Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ sem leiddi til hækkunar Símans
á þeim gjöldum sem farsímanotend-
ur þurfa að greiða þegar hringt er í
þá erlendis eru svokölluð samtengi-
gjöld.
„Það eru gjöld sem hin erlendu
símafyrirtæki taka fyrir að senda
símtöl í þeirra kerfi, óháð því hvar sá
sem hringir er staddur,“ sagði Heið-
rún Jónsdóttir, forstöðumaður upp-
lýsinga- og kynningarmála Símans,
þegar hún var spurð að því hvort
hækkun Símans væri afleiðing af
reikisamningum þeirrar gerðar sem
Evrópusambandið hefur nú til rann-
sóknar vegna gruns um ólöglegt
verðsamráð í tengslum við reiki-
samninga.
Hún sagði að samtengigjöldin og
samningar þar að lútandi séu til
komin vegna tekjuskiptingar á
símtölum sem fara í gegnum fleiri en
eitt símkerfi, hvort sem þau eru í
sama landi eða í fleiri en einu landi.
„Þessi samtengigjöld hafa þekkst í
langan tíma en það sem hefur hins
vegar verið að breytast undanfarna
mánuði eru gjöld vegna millilanda-
símtala sem enda í farsíma og hafa
gjöld vegna þeirra símtala hækkað
verulega undanfarna mánuði og sem
leiddi til þess að Síminn varð að
fylgja í kjölfarið og hækka umrædd
símgjöld í farsíma til 17 Evrópu-
landa. Til að koma til móts við við-
skiptavini okkar lækkuðum við verð
á símtölum í aðra síma en farsíma.“
Rannsókn ESB snertir
eingöngu ferðamenn
Heiðrún sagði jafnframt að þeir
reikisamningar sem Evrópusam-
bandið er nú að rannsaka snerti ein-
göngu þá sem „reika“, þ.e. ferða-
menn, en samtengigjöldin snerti hins
vegar alla sem hringja á milli landa.
„Í reikisamningum er verið að
greiða fyrir afnot af farsímakerfi við-
komandi farsímafyrirtækis erlendis.
Þannig að ef viðskiptavinir Símans
fara með GSM-símann sinn til Evr-
ópu tengjast þeir erlendu kerfi og
Síminn þarf að greiða fyrir þau afnot
án tillits til þess hvert viðkomandi
hringir.“
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
greindi frá því að gjöldin samkvæmt
reikisamningum væru allt að tíu
sinnum hærri í Evrópu en í Banda-
ríkjunum.
Spurð hvort það væri reynsla Sím-
ans sagði Heiðrún að svo væri ekki.
„Þvert á móti er almennt töluvert
ódýrara fyrir viðskiptavini okkar að
„reika“ í Evrópu en í Bandaríkjunum
vegna þess flokks sem Ísland er sett
í. Þar með er þó ekki sagt að sama
gildi t.d. um Bretland eða Frakk-
land.“
Ódýrara fyrir Íslendinga
að „reika“ í Evrópu en í
Bandaríkjunum
Evrópusambandið rannsakar reikisamninga
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
frestað uppkvaðningu úrskurðar um
mat á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar sem kveða átti upp
í dag. Þóroddur Þóroddsson, sér-
fræðingur hjá Skipulagsstofnun,
segir frestinn til kominn af því að
Landsvirkjun, framkvæmdaraðili
virkjunarinnar, hafi tekið sér lengri
tíma en ætlað var til að svara um-
sögnum og athugasemdum sem bor-
ist hafa vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda. Hann segir úrskurðar að
vænta skömmu fyrir mánaðamót.
Þóroddur segir fjölda og umfang
athugasemda hafa verið óvenjumik-
ið. „Tæplega 400 athugasemdir bár-
ust frá bæði einstaklingum og
félagasamtökum. Megnið frá ein-
staklingum,“ sagði hann og bætti
við að þarna væri fólk að notfæra
sér rétt sinn. „Þetta er auðvitað
stórmál sem hefur fengið mikla um-
fjöllun og góða kynningu þannig að
margir hafa sýnt því mikinn áhuga
og kynnt sér gögnin vel,“ bætti
hann við.
Skipulagsstofnun frestar úrskurði
um Kárahnjúkavirkjun
Óvenjumargar
athugasemdir
þar sem þeir væru mun öryggari
hér en þar og gætu leikið sér meira
úti. „Við erum bara búnir að labba
um bæinn og gefa öndunum brauð.
Bara eitthvað skemmtilegt,“ segir
Pálmi. Inntur eftir því hvað sé
skemmtilegast að gera í sólinni á
sumrin sagði Pálmi það vera að
leika sér í sandkassanum heima.
Vinkonurnar Þóra Sumar-
liðadóttir og Valgerður Ingólfs-
dóttir voru að leita að kaffi og kök-
um eins og þær komust að orði í
Austurstrætinu. „Það er hvergi
hægt að setjast niður, það er allt
fullt,“ segir Þóra. Báðar eru þær
búsettar á Flórída á veturna og
koma til Íslands á sumrin. Að-
spurðar hvers vegna þær væru ekki
í sólinni á Flórída sögðu þær að þar
væri alltof heitt um þetta leyti eða í
kringum 35 stiga hiti. „Ef maður fer
út í póstkassa á þessum árstíma bít-
ur hitinn í kinnarnar,“ segir Val-
gerður og bætir við að veðrið í
borginni sé yndislegt, það sé hægt
að anda.
