglangt. Keppt var í íþróttum, meðal annars fótbolta og körfubolta, og kepptu þá flokkar Vinnuskólans sín á milli. Eins var boðið upp á ýmiss konar leiki, leik- tæki og þrautir, auk þess sem sviðs- vagn var settur upp á svæðinu þar sem unglingar úr Vinnuskólanum komu fram og léku listir sínar. Sýndu þeir meðal annars spuna- leikrit, dans og léku á hljóðfæri. Einnig komu fram hljómsveitir auk þess sem götuleikhús kom í heim- sókn með eldgleypi í broddi fylk- ingar. Um framkvæmd hátíðar- innar sáu flokksstjórar Vinnu- skólans. Um 1.400 unglingar á sumarhá- tíð Vinnu- skólans Morgunblaðið/Billi ÞORGEIR Pálsson, flugmálastjóri, segir að í ljósi umræðu um flugör- yggi á síðasta ári og í ljósi tilmæla samgönguráðherra verði nýtt skipu- lag og aukið eftirlit með flugumferð milli lands og Eyja um komandi verslunarmannahelgi. „Það hefur alltaf verið unnið eftir ákveðinni vinnuáætlun og nú hefur verið gerð ný slík áætlun. Við höfum alltaf verið með gríðarlega mikinn viðbúnað út af þjóðhátíð í Eyjum og verður hann aukinn núna. Fyrst og fremst hefur allt skipulag verið yf- irfarið og mannskapurinn efldur. Nú fara níu starfsmenn til Eyja á okkar vegum til viðbótar við þá fimm sem þar eru fyrir,“ sagði Þor- geir. Sérstakt eftirlit með flugrekstrinum Þorgeir segir að nú verði, til við- bótar við hefðbundinn viðbúnað við stjórnun umferðar, aukið eftirlit með flugstarfseminni. Auk viðbún- aðarins í Eyjum segir Þorgeir að haft verði eftirlit með flugrekstrin- um af hálfu flugöryggissviðs og seg- ir hann sérstaka áætlun hafa verið gerða þar um. „Í fyrra beindist eft- irlit okkar fyrst og fremst að aðilum sem ekki höfðu leyfi til flugrekstrar og verður auðvitað framhald á því. Auk þess munum við einnig fylgjast nánar með þeim flugrekendum sem ætla að stunda flutninga milli lands og Eyja,“ sagði Þorgeir en sagðist ekki geta sagt nánar til um hverju væri helst verið að fylgjast með. „Það er í höndum eftirlitsaðila okkar hvernig þeir haga því,“ sagði hann. Viðbúnaður Flugmálastjórnar vegna verslunarmannahelgar Starfsmönnum fjölg- að í Vestmannaeyjum HJÁ Bifreiðastöð Íslands fengust þær upplýsingar í gærkvöldi að upp- selt væri að verða til Eyja um versl- unarmannahelgina. Að sögn starfsstúlku BSÍ er upp- selt í allar ferðir til Eyja á fimmtu- degi og föstudegi fyrir helgina en enn eru eftir sæti á miðvikudegi og á laugardegi. Þá mun þeim fækka óð- um ferðunum frá Eyjum en örfá sæti eru laus á mánudeginum. Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að enn væru laus sæti til og frá Eyjum alla dagana en töluverð ásókn hefði verið í þær og mikið spurt. Munu margir hafa nýtt sér þann kost að bóka ferðir á Net- inu. Að verða uppselt til Eyja AÐFARANÓTT fimmtudags var brotist inn á tveimur stöðum í Reykjavík. Að sögn lögreglu var brotist inn í kennslustofu á kvenna- deild Landspítalans og skjávarpa stolið, en tilkynnt var um innbrotið um klukkan fimm um nóttina. Þá barst lögreglu tilkynning um það í gærmorgun að brotist hafi verið inn í Snælandsvídeó við Laugaveg og þaðan stolið peningum og tóbaki. Lögreglan í Reykjavík segir málin vera í rannsókn en enn hefur enginn verið handtekinn vegna þeirra. Innbrot í Reykjavík LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði á föstudaginn í síðustu viku akstur konu um sjötugt en kvartanir höfðu borist frá ökumönnum um að hún æki bílnum á öfugum vegarhelm- ingi. Þannig hefði hún ekið vinstra megin á veginum í blindbeygjur og yfir blindhæðir. Konan var ásamt eiginmanni sínum á leið til Ísafjarð- ar en lögreglan stöðvaði bílinn skammt sunnan við Hólmavík. Þeg- ar lögreglan bað um skýringar á aksturslaginu svaraði konan því til að sér þætti þægilegra að aka vinstra megin. Lögreglan sagði að akstrinum mætti líkja við rússneska rúllettu. Sem betur fer hefði verið frekar lít- il umferð á móti en talsvert margir voru hins vegar á norðurleið. „Þægi- legra að aka vinstra megin“ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.