Þær sögðu skemmtilegast við að
rölta um miðbæinn vera að skoða
mannlífið og kanna hvort þær
rækjust ekki á einhvern sem þær
þekktu.
GÓÐA veðrið lék við borgarbúa
sem og aðra í höfuðborginni í gær
og skein sól í heiði. Gatnafram-
kvæmdirnar í Pósthússtræti virtust
ekki hafa truflandi áhrif á nær-
stadda og var Austurvöllur iðandi
af lífi. Það var alveg sama í hvaða
átt var litið, alls staðar var að finna
léttklætt fólk með bros á vör.
Meðal þeirra sem voru að sleikja
sólkinið í grasinu á Austurvelli voru
Ragnheiður Gunnarsdóttir ásamt
rúmlega sex mánaða syni sínum,
Degi, og Karen Axelsdóttir ásamt
sjö vikna syni sínum, Tryggva. Þeg-
ar blaðamann og ljósmyndara bar
að garði voru mæðurnar með syni
sína á brjósti en hinn sjö vikna
gamli Tryggvi var í fyrsta skipti að
sleikja sólina.
Aðspurðar hvað þær væru búnar
að gera það sem af væri góðvirð-
isdeginum sögðust þær hafa notið
þess að vera í sólinni á Austurvelli,
þær hefðu gengið niður Laugaveg-
inn og skoðað útsölurnar og kíkt
inn á Kaffi París og fengið sér
hressingu. Inntar eftir því hvort
þær hefðu keypt eitthvað var svar-
ið: „Ekki ennþá.“
Alfreð Rafn Ingólfsson lá í sólbaði
í grasinu á Austurvelli og þar sem
hann var með sólgleraugu var
blaðamaður ekki viss um hvort
hann væri sofandi eður ei. Það kom
á daginn að hann var glaðvakandi
og sagðist í raun vera að bíða eftir
að komast í verkamannavinnu sem
hann átti von á á allra næstu dög-
um. Á meðan sagðist hann ætla að
njóta þess til hins ýtrasta að slaka á
í sólinni. „Ég er bara búinn að taka
það mjög rólega í dag. Ég fékk mér
svaladrykk og síðan er ég bara að
slaka á í sólinni.“
Fjárfesti í sól-
gleraugum á útsölu
Á einum af mörgum bekkjum á
Austurvelli sat Sunna Jóhanns-
dóttir en hún kvaðst vera í sum-
arfríi og vera að njóta lífsins ásamt
vinkonu sinni. „Við fengum okkur ís
og þá höfum við bara verið að rölta í
bænum og skoða í búðir.“ Aðspurð
hvort hún hefði keypti sér eitthvað
sagðist hún hafa fjárfest í sólgler-
augunum sem hún var með á nefinu.
Það hefði hún gert í Skarthúsinu.
Sunna er búsett í miðbænum og
sagðist gera mikið af því, þegar hún
væri í sumarfríi, að rölta um miðbæ-
inn í sólinni með tvíburadætrum
sínum og vinkonum. Aðspurð hvað
hún væri búin að skipuleggja það
sem eftir væri sumarfrísins sagðist
hún ætla að ferðast innanlands,
áfangastaðurinn var hins vegar
ekki ákveðinn, hún kvaðs ætla að
elta góða veðrið.
Eins og jafnan á sólríkum dögum
þyrstir marga í ís og á Ingólfstorgi
sátu bræðurnir Pálmi, 9 ára, og Jas-
on, 7 ára, íbyggnir á svip. Bræð-
urnir tala bæði íslensku og ensku en
þeir hafa bæði íslenskan og banda-
rískan ríkisborgarrétt. Þeir voru
ánægðir með ísinn og aðspurðir
sögðust þeir taka sumarið á Íslandi
fram yfir sumarið í Bandaríkjunum
Miðbærinn heillar
á sólskinsdegi
Alfreð Rafn Ingólfsson Sunna Jóhannsdóttir
Þóra Sumarliðadóttir, t.v., og Valgerður Ingólfsdóttir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Karen Axelsdóttir ásamt Tryggva syni sínum, t.v., og Ragnheiður Gunnarsdóttir ásamt Degi syni sínum.
Bræðurnir Jason, t.v., og Pálmi.
Upplag Morgunblaðsins
Tæp 55 þús. ein-
tök seld á dag
SAMKVÆMT nýjum tölum frá Upp-
lagseftirliti Verslunarráðs Íslands
var meðaltalssala á Morgunblaðinu á
dag 54.963 eintök hvern mánuð á fyrri
helmingi þessa árs. Á sama tíma árið
2000 var meðaltalssalan 55.528 eintök
á dag. Morgunblaðið er eina dagblað-
ið sem nýtir sér þjónustu Upplagseft-
irlits Verslunarráðs, en það annast
eftirlit og staðfestingu upplags prent-
miðla fyrir þá útgefendur sem þess
óska. Trúnaðarmaður eftirlitsins er
löggiltur endurskoðandi.